Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 29
föstudagur 10. september 2010 umræða 29 davíð Oddsson og einkavinir hans í Heimssýn eru greini-lega sammála mér um til-tekið lykilatriði sem varðar Evrópusambandið. Það er, að vaxandi líkur eru á því, að samningurinn sem síðar á kjörtímabilinu verður niður- staða aðildarviðræðnanna sem ég hóf fyrir Íslands hönd í júlí, verði það góð- ur, að Íslendingar muni samþykkja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Aðra skýringu er varla hægt að finna á því að hinn hófstillti ritstjóri Morgunblaðsins skrifar nú dálkmetra upp og niður í Moggann sinn, sem í Evrópumálinu er fyrst og fremst málgagn Heimssýnar. Í þessum skrifum er barist upp á líf og dauða fyrir því að umsóknin sem Al- þingi samþykkti að leggja fram, verði dregin til baka. Það er einfaldlega stór- skaðlegt hagsmunum Íslands. Má fólkið ekki ráða sjálft? Davíð, og þeir sem fjármagna tapið á Morgunblaðinu, eru greinilega log- andi hræddir um að þegar samning- urinn liggur loks á borðinu að loknum viðræðum muni fólkið í landinu sam- þykkja samninginn, og þar með aðild að Evrópufjölskyldunni. Það skýrir hví Heimssýn, með arkitekt bankahruns- ins í broddi fylkingar, hefur síðustu sex mánuði ekki haft annað á dag- skrá en að koma í veg fyrir að haldið verði áfram með umsóknarferlið. En það á sem kunnugt er að enda í þjóðarat- kvæðagreiðslu um samninginn þegar hann er til- búinn. Þá eiga Ís- lendingar sjálfir að ákveða, hvort betra er fyrir hags- muni Íslands að samþykkja hann, eða hafna. Davíð Oddsson fyrir hönd þeirra útgerðarmanna sem eiga Mogg- ann, ásamt Heimssýn, er svo hrædd- ur við þá skelfilegu tilhugsun að fólk- ið fái sjálft að kjósa að hann telur að besta leiðin – og kannski sú eina – til að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur sé að tryggja að þjóðin fái aldrei að kjósa um hann. Þess vegna vilja Davíð/Heimssýn svipta fólk þeim sjálfsákvörðunarrétti sem Alþingi færði þjóðinni um Evrópumálin. Þessi afstaða byggist greinilega á því mati þeirra að þegar allt er vegið muni þjóðin komast að þeirri niður- stöðu að samningurinn þjóni hags- munum hennar nægilega vel til að að- ild verði samþykkt. Ég er sammála því. Ég tel að samningurinn verði það góð- ur, að Íslendingar muni að lokum telja farsælla fyrir hagsmuni sína að standa innan Evrópufjölskyldunnar, en utan. Það eru nefnilega allar líkur á að hið harðsnúna samningalið okkar með hinn virta diplómat Stefán Hauk Jó- hannesson í broddi fylkingar – sem af stórþjóðum er eftirsóttur samn- ingamaður – nái betri samningi en efasemdarmenn hafa spáð. Og miðað við yfirlýsingar sem hafa komið fram hjá talsmönnum Evr- ópusambandsins, til dæmis um sjávarútveg, fara þær líkur vax- andi. Sannir lýðræðissinnar En eru hundrað í hættunni? Málið er einfalt. Ef Íslendingar telja samning- inn ekki nógu góðan, þá hafna þeir honum einfaldlega í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þess vegna er hræðsla Dav- íðs og Heimssýnar við hana svo merkileg. Óttinn bendir til að þessir andstæðingar aðildar telji nú að samningurinn verði betri en þeir hafa sjálf- ir haldið fram. Það er svo ákveðið sorglegt samræmi, en um leið söguleg kaldhæðni, í því að bankastjórinn sem stóð yfir rústum Seðlabankans, skuli vera í brjósti þeirrar heimssýnarfylk- ingar, sem ætlar að koma í veg fyrir að þjóðin sem lenti í bankahruninu, fái sjálf að velja hvort hún telur farsælla að byggja Ísland úr rústunum innan fjölskyldu Evrópusambandsins, eða standa utan hennar. Burðarásar í auðmannastétt Ís- lands, sem borga svimandi mánað- arlaun ritstjóra Morgunblaðsins og fjármagna auk þess myljandi tapið á rekstri blaðsins, gera það með glöðu geði. Þeir vilja ekki erlent fjármagn inn í landið þó þess þurfi til að útrýma at- vinnuleysi, og þeir álíta það andstætt sínum þröngu hagsmunum. Þeir telja einfaldlega að það þjóni hagsmunum þeirra að kaupa Davíð Oddsson sem málaliða til að ausa blekkingum dag hvern yfir þjóðina um Evrópusam- bandið og afflytja önnur sjónarmið – til dæmis með því að leita ekki eft- ir þeim. Morgunblaðið spyr til dæmis utanríkisráðherra um flest annað en Evrópu. Tilgangurinn helgar meðalið, og ritstjórinn getur hvað hann sjálfan varðar að minnsta kosti huggað sig við að sá sem er einu sinni búinn að missa æruna missir hana ekki aftur. Sannir lýðræðissinnar vinna ekki þannig. Þeir eru ekki hræddir við vilja fólksins, af því þeir vita, að hann er grunnur lýðræðisins. Ögmund- ur Jónasson dómsmálaráðherra með meiru, og fleiri stjórnmálamenn, hafa frá upphafi lýst efasemdum um Evr- ópusambandið. Þeir hafa gert þann skýra og eðlilega fyrirvara að aðlög- un að sambandinu hefjist ekki nema fyrir liggi niðurstaða í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það er sjálfsagt og eðlilegt, enda upp með það lagt þegar ferða- lagið hófst. Engum dettur í hug að leggja út í yfirgripsmiklar eða kostnað- arsamar breytingar á stofnanastrúkt- úr, til dæmis landbúnaðarins, vegna aðildar, fyrr en hún hefur verið sam- þykkt af þjóðinni. Evrópusamband- ið ætlast ekki einu sinni til þess sjálft. Það var til dæmis vel skýrt af landbún- aðarsérfræðingum ESB á fundi með bændasamtökunum í vikunni. Munurinn á Ögmundi og Dav- íð Oddssyni/Heimssýn er hins veg- ar sá, að dómsmálaráðherrann, eins og ég, vill leyfa fólkinu sjálfu að ráða. Ögmundur hefur ítrekað sagt, að hann vilji sjá málið leitt til lykta í at- kvæðagreiðslu fólksins. Hann, eins og ég, unir þeirri niðurstöðu sem þjóðaratkvæðagreiðsla skilar. Menn sem hugsa eins og hann eru sannir lýðræðissinnar. Þeir eru ekki hræddir við lýðræðis- legan vilja fólksins. Hinn eðlilegi staður í ferlinu til að spyrja þjóðina um afstöðu er vitaskuld þegar öll kurl eru komin til grafar, og samningurinn liggur tilbúinn fyrir allra augum. Þá hafa allir jafna að- stöðu til að gera sér grein fyrir, hvað í honum felst, hvað kann að vera nei- kvætt fyrir einstaka hagsmuni, og hvað jákvætt. Þegar hið neikvæða og jákvæða er vegið saman í hugum fólks mótast niðurstaða, og í þjóðar- atkvæðagreiðslunni mun koma fram hinn sanni þjóðarvilji til aðildar að Evrópusambandinu. Sköðum ekki hagsmuni Íslands Alþingi Íslendinga er sú stofnun, sem tekur ákvörðun fyrir Íslands hönd. Hún samþykkti á síðasta ári, að leggja inn umsókn, ljúka samningi, og leggja hann í atkvæðagreiðslu þjóðarinn- ar. Mér sem utanríkisráðherra var falin framkvæmd málsins. Það hef ég gert. Ísland er orðið formlegt um- sóknarríki, og síðla í júlí, fyrir opn- um tjöldum, hóf ég fyrir Íslands hönd sjálft samningaferlið með formlegum hætti. Ég hef fyrir Íslands hönd átt við- ræður við allar 27 þjóðir sambandsins um umsóknina. Þær hafa allar tekið afstöðu til málsins að yfirveguðu máli, tilnefnt fulltrúa í samninganefnd, og sett af stað mikla undirbúningsvinnu. Evrópuþingið hefur sett upp sérstaka nefnd vegna umsóknarinnar, og það og aðildarlöndin hafa sent hingað fjölmargar sendinefndir. Viðamikil út- tekt á Íslandi var unnin af fjölmörgum starfsmönnum framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og skilaði okkur hárri einkunn. Evrópusambandið og aðildarþjóð- irnar líta á Ísland sem alvöruþjóð með merka sögu, mikla möguleika og lýð- ræðislega stjórnarhætti. Það væri því glapræði að samþykkja á þessu stigi, þegar viðræður eru formlega hafn- ar, tillögu um að draga umsóknina til baka, eins og Morgunblaðið fyrir hönd öflugustu sægreifanna og Heimssýn berjast fyrir. Það myndi stórskaða orðstír Íslands, ómerkja landið á al- þjóðavettvangi, og leiða til þess að Ís- lendingar yrðu áratugum saman ekki teknir alvarlega í alþjóðasamfélag- inu. Það væri bjölluat í Brussel. Þess vegna er tillagan sem liggur fyrir Al- þingi beinlínis skaðleg fyrir sameigin- lega hagsmuni íslensku þjóðarinnar. Af þeirri ástæðu verður hún felld þeg- ar hún kemur til atkvæðagreiðslu, sem vonandi verður hið fyrsta. skaðleg tillaga frá Heimssýn/davíð Það sem sannara reynist Yngvi Örn KriStinSSon hagfræðingur skrifar. Þriðjudaginn 1. september sl. var ég sagður „samflokksmað- ur ráðherra“ í forsíðufrétt Morg- unblaðsins um ráðningu fram- kvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs en þessi staðhæfing kom jafnframt fram í fréttaskýringu blaðsins þennan sama dag. Af þessu til- efni telur undirritaður rétt að eft- irfarandi athugasemd sé komið á framfæri. 1. Ég hef aldrei verið félagi í Samfylkingunni eða öðrum stjórnmálaflokkum. Staðhæf- ing Morgunblaðsins er því röng. Sem hagfræðingur hef ég átt gott samstarf við stjórnmálamenn úr nánast öllum stjórnmálaflokkum síðastliðin 30 ár. Ég hef valist til starfa á grundvelli eigin verðleika en ekki vegna pólitískra tengsla. 2. Þannig hef ég tekið að mér sérfræðistörf að beiðni stjórn- málamanna úr flestum flokkum, þar á meðal Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Samfylkingu eða fyrirrennurum hennar. Ég hef aldrei skorast undan því að starfa fyrir stjórnvöld eða stjórnmála- menn úr hvaða flokki sem er telji ég mig geta lagt eitthvað af mörk- um og stuðlað að betri undirbún- ingi tillagna eða ákvarðana. 3. Ég hef starfað á íslenskum fjármálamarkaði í rúm 30 ár. Fyrst 20 ár í Seðlabanka Íslands og síð- an á fjármálastofnunum á al- mennum markaði, fyrst í Búnað- arbanka og síðan í Landsbanka. Frá árinu 1982 hefur ég unnið sem ráðgjafi við flestar breyting- ar á íbúðalánakerfinu hér á landi. Það er því á forsendu reynslu minnar og menntunar sem und- irritaður sótti um starf fram- kvæmdastjóra ÍLS. 4. Ég var einn af hugmynda- smiðum svokallaðs húsbréfakerf- is sem lögleitt var 1989. Að beiðni þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhönnu Sigðurðardóttur, tókst ég það verk á hendur að vinna að uppsetningu þess kerfis, m.a. sem stjórnarformaður Húsnæð- isstofnunar ríkisins á árunum 1989 – 1992. 5. Síðastliðið haust leitaði þá- verandi félagsmálaráðherra til mín um sérfræðiþjónustu vegna aðgerða til að bregðast við skulda- vanda heimila og fyrirtækja. Þessi vinna, ásamt með ýmsum öðrum, skilaði í nóvember 2009 frum- varpi að lögum um skuldavanda heimila og fyrirtækja, endurbót- um á lögum um greiðslujöfnun, samkomulagi við bílalánafyrir- tæki um greiðslujöfnun og sam- komulagi við fjármálafyrirtæki um sértæka skuldaaðlögun, sem rammi utan um frjálsa nauða- samninga heimila við fjármála- fyrirtæki. Í þessari vinnu starfaði ég sem verktaki en ekki starfs- maður ráðuneytisins eins og látið hefur verið að liggja. Össur skarp- héðinsson utanríkisráðherra skrifar Þess vegna vilja Davíð/Heimssýn svipta fólk þeim sjálfs- ákvörðunarrétti sem Al- þingi færði þjóðinni um Evrópumálin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.