Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Qupperneq 4
4 fréttir 25. ágúst 2010 miðvikudagur LAGERSALA www.xena.is Mikið af fínum skóm í leikfiminano1 - st. 28-35 verð kr. 3995.- no2 - st. 41-47 verð kr. 7995.- no3 - st. 36-41 verð kr. 7495.- Opið virka daga 12-18 laugardag 12-16 Erill hjá lögregl- unni á Selfossi Tuttugu og fimm ökumenn voru myndaðir við of hraðan akstur á Selfossi í vikunni. Flestir óku of hratt á Suðurlandsvegi en sá sem hraðast ók þar var á tæplega hundrað og fjörtíu kílómetra hraða. Tveir voru kærðir fyrir að aka of hratt innanbæjar, 25 og 36 kílómetrum yfir hámarkshraða sem er 50 kílómetrar á klukku- stund. Einnig var talsvert um eignaspjöll í vikunni í Selfoss- umdæmi, en að kvöldi 19. ág- úst tóku til að mynda einhverjir sig til og skáru á sextíu og tvær heyrúllur við bæinn Vatnsleysu í Biskups tungum. Tjónið er metið á hundruð þúsunda króna. Gjaldskrá OR þarf að hækka Samkvæmt útreikningum fjármála- skrifstofu Reykjavíkurborgar þarf að hækka gjaldskrá Orkuveitunnar um tuttugu prósent. Slík hækkun myndi þýða um 2,8 til 3 milljarða í auknar tekjur fyrir fyrirtækið. En tuttugu prósenta hækkun myndi þó aðeins tryggja rekstur fyrirtækisins fram að áramótum, og því gæti það reynst raunin að gjaldskrá hækki enn frem- ur í náinni framtíð. Forsvarsmenn OR hafa áður nefnt í fjölmiðlum að líklegt sé að tveggja stafa hækkun verði á gjaldskránni. Jóhanna á lista Time Tímaritið Time Magazine hefur nefnt Jóhönnu Sigurðardóttur sem eina af topp tíu kvenleiðtogum heims- ins. Um er að ræða grein í blaðinu þar sem nefndur er fjöldi af kven- leiðtogum í heiminum og þeim lýst stuttlega. Í greininni er sagt frá því að Jóhanna hafi komist til valda í kjölfar öldu óánægju vegna efnahagshruns- ins, og að hún sé fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtoginn. Á meðal annara kvenna á listanum eru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Cristina Fernández de Kirchner, forseti Argentínu. Byggðastofnun veitti há lán til útgerða á Vestfjörðum: Vísar tengslum á bug „Ákvarðanir um lánveitingar af þess- ari stærðargráðu eru teknar í stjórn stofnunarinnar, ekki af forstjóra,“ seg- ir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar. Eins og DV greindi frá á mánudag veitti Byggðastofnun útgerðarfélaginu Miðvík á Tálknafirði lán upp á hundr- uð milljóna króna árið 2008 sem voru tengd við japönsk jen. Lánin voru veitt með veði í tveimur bátum tengdum Miðvík, þeim Indriða Kristins BA-751 og Sigurvon BA-367. Lánin voru tekin til kaupa á aflaheimildum árið 2008. Miðvík er í eigu Guðjóns Indriða- sonar og fjölskyldu á Tálknafirði. Í greininni var greint frá því að móðir Særúnar Magnúsdóttur, konu Guð- jóns, og faðir Aðalsteins Þorsteins- sonar, væru systkinabörn. Aðalsteinn segir tengslin ekki vera nánari en svo að þau gætu aldrei valdið vanhæfi í þessu máli, hvorki samkvæmt reglum stjórnsýsluréttarins eða lögum um fjármálafyrirtæki. Meira en þriðjungur af lánum Byggðastofnunar hefur verið veittur til fyrirtækja í sjávarútvegi. Byggðastofn- un á líka 36,4 prósent í eignarhalds- félaginu Glámu á Patreksfirði á móti Odda og Þórsbergi, dótturfélagi Mið- víkur. Aðspurður hvað framtíð Glámu beri í skauti sér, segir Aðalsteinn erf- itt að segja um það. „En á hinn bóg- inn hefur hið upphaflega markmið um að hamla á móti því að veiði- heimildir fari af svæðinu gengið bærilega eftir, einkum á sunnanverð- um Vestfjörðum og í Strandasýslu,“ segir hann. rhb@dv.is Guðjón Indriðason Útgerðarfélagið Miðvík er verulega skuldsett, að stórum hluta vegna lána sem það hefur tekið hjá Byggðastofnun. Opinbert loftfar á vegum ísraelskra yfirvalda millilenti á Íslandi á sunnudag. Á ann- an tug manna var í vélinni og gistu þeir á hóteli í Reykjavík. Þeir báðu um heimild til að bera vopn á meðan á dvöl þeirra á landinu stæði en upplýsingafulltrúi utan- ríkisráðuneytisins segir þeirri beiðni hafa verið hafnað. ÆTLUÐU AÐ BERA VOPN Í REYKJAVÍK Starfsmenn ísraelska ríkisins báðu ríkislögreglustjóra um leyfi til að bera vopn á meðan á eins dags dvöl þeirra á Íslandi stóð. Flugvél á veg- um ísraelskra stjórnvalda millilenti á Keflavíkurflugvelli á sunnudag og fór þaðan aftur á mánudag. Sam- kvæmt heimildum DV gistu átján menn úr vélinni á Park Inn Ísland Hóteli í Ármúla í Reykjavík aðfara- nótt mánudags og voru farnir aftur um morguninn. Ekki er vitað hvað mennirnir voru að gera hér á landi. Vildu bera vopn Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðu- neytisins, báðu mennirnir emb- ætti ríkislögreglustjóra um heimild til að bera vopn á Íslandi en beiðni þeirra um að bera vopn utan vélar- innar var hafnað. Við vinnslu þessarar fréttar náðist ekki í þann sem fer með slík mál hjá ríkislögreglustjóra en Urður sagðist ekki vita af hverju mennirnir vildu fá að bera vopn á landinu. Hún segir þó öryggisráð- stafanir hjá Ísraelum vera miklar og eflaust þess vegna sem þeir hafa viljað bera vopn á landinu. Fékkst ekki staðfest Ef til þess hefði komið að þeir hefðu fengið að bera vopn hefðu þeir þurft lögreglufylgd á Íslandi. Þegar háttsettir erlendir embætt- ismenn og þjóðhöfðingjar hafa verið hér á landi þá hafa þeir til að mynda þurft á lögreglufylgd að halda vegna vopnaðra lífvarða sem fylgja þeim hvert fótmál. Eins og áður sagði náðist ekki í embætti ríkislögreglustjóra við vinnslu þessarar fréttar og fékkst því ekki staðfest hvort mennirnir hafi hlýtt því að fara ekki vopnaðir inn í landið. Snyrtilegir menn Samkvæmt sjónarvottum DV samanstóð ísraelski hópurinn af tveimur eldri mönnum og mönn- um á fertugsaldri sem allir voru í mjög góðu líkamlegu ásigkomu- lagi og afar snyrtilegir til fara. Op- inbera flugvélin sem þeir komu í til landsins var geymd á bann svæði á Keflavíkurflugvelli samkvæmt heimildum DV. Er það sama svæðið og hin- ar margfrægu fangaflutningavélar eiga að hafa verið á, en talið er að frá árinu 2002 hafi flugvélar, sem notaðar voru til fangaflutninga bandarísku leyniþjónustunnar, millilent um tvö hundruð sinnum á Íslandi. bIrGIr olGeIrSSon blaðamaður skrifar: birgir@dv.is Beiðni þeirra um að bera vopn utan vélarinnar var hafnað. Össur Skarphéðinsson ut- anríkisráðherra Upplýsinga- fulltrúi utanríkisráðuneytisins segir flugvél á vegum ísraelsku ríkisstjórnarinnar hafa millilent á Íslandi á sunnudag. Avigdor lieberman utanríkisráðherra Ísraels Beiðni Ísraelsmanna um að opinberir starfsmenn þeirra gætu fengið að bera vopn á Íslandi var hafnað af embætti ríkislögreglustjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.