Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2010, Side 7
mánudagur 19. júlí 2010 fréttir 7
Kostnaður setur mark sitt á Inspired by Iceland-verkefnið:
Vefmyndavélum fækkað
„Átakið átti fyrst og fremst að standa
í maí, júní og fram í júlí. Þetta er
bæði kostnaðarsamt og svo eru líka
tæknilegir erfiðleikar,“ segir Einar
Karl Haraldsson, formaður fram-
kvæmdanefndar átaksins Inspired
by Iceland.
Þegar Inspired by Iceland-átak-
inu var hrundið af stað í vor voru
settar upp sjö myndavélar við vin-
sæla ferðamannastaði á Íslandi,
sem áhugasamir gátu skoðað á net-
inu. Núna er hinsvegar einungis
hægt að skoða myndir frá þremur
stöðum. Einar segir að ástæðan fyr-
ir þessari fækkun sé fyrst og fremst
vegna mikils kostnaðar.
„Þetta er rosalega dýrt og aðal-
lega bandbreiddin,“ segir Einar en
Inspired by Iceland-átakið átti að
laða ferðamenn til landsins eftir
gosið í Eyjafjallajökli. Miklum fjár-
munum var varið í verkefnið.
„Þeir hjá RHnet (Rannsókna
og háskólaneti Íslands) hafa verið
að hjálpa okkur með þetta. En þeir
geta ekki varið það að halda svona
mikilli bandbreidd svona lengi. Ef
við værum að borga fyrir þetta fullu
verði þá væru þetta alveg „sky high“
prísar. Við ætlum samt að reyna að
halda þessum þremur allavega fram
í ágúst og jafnvel til áramóta,“ seg-
ir Einar en átakinu lýkur formlega í
ágúst. Hann segir að líkur séu á að
einhverjir peningar verði afgangs
þegar verkefninu lýkur og það verði
skoðað hvernig þeim verði ráðstaf-
að. Aðspurður segist hann telja að
Inspired by Iceland-átakið hafi skil-
að sér.
„Þetta hefur skilað sér, ferða-
mannastraumurinn hefur aukist og
pantanir hafa aukist og það á örugg-
lega eftir að skila sér inn í haustið og
veturinn. Aðalmálið er að ég held að
okkur hafi tekist að leiðrétta þessar
ranghugmyndir um að Ísland væri
lokað og allt þakið ösku.“
viktoria@dv.is
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn atferli ríflega fertugs karlmanns
sem grunaður er um víðtæk skemmdarverk á eigum útrásarvíkinga. Rannsókn er
nú á lokastigi og líkur á því að málið verði sent ákæruvaldinu í kjölfarið. Yfirmað-
ur rannsóknardeildarinnar segir þó ekki liggja fyrir hver verði næstu skref.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
er að leggja lokahönd á rannsókn
í máli karlmanns sem hún telur
hafa slett rauðri málningu á heim-
ili, bifreiðar og aðrar eigur ýmissa
forkólfa íslensks viðskiptalífs fyr-
ir bankahrunið. Sá einstaklingur
hefur gjarnan verið nefndur Skap-
ofsi.
Um miðjan janúar síðastliðinn
handtók lögreglan ríflega fertug-
an karlmann sem talinn var bera
ábyrgð á skemmdarverkum í skjóli
nætur þar sem rauðri málningu
var slett á heimili fólks sem hefur
verið áberandi í íslensku viðskipta-
lífi fyrir og eftir hrun. Þannig var til
að mynda á tæpu ári slett máln-
ingu á heimili Hreiðars Más Sig-
urðssonar, fyrrverandi bankastjóra
Kaupþings, Bjarna Ármannssonar,
fyrrverandi forstjóra Glitnis, Björg-
ólfs Guðmundssonar, fyrrverandi
stjórnarformanns Landsbankans,
Hannesar Smárasonar, fyrrverandi
forstjóra FL Group, Karl Werners-
sonar, fyrrverandi forstjóra Mile-
stone, og á heimili og Hummer-
bíl Björgólfs Thors Björgólfssonar,
fyrrverandi aðaleiganda Lands-
bankans.
Játar aðild
Samkvæmt heimildum DV hefur
viðkomandi játað aðild að mál-
inu með þeim hætti að hafa tekið
og dreift ljósmyndum af því þegar
málningu var slett á eigur útrásar-
víkinganna svokölluðu. Játning á
því að standa að baki skemmdar-
verkunum sjálfum liggur ekki fyrir.
Aðspurður segir Friðrik Smári
Björgvinsson, yfirlögregluþjónn og
yfirmaður rannsóknardeildar lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
rannsóknian á lokastigi. Í kjölfar-
ið segir hann ákvörðun um fram-
hald verða tekna og þannig geti
styst í ákæru. „Málið er á loka-
stigi rannsóknar og það er ekki
búið að taka lokaákvörðun um
framhaldið. Þetta hefur ekki ver-
ið sent til ákærumeðferðar en við
erum rétt að klára rannsóknina.
Þá leggjumst við yfir niðurstöðuna
og hvaða stefnu við tökum,“ segir
hann.
Handtekinn og grunaður
Það var 15. janúar sem maður-
inn var handtekinn, daginn eftir
að skvett hafði verið málningu á
heimili Hreiðars Más í fjórða sinn.
Þá sagði Friðrik Smári að maður-
inn hefði verið handtekinn vegna
grunsemda um að hafa staðið að
skemmdarverki á heimili banka-
stjórans fyrrverandi og að hann
væri jafnframt grunaður um að
standa að baki fleiri skemmdar-
verkum í þá veru.
Málningarskemmdarverkin
hófust í byrjun apríl í fyrra þeg-
ar heimili athafnamannsins
Hannesar Smárasonar var baðað
rauðri málningu. Næstu mánuði
þar á eftir tók við röð skemmdar-
verka þar sem rauðri málningu
var skvett á hvert heimilið af öðru
hjá fólki sem tengdist banka-
hruninu, bæði fyrir og eftir. Á eftir
Hannesi fengu þeir Bjarni, Björg-
ólfur, Björgólfur Thor, Hreiðar
Már, og Karl allir að finna fyrir
verkum þess sem kallaður hefur
verið Skapofsi.
trausti Hafsteinsson
blaðamaður skrifar: trausti@dv.is
Hummerinn baðaður LíktogfjöldiheimilaútrásarvíkingavarHummer-glæsibíllBjörgólfsThorsbaðaðurírauðrimálningu.
skapofsarannsókn
er alveg að ljúka
3. apríl 2009HeimiliHannesarSmárasonar,fyrrverandiforstjóraFLGroup.
2. Júlí 2009HeimiliBjörgólfsGuðmundssonar,fyrrverandistjórnarfor-
mannsLandsbankans.
2. Júlí 2009HeimiliBirnuEinarsdóttur,bankastjóraÍslandsbanka.
20. Júní 2009HeimiliBjörgólfsThorsBjörgólfssonar,einsaffyrrverandi
aðaleigendumLandsbankans.
17. Júlí 2009HeimiliBjarnaÁrmannssonar,fyrrverandiforstjóraGlitnis.
6. ágúst 2009HeimiliHreiðarsMásSigurðssonar,fyrrverandiforstjóra
Kaupþings.
13. ágúst 2009HeimiliHreiðarsMásSigurðssonar,fyrrverandiforstjóra
Kaupþings.
13. ágúst 2009HeimiliKarlsWernessonar,fyrrverandiforstjóraMilestone.
23. ágúst 2009 Hummer-bifreiðBjörgólfsThorsBjörgólfssonar.
Málningarferill SkapofSa
tæknileg vandamál
Einarsegiraðtæknileg-
irerfiðleikarhafisett
marksittáverkefnið.
Harma ákvörðun
ráðherra
Stjórn Frjálslynda flokksins harmar
það að Jón Bjarnason, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra, „ætli enn
einu sinni“ að fara eftir ráðlegging-
um Hafrannsóknastofnunnar varð-
andi hámarksafla á komandi fisk-
veiðiári. Þetta kemur fram í ályktun
frá stjórninni. Flokkurinn vill að
bætt verði við veiðiheimildir þannig
að þorskaflinn verði að minnsta
kosti aukinn um 100 þúsund tonn
og rétt sé að auka sókn í aðrar fiski-
tegundir. Einnig lýsir stjórnin yfir
vonbrigðum með ríkisstjórnina sem
virðist ekki ætla að breyta núverandi
fiskveiðistjórnunarkerfi í haust eins
og gefin voru loforð um í aðdrag-
anda síðustu kosninga og sett var í
stjórnarsáttmálann.
Daníel bæjarstjóri
Ísafjarðarbæjar
Daníel Jakobsson hefur verið ráðinn
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Daníel
er frá Ísafirði en starfaði síðast sem
útibússtjóri hjá Landsbankanum að
Laugavegi 77 í Reykjavík. Tæplega
þrjátíu manns sóttu um bæjarstjóra-
stöðuna. Í samtali við veffréttamið-
ilinn Bæjarins bestu telur Daní-
el ráðninguna vera mikla áskorun
fyrir sig og einnig kom það honum
á óvart að fá stöðuna. Reiknað er
með að Daníel hefji störf í lok næsta
mánaðar en þá lætur fráfarandi
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Halldór
Halldórsson, af störfum.
eldur í tré
Eldur kom upp í tré fyrir utan lík-
amsræktarstöðina World Class í
Laugardalnum um klukkan fjögur
á sunnudag. Á tímabili var óttast að
bílar í grennd við tréð gætu skemmst
vegna eldsins en svo fór ekki. Mjög
greiðlega gekk að slökkva eldinn og
tók slökkvistarfið aðeins nokkr-
ar mínútur enda eldurinn aðeins
minni háttar. Ekkert tjón hlaust af
eldinum.
Búið að veiða
36 langreyðar
Hvalbátarnir Hvalur 8 og Hvalur 9
komu báðir til hafnar í Hvalfirði á
sunnudag með fjórar langreyðar
innanborðs. Heimilt var að veiða
150 langreyðar í ár en þá einnig
heimilt að veiða til viðbótar 25 hvali,
sem er ónýttur kvóti frá því á síð-
asta ári. Það sem af er þessari hval-
veiðivertíð hafa 36 langreyðar verið
veiddar. Þetta kom fram í fréttum
RÚV á sunnudag.