Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.2010, Qupperneq 2
2 fréttir 14. júlí 2010 miðvikudagur Jóhannes Jónsson kaupsýslumaður, sem gjarnan er kenndur við versl- unina Bónus, er ekki hrifinn af þeirri þróun að verslanir Haga verði settar í sérstök rekstrarfélög. Arion banki hefur fært rekstur 10-11 verslananna í sérstakt rekstrarfélag sem er aðskil- ið frá Högum. Greint var frá þessu á mánudaginn. Hugsanlega er þetta upphafið að því að verslanir Haga verði settar í sérstök rekstrarfélög. Aðspurður hvort hann telji að þetta þýði að Arion banki sé byrjað- ur að búta niður fyrirtækið Haga seg- ir Jóhannes: „Ekki svo ég viti til. Ég er bara ekkert búinn að hugsa um það, það er bara ekkert uppi á borðinu.“ Hann undirstrikar að hann viti auð- vitað ekki nákvæmlega hvað Arion banki hyggist fyrir með Haga í fram- tíðinni. Arion banki ræður yfir nær öllu hlutafé í Högum eftir að bank- inn leysti félagið til sín vegna tug- milljarða skulda eignarhaldsfélagins 1998 ehf. við bankann. Stofnað var til þeirra skulda þegar 1998 keypti Haga af Baugi árið 2008. Hagar voru áður í eigu Jóhann- esar og fjölskyldu hans. Jóhannes er alls ekki hrifinn af þessari þróun eða þeirri hugmynd að Högum verði skipti upp. „Mér fyndist ekkert eðli- legt við það. Þetta er góð rekstrarein- ing. Félagið er bara gott eins og það er,“ segir Jóhannes sem hefur skipt um skoðun frá því þegar hann stofn- aði Bónus fyrir tuttugu árum. Þá sagði hann í viðtali við dag- blaðið Tímann að enginn aðili á markaði ætti að vera með meira en 30 til 40 prósenta markaðshlutdeild. Hagar hafa hins vegar um 60 pró- senta markaðshlutdeild á smásölu- markaði á Íslandi í dag og hefur fyr- irtækið löngum verið gagnrýnt fyrir að stunda einokun á markaði. Með tilkomu verslunarveldis Jóns Helga Guðmundssonar, Kaupáss, hefur hins vegar myndast ákveðið mótvægi við Haga á markaðnum þótt hið síð- arnefnda sé enn ráðandi á markaði. Hefur skipt um skoðun En hvers vegna er Jóhannes á ann- arri skoðun í dag um æskilega mark- aðshlutdeild einstakra fyrirtækja en hann var fyrir tuttugu árum? „Það væri nú heimskur maður sem ekki gæti skipt um skoðun á tuttugu og einu eða tveimur árum,“ segir Jó- hannes þegar hann er spurður um ummælin um einokun sem hann lét út úr sér fyrir tuttugu árum og seg- ist hann einfaldlega hafa skipt um skoðun. Um 20 til 30 prósentustiga munur er á markaðshlutdeild Haga í dag og þeirri hlutdeild sem Jó- hannes sagði að væri æskileg fyrir 20 árum. Meðal þess sem hefur breyst síðan þá er að hann náði ráðandi stöðu á markaði. Jóhannes undirstrikar samt að hann telji hagsmunum neytenda bet- ur borgið með því að Hagar og önnur slík stórfyrirtæki séu til: „Þegar ég var búinn að stofna aðfangafélagið, sem sagt Aðföng, þá bara kom það í ljós að það væri miklu hagkvæmara upp á innkaup fyrir almenning að það væru stærri einingar sem sæju um það.“ Hann og sonur hans, Jón Ásgeir Jóhannesson, byrjuðu upphaflega tveir saman með fyrstu Bónusversl- unina í Skútuvogi eins og þekkt er orðið. Jóhannes var á kassanum og Jón Ásgeir raðaði vörunum í hillurn- ar. Fljótlega vatt starfsemin heldur betur upp á sig og Bónus varð að stór- veldi og þeir feðgar hættu að þurfa að sinna daglegu amstri í Bónusbúðun- um sjálfir. Á grunni Bónuss varð svo til stórveldið Baugur sem fór í útrás víða um lönd. „Þegar ég opnaði Bónus notaði al- menningur 24,5 prósent af launun- um sínum í að kaupa mat og hrein- lætisvörur. Fyrir fallið sem varð hérna seinast var það komið niður í 11,6 prósent. Þannig að það hefur ýmis- legt breyst á síðustu tuttugu árum. Eins og ég segi, það er heimskur maður sem getur ekki skipt um skoð- un,“ segir Jóhannes en þessi ummæli hans má skilja sem svo að það séu stór og sterk fyrirtæki eins og Hagar sem hafi haft þessi áhrif á það hlutfall launa sem Íslendingar eyða í slíkar vörur í dag. Ekkert endilega selt eitt og sér Af orðum Bergþórs Konráðssonar, stjórnarformanns Rekstrarfélags- ins 10-11, verður aftur á móti ekki annað ráðið en að til standi að gera fleiri félög Haga að sérstökum rekstr- areiningum. „Það er bara verið að setja þetta í sjálfstæð félög. Ákveðn- ar verslanir,“ segir Bergþór aðspurður hvort fleiri eignir en 10-11 verði færð- ar út úr Högum. Bergþór segir að fyrirtækið verði ekkert endilega selt eitt og sér og seg- ir þetta ekki endilega vera gert til að undirbúa það. „Það er ekkert endi- lega verið að því. Þetta eru nú bara svona skipulagsaðgerðir. Bankinn er með þetta fyrirtæki í endurskipulagn- ingarferli,“ segir hann. Ekki álitlegur kostur Jóhannes sér ekki að það sé álitleg- ur kostur að selja Haga-eininguna í smærri einingum. „Ég sé það ekki að sinni allavega.“ Hann vill að Hagar haldist áfram sem eitt stórt fyrirtæki en segir að þetta sé allt í lausu lofti. „Þó að félagið sé sett í sérfélag skiptir það ekki nokkru málið. Félagið er enn þá inni í Högum. Mér finnst ekkert eðlilegt við það. Þetta er góð rekstrareining eins og félagið er í heild. Félögin njóta stuðnings hvert af öðru. Félagið er bara gott eins og er. Það er ákveðin árátta hjá embættismannakerfinu að ætla að laga það sem er í lagi en gleyma alveg að laga það sem er í ólagi,“ segir Jóhannes en hann per- sónulega mun eiga forkaupsrétt að 10 prósenta hlut í Högum þegar Ar- ion banki mun skrá og selja félag- ið í Kauphöll Íslands upp í skuldir 1998 ehf. þegar þar að kemur. Sam- tals munu Jóhannes og stjórnendur Haga hafa forkaupsrétt að 15 pró- senta hlut í félaginu. Einungis undirbúningsvinna Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að nú sé í gangi undirbúningsvinna við að gera fyrirtækið söluhæft. Hann segir að Hagar hafi veg og vanda af þessari undirbúningsvinnu en að unnið sé náið með Arion banka, eig- anda fyrirtækisins. Finnur er ekki tilbúnn að segja til um hvort fyrirtækið verði selt sem ein heild eða hvort hlutar úr fyrirtækinu verði seldir. „Það er ekki tímabært að segja neitt um það. Þetta er bara eðlilegur undirbúningur fyrir skrán- inguna. Það er enginn rekstur á sam- stæðugrunni.“ Með undirbúningsaðgerðunum og þeirri endurskipulagningu sem núna er unnin er verið að aðskilja rekstur einstakra félaga. Finnur seg- ir að hagkvæmnin í rekstri félaganna haldi sér samt sem áður hjá Högum. Hann er ekki tilbúinn að segja hvern- ig honum fyndist best eða eðlilegast að selja fyrirtækið. Ljóst er af spjalli blaðamanns við Finn að nokkur leynd hvílir yfir fram- tíðaráformum Arion banka um söl- una á Högum og vill Finnur lítið um þetta segja. Hagar aftur inn í Gaum Jóhannes telur að hugsanlegt sé að yf- irtaka Arion banka á Högum hafi ver- ið ólögmæt og heldur hann í þá von að félagið renni aftur yfir til Baugsfjöl- BERJAST GEGN UPPSKIPTINGU HAGA Jóhannes í Bónus vill eignast Haga aftur. Hann líkir fyrirtækinu við barnið sitt og segist vilja annast það áfram. Arion banki er byrjaður að búta félagið niður í einingar, hugsanlega til að auðveldara verði að selja Haga. Stjórnarformaður 10-11 segir að gera eigi fleiri félög Haga að sjálfstæðum rekstrareiningum. Jóhannes segir að þeir Jón Ásgeir eigi mikið undir því að ná Högum aftur og að Jón Ásgeir sé einnig mótfallinn því að félagið Hagar verði bútað niður. Þetta er barnið mitt, ég vil ann- ast það áfram. aðalstEinn kJartansson og inGi f. vilHJÁlmsson blaðamenn skrifa: adalsteinn@dv.is og ingi@dv.is Jón Ásgeir Jóhannesson JónÁsgeirbyggðiuppviðskiptaveldisittáBónusoger mótfallinnskiptingufélagsinsíminnirekstrareiningar. finnur Árnason ForstjóriHaga,FinnurÁrnason,segiraðumséaðræðaeðlilegan undirbúningfyrirsöluáHögum. Jóhannes og Jón Ásgeir Feðgarnir byrjuðubaratveiríBónusenBónus óxogúrvarðHagar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.