Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 12
12 fréttir 14. júlí 2010 miðvikudagur SkrifStofur AGS m lAðAr rAuðAr Um hundrað manns komu saman fyrir utan skrifstofur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á hádegi á þriðjudag til að mótmæla veru sjóðsins á landinu. Mótmælendur börðu á potta og pönnur, kveiktu í neyðarblysum, blésu í lúðra, sprengdu flugelda og hrópuðu slagorð í gjallarhorn. Upp úr hádegi sletti hópur mótmæl- enda rauðri málningu á glugga og hurð í anddyri húsnæðis sjóðsins. Um hundrað manns komu saman fyrir utan skrifstofur Alþjóðagjald- eyrissjóðsins fyrir aftan Stjórnar- ráð Íslands í Lækjargötu á hádegi á þriðjudag til þess að mótmæla veru sjóðsins á landinu. Í tilkynn- ingu frá mótmælendum sagði meðal annars að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn væri hinn eiginlegi skuggastjórnandi á Íslandi. Mót- mælin vöktu mikla athygli ferða- manna sem tóku myndir af at- burðinum. Undanfarna daga hefur fólk mótmælt fyrir utan skrifstofurn- ar en ívið fleiri voru á mótmælun- um á þriðjudag en áður. Í fyrstu börðu mótmælendur á potta og pönnur, kveiktu í neyðarblysum, blésu í lúðra, sprengdu flugelda og hrópuðu slagorð í gjallarhorn, en þegar leið á hitnaði í kolunum. Það var um hálf eitt sem hópur mótmælenda sletti rauðri máln- ingu á glugga og hurð í anddyri húsnæðis Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins. Mikill reykur var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað, en á sama tíma höfðu margir mótmæl- endur tekið sig til og kveikt í neyð- arblysum. Þá kom til ryskinga milli lögreglu og mótmælenda þegar lögregla reyndi að handsama einn þeirra sem skvetti málningunni. Félagar hans reyndu að forða hon- um frá handtöku en allt kom fyr- ir ekki. Hann var handtekinn við Stjórnarráðið eftir þó nokkurn elt- ingaleik. Eftir mótmælin við skrif- stofur AGS færðu mótmælendur sig að Stjórnarráðinu þar sem þeir héldu uppi takti líkum þeim sem heyra mátti í Janúarbyltingunni, 2009. Kristín Snæfells Arnþórsdóttir boðaði í samtali við DV.is í gær- morgun hörð mótmæli og sagði að húsið þar sem skrifstofur AGS eru hýstar yrðu málaðar rauðar og sprengdir yrðu flugeldar. Þá sagði Kristín marga úr kjarnahópi mótmælenda bíða þess að fleiri Íslendingar kæmu að mótmæla. „Þurfum við að kveikja í helvítis húsinu? Hvað þurfum við að gera? Við erum þarna eins og brjálaðir vitleysingar, og hvað, hlær fólk bara að okkur? Áttar fólk sig ekki á því að þetta er það versta sem við gerum þessum mönnum, það er að mótmæla? Það nægir ekki að við séum fimmtíu, það þurfa að koma fleiri,“ sagði Kristín sem vildi taka fram að hún væri ein- ungis ein úr kjarnahópi mótmæl- enda. Um leið og mótmælendur yfir- gáfu skrifstofur Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins fyrir aftan Stjórnarráð Ís- lands birtist svo starfsmaður sem var kominn til þess að spúla máln- ingu af aðalinngangi hússins með háþrýstidælu að vopni. Rauða málningin sem hafði verið slett yfir hurð og glugga í anddyrinu var ekki þornuð þannig að verkið virt- ist létt og fljótunnið. „Þurfum við að kveikja í helvít- is húsinu? Hvað þurf- um við að gera?“ jón bjarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is rauðar slettur Hópurmótmælendaslettirauðrimálninguágluggaog hurðíanddyrihúsnæðisAlþjóðagjaldeyrissjóðsins.myndir Hörður sveinsson spúlað Umleiðogmótmælen duryfirgáfuskrifstofurAlþjó ðagjald- eyrissjóðsinsfyriraftanStjór narráðÍslandsbirtiststarfsm aðurmeð háþrýstidæluaðvopni. mótmælum lokið Starfsmaðu rvarekkilengiaðkomaásv æðiðtilþess aðspúlamálningunaíburtu . eldar loguðu Litlireldarkviknuðuhérogþaríminniháttarrusliogslökktilögreglanþáoftarenekki. meiri eldar Kveiktvarínokkrumpappakössum eneldurinnvarfljótlegaslökktur. búmmmm LögreglumennstilltuséruppfyrirframanStjórnarráðiðenfengueinsogaðrirásvæðinuaðheyratakt-innfráásláttarhljóðfærunum. bammmm MótmælendurframkölluðumikinnhávaðafyrirframanStjórnarráðiðogvaktiþaðáhugaferðamannasemtókumargirhverjirmyndir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.