Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Side 26
Heimildamyndin Íslensk alþýða eftir Þórunni Hafstað keppir fyrir Íslands hönd um kvikmynda- verðlaun Nordisk Panorama í ár. Frá þessu er sagt á vefsíðu verð- launanna, nordiskpanorama. com. Íslensk alþýða gefur innsýn í líf nokkurra íbúa í verkamanna- bústöðunum við Hringbraut en húsin standa við Ásvallagötu og Hofsvallagötu auk Hringbrautar. Þetta er fyrsta mynd Þórunnar, sem er bæði leikstjóri og fram- leiðandi myndarinnar, og árang- urinn því enn glæsilegri. Íslensk alþýða fékk Menningarverðlaun DV í kvikmyndum á síðasta ári. Í rökstuðningi dómnefndar sagði meðal annars að áhorfandinn fengi nýja sýn á veruleikann við að horfa á myndina. Nordisk Panorama-verðlaunin verða af- hent í Bergen í septemberlok. „Fólk er mishörundsárt og kannski mun einhver móðgast yfir því að vera í bókinni. En ég sé enga ástæðu til þess. Ég er búinn að lesa hana yfir og þetta eru í raun bara beisik upplýsingar um fólkið ásamt skrípamyndum,“ segir Hug- leikur Dagsson, eigandi bókafor- lagsins Ókei-bækur sem gefur út bókina Hver er maðurinn? sem kom í verslanir í dag. Skráður höf- undur er Meðal-Jón og er það mik- ið leyndarmál hvert rétt nafn höf- undarins er. „En þeir sem koma undir nafni eru þeir Styrmir Örn Guðmunds- son og Arnar Ásgeirsson sem myndskreyta bókina. Þeir eru al- veg fyrirtaksteiknarar og mig hef- ur langað í nokkurn tíma að gefa út bók með myndum þeirra í þessari seríu,“ segir Hugleikur . Bókin er, eins og Hugleikur nefndi, í raun upptalning á fjöl- mörgum þjóðþekktum Íslending- um ásamt stuttum upplýsingum um viðkomandi. Og reyndar fá nokkur dýr að fljóta með, til dæm- is hundurinn Lúkas og hvalurinn Keikó, og tilbúnar persónur úr auglýsingum, eins og Lýður Odds- son og kötturinn Klói. „Í tengslum við titillinn þá er bókin fyrst og fremst hugsuð sem uppástungur um hver maðurinn í leiknum gæti verið,“ útskýrir Hug- leikur. „Á sama tíma virkar hún jafn vel sem fræðibók. Þarna sérðu oft einhvern sem þú hafðir ekki pælt í lengi og hugsar þá oft: „Jaaá, þessi. Hvað varð um hann?!“ Ég er búinn að prófa þessa bók á fólki í kringum mig og hún vekur alltaf lukku.“ Í tilefni útgáfu bókarinnar verð- ur haldið pub quiz með sér íslensku dægraþema á Karaoke Sports Bar í kvöld, miðvikudag, klukkan 20. kristjanh@dv.is KANNSKI MÓÐGAST EINHVER ÞÓRUNN TIL BERGEN BÓKIN HVER ER MAÐURINN? ER BÆÐI DÆGRADVÖL OG FRÆÐIBÓK: Rithöfundurinn og fjölmiðla- konan Þorbjörg Marinósdóttir, Tobba, nýtur sannarlega mikilla vinsælda þessa dagana en ný- útgefin bók hennar, Makalaus, hefur þegar verið tekin inn sem kennslubók í Háskóla Íslands. Bókin verður kennd í vetur í námskeiðinu Ástarsögur. Dagný Kristjánsdóttir kennir námskeið- ið og segir í lýsingunni á nám- skeiðinu: „Í námskeiðinu verður horft á birtingarmyndir ástar- innar í bókmenntum frá fornöld til vorra daga. Spurt verður hvað ástin sé og hverjar séu menning- arlegar birtingarmyndir hennar.“ Enn fremur segir að mörkin milli fagurbókmennta og fjöldafram- leiddra ástarsagna verði skoðuð. KENND Í HÁSKÓLANUM 26 FÓLKIÐ 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Hver er maðurinn? Til margs gagnleg segir útgefandinn. ÁSDÍS RÁN Í PLAYBOY: Myndatökum af Ásdísi Rán Gunnarsdóttur fyrir búlgörksu útgáfu Playboy er lokið. Ásdís segir myndirnar þær djörfustu á sínum ferli og þær fyrstu þar sem hún sýni svo mikla nekt. Ljósmyndari Ásdísar, Costas, segir frábært að vinna með henni og að hún sé fagmaður mikill. „Ég er bara hérna á sundlaugarbakk- anum. Við vorum að klára,“ segir Ás- dís Rán Gunnarsdóttir fyrirsæta um myndatökurnar fyrir búlgörsku útgáfu hins heimsfræga karlatímarits Play- boy. Ásdís mun prýða forsíðu ágúst- heftis tímaritsins auk þess sem inni í blaðinu verður stærðarinnar mynda- þáttur. Myndatakan fór fram á lúxus- hóteli við Svartahaf og tók tvo daga. „Þetta var mjög áhugaverð lífs- reynsla. Ég kem sterkari og reyndari út úr henni,“ segir Ásdís en hún við- urkennir að þetta hafi verið erfitt til að byrja með. „Þetta er án efa djarfasta myndataka sem ég hef farið í,“ en Ás- dís var nakin eins og venjan er þegar setið er fyrir í Playboy. „Það var erfið- ast að byrja. Maður var feiminn svona fyrst. En svo þegar tíminn leið varð þetta aðeins auðveldara.“ Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að sitja aftur fyrir í myndatöku þar sem hún sýni svo mikla nekt segist hún ekki stefna að því. „Í mínum huga er þetta bara svona einu sinni. Ég hef ekkert verið í þessum geira og ætla mér ekk- ert að vera í honum. En mað- ur getur svo sem aldrei sagt aldrei.“ En hvað ef hið eina sanna Playboy byði henni að koma í myndatöku? „Þá er það eitthvað sem ég myndi bara taka mér góðan tíma í að hugsa um. Alveg eins og ég gerði með þessa töku,“ en hún fékk fyrsta tilboðið um að stija fyrir í tímarit- inu fyrir tveimur árum. „Það var frábært að vinna með Ásdísi. Hún er fagmaður. Ég náði frábær- um myndum af henni,“ seg- ir gríski ljósmyndarinn Costas sem myndaði Ásdísi. „Við tókum myndir á mörgum fallegum stöð- um en annars skiptir umhverf- ið litlu máli þegar þú ert með svona fallegri konu sem veit hvað hún er að gera,“ segir Costas ánægður með Ásdísi en hann tekur einnig mikið af myndum fyrir heimsfræg tískutímarit sem og bandaríska Playboy. Ásdís, sem hefur heldur betur sleg- ið í gegn í Búlgaríu, er á farldsfæti. Eig- inmaður hennar, knattspyrnumað- urinn Garðar Gunnlaugsson, hefur samið við lið í Þýskalandi og er það því næsti áfangastaður fjölskyldunn- ar. „Mér líst bara ágætlega á að flytja þangað. Þetta er bara nýtt ævintýri,“ segir Ásdís að lokum. asgeir@dv.is FÓR ÚR HVERRI SPJÖR Fáklædd og falleg Ásdís hefur aldrei farið úr öllu áður. Ásdís Rán Segir myndirnar þær djörfustu á sínum ferli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.