Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Síða 17
MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 ERLENT 17 Forsætisráðherra Rússlands, Vladi- mir Putín, sagði á laugardag að hann hefði hitt rússnesku njósnarana sem sendir voru frá Bandaríkjunum eftir að hafa verið handteknir þar í landi og ákærðir fyrir njósnir. „Ég hef eng- ar efasemdir að þau muni lifa áhuga- verðu og björtu lífi,“ sagði Putín, sem sjálfur er fyrrverandi njósnari leyni- þjónustunnar KBG, sem var, í sam- tali við erlenda fjölmiðla. Tíu manns játuðu að hafa starf- að sem njósnarar í Bandaríkjunum fyrir rússnesk stjórnvöld. Banda- rísk stjórnvöld skiptu á þeim og fjór- um einstaklingum sem sátu í rúss- neskum fangelsum fyrir njósnir fyrir Bandaríkin í Rússlandi. Njósnara- skiptin voru þau umfangsmestu síð- an í kalda stríðinu. Á meðal þeirra sem Putín talaði við var Anna Chap- man, 28 ára, sem rak fasteignasölu sem metin er á tvær milljónir Banda- ríkjadala. Hún var einnig breskur ríkisborgari en var svipt bresku rík- isfangi í kjölfar málsins. Putín sagð- ist hafa hitt njósnarana, spjallað við þá og sungið með þeim sovésk lög. Hann sagðist einnig meta mikils það sem þau gerðu. „Öll þeirra hafa átt erfiða ævi,“ sagði Putín. „Fyrst þurfti að ná tökum á erlendu tungumáli eins og það væri þeirra eigið. Hugsa og tala það og gera allt sem þér er sagt til að vinna að hag móðurlands- ins í mörg ár án þess að treysta á diplómatíska friðhelgi,“ bætti hann við. Hann svaraði engum spurning- um erlendra fjölmiðla um hvernig Rússland ætlaði að bregðast við mál- inu, sem hefur vægast sagt fengið mikla athygli. adalsteinn@dv.is Forsætisráðherra Rússlands söng sovésk lög með njósnurunum: Putín hittir rússnesku njósnarana Nítján létust í ástargöngu Nítján manns létust eftir mik- inn átroðning í Ástargöngunni (e. Love Parade) í Duisburg í Þýska- landi. Hundrað eru slasaðir og þar af nokkrir lífshættulega. Talið er að rúmlega milljón manns hafi tekið þátt í göngunni. Lögreglan reyndi að takmarka aðgang fólks að hátíðinni við eina götuna. Skipuleggjendur hátíðarinnar töldu ekki ráðlagt að biðja fólk að rýma svæðið, af ótta við frekari slys. Mikil örvænting greip þó um sig á meðal fólks og áttu sjúkra- flutningamenn erfitt með að komast á vettvang vegna fjöldans. Gangan er árleg hátíð unnenda raftónlistar í Evrópu. Fær leyfi til mari- júanaræktunar Ungur maður að nafni Jeff Wil- cox vill verða frumkvöðull á sviði ræktunar marijúana í Kaliforníu. Maðurinn hefur sannfært yfirvöld í Oakland-borg í Bandaríkjunum um að gefa sér leyfi til að hefjast handa við uppbyggingu á sjö ekra svæði þar sem hann hyggst rækta mari- júana. Afurðina ætlar hann að selja þeim sem mega neyta marijúana í lækningaskyni, en það er víða leyft í Bandaríkjunum. Wilcox er einnig spenntur fyrir því að ná forskoti á aðra ræktendur ef ske kynni að mar- ijúana verði lögleitt í fylkinu eins og hugmyndir eru uppi um. Hóta aðgerðum Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sagt að þau muni ekki hika við að fara í heilagt stríð til að svara sameigin- legri heræfingu Bandaríkjanna og Suður-Kóreu sem hófst um helgina. Norður-Kóreumenn hóta jafnframt að nota kjarnorkuvopn hvenær sem þeim kann að þykja slíkt nauðsyn- legt. Þeir saka Bandaríkin og Suð- ur-Kóreu um að ögra þeim með vopnavaldi. Ráðamenn í Washing- ton sögðust ekki hafa áhuga á að munnhöggvast frekar við Norður- Kóreumenn. Kínverjar hafa þegar mótmælt heræfingunum auk Norð- ur-Kóreumanna. Þeir segja það hættuspil að auka spennuna á Kór- euskaga sem hefur farið stigvaxandi síðan Norður-Kóreumenn voru sak- aðir um að sökkva suðurkóreskum tundurspilli í mars. Límmiðar sem hylja nekt Hægt er að kaupa sérstaka lím- miða til að líma yfir þá staði á líkamanum sem þú vilt að sjáist ekki þegar þú ferð í gegnum ör- yggishlið á flugvöllum. Límmið- arnir eiga að hylja þá staði sem þú vilt þegar gengið er í gegnum gegnumlýsingartæki, sem lýsir í gegnum föt, og tekið hefur verið í notkun við öryggishlið á flug- völlum víðs vegar um heim. Á vefsíðunni sem selur límmiðana segir að þeir muni ekki verja þig fyrir geisluninni frá tækinu en þú haldir virðingunni. Efasemdir eru þó uppi um gagnsemi límmiðana og segja sumir að þeir séu gagns- lausir og benda á að myndin sem starfsmenn við öryggishliðin sjái sýni ekki nema útlínur líkamans, og að engin nekt sjáist. Vladimir Putín Forsætisráðherra Rússlands var ánægður með njósnarana tíu. MYND REUTERS Írak, er fæðingartíðni stökkbreyttra algjörlega stjórnlaus.“ Moret útskýrir: „Fyrir hvern erfðagalla sem við sjá- um núna, munum við sjá þúsundir hjá kynslóðum framtíðarinnar.“ Hún segir umhverfið í Írak núna vera full- komlega geislavirkt. Tíföldun krabbameinstilfella Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) rannsakar nú mikinn fjölda fæðing- argalla í Írak, en læknar þar í landi hafa bent á að líklega tengist þeir notkun skotfæra sem innihalda rýrt úran. Þá segja læknar að þeir eigi erfitt með að takast á við sífellt fjölg- andi tilfelli krabbameins, sérstak- lega á svæðum þar sem Bandaríkin og Bretland stunduðu sprengjuárás- ir. Í janúar 2010 sögðu íraskir læknar að þeir teldu að notkun rýrðs úrans í skotfærum innrásarherjanna væri að valda sífjölgandi tilfellum krabba- meins í landinu, þetta kom fyrst fram hjá Al Jazeera. Á þremur árum hef- ur krabbameinstilfellum í héraðinu Babil fjölgað tífalt, segir í frétt Tehran Times. Árið 2004 greindust 500 með krabbamein þar, árið 2008 greindust 7.000 manns með krabbamein. Farið hefur verið fram á fjölda rannsókna í málinu. Á vef geislavarna ríkisins má finna eftirfarandi upplýsingar um rýrt úran: n Úran er náttúrulegt frumefni og finnst í jarðvegi og bergi. Eins og það finnst í náttúrunni er það blanda þriggja samsæta: Í kjarnorkuiðnaði er blöndu samsætanna breytt til þess að fá aukinn hlut úrans-235, sem hentar betur fyrir flesta kjarnorkuofna (og einnig í kjarnorkuvopn). Er þá talað um að úranið sé auðgað (enska enriched) því blandan er þá auðugri af úrani-235. Þetta aukna magn úrans-235 er fengið úr öðrum skammti af úrani, sem verður þá fyrir bragðið rýrari af úrani-235. Er þá talað um rýrt úran (enska depleted uranium, skammstaf- að DU). n Efnafræðileg áhætta Efnafræðileg áhætta er sú sama frá öllum samsætum úrans, þær hafa allar sömu efnafræðilega eiginleika. Rýrt úran hefur því nákvæmlega sömu efnafræðilega eiginleika og náttúrulegt úran. Mikið magn úrans getur haft skaðleg áhrif á lík- amann eins og aðrir þungmálmar, t.d. getur það haft áhrif á starfsemi nýrna. Tölu- vert af efninu þarf þó að berast inn í líkamann til þess að slík áhrif komi fram. n Áhætta vegna geislunar Áhætta vegna geislunar getur verið tvenns konar. Annars vegar getur verið um ytri geislun að ræða (frá efni utan líkamans), t.d. ef úranklumpur er settur í vasa og er þar í langan tíma. Hins vegar getur verið um innri geislun að ræða (frá efnum sem berast inn í líkamann), t.d. sem rykagnir ofan í lungu. Rýrt úran sendir minna af geislun frá sér en náttúrulegt úran, enda er búið að minnka hlut geislavirkari samsæta úrans. Hvað er rýrt úran? Krabbamein og stökkbreytingar Írösk kona lítur eftir veiku barni sínu, en undanfarin ár hefur tíðni erfðagalla í ungbörnum aukist jafnt og þétt. „ÍRAK ER EITRUÐ EYÐIMÖRK“ Sprengdir með rýrðu úrani Skriðdrekar Íraka sem sprengdir voru með sprengjum með rýrðu úrani við úthverfi Bagdad, í maí, 2003. Læknar og vísindamenn hafa áhyggjur af áhrifum rýrðs úrans. Á verði Hermaður við vélbyssuna í Bagdad á meðan pílagrímar ganga sína leið í bak- grunninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.