Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 16
16 ERLENT 14.júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Það er af sem áður var með traust bandarísku þjóðarinnar til Baracks Obama forseta því samkvæmt niður- stöðum könnunar sem birtar voru á þriðjudag segjast nærri sextíu prósent Bandaríkjamanna ekki hafa trú á hon- um. Niðurstöður könnunarinnar, sem gerð var af Washington Post og ABC News, sýna fullkominn viðsnúning í skoðun bandarísku þjóðarinnar við upphaf forsetatíðar Obama fyrir einu og hálfu ári. Þar lýstu sextíu prósent þjóðarinnar því yfir að þau treystu Obama til að taka réttar ákvarðanir. Tiltrú bandarísks almennings hefur nú náð nýjum lægðum, en hann státar þó af meiri tiltrú en löggjafar þjóðar- innar, til hvors flokksins sem þeir telj- ast, en í nóvember verður kosið til lög- gjafarþings. Fimmtíu og átta prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni svöruðu „smá“ eða „enga“ þegar þeir voru spurðir hve mikla trú þeir hefðu á að Obama tæki réttar ákvarðanir fyrir framtíð þjóðar- innar. Sextíu og átta prósent lýstu sömu skoðun hvað varðar demókrata á þjóð- þingi landsins og sjötíu og tvö prósent hvað varðar repúblikana. Nú er svo komið að eingöngu 43 prósent bandarísku þjóðarinnar, þar af þriðjungur demókrata, segjast fylgj- andi þeim ákvörðunum sem Obama hefur tekið með tilliti til efnahagsmála þjóðarinnar. Fimmtíu og fjögur prósent eru ósamþykk aðgerðunum. Stjórn- málaskýrandi Washington Post telur að dvínandi vinsældir Baracks Obama megi hugsanlega rekja til vandamála í byggingariðnaði, hve hægt störfum hefur fjölgað og að sjálfsögðu annarra efnahagslegra vandamála. Algjör viðsnúningur í tiltrú Bandaríkjamanna á Obama: Nýtur ekki trausts þjóðarinnar Fleiri fátækir á Indlandi en í Afríku Í átta ríkjum á Indlandi eru fleiri fá- tækir en í tuttugu og sex fátækustu ríkjum Afríku samanlagt, samkvæmt nýrri könnun á vegum Sameinuðu þjóðanna. Í indversku ríkjunum átta, þeirra á meðal ríkjunum Bihar, Uttar Pradesh og Vestur-Bengal, er 421 milljón manns sem skilgreind er „fátæk“. Í fátækustu ríkjum Afríku eru 410 milljónir sem teljast fátækar samkvæmt sömu skilgreiningu. Skilgreiningin tekur mið af „skorti“ á ákveðnum sviðum heim- ilishalds – allt frá menntun til heil- brigðismála, og eignum til þjónustu. Árásin „rétt framkvæmd“ Samkvæmt endurskoðun ísraelska hersins á árás hans á skip sem var á leiðinni til Gaza í lok maí var árásin „rétt framkvæmd“ af hálfu sérsveit- armannanna, sem sýndu „fag- mennsku, hugprýði og útsjónar- semi“, og „tóku réttar ákvarðanir“. Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum sagði enn fremur að notkun skot- vopna hefði verið réttlætanleg og „öll aðgerðin lofsverð“. Starfsmanna- stjóri Ísraelshers sagði í annarri yf- irlýsingu að hægt væri að draga af þessu lærdóm sem nýttist í aðgerð- um sem kunni að koma upp í fram- tíðinni. Mættu ekki á fund Stjórnvöld í Norður-Kóreu ákváðu á þriðjudaginn fyrirvaralaust að mæta ekki á fund á vegum nefndar Samein- uðu þjóðanna sem fylgist með vopna- hléssáttmála Kóreu-ríkjanna. Um- ræðuefni á fundinum varðaði herskip Suður-Kóreu sem var sökkt í mars. Fulltrúar norðurkóreska hersins báðu um frest og sagði embættismað- ur Sameinuðu þjóðanna að nórður- kóresk stjórnvöld hefðu jafnvel komist að þeirri niðurstöðu að þau væru ekki reiðubúin til viðræðna. Ákvörðun um annan fund var ekki tekin. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína ítrekaði mikilvægi þess að hlut- aðeigendur tækju upp viðræður að nýju. Leitaði hælis í Washington Íranskur vísindamaður, sem leitað hefur verið og stjórnvöld í Íran segja að hafi verið rænt af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, hefur leitað hælis í sendiráði Pakistans í Washington. Á þriðjudaginn hafði íranska ríkisfrétta- stofan IRNA eftir ónafngreindum írönskum embættismanni að starfs- fólk sendiráðs Pakistans í Washington hefði staðfest að vísindamaðurinn, Shahram Amiri, héldi til í sendiráð- inu. Embættismaður pakistanska utan- ríkisráðuneytisins í Islamabad stað- festi við fréttastofu Reuters að Amiri væri í íranska hluta pakistanska sendi- ráðsins – ekki í sendiráðinu sjálfu. Amiri hvarf fyrir ári þegar hann var í pílagrímsferð til Sádi-Arabíu. Hundsaðu kannanirnar! Stuðningsmenn Obama reyna að stappa í hann stálinu. MYND REUTERS Samkvæmt fréttum frá Moskvu voru dormararnir tíu sem flogið var með til Rússlands á föstudaginn, í kjöl- far fangaskiptasamnings á milli rúss- neskra yfirvalda og bandarískra, yf- irheyrðir í gær af leyniþjónustu landsins. Fréttir herma að leyniþjónustan hafi notað lygamæli til að komast að því hvort gagnnjósnari hefði hugsan- lega svikið hópinn og alríkislögreglan því haft hendur í hári hans. Ekkert hefur heyrst af afdrifum hinna meintu rússnesku njósnara síð- an þeir stigu fæti á rússneska jörð eftir komuna til Rússlands. Dagblaðið Moskovsky Komsomol- ets hafði eftir heimildarmanni innan öryggisþjónustu landsins að tíumenn- ingarnir hefðu í fyrstu verið fluttir til höfuðstöðva utanríkisleyniþjónust- unnar í Yasenevo í útjaðri Moskvu, en síðan verið fluttir til staðar sem ekki hefur verið upplýst nánar um. Í höndum sérfræðinga „Sérfræðingar vinna með fulltrú- unum [njósnurunum],“ var haft eft- ir heimildarmanninum. „Þeir eru að reyna að komast að því hvaða leyni- þjónustumönnum [sem sáu um full- trúana] varð á í messunni,“ sagði heimildarmaðurinn. Ekki er gott að segja hvaða með- ferð fulltrúarnir sæta, en að sögn áð- urnefnds heimildarmanns eru fram- kvæmd ýmis próf, þeirra á meðal lygapróf, auk þess sem rætt er við fulltrúana. Heimildarmaðurinn sagði að „heilmikið verk væri unnið“ til að staðfesta hvort svikari úr röðum starfsmanna utanríkisleyniþjónust- unnar hefði svikið hópinn. Talið er að háttsettir menn innan utanríkisleyni- þjónustunnar hafi verið meðvitað- ir um tilvist hópsins síðan hann varð virkur árið 2001. Á sama tíma og tíumenningarnir voru yfirheyrðir í heimalandinu bár- ust þau tíðindi frá Bandaríkjunum að þar á bæ hefði tólfti einstaklingurinn verið handtekinn í tengslum við mál- ið. Þar er um að ræða 23 ára karlmann sem mun verða sendur til síns heima. Ekkert hefur hins vegar spurst til þess ellefta síðan honum var sleppt gegn tryggingu á Kýpur eftir að málið komst í hámæli. Afdrifaríkt símtal Stjarna málsins, Anna Chapman sem naut ómældrar athygli eftir að upp komst um hópinn, varð þess valdandi að alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, lét til skarar skríða gegn hinum ólög- legu fulltrúum þegar hún hafði sam- band við föður sinn í Moskvu og lýsti áhyggjum sínum af því að búið væri að afhjúpa hana. Símtal Önnu, ásamt áformum ann- ars njósnara um að fljúga til Moskvu, varð til þess að alríkislögreglan ákvað að binda enda á leynilegt eftirlit með njósnurunum tíu og handtaka þá áður en þeim tækist að flýja land. Anna Chapman varð tortryggin KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is Þeir eru að reyna að komast að því hvaða leyniþjónustu- mönnum [sem sáu um fulltrúana] varð á í mess- unni. Njósnararnir tíu sem sendir voru til Rússlands í fangaskiptum Rússa og Bandaríkjamanna voru yfirheyrðir ítarlega eftir heim- komuna. Þeir undirgengust ýmis próf, þar á meðal lygapróf, til að kanna hvort gagnnjósnari beri ábyrgð á afhjúpun hópsins. Bílalest á leið frá flugvellinum í Moskvu með njósnarana Lítið er vitað um afdrif tíumenninganna síðan þeir komu til Rússlands. MYND REUTERS YFIRHEYRÐIR Í RÚSSLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.