Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Qupperneq 4
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Rafknúnir
hæginda-
stólar
• Auðvelda þér að
standa upp
• Einfaldar stillingar
og fjölbreytt úrval
4 FRÉTTIR 26. júlí 2010 MÁNUDAGUR
Hús Stefáns Hilmarssonar á Laufásvegi er yfirveðsett. Stefán hefur verið settur í
þrot af Arion banka og er ein helsta ástæðan færsla hans á húsinu á Laufásvegi yfir í
einkahlutafélag móður sinnar árið 2008. Í fyrra fékk Stefán 120 milljóna lán út á húsið.
Stefán vill ekki gefa upp hver lánaði. Hagsmunum helsta veðhafa hússins, Byrs, er
líklega best borgið með að láta Stefán halda húsinu og borga af lánunum á því.
UM 230 MILLJÓNIR
HVÍLA Á HÚSI STEFÁNS
Hús Stefáns Hilmarssonar, fjármála-
stjóra 365 og fyrrverandi fjármála-
stjóra Baugs, er veðsett fyrir tæplega
230 milljóna króna lánum. Fast-
eignamat hússins er hins vegar að-
eins tæpar 80 milljónir króna. Því má
segja að hús Stefáns sé yfirveðsett.
Arion banki hefur keyrt Stefán í
þrot vegna 160 milljóna króna skuld-
ar hans við bankann og hefur Stef-
án áfrýjað úrskurðinum. Ein helsta
ástæðan fyrir því af hverju Arion
banki keyrði Stefán í þrot er að Stef-
án færði húsið af sínu nafni í sept-
ember 2008 og yfir á einkahlutafélag
sem er í eigu eignarhaldsfélagsins
Hjálms, sem var í eigu Jóns Ásgeirs-
sonar og gaf meðal annars út DV á
sínum tíma. Skuldir Stefáns eru til-
komnar vegna viðskipta hans í gegn-
um einkabankaþjónustu Kaupþings,
nú Arion banka.
Við blasir að færslan á húsinu
yfir í hlutafélagið, sem heitir Vegvís-
ir ehf., sé riftanleg ef svo mun fara að
gjaldþrotaúrskurður Stefáns verð-
ur staðfestur í Hæstarétti. Ekki er til
dæmis vitað hvort einhver greiðsla
hafi borist fyrir húsið.
Lét Stefán fá 120 milljónir
Í veðbókarvottorði hússins kem-
ur fram að á fyrri hluta árs 2009 hafi
Stefán veðsett húsið fyrir samtals 120
milljónir króna, tvö veðskuldabréf
að fjárhæð 60 milljónir króna hvort
hvíla á húsinu. Ekki er þess getið
hver veðhafinn er. Þessar tvær veð-
setningar eru hins vegar númer 5 og
6 í veðréttarröðinni og má því ætla að
ólíklegt sé að veðhafinn fái eitthvað
upp í kröfur sínar verði húsið tekið
af Stefáni og selt. Spurningin er hver
það er sem hefur lánað Stefáni þess-
ar 120 milljónir gegn 5. og 6. veðrétti
í húsi sem var yfirveðsett fyrir. Stefán
vill aðspurður ekki greina frá því hver
það var sem lánaði honum 120 millj-
ónir út á 5. og 6. veðrétt í húsinu.
Fyrstu fjórir veðréttirnir eru
nefnilega hjá sparisjóðnum Byr en
Stefán veðsetti húsið upphaflega
tvívegis hjá Sparisjóði Hafnarfjarð-
ar og nágrennis þegar hann keypti
það árið 2006. Samtals nema veð
sparisjóðsins tæpum 110 milljónum
króna og er því líklegt að sparisjóður-
inn eignist húsið ef það verður tekið
af Stefáni.
Hagsmunir lánardrottna
Arion banki, eða Kaupþing, er hins
vegar hvergi nefndur á nafn í veð-
bókarvottorði Laufásvegar 68. Bank-
inn á því ekki veð í húsinu og mun
því ekki eignast það ef færslu þess
yfir í hlutafélagið verður rift. Byr
mun því að öllum líkindum eignast
húsið til fulls ef húsið verður tekið af
Stefáni.
Lán Stefáns, hjá öðrum fjármála-
fyrirtækjum en Arion banka, munu
hins vegar vera í skilum að fullu og
því er spurning hvort það þjóni hags-
munum Byrs að eignast húsið þar sem
skuldirnar sem hvíla á því eru talsvert
hærri en fasteignamat hússins. Hugs-
anlegt er að hagsmunum Byrs sé ein-
mitt best borgið með því að Stefán
haldi áfram að búa í húsinu og greiða
af lánum sínum. Á móti kemur að Ar-
ion banki hafði enga hagsmuni af því
að sleppa því að setja Stefán í þrot út
af skuldunum. Með gjaldþrotabeiðn-
inni hefur Arion banki hins vegar vilj-
að sækja í aðrar eignir Stefáns en hús-
ið á Laufásveginum.
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Samtals nema veð sparisjóðsins
tæpum 110 milljónum.
Þrefalt hærri lán Láninsemhvílaá
húsiStefánseruumþrisvarsinnum
hærrienfasteignamathússins.
Báðar fjölskyldurnar í Aratúni hafa nú flúið götuna:
Hinfjölskyldanflúin
Fjölskylda í Aratúni í Garðabæ sem
sökuð hefur verið um að hafa beitt
andlegu einelti og síðar líkamlegu of-
beldi gegn annarri fjölskyldu, hefur
flúið heimili sitt. Samkvæmt heim-
ildum DV hefur fjölskyldan fengið
fjölda hótana eftir að fjölmiðlar fóru
að fjalla um málið í síðustu viku. Eins
og DV fjallaði um í helgarblaðinu
flúðu Brynja Scheving og fjölskylda
hennar til vinafólks þar sem þau
óttuðust framhaldið. Erjurnar hafa
staðið yfir í fjögur ár, en þær hófust
vegna þess að Brynja og fjölskylda
ætluðu að reisa bílskúr. Fjölskylda
nágrannanna var ekki á eitt sátt með
það og í framhaldinu stigmögnuð-
ust erjurnar. Þar til sauð upp úr í síð-
asta mánuði en þá beittu nágrannar
Brynju hana líkamlegu ofbeldi, sam-
kvæmt því sem hún segir.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni er verið að vinna að málinu
af öllu afli en að sögn hennar hefur
einn maður verið að vinna eingöngu
við rannsókn þessa máls alla síðustu
vikuna. Þá segir lögreglan að flótti
Brynju og fjölskyldu hafi ekki komið
inn á hennar borð. Báðar fjölskyldur
hafa lagt fram kærur um líkamsárás
og er það í rannsókn. Lögreglan hef-
ur óskað eftir gögnum frá slysadeild
en að sögn tekur það að minnsta
kosti hálfan mánuð eða þrjár vikur
að fá vottorð frá slysadeild. Þá hefur
verið rætt við vitni að atburðinum til
þess að fá skýrari mynd á atburðarás.
Þá segir lögreglan ekki vera ástæðu
til þess að leita að vopnum, en eins
og fram hefur komið var önnur fjöl-
skyldan sökuð um að hafa beitt pip-
arúða á tveggja ára barn. Í gær var
haldinn samstöðufundur við Aratún
36 en þar vildi fólk sýna þeim sem
urðu fyrir ofbeldinu stuðning, sagði
Andrés Helgi Valgarðsson í samtali
við DV. jonbjarki@dv.is
Aratún Núersvo
komiðaðbáðar
fjölskyldurnarhafa
flúiðheimilisitt.
Dómarinn fríar
lögbrjótinn
Hagsmunasamtök heimilanna furða
sig á niðurstöðu héraðsdóms síð-
astliðinn föstudag um að bæta skuli
lögbrjóti upp forsendubrest sem
varð til vegna lögbrota hans. „Á lög-
reglan næst að fylgja ökumanni, sem
var tekinn fyrir of hraðan akstur, á
forgangsljósum á ákvörðunarstað
vegna þess að forsendur ökumanns-
ins til að komast á ákvörðunarstað
var að þurfa að aka vel yfir hraða-
mörkum?“ segir í tilkynningu frá
samtökunum. Þá segir að dómarinn
fríi þannig lögbrjótinn frá því að taka
ábyrgð.
Auðlindir seldar
útlendingum
Sigmundur Davíð, formaður Fram-
sóknarflokksins, óttast að fleiri
náttúruauðlindir verði seldar út-
lendingum ef samstarfinu við AGS
verði haldið áfram. Hann segir að
ríkisstjórnin verði að marka sér
skýra stefnu í þessu viðkvæma máli.
Þá segir hann að kaup Magma á
HS Orku séu aðeins byrjunin á því
sem koma skal verði samstarfinu
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn haldið
áfram. AGS hafi selt aðgang að nátt-
úruauðlindum upp í skuldir í öllum
þeim ríkjum þar sem þeir hafa tekið
yfir efnahagsstjórn.
Vildu undirskrift
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
krafðist þess að endurskoðunar-
fyrirtæki skrifuðu undir uppgjör
banka og sparisjóða á Íslandi.
Þetta vildi sjóðurinn á með-
an óvissa ríkti um stöðu þeirra.
Fréttastofa RÚV greindi frá þessu
á sunnudag og var þetta haft eftir
Gunnari Andersen.
Hætt var við þetta þegar ljóst
varð hve mikil vinnan yrði sem
myndi bætast ofan á útreikninga
á gengistryggðum lánum. Í frétt
RÚV kom fram að útreikningarnir
væru bæði tímafrekir og kostnað-
arsamir.
Stendur í ströngu Stefánstendur
íströnguþessadaganaenhanner
einungiseinnaförfáumþekktum
auð-ogkaupsýslumönnumsem
settirhafaveriðpersónulegaíþrot
eftirefnhagshrunið2008.Hinirtveir
semhvaðþekktastirerueruþeir
BjörgólfurGuðmundssonogMagnús
Þorsteinsson.