Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Qupperneq 6
6 fréttir 25. ágúst 2010 miðvikudagur Skuldir sem fyrrverandi sveitarstjórn Vesturbyggðar stofnaði til í tengslum við kaup á stofnfjárbréfum í Sparisjóði Vestfjarða eru að sliga sveitarfélagið. Bæjarstjóri segir sveitarfélög ekki eiga að standa í hlutabréfaviðskiptum. Sveitarstjórnin hefur farið yfir málin en óvíst er hvaða leiðir verða farnar til þess að bæta fjárhagsstöðuna. HLUTABRÉFASKULDIR SLIGA VESTURBYGGÐ Vesturbyggð tók lán upp á 151 milljón krónur fyrir kaupum á stofnfjárbréf- um í Sparisjóði Vestfjarða fyrir hrun- ið 2008. Fjármálastjóri sveitarfélags- ins segir tvö lán hafa verið tekin, 88 milljónir hjá Lánasjóði sveitarfélaga og 63 milljónir hjá Landsbankanum í erlendum gjaldeyri, jenum og svissn- eskum frönkum. Lánið hjá Lánasjóði sveitarfélaga er á gjalddaga árið 2017. Fjármálastjóri Vesturbyggðar seg- ir gjalddaga láns í erlendri mynt hjá Landsbankanum upphaflega hafa verið árið 2009 en nú sé unnið að samningum um lánið. Samkvæmt heimildum DV er um kúlulán að ræða og er ein stór greiðsla á gjalddaga á næstu árum. Fjármálastjórinn getur ekki staðfest að svo sé. Vegna hruns íslensku krónunnar eru skuldir vegna hlutabréfakaupa Vesturbyggðar í Sparisjóði Vestfjarða farnar að slaga í 300 milljónir. Hlutabréfabrask ekki fyrir sveitarfélög Ásthildur Sturludóttir, nýráðinn bæj- arstjóri Vesturbyggðar, viðurkennir að ný sveitarstjórn verði að vinna úr bágri fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Samkvæmt ársreikningi 2009 skuld- aði sveitarfélagið 1.338 milljónir en eigið fé var 350 milljónir. Ásthildur staðfestir að ný sveitarstjórn hafi farið yfir málin, en engin niðurstaða sé enn komin í það hvaða leiðir verði farnar til þess að bæta fjármál sveitarfélags- ins. „Sveitarfélög eiga ekki að standa í hlutabréfakaupum, það er mín per- sónulega skoðun,“ segir Ásthildur. Hún viðurkennir að staðan sé ekki góð en segir verkefni bæjarstjórnar vera að vinna úr þessum málum. Ást- hildur bendir á að fyrri bæjarstjórn hafi tekið lánin og því sé ekki við nú- verandi stjórn að sakast. „Þetta eru skuldir sem var stofnað til af fyrrver- andi meirihluta og okkar verkefni er að laga til.“ Aðspurð um það hvort að henni hafi verið brugðið þegar hún áttaði sig á bágri fjárhagsstöðu sveitar- félagsins segir hún: „Auðvitað bregð- ur manni að heyra að það hafi verið keypt hlutabréf fyrir peningana.“ En bætir því við að skuldstaðan sem slík hafi ekki komið henni á óvart, hún hafi haft vitneskju um hana. Tækifæri í vandræðum Þórir Sveinsson, fjármálastjóri sveit- arfélagsins, segir að Vesturbyggð hafi keypt stofnbréf í Sparisjóði Vestfjarða þegar Eyrarsparisjóður rann saman við Sparisjóð Vestfjarða. Sparisjóður Vestfjarða rann síðar inn í Sparisjóð Keflavíkur sem nú er gjaldþrota. Þórir staðfestir að nú sé unnið að samning- um við Landsbankann vegna láns sem fengið var í erlendri mynt. Þá staðfest- ir hann að samkvæmt ársreikningi 2009 hafi sveitarfélagið skuldað 1.338 milljónir á móti 350 milljónum króna í eigin fé. Ásthildur segir skuldbinding- arnar vera háar fyrir ekki stærra sveit- arfélag en bendir á að hlutfallið hjá Reykjavíkurborg sé öllu verra. Hún vill ekki tjá sig um hvort nú- verandi sveitarstjórn álíti að fjárfest- ing sveitarfélagsins í hlutabréfum hafi verið eðlileg en ítrekar að hennar per- sónulega skoðun sé sú að fjárfesting í hlutabréfum á vegum sveitarfélaga sé óeðlileg. Aðspurð um það hvort erfitt sé að taka við svo skuldsettu búi svar- ar Ásthildur: „Auðvitað er það erfitt en það eru alltaf tækifæri í öllum vand- ræðum og ég held að þetta sé vanda- mál sem við þurfum að leysa og það verður bara að koma í ljós með hvaða hætti við gerum það. En ég hef fulla sannfæringu fyrir því að við leysum þetta.“ jón bjarki magnússon blaðamaður skrifar: jonbjarki@dv.is NýstjórnSparisjóðsinsíKeflavíkhefurbentfyrristjórnSparisjóðsinsíKeflavíkáað skoðavelmálefnifjárfestingarfélagsinsKistuvegnagrunsumaðmeðstarfsemi félagsinshafiveriðunniðgegnhagsmunumsparisjóðsins,líktogDVbentiá fyrráárinu.Kistavarfjárfestingarfélagíeigunokkurrasparisjóða,meðalannars SparisjóðsinsíKeflavík,SPRONogSparisjóðsSvarfdæla,ogvarstofnaðtilað kaupahlutabréfíeignarhaldsfélaginuExistaárið2007.Existavaraðmestuíeigu BakkabræðraenKistavareinnstærstihluthafinníþví. HeimildarmaðurDVútskýrirstarfsemiKistuáeftirfarandihátt:„Kistavar aðgöngumiðiípartíiðfyrirsparisjóðinaígegnumExista.Lögðvargríðarlegpressa ásparisjóðinaaðtakaþáttíþessu.Sagtvarviðþá:Þiðeruðekkiaðhugsaum hagsmunisparisjóðannaefþiðtakiðekkiþáttíþessu.Vissulegahögnuðustmenn tilaðbyrjameðenmennkunnusérekkihófogstoppuðuekkioggenguoflangt íþessu.Mennvorukomnirsvolangtútfyrirstofnsamþykktiroggrunnhugmynda- fræðisparisjóðanna.“ Kistavarþvítækisemsparisjóðirnirílandinunotuðutilaðgræðaféáuppgangi ExistaogKaupþingsáárunumfyrirhrunsökumþessaðþeirvildueinnigfá hlutdeildíhagnaðiíslenskabankakerfisins.MeðKistuvorusparisjóðirniríraun aðtakagríðarlegaáhættumeðþvíaðveðjapeningumstofnfjáreigendaogspari- sjóðannaááframhaldandiuppgangbankansogstærstahluthafahans.Svonáin voruþessitengslKistuviðExistaaðKistaerflokkaðmeðExistaogfyrirtækjum Bakkabræðraþegarrætterumheildarútlántileinstakrafyrirtækjahópaískýrslu rannsóknarnefndarAlþingis. HeimildarmaðurinnsegiraðnæstuskrefímálefnumKistumunimiðaaðþvíað leysafélagiðupp.HannsegiraðKistaeigiummilljarðkrónaíreiðuféíþvísem hluthafarKistueigikröfuáaðskiptaámillisín. Þessidæmisýnaaðekkiervanþörfáaðríkisvaldiðlátirannsakastarfsemi íslenskrasparisjóðaáárunumfyrirhrunenekkivarfjallaðumstarfsemiþeirraí skýrslurannsóknarnefndarAlþingis. Almenningur tApAði milljörðum LánþeirrasemtókumyntkörfulánvegnastofnfjáraukningaríSparisjóðiSvarfdæla ílokárs2007hafatvöfaldastsamkvæmtfréttumsemDVhefurflutt.Stórhlutilán- takendannaergamaltfólk.Þegarláninvorutekinnamhvertþeirra3,7milljónum enhjáþeimsemtókumyntkörfulánstandaþaunúí7,5milljónum.Fyrirhugað varaðgerasjóðinnaðhlutafélagiþegarstofnfjáraukningináttisérstað.Þvívar frestaðsumarið2008. StofnfjáreigenduríSparisjóðiSvarfdælaeru150ogsamkvæmtheimildumDV tókumeiraen90prósentafþeimlánvegnastofnfjáraukningarinnarognámu þausamtals500milljónumkróna.Þarafvarstórhlutisemfékkmyntkörfulánhjá fjárfestingarbankanumSagaCapitaláAkureyri.SamkvæmtheimildumDVerstór hlutimyntkörfulánannaágjalddagaárið2012ogþvíekkiívanskilum. BrostnAr forsendur Sveitarfélög eiga ekki að standa í hlutabréfakaupum, það er mín persónulega skoðun. skuldsett sveitarfélag Sveitarfélag- iðVesturbyggðskuldar1.338milljónir krónaámóti350milljónumkrónaí eiginfé.Sveitarstjórnintóklánfyrir hlutabréfakaupumíerlendrimynt. Yfirheyrðir í annað sinn Yfirheyrslur vegna morðsins í Hafn- arfirði stóðu yfir á mánudaginn og þriðjudaginn. Sumir sem yfirheyrð- ir hafa verið síðustu daga hafa ver- ið yfirheyrðir áður í tengslum við málið. Nokkrir einstaklingar hafa réttarstöðu grunaðra í málinu. Frið- rik Smári Björgvinsson, yfirmað- ur rannsóknardeildar lögreglunn- ar, vildi ekki staðfesta að rannsókn lögreglunnar teygði anga sína að einhverju leyti til Litháen, eins og Fréttablaðið greindi frá á þriðjudag. 80 þúsund í Strætó Um áttatíu þúsund farþegar not- færðu sér þjónustu strætó á Menn- ingarnótt að því er fram kemur í tilkynningu frá Strætó bs. Segir í tilkynningunni að farið hafi verið í sérstakt átak til að hvetja almenning til að taka strætó og var meðal ann- ars boðið frítt í strætó og var ferðum fjölgað. Greiðlega gekk að anna eft- irspurn á mesta álagstímanum sem var eftir flugeldasýninguna en þá stefndu tugþúsundir manna úr mið- borginni.  Skipulagsbreyting- ar Landsvirkjunar Haldinn var fundur með starfsfólki Landsvirkjunar á fimmtudaginn þar sem skipulagsbreytingar innan fyr- irtækisins voru kynntar. Skipulags- breytingarnar felast meðal annars í því að innlend verkefni Landsvirkj- unar Power, dótturfélags Landsvirkj- unar, verða færð aftur inn í Lands- virkjun. Frá þessu greindi Bjarni Bjarnason, forstjóri Landsvirkjun- ar Power, í samtali við DV. Verður starfsemin færð inn á hið nýstofnaða þróunarsvið. Augljóst að ráðherr- ann var upplýstur „Augljóst er að ráðherrann gat ekki annað en verið upplýstur um tvö lögfræðiálit/minnisblöð er bárust frá Seðlabanka Íslands í lok maí 2009,“ segir í tilkynningu frá Hagsmuna- samtökum heimilanna (HH). Segir einnig í tilkynningunni að hártog- anir um orðaval í svari ráðherra við spurningu um lögmæti gengistrygg- ingar lána á Alþingi séu óþarfar, ráðherrann hafi vísvitandi reynt að afvegaleiða Alþingi og þar með þjóðina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.