Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.2010, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 26. júlí 2010 ÚTTEKT 23 Ameríski draumurinn Þeir Auddi, Sveppi, Villi Nagbítur og Gillzenegger heyja undarlega keppni í Banda- ríkjunum. Þeir skiptast í tvö lið sem leggja af stað hvort frá sínum enda landsins og fyrra liðið sem kemur í Mall of America í Minneapolis sigrar, en á leiðinni þurfa þeir að leysa mörg undarleg verkefni. Þættirnir voru teknir upp í sumar og hvílir mikil leynd yfir efninu, sem ku vera óborganlegt. Þættirnir hefja göngu sína 20. ágúst. Tími nornarinnar Spennuþættir sem gerðir eru upp úr spennusögu Árna Þórarinssonar, en það er enginn annar en Friðrik Þór Friðriksson sem leikstýrir. Þættirnir verða sýndir í Ríkisjónvarpinu og hefjast tökur í haust. Mögulega verða þeir sýndir eftir áramót, þó ekkert sé staðfest í þeim efnum. Um er að ræða fjóra, 50 mínútna langa þætti, en ekki er enn búið að tilkynna hver fer með aðalhlutverkið. Pressa Það muna eflaust margir eftir sjónvarpsþáttunum Pressa, sem þeir Sigurjón Kjartansson og Óskar Jónasson framleiddu. Þættirnir fjölluðu um Láru sem hefur störf á æsifréttamiðlinum Póstinum og rannsakar dularfullt morðmál. Ekki er ljóst hver efnistök næstu seríu verða, en ljóst er að íslenska efnahagshrunið eða slíkt, gæti leikið stórt hlutverk. Í aðalhlutverkum eru Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Kjartan Guðjónsson og Þorsteinn Bachmann. Hefjast í janúar 2011. Hæ Gosi Hæ Gosi, eru nýir gamanþættir í anda Klovn. Þeir Árni Pétur og Kjartan Guðjónssynir fara með aðalhlutverk í þáttunum, sem fjalla um bræður og samskipti þeirra við hitt kynið og aldraðan föður sinn. Leikstjóri þáttanna er Arnór Pálmi Arnarson, og er fyrsta upplag, sex þættir. Af öðrum leikurum má nefna Maríu Ellingsen, Helgu Brögu Jónsdóttur, Hjálmar Hjálmarsson, Hannes Óla Ágústsson, Þórunni Örnu Kristjánsdóttur og Þráin Karlsson. Sýningar hefjast í septemberlok á Skjá einum. Makalaus Skjár einn samdi á dögunum við fjölmiðlakonuna og rithöfundinn Tobbu Marinósdóttur um að gera sjónvarpsþætti byggða á bók hennar Makalaus. Þættirnir munu fjalla um unga konu í Reykjavík og baráttu hennar við aukakílóin og hitt kynið. Engin smáatriði liggja fyrir en framleiðsla á þáttunum hefst í haust og verða þeir svo sýndir á Skjá einum eftir áramót.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.