Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Side 13
MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 FRÉTTIR 13 LOSAÐI UM EIGNIR Í SKATTASKJÓLUM n Sameignarsjóðir (enska: trusts) virka þannig að eignamenn, eða starfsmenn þeirra, setja reiðufé eða eignir inn í slíka sjóði til ávöxtunar í tiltekinn tíma. Þeir sem sjá um sameignarsjóðinn fyrir hönd þess sem leggur reiðufé eða eignir inn í hann er ekki skuldbundinn til að fylgja fyrirmælum eiganda fjármunanna eða eignanna varðandi það hvernig þessar eignir eru ávaxtaðar þó eigandinn leggi oft línurnar. Eigandi eignanna missir eignar- og umráðarétt yfir eignunum yfir til þess sem sér um ávöxtun á eignunum í sameignarsjóðnum og getur umsjónar- maður eignanna neitað að fylgja óskum eigandans ef hann telur að þeir séu ekki líklegar til góðrar ávöxtunar. n Í útskýringu lögmannsstofu á Jersey á sameignarsjóði sem finna má á internetinu kemur fram að margir fjárfestar eigi í erfiðleikum með að sjá kostina við það að missa umráðarétt yfir eigin eignum sínum tímabundið. Þar kemur hins vegar fram að þetta sé einmitt helsti kosturinn við sameignarsjóðina vegna þess að: „Um leið og eignir sjóðsins hætta að vera eign fjárfestisins, þarf hann ekki að greiða af þeim skatta og hugsanlegt er að lánardrottnar viðkomandi geti ekki gert tilkall til þessara eigna.“ Hvað er sameignarsjóður? kvæmni sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar sendi Björgólf- ur Thor, - sem rannsóknarnefndin ræddi aldrei við, frá sér rétt og villu- laust yfirlit yfir lánaviðskipti sín og fyrirtæki sinna. Þar koma fram upp- lýsingar um lán og verkefni sem ís- lensku bankarnir komu að. Það má því segja að hér sé sá listi yfir eign- ir Björgólfs Thors sem tengjast ís- lensku bönkunum og þá þeim ís- lensku almannahagsmunum sem þú vísar til. Þú nefnir arðgreiðslur. Samson fékk á árunum 2003 – 2007 greiddan arð vegna hlutafjáreignar í Lands- bankanum að fjárhæð 4.345 millj- ónir króna. Aðeins á árinu 2007 var arðurinn greiddur til eigenda fé- lagsins en þá voru greiddar 1.000 milljónir til eigenda sem þýðir að Björgólfur Thor fékk greiddar 500 milljónir. Samtals 3.345 milljónir voru eftir inni í Samson til að styðja við eiginfjárhlutfall þess félags en það fór aldrei niður fyrir 50%. Þú nefnir Icesave. Margt er óljóst í því máli öllu ekki síst hvort eign- ir útbús Landsbankans í London dugi fyrir þeim skuldbindingum. Þá eru uppi deilur um hver ábyrgð ís- lenska ríkisins sé dugi þær ekki. Og þá er einnig rétt að nefna þá óvissu sem hvílir yfir því hvernig staðið var að málum í samskiptum Íslands og Bretlands í október 2008 en mikil- vægt er að halda til haga að aðgerð- ir breskra yfirvalda gagnvart dótt- urfélagi Landsbankans, Heritable Bank, sem var fullkomlega starf- hæfur banki rýrði eigur hans og þá um leið eigur Landsbankans um allt að 40 milljarða króna. Það hlýtur að vera rétt að kanna til fullnustu hvort bresk stjórnvöld hafi með aðgerðum sínum orðið skaðabótaskyld. Aðal- atriðið er að samið verði um Icesa- ve skuldina. Á meðan ekki er útséð með hvort nokkuð falli á íslenska ríkið er ekki rétt að velta vöngum um ábyrgð. Skoðanaskipti um hvort Björgólfur Thor beri siðferðilega skyldu gagnvart „ef og hefði“ breyta litlu um hagsmuni almennings á Ís- landi.“ DV „Hversu mikið af reiðufé á Björ- gólfur Thor á erlendum reikning- um eða í erlendum sjóðum hvers kyns?“ Novator „Engin ástæða er til að upplýsa í fjölmiðlum um hve mikið reiðufé Björgólfur Thor á eða nokkur ann- ar einstaklingur. Aðalatriðið er þeir sem eiga kröfur á hann eða fulltrú- ar þeirra hafa verið upplýstir um það sem og heildareignir hans og á grundvelli þeirra upplýsinga var samið um uppgjör.“ DV „Er eitthvað af þessu reiðufé, eða jafnvel eignum, sem kröfuhafar hans hafa ekki aðgang vegna þess hvernig þessir fjármunir eða eign- ir eru geymdir, til dæmis í slíkum sameignarsjóðum?“ Novator „Nei. Svo er ekki vegna þess að Björg ólfur Thor losaði um þessar eignir og samkomulag náðist.“ DV „Hvernig stendur á því að lánar- drottnar Björgólfs Thors hafa að- gang að þeim fjármunum og eign- um sem eru í sameignarsjóðunum, til dæmis á Jersey, þegar yfirlýstur tilgangur slíkra sjóða er einmitt að búa þannig um hnútana að lánar- drottnar hafi ekki aðgang að eign- um þeirra ef svo ber undir? Snú- ast svör ykkar að einhverju leyti um það að þær eignir Björgólfs sem eru í þessum sjóðum teljist ekki leng- ur vera „hans“ eignir þar sem hann hafi glatað eigna- og umráðarétti yfir þeim í tiltekinn tíma? Hér er ég ekki að segja að það geti ekki verið að Björgólfur hafi ekki getað ákveð- ið að veita lánardrottnum sínum aðgang að þeim eignum sem er að finna í sameignarsjóðunum. En ef þessi samskipti voru með því móti sem hér er lýst þá vil ég fá svör við því af hverju Björgólfur Thor sættist á að veita lánardrottnum sínum að- gang að þessum eignum og þá eins hvort hann fái eitthvað í staðinn? Ég trúi ekki að Björgólfur Thor hafi veitt aðgang að þessum eignum án skilyrða ef yfirlýst markmið þessara sjóða er einmitt það að menn þurfi þess ekki lagalega séð.“ Novator „Aðalatriðið hér er að samið var um uppgjör meðal annars á grund- velli þess að Björgólfur Thor los- aði um þessar eignir. Já, og þegar menn semja þá er gefið eftir sums staðar en haldið fast annars stað- ar. Það sem Björgólfur Thor fékk út úr þessu samkomulagi var að hann var ekki keyrður í gjaldþrot eins og kröfuhafar hans gátu gert. Kröfu- hafar fengu í staðinn mun meiri fjármuni en ella vegna samkomu- lagsins, – meðal annars vegna þess að Björgólfur Thor losaði um eign- irnar í þessum sjóðum sem þér er tíðrætt um.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.