Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 6
6 fréttir 14. júlí 2010 miðvikudagur Ríkissjóður hefur tryggt sér forkaupsrétt að þeim listaverkum sem talið er mikilvægt að ríkið kaupi af skilanefndum föllnu viðskiptabankanna. Skrifstofustjóri í menntamála- ráðuneytinu segir enga peninga til núna fyrir verkunum. Óréttlátt að þurfa að kaupa aftur verk sem upphaflega voru gefin bönkunum, segir forstjóri Listasafns Íslands. Þjóðargersemar enn hjá skilanefndunum Íslenska ríkið hefur ekki átt peninga fyrir verðmætu listaverkasafni gjald- þrota viðskiptabankanna og því hvíla verkin enn í kjöltum skilanefndanna. Frestur til þess að ganga frá kaupun- um rann út í maímánuði en á dögun- um fékk ríkið lengri frest og hefur nú rýmri tíma til að safna fyrir verkun- um. Búið er að fara sérstaklega yfir og forgangsraða þeim listaverkum sem bankarnir þrír eiga en þau eru hátt í fimm þúsund talsins. Nefnd á vegum mennta- og menningarmálaráðu- neytisins hefur flokkað þessi verk og sett upp lista yfir þau verk sem talið er mikilvægt að séu í ríkiseigu. Skilanefndirnar hafa aftur á móti sett verðmiða á þær þjóðargersem- ar, verðmiða upp á hundruð milljóna króna, sem ríkið hefur ekki ráðið við fram til þessa. Á dögunum krækti rík- ið sér þó í gálgafrest til næstu sjö ára þar sem það hefur forkaupsrétt að þeim verkum sem flokkuð eru sem þjóðargersemar. Ósanngjarnt Um leið og Halldór Björn Runólfs- son, forstöðumaður Listasafns Ís- lands, er ánægður með þennan for- kaupsrétt skilur hann lítið í hörku skilanefndanna þar sem ljóst er að bankarnir hafi upphaflega feng- ið listaverkin að gjöf frá þjóðinni. Honum finnst ósanngjarnt að þjóð- in þurfi nú að kaupa verkin til baka. „Vandamálið er að skilanefndirnar eru ekki reiðubúnar að viðurkenna rétt þjóðarinnar til að eiga þessi verk án þess að borga fyrir þau. Að sjálf- sögðu er ég áhyggjufullur yfir hörku slitastjórnanna því ég átti mér þá von að við endurheimt bankanna í ríkis- eigu mundi málverkaeign þeirra aft- ur komast í eigu þjóðarinnar, endur- gjaldslaust,“ segir Halldór Björn. „Þegar ég gerði mér grein fyrir því að verkin fengjust ekki án borgunar lýsti ég áhyggjum mínum. Ástæðan fyrir áhyggjum mínum var ekki sú að ég þyrfti að sjá alla list í eigu hins opinbera, heldur óréttlætið að verk sem upphaflega voru keypt fyrir al- mannafé skyldu gefin einkabönkun- um 2003, og almenningi síðan ætlað að endurkaupa þau. Það er ósann- gjarnt.“ Engir peningar til Við einkavæðingu bankanna, í tíð Valgerðar Sverrisdóttur sem iðnað- ar- og viðskiptaráðherra, urðu mikl- ar deilur þegar uppgötvaðist að verð- mæt listaverk bankanna gleymdust alfarið í söluferlinu. Þannig voru þau hvorki færð úr eigu bankanna áður en þeir voru seldir né verkin met- in inn í söluandvirði bankanna við einkavæðingu. Karitas Gunnarsdóttir, skrifstofu- stjóri skrifstofu menningarmála hjá mennta- og menningarmálaráðu- neytinu, segir mikinn ávinning hafa náðst með forgangsröðun verkanna. Hún segir peninga fyrir verkunum einfaldlega ekki til núna hjá ríkis- sjóði. „Við erum búin að skilgreina hvað við teljum þjóðargersamar og hvað er síður mikilvægt að ríkið eigi. Það er nú á hreinu og við höfum tryggt okkur forkaupsrétt á gersem- unum til næstu sjö ára. Ríkið hef- ur enga peninga til að kaupa þetta núna,“ segir Karitas. trausti hafstEinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Ríkið hefur enga peninga til að kaupa þetta núna. Vilja verkin BæðiHalldórogKatrín menntamálaráðherraviljalistaverkin frábönkunumenframtilþessahefur ekkitekistaðgangafrákaupunum. „Ég vara börn sérstaklega við því að setja myndir af sér á netið, til dæm- is þar sem þau eru fáklædd eða á sólarströnd. Það er alltaf ákveðin hætta á því að myndir séu notað- ar af mönnum úti um allan heim í annarlegum tilgangi,“ segir Björg- vin Björgvinsson, yfirmaður kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ungir notendur Facebook dreifa nú á milli sín ábendingu á síðum sínum og vara við hópi á netinu sem sagður er stofnaður af barna- níðingum í þeim tilgangi að safna þar myndum af börnum. Börn eru beðin um að passa sig og dreifa ábendingunni sín á milli. Hópurinn sem um ræðir er und- ir heitinu „Þeim sem finnst pabbi og mamma það besta sem hef- ur komið fyrir mann“ og þar geta Facebook-notendur skráð sig sem meðlimir. Börn á Facebook eru aft- ur á móti farin að setja á vegg sinn viðvörun og vara aðra notendur samskiptavefjarins við að ganga í þennan hóp. Ástæðan sé sú að hóp- urinn hafi verið stofnaður af barna- níðingum í þeirri von að safna þar saman myndum af börnum. Björgvin biður börn almennt um að vara sig á netinu. Einkum varar hann við því að myndir séu settar á alþjóðlega samskiptavefi. „Það er alveg ljóst að þegar myndir eru settar á Facebook þá hafa allir „vinirnir“ aðgang að þeim myndum og það er ekki alltaf víst að þeir séu endilega góðir vinir,“ segir Björgvin. trausti@dv.is Kynferðisbrotadeild lögreglu biður börn að fara varlega á Facebook: Ekkisetjamyndiránetið annarlegur tilgangur Áalþjóðlegumsamskiptavefjumfinnasteinstaklingarsem notamyndirafnotendumíannarlegumtilgangi. Björk gegn magma „Þetta er ábending til umboðs- manns Alþingis um að skoða ýmsa þætti í Magma-málinu sem að við teljum að sé ástæða til þess að skoða nánar,“ segir Jón Þórisson aðstoð- armaður Evu Joly og arkítekt, en hann, tónlistarkonan Björk Guð- mundsdóttir og skáldið Oddný Eir Ævarsdóttir hafa sent ábendingu til umboðsmanns Alþingis varðandi málefni Magma Energy. Ábendingin snýr meðal annars að því að Mag- ma Energy Sweden, dótturfyrirtæki Magma Energy er skúffufyrirtæki en deildar meiningar hafa verið um lögmæti kaupa fyrirtækisins á HS Orku. askar gjaldþrota Stjórn Askar Capital hefur óskað eftir slitameðferð á félaginu með því að beina kröfu um slit til Héraðs- dóms Reykjavíkur. Þá hefur stjórn dótturfélags þess, Avant, óskað eftir að Fjármálaeftirlitið skipi bráða- birgðastjórn félagsins. DV greindi fyrst miðla frá væntanlegu gjald- þroti Askar Capital. Í tilkynningu frá félaginu segir að dómur Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar hafi mikil áhrif á efnahag Askar og Av- ant. Þann 31. maí voru eignir Avant metnar á um 23 milljarða króna. 6.000 styðja svanhildi Facebook-hópur til stuðnings hinni daufblindu Svanhildi Önnu Sveins- dóttur telur yfir 6.000 manns en henni hefur verið meinað að hafa blindrahundinn Exo hjá sér í íbúð sinni á Akranesi. Hópurinn ber yfir- skriftina „Styðjum konuna sem fær ekki að hafa leiðsöguhund í blokk- inni sinni“. Mikill fjöldi fólks hefur skrifað á vegg hópsins þar sem lýst er yfir stuðningi við Svanhildi. enginn beitt sér óeðlilega Samskipti milli mín og nefndarinnar í heild við starfsmenn ráðuneytis- ins hafa verið í góðum og eðlilegum farvegi,“ segir Unnur G. Kristjáns- dóttir, formaður í nefnd um er- lenda fjárfestingu um ummæli Silju Báru Ómarsdóttur, fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni. Silja sagði emb- ættismenn í viðskiptaráðuneytinu hafa frá upphafi virst sannfærðir um að ekkert væri að kaupum fyrirtæk- isins Magma Energy á HS Orku í gegnum dótturfélag í Svíþjóð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.