Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 7
miðvikudagur 25. ágúst 2010 fréttir 7 Reikningar sem DV hefur undir höndum frá heimasíðunni Wiki- leaks sýna fram á hvernig Bjarni Ármannsson, þáverandi forstjóri Glitnis, lét bankann borga nánast allt fyrir sig varðandi veru hans í íbúð Glitnis í Osló þar til hann hætti í bankanum í lok apríl 2007. Reikningar fyrir innanstokksmuni, heimilistæki, hljómflutningstæki, matvöru, listaverkatryggingar, hreingerningar, veitingahúsreikn- inga og fleira voru sendir til Glitn- is sem greiddi reikningana fyr- ir Bjarna sem dvaldi nokkuð oft í Osló vegna starfs síns fyrir Glitni í landinu. Samtals er um að ræða reikninga upp á fleiri milljónir króna. Þrátt fyrir að Glitnir hafi átt íbúðina, samkvæmt því sem tals- maður Bjarna, Hafliði Helgason, segir skapaðist nokkur rekistefna meðal starfsmanna Glitnis sem sáu um meðhöndla reikningana frá Bjarna þar sem þeir vissu ekki almennilega hver ætti að greiða þá. „Hann notaði íbúðina þeg- ar hann dvaldi í Osló langtímum saman vegna vinnu sinnar við eignasafn bankans þar. Bankinn hefur alltaf átt þessa íbúð og rekið hana og þetta kemur Bjarna ekkert við; Bjarni hefur aldrei átt hana.“ Því hefur verið litið svo á að bank- inn væri að greiða vinnutengd út- gjöld Bjarna. Bjarni borgaði ekki Í tölvupósti frá starfsmanni Glitn- is í Noregi, Karin Roiseth, til starfs- manns Glitnis á Íslandi, Áslaug- ar Ágústsdóttur, í mars árið 2007 kom fram að ekki væri vitað hver ætti að standa skil á kostnaðin- um við íbúðina sem Bjarni hafði til afnota en hún var við Camillu Colletsvei 1 í Osló. Karin sagði, í íslenskri þýðingu: „Meðfylgjandi eru reikningar sem Glitnir í Noregi borgaði í tengslum við íbúð í Osló. Ég veit ekki hvort Glitnir á að borga þetta eða Bjarni sjálfur. Getur þú vinsamlegast millifært 22.311,94 norskar krónur til Glitnis í Noregi.“ Rekistefna starfsmanna Glitnis varðandi greiðsluna á reikningum Bjarna er ekki óeðlileg í ljósi þess hvers eðlis þeir voru, meðal ann- ars vátryggingareikningur frá Sjó- vá upp á nærri 3 milljónir króna vegna listaverka sem Bjarni flutti frá Íslandi með Samskipum og hafði í íbúðinni í Osló. Þegar Bjarni lét af störfum hjá Glitni í apríl 2007 gerði hann samkomulag við bank- ann um að hann fengi að eignast einhver af þessum listaverkum, líkt og DV greindi frá í fyrra. Bjarni hef- ur því keypt einhver af þeim mál- verkum sem hann lét Glitni tryggja áður en þau voru flutt til Noregs. Þessi fríðindi Bjarna bættust við ríkulegar launa- og bónus- greiðslur til hans en einungis á ár- inu 2007 fékk Bjarni 370 milljónir króna í bónusgreiðslur. Af reikn- ingunum að dæma er einnig alveg ljóst að hann hefur nýtt sér þetta til hins hins ítrasta en þar er að finna færslur upp á nokkra þúsundkalla fyrir leikföngum og DVD-myndum sem bankinn borgaði fyrir Bjarna. Reyndar þarf þetta ekki að koma á óvart þar sem ein frægasta sagan af Bjarna snýst um það að Pétur Blöndal, þingmaður og einn af fyrrverandi ráðamönnum Kaup- þings, hafi komið auga á viðskipta- hæfileika Bjarna í útskriftarferð tölvunarfræðinema á Taílandi þar sem Bjarni prúttaði um nánast allt frá appelsínusafanum á hótelinu til glingursins sem var á boðstól- um á götum úti. Fljótlega var því ljóst að þar fór aðsjáll maður sem rýndi í hverja krónu. Taldi Bjarna eiga íbúðina Þrátt fyrir að Hafliði segi að Bjarni hafi aldrei átt íbúðina sem hann hafði til afnota í Osló benda tölvu- skeyti sem DV hefur undir höndum til að starfsmenn Glitnis sem sáu um að greiða reikninga sem tengd- ust henni hafi talið að íbúðin væri í hans eigu. Áðurnefnd Karin leitaði til dæmis til Áslaugar á Íslandi í ág- úst 2007 vegna þess að hún taldi að Glitnir banki á Íslandi hefði greitt of mikið fyrir íbúðina þegar hún keypti íbúðina af Bjarna. „Hæ. Ég vona að þú getir hjálpað mér! Ég skil það sem svo að Glitnir hf. hafi keypt ofangreint [íbúðina, innskot blaðamanns] af Bjarna. Í tengslum við þessi viðskipti greiddi Glitnir hf. 2.180 norskum krónum of mik- ið. Mig vantar reikning og reikn- ingsnúmer svo ég get millifært þessa upphæð.“ Þó Bjarni hafi ekki átt íbúðina, eftir því sem Hafliði segir, var hún þó í raun sem hans eign og virðist hann hafa litið á sem slíka. Reikn- ingarnir sem um ræðir hér eru því enn ein staðfestingin á þeim ótrú- legu launa- og fríðindakjörum sem Bjarni Ármannsson naut með- an hann stýrði Glitni sem enduðu með því að hann seldi bankanum hlutabréf sín í bankanum á yfir- verði og innleysti milljarða króna í hagnað. Bjarni var sannarlega einn þeirra sem græddi á íslenska efna- hagsundrinu. Reikningar sem Glitnir fékk frá Bjarna Ármannssyni, fyrrverandi forstjóra Glitnis, sýna hvernig Glitnir greiddi nánast allt fyrir Bjarna vegna veru hans í Noregi. Tals- maður Bjarna segir að Bjarni hafi aldrei átt íbúðina sem hann hafði til afnota í Osló og Glitnir hafi séð um rekstur hennar. Starfsmenn Glitnis vissu hins vegar ekki hver ætti að greiða rekstrarkostnað íbúðarinnar né hvort Bjarni ætti hana eða ekki. BORGAÐI NÁNAST ALLT FYRIR BJARNA ingi f. vilhjÁlmsson fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Hann notaði íbúðina þegar hann dvaldi í Osló langtímum saman vegna vinnu sinnar við eignasafn bankans þar. góð staða Bjarna Reikningar semDVhefurundirhöndum sýnaframáhvernigGlitnir greiddinánastallankostnað fyrirBjarnaÁrmannssonvegna veruhansíNoregi.Þessi fríðindiBjarnabættustvið milljónagreiðslursemhann fékkílaunogbónusa. Óvissustaða Evu Samningur Evu Joly við embætti sérstaks saksóknara um ráðgjöf í málum tengdum efnahagshruninu rennur út á næsta ári. Ekki hef- ur verið tekin ákvörðun um hvort samningurinn við hana verði fram- lengdur. Joly situr sjálf á Evrópu- þinginu fyrir evrópska græningja. Hún íhugar nú hvort hún eigi að bjóða sig fram í forsetakosningum í Frakklandi árið 2012 gegn Nicolas Sarkozy. Þykir það bera vott um að hún hafi ef til vill annað en ráðgjöf í hyggju á komandi árum. Landsmenn drekka of mikið Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra vill herða bann við áfengisaug- lýsingum og herða viðurlög vegna brota þar á. Með þessu vill Álfheiður sporna við drykkju landsmanna og draga úr henni. Ráðherrann segir áfengisneyslu hafa aukist verulega á landinu síðustu áratugi. Máli sínu til stuðnings segir Álfheiður að meðal- neysla Íslendinga hafi árið 2007 ver- ið 7,5 lítrar af áfengi. Iceland Airwaves til Akureyrar Blásið verður til tónlistarveislu á Græna hattinum á laugardags- kvöld í tengslum við Akureyrarvöku sem þar er haldin um helgina. Þar munu meðal annars hljómsveitirnar Bloodgroup, Endless Dark, Sjálf- sprottin spévísi og Buxnaskjónar troða upp. Samkvæmt tilkynningu frá forsvarsmönnum Akureyrarvöku, er þetta gert með það í huga að efla tengsl Iceland Airwaves við hljóm- sveitir og tónleikagesti af lands- byggðinni. Tekið fyrir í september Gengistrygging bílalána verður tekin fyrir í Hæstarétti þann 6. septemb- er. Þar mun líklega fást niðurstaða í það hvort miða eigi við samnings- vexti eða lægstu vexti Seðlabanka Ís- lands þegar endurreikna á lán vegna dóms Hæstaréttar frá því í júní þar sem þau voru talin vera ólögmæt. Samtök lánþega beina því til fólks að lánþegar fresti afborgunum á slíkum lánum þar til niðurstaða hefur feng- ist fyrir Hæstarétti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.