Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 4
Ólína vill þjÓðaratkvæði n Sáttanefnd Guðbjartar Hannes- sonar sem átti að útfæra fyrningu í anda stefnu stjórnarflokkanna hefur skilað áliti sem að margra mati lýsir fullkominni uppgjöf gagnvart veldi útgerðar- manna. Lagt er til að farin verði svokölluð samn- ingaleið í stað þess að fyrna eins og stefnt var að. Sægreifaskelfirinn Ólína Þorvarðardóttir alþingismað- ur mun vera mjög óhress með þessa niðurstöðu. Hún lýsti því yfir síðasta vor að heppilegt væri að fara með málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún mun hafa eflst í þeirri skoðun sinni. ÓlíkindatÓl í vG n Það kom mörgum mjög á óvart þegar Þráinn Bertelsson, alþing- ismaður Borgarahreyfingarinnar, gekk til liðs við VG. Þráinn hefur hvað lengst verið framsóknarmað- ur en eftir slæma útreið innan þess flokks gekk hann til liðs við Borgarahreyfing- una sem fleytti honum inn á þing. Eftir að hafa lent upp á kant við flokk sinn gerðist Þráinn utanflokka. Því var spáð að einungis væri tímaspursmál hvenær hann gengi í Samfylkinguna fyrir til- stuðlan vinar síns og fræna, Össurar Skarphéðinssonar. En Þráinn er hið mesta ólíkindatól og er nú orðinn sósíalisti og líklega einn af köttunum. klúður Sturlu n Augu manna beinast að hinni alræmdu Bakkafjöru þessa dag- ana þegar ferjan Herjólfur forðast hinn nýja áningarstað eins og heitan eldinn. Einhverjir eru þegar tekn- ir að leita að sökudólgi vegna þess sem sumir kalla eitt versta klúður íslenskrar samgöngusögu. Frum- kvöðull framkvæmdarinnar er Sturla Böðvarsson, fyrrverandi samgöngu- ráðherra. þorlákShöfn fÓrnað n Ýmsar samsæriskenningar eru í kringum það hvernig það kom til að hafist var handa við Bakka- fjöruhöfn. Ein er sú Gísli Gísla- son, formaður stjórnar Faxaflóa- hafna, hafi frétt af áformum um að dýpka í Þorlákshöfn og gera höfnina þannig betur búna til þess að taka við skemmtiferðaskipum og öðrum stórskipum. Sagan segir að Gísla hafi þótt líklegt að þá myndu hans hafnir missa spón úr aski. Hann hafi því tafarlaust fengið samgönguráð- herra í lið með sér og tryggt að fjár- veiting færi í Bakkafjöru en ekki til að dýpka í Þorlákshöfn. sandkorn 4 fréttir 10. september 2010- föstudagur TÆMDI SJÓÐ FYRIR SKÓLABÚÐIR BARNA Upp komst um fjárdrátt Ingólfs Kjart- anssonar, fyrrverandi skólastjóra grunnskólans á Tálknafirði, eftir að starf hans var lagt niður á síðasta ári. Málið snýst um styrk sem skólinn fékk frá norrænu samtökunum Nord- plus upp á 1,5 milljónir króna. Ingólf- ur hafði umsjón með verkefninu fyrir hönd skólans og var styrknum ætlað að fjármagna heimsókn grunnskóla- barna í skólabúðir í Finnlandi. Ríkissaksóknari hefur ákært Ing- ólf fyrir að misnota aðstöðu sína sem skólastjóri með því að draga sér sam- tals rúmlega 1,5 milljónir króna af fjármunum skólans. Fyrir liggja gögn um rúmlega tuttugu millifærslur af bankareikningi skólans sem Ingólf- ur hafði aðgang að í heimabanka sínum. Ingólfur er ákærður fyrir að millifæra samtals 1.280 þúsund krónur inn á persónulegan banka- reikning sinn og 230 þúsund krón- ur inn á bankareikning eiginkonu sinnar, Jörgínu Elínbjargar Jónsdótt- ur. Í ákærunni gegn Ingólfi kemur fram að hann hafi hagnýtt sér í eign þágu og fjölskyldu sinnar þær fjár- hæðir sem hann dró sér. Í samtali við DV vildi Jörgína ekki tjá sig um málið og sagði eiginmann sinn heldur ekki geta rætt við blaðamann þegar eftir því var leitað. Endurgreiddi allt Millifærslurnar sem eru til grundvall- ar ákærunni gegn Ingólfi voru fram- kvæmdar á tímabilinu 5. nóvember 2008 til 30. júlí 2009. Lægstu milli- færslurnar námu 10 þúsund krónum en hæsta einstaka millifærslan var 200 þúsund krónur, framkvæmd 7. nóvember 2008. Samkvæmt upplýsingum DV hef- ur Ingólfur þegar endurgreitt Tálkna- fjarðarhreppi alla upphæðina. Ekki liggur hins vegar fyrir í hvað Ingólf- ur notaði peningana en heimildir DV herma að fyrstu millifærslurnar hafi verið hugsaðar sem lán sem yrði greitt til baka skömmu síðar. Ingólf- ur hafi síðar haldið áfram að lána sjálfum sér þar til sjóðurinn var tóm- ur. Á vormánuðum 2009 var skóla- stjórastaða Ingólfs lögð niður vegna sameiningar skóla í sveitarfélaginu. Hann átti rétt á biðlaunum í kjölfar þess að starf hans var lagt niður. Eft- ir að upp komst um fjárdráttinn var ákveðið að skerða biðlaun hans um nákvæmlega sömu upphæð og hann millifærði af bankareikningi skólans. Átti ekki að hafa fjárheimildir Sem fyrr segir snýst málið um styrk- veitingu frá Nordplus sem eru evr- ópsk samtök. Styrkurinn átti að renna til grunnskólabarna í ungl- ingadeild grunnskólans á Tálknafirði svo þau gætu heimsótt skólabúðir í Finnlandi. Nemendur frá Finnlandi höfðu einnig komið hingað til lands í heimsókn til að taka þátt í samstarf- inu. Sem skólastjóri grunnskólans átti Ingólfur ekki að hafa neina fjár- muni til að ráðstafa án þess að þeir færu í gegnum stjórnsýslu Tálkna- fjarðarhrepps. Sveitarfélagið vissi af því að skólinn væri þátttakandi í Nordplus-samstarfinu en ekki lágu fyrir upplýsingar um að styrkurinn hefði þegar verið lagður inn á reikn- ing skólans. Athygli vekur að þrátt fyrir að hafa nærri því engar form- legar fjárheimildir hafði Ingólfur samt aðgang að bankareikningi skól- ans í heimabanka sínum. Hann mun hins vegar ekki hafa haft undirrit- aða heimild frá sveitarstjóra til þess að hafa reikning á vegum skólans í heimabanka sínum. Hreppurinn borgaði ferðina Þrátt fyrir að styrkurinn sem ætlað- ur var börnunum hafi verið notað- ur með þessum hætti bitnaði það á endanum ekki á grunnskólabörnun- um. Eftir að málið komst upp ákvað sveitarfélagið að hlaupa undir bagga og greiða ferð barnanna til Finn- lands. Jafnvel þótt Ingólfur hafi greitt sveitarfélaginu allt til baka hefur það samt sem áður höfðað einka- mál á hendur honum þar sem hann er krafinn um tæpar tvær milljónir króna. valGEir Örn raGnarSSon blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Ríkissaksóknari hefur ákært ingólf Kjartansson, fyrrverandi skólastjóra grunnskólans á Tálknafirði, fyrir fjárdrátt. Hann er ákærður fyrir að stinga í eigin vasa styrk sem skól- inn fékk frá norrænum samtökum. Styrkurinn átti að renna til barna í skólanum svo þau gætu farið í skólabúðir í Finnlandi. Hann hefur þegar endurgreitt alla upphæðina. Eftir að málið kom upp ákvað sveitarfélagið að hlaupa undir bagga og greiða fyrir ferð barn- anna til Finnlands. Tálknafjörður Ingólfurer ákærðurfyriraðtæmasjóð semvarætlaðurgrunnskóla- börnum.Hannhefurþegar endurgreittupphæðina. Ellert Sævarsson grét þegar hann lýsti morði í réttarsal: Ástæðulaustmanndráp Ellert Sævarsson hefur játað að hafa valdið Hauki Sigurðssyni áverka sem leiddu hann til dauða í byrjun maí síðastliðins. Ellert lýsti atvikinu í Héraðsdómi Reykjaness á fimmtu- dag og brast í grát þegar hann sagði frá nóttinni örlagaríku en aðstand- endur Hauks sátu á fremsta bekk í héraðsdómi. Vísir greindi frá því að Ellert hefði sagst hafa verið mjög drukkinn þessa nótt og fundust leifar af amfetamíni í blóði hans. Ellert sagðist hafa gefið sig á tal við Hauk á Bjarnavöllum í Reykja- nesbæ. Hann sagðist hafa spurt Hauk hvað hann væri að gera þarna og var svarið að hans sögn að Hauk- ur væri að bíða eftir krökkum. Vísir greindi frá því að Ellert hefði spurt Hauk hvort hann misnotaði börn og þá hefði Haukur gengið í burtu. Ell- ert gekk þá á eftir honum og sagðist hafa munað eftir því þegar Haukur lá á jörðinni og að hann hefði sparkað í hann. Hann játaði því að hafa tramp- að á höfði mannsins þegar saksókn- ari spurði hann. Ellert sagðist hafa gripið stein og slegið Hauk í höfuðið með honum. Hann sagðist því næst hafa hlaup- ið heim til sín og beðið eftir að lög- reglumaðurinn sem býr í næsta húsi við hann kæmi og handtæki hann. Það gerðist ekki og fór hann því heim til sín og inn í herbergi hjá systur sinni. Ellert sagðist hafa verið mis- notaður af karlmanni þegar hann var á leikskólaaldri. Sagði hann þá minningu ekki hafa haft áhrif á hann en hann hefði hugsað út í það. Dóm- ur verður kveðinn upp í málinu inn- an nokkurra vikna. Játaði á sig verknaðinn Ellert SævarssonjátaðiásigmorðiðáHauki SigurðssyniíReykjanesbæímaí síðastliðnum. • Dregur úr vöðvaspennu • Höfuð- háls- og bakverkjum • Er slakandi og bætir svefn • Notkun 10-20 mínútur í senn • Gefur þér aukna orku og vellíðan Verð: 9.750 kr. Nálastungudýnan Opið virka daga frá kl. 9 -18 Sími 569 3100 • Stórhöfða 25 • www.eirberg.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.