Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Blaðsíða 14
DÍSILOLÍA Klöpp VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,4 kr. Skeifunni VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,1 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 194,5 kr. VERÐ Á LÍTRA 191,5 kr. BENSÍN Dalvegi VERÐ Á LÍTRA 193,0 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,0 kr. Melabraut VERÐ Á LÍTRA 193,1 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,1 kr. Algengt verð VERÐ Á LÍTRA 193,4 kr. VERÐ Á LÍTRA 190,4 kr. ÓDÝRARA INDVERSKT Veitingastaðurinn Kitchen á Laugavegi 60 býður upp á ódýr- ari indverskan mat en almennt hefur gengið og gerst hér á landi. Staðurinn býður reyndar fyrst og fremst upp á mat frá Nepal og stæra eigendur staðarins sig af því að um sé að ræða fyrsta nepalska staðinn hér á landi. Kitchen er til að mynda talsvert ódýrari og alls ekki síðri en Austur-Indíafélagið á Hverfisgötu sem verið hefur helsti indverski staðurinn hér á landi um árabil. RÁNDÝRIR 3 FRAKKAR n Veitingahúsið 3 frakkar er orðið rándýrt miðað við gæði þess sem boðið er upp á. Plokkfiskurinn kostar nærri þrjú þúsund krónur á kvöldin og aðrir fiskréttir kosta um fjögur þúsund krónur. Gæði elda- mennskunnar eru svo ekki í neinu samræmi við verðið því lítil tilþrif eru í eldunaraðferðum og með- læti sem hafa staðið í stað í mörg ár. Staðurinn kemst upp með þetta fáránlega verðlag vegna þess að hann er vinsæll meðal útlendinga. Úlfar og félagar eru hins vegar búnir að verðleggja sig út af markaðnum hjá Íslendingum sem láta ekki staðinn hafa sig að fíflum. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS GÓÐIR FISKISTAÐIR n Ostabúðin á Skólavörðustíg og Tilveran í Hafnarfirði bjóða upp á mjög góðan fisk fyrir lágt verð. Í Ostabúðinni eru tilþrif og frumleiki í eldamennskunni á fiski dagsins í hádeginu og hann kostar aðeins tæpar 1.500 krónur. Á Tilverunni kostar þriggja rétta fiskréttur á kvöldin jafn mikið og einn fiskréttur á 3 Frökkum. Fisk- urinn er jafnframt ljúf- fengari og betur útilát- inn á Tilverunni og á undan er boðið upp á humarsúpu sem er full af fiski. LOF&LAST 14 NEYTENDUR UMSJÓN: BALDUR GUÐMUNDSSON baldur@dv.is 14. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR NÚÐLUSKÁLIN BÝÐUR UPP Á MSG Í mánudagsblaði DV kom fram að Núðlu- skálin á Skólavörðustíg byði ekki upp á MSG í rétt- um sínum. Haft var samband við blaðið og þetta leiðrétt. Það er ekki MSG í réttunum að staðaldri, en viðskiptavinir geta sjálfir bætt því við í mat- inn sinn, ef þeir kjósa svo. Því geta viðskiptavinir staðarins bætt þessu umdeilda kryddi út í réttinn sinn að vild. E L D S N E Y T I HVAÐ ÞÝÐIR HÆKKUN VIRÐISAUKASKATTS? Samkvæmt tillögum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eru ýmsar breytingar á skatta- kerfinu æskilegar. Ein þeirra er að afnema eða breyta þrepakerfi í virðisaukaskatti. Sjóðurinn leggur til að 7 prósenta þrepið, sem ýmsir vöruflokkar heyra undir, verði hækkað upp í 14 prósent eða afnumið með öllu og að þau gjöld sem ríkið fái frá þeim verði notuð til að efla félagsþjónustu. Nokkrir vöruflokkar heyra und- ir neðra þrep virðisaukaskattsins, ásamt matvörum. Þar á meðal eru til dæmis hljómplötur, tímarit, dag- blöð, heitt vatn og aðgangur að Hvalfjarðargöngunum. Ef virðis- aukaskattinum yrði breytt í 25,5% á þessum vöruflokkum og álagning seljenda héldist í sama horfi og nú, myndi það leiða af sér 18,5 prósenta verðhækkun í þessum flokkum. Neytendavakt DV tók saman nokk- ur dæmi um vöruflokka sem myndu hækka ef hugmyndirnar AGS yrðu að veruleika. Gert er ráð fyrir að álagn- ing seljenda haldist í stað. Tónlist Geisladiskar, segulbönd, hljómplöt- ur og annað sem sýnir hljóð en ekki mynd fellur undir 7 prósenta þrepið. Meðalverð á nýlegum tónlistardisk er um 2.500 krónur. Með hækkun virðisaukaskattsins yrði þessi diskur kominn upp í um 2.930 krónur, um 430 króna hækkun. Hljómplata kost- ar ný 3.500 krónur, en með hækk- uðum VSK myndi hún kosta 4.105 krónur, sem er 605 króna hækkun. Aðgangur að vegamannvirkjum Virðisaukaskattur á slíkum aðgangi yrði 25,5 prósent. Samkvæmt gjald- skrá í Hvalfjarðargöngin kostar stök ferð fyrir ökutæki styttra en 6 metr- ar 900 krónur. Með hækkun á VSK myndi hún kosta 1.055 krónur, því væri um að ræða 155 króna hækkun á hverri ferð. Bækur Bækur og hljóðupptökur á bókum falla undir 7 prósenta þrepið. Ný kilja í Eymundsson kostar að meðaltali um 2.499 krónur. Með hækkuninni myndi hún vera komin upp í 2.930 krónur, sem er 431 krónu hækkun. Ný bók kostar að meðaltali í kringum 5.900 krónur. Eftir hækkun væri hún komin upp í 6.920, um 1.020 króna hækkun. Tímarit og dagblöð Erlent glamúrtímarit kostar að með- altali 1.500 krónur. Með hækkun yrði það komið upp í 1.759 krónur, sem er 259 króna hækkun. Íslenskt sagn- fræðitímarit kostar í kringum 1.000 krónur. Með hækkun yrði það á um 1.172 krónur, en það væri um 172 króna hækkun. Afnotagjöld sjónvarps- og útvarpsstöðva Samkvæmt núverandi kerfi eru þessi gjöld í 7 prósenta flokknum. Sem dæmi er tekin áskrift að Stöð 2, sem kostar í dag 6.990 krónur á mánuði. Með auknum virðisaukaskatti myndi þessi áskrift hljóða upp á 8.198 krón- ur á mánuði, sem er um 1.208 króna hækkun. Ef tekið er dæmi um áskrift að Skjá einum, sem kostar 2.200 krónur á mánuði, sést að hækkunin væri 380 krónur á mánuði, en verðið væri þá 2.580 krónur. Heitt vatn til hitunar híbýla og lauga Heitt vatn til heimilisins er einnig í 7 prósenta flokknum. Heimili í með- alstærð (100 fermetrar) þarf um 47 rúmmetra af heitu vatni til kynding- ar í hverjum mánuði. Það kostar um 3.700 krónur. Hækkun virðisauka- skattsins myndi valda því að það færi upp í 4.345 krónur á mánuði, sem væri 645 króna hækkun. Heiti potturinn yrði að sama skapi dýrari í rekstri. Að fylla heitan pott með heitu vatni í eitt skipti kostar að meðaltali 154 krónur. Með hækkuninni væri það orðið 182 krónur. Hver fylling heits potts væri þá 28 krónum dýr- ari. Ef potturinn yrði fylltur tíu sinn- um í einum mánuði myndi það kosta 1.820 krónur. Útleiga á gistiþjónustu Nótt á gisti- og hótelherbergjum myndi kosta meira ef breyting verð- ur á þrepakerfinu. Eitt dæmi af ódýru herbergi á gistiheimili í höfuðborg- inni er upp á 3.500 krónur. Þetta her- bergi myndi kosta með breytingum 4.105 krónur, en það er 605 króna hækkun. Herbergi á 3 stjörnu hót- eli er á um 15.000 krónur. Verð á því myndi fara upp í 17.593 krónur, sem er 2.593 króna hækkun. SÍMON ÖRN REYNISSON blaðamaður skrifar: simon@dv.is Myndi hækka um 18,5 prósent Ef farið væri eftir tillögu AGS um að afnema neðra þrep virðis- aukaskattsins, myndi matarkarf- an hækka talsvert. Þetta bætist við hækkun sem varð þegar vöru- gjöld voru aftur sett á matvörur og ýmsar aðrar vörur árið 2009. Í sömu skýrslu lagði Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn til aðra leið sem hægt væri að fara, að hækka neðra þrepið upp í 14 prósent og takmarka það við matvöru. Þess- ar aðgerðir myndu skila umtals- verðu í ríkiskassann. Með því að hækka virðisauka á mat og öllum vörum frá 7 prósentum upp í 25,5 prósent myndi ríkið auka tekjur sínar um sem næmi 1,8 prósent- um af vergri landsframleiðslu. Þá myndi matarkarfa hins almenna neytanda hækka um 18,5 pró- sent. Ef virðisauki á matvörum yrði hækkaður í 14 prósent myndi það skila sem nemur 1,1 pró- senti af vergri landsframleiðslu, sem er nokkuð minna. Hækk- unin yrði þá aðeins 7 prósent á matvöru, en 18,5 prósent á öllum öðrum vörum sem nú bera 7 pró- senta virðisauka. Hér eru dæmi af tveimur matarkörfum, einni sem kostar 7.000 og annarri upp á 12.000 krónur og hvernig verð- ið myndi breytast eftir tillögum AGS. 7.000 króna matarkarfa, þegar 7 prósenta þrepið er hækkað í 14 prósent: 7.457 krónur, 457 króna munur. 7.000 króna matarkarfa, þegar 7 prósenta þrepið er hækkað í 25,5 prósent:14.074 krónur, 2.074 króna munur. 12.000 króna matarkarfa, þeg- ar 7 prósenta þrepið er hækkað í 14 prósent: 12.785 krónur, 785 króna munur. 12.000 króna matarkarfa, þeg- ar 7 prósenta þrepið er hækk- að í 25,5 prósent:14.074 krónur, 2.074 króna munur. Matarkarfa Matarinnkaup heimilisins yrðu nokkuð dýrari með afnámi neðra þreps virðisaukaskattsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.