Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2010, Page 25
miðvikudagur 25. ágúst 2010 sport 25 stærstu sigrarnir 9:0 Man. United – ipswich mars 1995  n Manchester United á stærsta sigurinn í úrvals- deildinni frá upphafi. Þá slátraði liðið Ipswich Town á heimavelli sínum 9–0 í leik þar sem markamaskínan Andy Cole skoraði hvorki meira né minna en fimm mörk. Cole var fyrstur til að ná þeim áfanga í úrvalsdeildinni og hefur engum tekist að toppa það. Mark Hughes, sem nú stýrir liði Fulham, skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Paul Ince og Roy Keane sitt markið hvor. 1:8 nottinghaM Forest – Man. United febrúar 1999  n Manchester United á ekki bara metið þegar kemur að stærsta sigrinum í úrvalsdeildinni og stærsta sigrinum á heimavelli heldur vann liðið einnig stærsta útisigurinn gegn Nottingham Forest árið 1999. Hið magnaða sóknartvíeyki Andy Cole og Dwight Yorke skoruðu fjögur mörk í leiknum. Tvö hvor. Það var svo besti varamaður allra tíma, Ole Gunnar Solskjær, sem kom inn á og skoraði fjögur mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Forest féll þetta árið. 7:0 BlackBUrn – nott. Forest nóvember 1995  n Alan Shearer kemur aftur við sögu og nú með Blackburn. Hann skoraði þrennu þegar liðið vann Nottingham Forest í nóvember 1995, þetta var ein af ellefu þrennum á ferli hans og hefur eng- inn gert betur í úrvalsdeildinni. Blackburn varð meistari þetta ár og stal titlinum af United á síðasta degi. Shearer var valinn besti leikmaður tímabilsins enda setti hann met með því að skora 34 mörk í 42 leikjum. Aðeins Andy Cole hefur náð sama árangri. 9:1 tottenhaM – wigan nóvember 2009  n Tottenham tókst næstum því að jafna met United þegar það tók Wigan Athl- etic af lífi á White Hart Lane í fyrra. Peter Crouch skoraði eina mark fyrri hálfleiks en í þeim síðari brustu allar flóðgáttir. Jermain Defoe skoraði þá ein fimm mörk og jafnaði þar með met Andys Cole og Alans Shearer. Þeir Aaron Lennon, David Bentley og Nico Kranjcar skoruðu svo eitt mark hver fyrir Tottenham. Paul Scharner klóraði í bakkann fyrir Wigan. Þessi lið eiga þó samt ekki metið fyrir flest mörk skoruð í einum leik. Það met var sett í leik Portsmouth og Reading sem fór 7–4. Á meðal markaskorara Portsmouth var enginn annar en Hermann Hreiðarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.