Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Page 10
10 fréttir 25. ágúst 2010 miðvikudagur Heildarkostnaður við greiðslu- stöðvun og slit gamla Landsbank- ans nam tæpum 6 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins eða sem nemur einum milljarði króna á mánuði. Verði mánaðarleg- ur kostnaður jafnhár út árið gæti heildarkostnaður ársins numið allt að 12 milljörðum króna eða sem nemur helmingi kostnaðar við smíði Búðarhálsvirkjunar. Til sam- anburðar má geta þess að saman- lagður kostnaður skilanefndar og slitastjórnar Glitnis nam 4,6 millj- örðum í fyrra. Lárentsínus Kristjánsson, lög- fræðingur og formaður skilanefnd- ar Landsbankans, segir að kröfu- hafar hafi engar athugasemdir gert við kostnað vegna umsýslu með eignir bankans og störf skilanefnd- ar og slitastjórnar við að innheimta kröfur og verja eignasafn búsins. Greiðslustöðvun lýkur senn Fram kom á blaðamannafundi á mánudag, að loknum fundi með kröfuhöfum í Landsbanka Íslands hf., að greiðslustöðvun, sem Hér- aðsdómur Reykjavíkur samþykkti 5. desember 2008 hafi verið fram- lengd til 5. desember á þessu ári, en hún getur að hámarki staðið í 24 mánuði. Að þeim tíma liðnum heldur almenn slitameðferð bank- ans áfram. Aðspurður sagði Lárentsínus á blaðamannafundinum, að ekki sé við því að búast að kostnaður verði jafnmikill vegna uppgjörs og slita Landsbankans á síðari árshelm- ingi þessa árs. Þar muni mestu um að verið sé að ljúka stórum verk- efnum og rannsóknum sem mála- rekstur og ýmsar kröfur grundvall- ast á. Á það er að líta að rannsókn Deloitte í London fyrir skilanefnd og slitastjórn Landsbankans lýkur ekki fyrr en undir lok ársins og er ráðgert að niðurstöður rannsókn- arinnar liggi fyrir í desember. Sam- bærilegri rannsókn er löngu lokið varðandi Kaupþing og rannsókn Kroll á Glitni lauk fyrr á þessu ári. Skilanefnd og slitastjórn Lands- bankans gerðu kröfuhöfum grein fyrir kostnaði vegna starfa skila- nefndar og slitastjórnar, en sam- stals eru þær með 115 menn á launum í fjórum löndum. Fyrstu 6 mánuði ársins nam kostnaður við rannsókn á málefnum Lands- banka Íslands liðlega 1,3 milljörð- um króna, en hann er að mestu bókfærður hjá skilanefnd bankans í Reykjavík. Firnamikill sérfræðikostnaður Sex milljarða króna kostnaðurinn á fyrri hluta ársins skiptist um það bil þannig að um 1,6 milljarðar króna eru laun og launatengd gjöld. Þetta er liðlega fjórðungur heildarupp- hæðarinnar. Réttum helmingi upp- hæðarinnar, tæpum 3 milljörðum króna, var varið til kaupa á þjón- ustu lögfræðinga og öðrum sér- fræðikostnaði. Þar af nam kostn- aður erlendis um 2,5 milljörðum króna en lögfræði- og sérfræði- kostnaður hérlendis nam á sex mánuðum 470 milljónum króna. Af gögnum skilanefndarinnar má ráða að beinn kostnaður vegna skilanefndarinnar hafi verið 525 milljónir króna fyrstu 6 mánuði ársins eða um 87 milljónir króna á mánuði. Til samanburðar má geta þess að sambærilegur kostnaður hjá skilanefnd og slitastjórn Glitnis nam 732 milljónum króna allt árið í fyrra eða liðlega 60 milljónum króna á mánuði. Ekki er vitað hvert milljónirn- ar 525 hafa farið. Hitt er vitað, að margir skilanefndarmenn senda reikninga fyrir vinnu sína. DV greindi til dæmis frá því í febrúar 2009 að ýmsir skilanefndarmenn hefðu stofnað einkahlutafélög og tækju greiðslur sínar í gegnum slík félög. Ársæll Hafsteinsson lög- fræðingur og fyrrverandi yfirmað- ur lögfræðisviðs Landsbankans er nú titlaður framkvæmdastjóri skilanefndar Landsbankans. Upp- haflega var hann skipaður í skila- nefndina en mjög var deilt á að fyrrverandi yfirmenn bankanna væru einnig viðloðandi slit þeirra og uppgjör. Hann stofnaði ÁH-lög- menn ehf. 8. október 2008, aðeins degi eftir að hann var skipaður í skilanefnd Landsbankans. Hálaunamenn hrunsins Upphaflega voru skilanefndirnar á ábyrgð FME og stjórnvalda og voru kostaðar af þeim. Síðar var það fyr- irkomulag lagt niður og nú er all- ur kostnaður greiddur með tekjum sem fást úr eignasafni hinna föllnu banka. Þar með eru skilanefndirn- ar í raun aðeins háðar kröfuhöfum. Heimildir eru fyrir því að tekj- ur slitastjórnar- og skilanefndar- manna hafi numið allt að 300 þús- und krónum á dag. Þannig má áætla að kostnaður við lögfræðing- ana sjö, sem nú fara fyrir slitastjórn og skilanefnd Landsbanka Íslands, hafi numið 250 til 300 milljón- um króna fyrstu sex mánuði árs- ins. Samkvæmt því hafa allt að 230 milljónir króna farið í aðra staði. Afar ólíklegt er að öll upphæð- in hafi skipst milli Lárentsínusar Kristjánssonar, Ársæls Hafsteins- sonar, Einars Jónssonar, Kristins Bjarnasonar, Herdísar Hallmars- dóttur, Halldórs H. Backmans og Péturs Arnar Sveinssonar. Á grund- velli fyrirliggjandi gagna má ætla að mánaðarlegar tekjur skilanefnda- og slitastjórnarmanna séu á bilinu 4 til 8 milljónir króna á mánuði. Há laun í London Þess má geta að meðallaun 53 starfsmanna skilanefndar og slita- stjórnar Landsbankans í Lond- on námu að jafnaði 2,4 milljónum króna. Að teknu tilliti til sérsamn- inga, sem væntanlega eru gerðir við hluta starfsmanna, voru meðal- launin í London fyrstu sex mánuði ársins 3,6 milljónir króna. Meðallaun 53 starfsmanna skilanefndar Landsbankans á Ís- landi voru samkvæmt sambærileg- um útreikningum rétt um ein millj- ón króna að jafnaði á mánuði. Annar kostnaður á vegum skila- nefndar- og slitastjórnar Lands- bankans fyrstu sex mánuði ársins tengist húsnæði, tölvuþjónustu, al- mennum rekstrarkostnaði, skipta- kostnaði og kostnaði vegna skipta- stjóra í Hollandi, samtals um 860 milljónir króna. Vert er að geta þess að afrakstur starfs skilanefndar og slitastjórn- ar Landsbankans getur hlaupið á tugum milljarða króna í bættum heimtum og skilum fyrir kröfuhafa, meðal annars fyrir Icesave-kröfu- hafa í Hollandi og Bretlandi. Helstu kostnaðarliðir skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans. Upphæðir eru í milljónum króna. n Laun og launatengd gjöld 1.605 n Skiptakostnaður 189 n Lögfræðikostnaður og annar sérfræðikostnaður 2.953 -Innlent: 470 -Erlent: 2.483 n Hollenskir skiptastjórar 217 n Húsnæðiskostnaður 119 n Upplýsingatækni 71 n Annar rekstrarkostnaður 265 n Skilanefnd (SLA) 525 Samtals: 5.944 milljónir króna á 6 mánuðum. kostnaðarliðir jóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Skilanefnd og slitastjórn Landsbankans Frá vinstri: Ársæll Hafsteinsson, Lárentsínus Kristjánsson, Kristinn Bjarnason, Einar Jónsson, Herdís Hallmars- dóttir, Halldór H. Backman og Pétur Örn Sveinsson. mynd SiGtryGGur ari jóHannSSon með frá upphafi Ársæll Hafsteinsson (t.v) og Lár- entsínus Kristjánsson hafa annast skil þrotabúsins frá falli Landsbankans. Að teknu tilliti til sérsamninga, sem væntanlega eru gerðir við hluta starfsmanna, voru meðallaunin í London fyrstu sex mánuði ársins 3,6 milljónir króna. kostnaður við slit landsbankans hár Kostnaður á vegum skilanefndar og slitastjórnar Landsbanka Íslands hf. var hartnær einn milljarður króna á mánuði fyrstu sex mánuði ársins. Senn lýkur rándýrri rannsókn Deloitte á hruni Landsbankans í þágu kröfuhafa, en skilanefndar- og slitastjórnarmenn eru með launahæstu einstaklingum í landinu um þessar mundir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.