Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Blaðsíða 14
Dísilolía Algengt verð verð á lítra 194,6 kr. verð á lítra 191,6 kr. Almennt verð verð á lítra 194,3 kr. verð á lítra 191,4 kr. Algengt verð verð á lítra 196,5 kr. verð á lítra 193,5 kr. bensín Almennt verð verð á lítra 194,3 kr. verð á lítra 191,3 kr. Almennt verð verð á lítra 194,4 kr. verð á lítra 191,4 kr. Algengt verð verð á lítra 194,6 kr. verð á lítra 191,6 kr. ÓdýrAri ferðAlög Kostnaður við sumarfrí getur auð- veldlega hlaupið á hundruðum þúsunda króna, en oft er hægt að fara í frí fyrir minna. Ferðaskrif- stofur og flugfélög eru stund- um með skynditilboð til ýmissa áfangastaða, sem gilda jafnvel ein- ungis í sólarhring. Þá er hægt að fá utanlandsferð ásamt gistingu á 60– 100 þúsund krónur, eftir því hversu veglegt tilboðið er og hver áfanga- staðurinn er. Þó er nauðsynlegt að vera sveigjanlegur með það hvenær farið er í frí, því tilboðin eru oft ein- ungis í boði nokkrum dögum fyrir brottför. Dæmi um tilboð af þessu tagi eru Sprettur hjá Plúsferðum, Stökktu hjá Heimsferðum og Heiti potturinn hjá Iceland Express. Hyggilegt er að skrá sig annaðhvort á póstlista eða í Facebook-hóp við- komandi félags til að frétta alltaf fljótt af tilboðunum. Ef auglýsingar fara í taugarnar á þér er hægt að af- skrá sig þegar sumarfríinu er lokið. Okur í bíÓ n Lastið að þessu sinni fá Samb- íóin fyrir hátt verðlag. Viðskipta- vinur fór nýlega á þrívíddarmynd í kvikmyndahúsinu á Álfabakka, og blöskraði heldur betur verðið sem miðinn var á. Viðskiptavinurinn greiddi 1.470 krónur fyrir aðgang að myndinni og fyrir svokölluð þrí- víddargleraugum. Þetta var verð- lag án poppkorns og gosdrykks, en viðskiptavinurinn þurfti að reiða út enn hærri fjárhæð vegna þeirrar háu álagning- ar sem er almennt í kvikmyndahúsum. Viðskiptavininum þótti þetta ekki boð- legt verðlag, og ekki til þess fallið að draga gesti að kvik- myndahúsinu. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS umhverfisvænn YggdrAsill n Lofið að þessu sinni fær Yggdrasill. Ánægður viðskiptavinur, sem stend- ur mikið í sultu- og saftgerð, hafði samband við blaðið. Við slíka vinnu þarf til dæmis að endurnýta gamlar krukkur og flöskur, en hluti af því ferli er að fjarlægja límmiða. Viðskipta- vinurinn segir það ekki einleikið hve sterkt lím sé notað til að líma miða á flöskur. Oft þarf að nota „white spirit“ til þess að fjarlægja þá, en slíkt telst ekki umhverfisvænt. Annað gildir hins vegar um safaflöskur frá Yggdrasil, en miðinn á þeim dett- ur af eftir örstutta stund í bleyti. Því á Yggrdrasill skilið hól fyrir umhverf- isvæna vöru. LOF&LAST 14 neyTendur UmSjóN: Símon örn reyniSSon simon@dv.is 25. ágúst 2010 miðvikudagur ViLL LengjA bóTAréTT Félags- og tryggingamálaráðu- neytið sendi frá sér fréttatilkynningu á mánudaginn þar sem fram kom að félagsmálaráðherra vill lengja rétt til atvinnuleysisbóta. Í tilkynningunni kom fram að Árni Páll Árnason ráðherra hafi lýst yfir vilja til að leggja fram frumvarp þess efnis að réttur til fyrrnefndra bóta verði lengdur frá þrem- ur upp í fimm ár. Þetta verði gert til þess að koma til móts við atvinnu- lausa, og til þess að fást við kúfinn í atvinnuleysinu á landinu. Í tilkynning- unni kemur enn fremur fram að nú sé uppi ástand í atvinnumálum sem áður var nær óþekkt, og því sé brugðist við því með þessum hætti.e L d S n e y T i Þegar kaupa á fartölvu er nauðsynlegt að huga að því hversu áreiðanlegur framleiðand- inn er. Samkvæmt nýlegri rannsókn eru Asus og Toshiba áreiðanlegustu framleiðendurnir, en Hewlett-Packard og Acer þeir óáreiðanleg- ustu. Hlutfall bilana í fartölvum er hærra en í flestum öðrum raftækjum, en samkvæmt rannsókninni bila um 20% innan þriggja ára. Til samanburðar bila um 15% stafrænna myndavéla á sama tímabili og um 7,5% iP- hone snjallsíma bila innan tveggja ára. Áreiðanlegustu fartölvurnar Í rannsókn á vegum þriðja aðila kom fram að Toshiba og Asus séu áreiðanlegustu framleiðendurn- ir, en hlutfall bilana í fartölvum frá þeim var rúmlega 15 prósent á þremur árum, sem er 40% lægra hlutfall en hjá óáreiðanlegasta framleiðandanum. Hæsta hlutfall- ið var hjá framleiðendunum Hew- lett-Packard, Gateway og Acer, á bilinu 23,3-25,6%. Athygli vekur að HP er einn umsvifamesti fartölvu- sali á heimsvísu, en er þrátt fyrir það með hæsta hlutfall bilana. Enn fremur kom fram að svokallaðar „netbækur“, sem eru ódýrar og létt- ar fartölvur höfðu hæstu bilunar- hlutfall af mismunandi gerðum far- tölva. Af þeim bilar ein af hverjum fimm á þremur árum. Tilhögun rannsóknarinnar Fyrirtækið sem gaf út rannsóknina kallast „SquareTrade Inc“ og sér- hæfir sig í því að tryggja raftæki. Um er að ræða þriðja aðila, sem hefur ekki hagsmuna að gæta hjá tölvuframleiðendum. Fyrirtækið tryggir meðal annars farsíma, far- tölvur og myndavélar. Í þeirri rann- sókn sem hér er kynnt var könnuð bilunartíðni 30.000 nýrra fartölva sem tryggðar voru hjá SquareTrade frá 2006–2009. Skoðuð var tíðni bil- ana eftir framleiðendum annars vegar og fartölvugerð hins vegar. Gerðir fartölva í rannsókninni voru þrjár, „netbók“, „venjulegar fartölv- ur“ og „gæðafartölvur“. mismunandi gerðir í fyrsta flokknum er gerð af tölvu sem er tiltölulega ný af nálinni. Um er að ræða smáar og nettar tölvur, sem eru ódýrar og hannað- ar til þess að auðvelt sé að ferðast með þær. Stærð skjásins er oftast frá fimm tommum og upp í tæp- lega tólf tommur, en getur þó verið stærri. Í rannsóknininni voru þær skilgreindar sem ódýrar og léttar fartölvur, en nákvæm skilgreining á netbókum er ekki til. Gert var ráð fyrir að í þessum flokki væru tölv- ur sem kosta undir 48.000 krónum í Bandaríkjunum, en gera má ráð fyrir því að slík tölva kosti 60–70.000 krónur á Íslandi vegna virðisauka- skatts og sendingarkostnaðar. Í hinum tveimur flokkunum var einungis horft á verðlag. Í flokki venjulegra fartölva eru tölvur sem eru á verðbilinu 48-120.000 krón- ur. í flokki gæðafartölva voru síð- an fartölvur sem kosta 120 þúsund krónur eða meira. Athuga ber að líkt og með „netbækurnar“ þarf að taka mið af því að þessi verð eru án virðisaukaskatts og sending- ar- kostnaðar. Fartölvur bila títt Í tölfræðinni kemur einnig fram að fartölvur bila almennt mjög oft. Þegar kannaðar voru 30.000 fartölvur án tillits til framleiðanda, kom fram að á þremur árum bila um 20,4% þeirra. Á sama tímabili skemmast 10,6% fartölva vegna hnjasks, og því er hlutfall bilaðra fartölva um 31% eft- ir þrjú ár, eða um ein af hverjum þremur. Þessar tölur eru nokkuð lægri á tveggja ára tímabili, en þá er hlultfall bilana 12,7% en slysa 7%. Minnst er hún á fyrsta árinu, en þá skaddast 2,5% fartölva vegna hnjasks og 4,7% bila. Dýrari fartölv- ur bila sjaldnar, en munurinn á hlutfalli bilana á milli mis- munandi gerða fartölva á fyrsta ár- inu eftir As us : To sh iba : So ny : Ap ple : De ll: Le no vo : Ac er : Ga te wa y: HP : 15 ,6 % 15 ,7 % 16 ,8 % 17 ,4 % 18 ,3 % 21 ,5 % 23 ,3 % 23 ,5 % 25 ,6 % Bilanatíðni fartölva á fyrstu þremur árum notkunar eftir framleiðendum. Símon örn reyniSSon blaðamaður skrifar: simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.