Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 36
36 VIÐTAL 10. september 2010 FÖSTUDAGUR „Dauði pabba gerði mig BETRI“ Aðspurð segist Birgitta ekkert hafa breyst við að fara úr því að vera bótaþegi og yfir á þing. „Ég hef verið aktívisti síðan ég man eftir mér og hef alltaf skipt mér af því sem mér finnst rangt,“ segir Birgitta. Ég hef ekki breytt mínu lífi á neinn hátt. Ég leyfði mér þó að kaupa kápu um daginn sem var ekki á útsölu, ég held að það sé það eina. Mitt hlutverk er að halda áfram að vera ég og halda áfram að vera aktív- isti þótt ég sé komin á þing.“ Hún segir að hlutverk sitt sem akt- ívisti sé að færa þröskulda sem eru til staðar og stuðla þannig að breyting- um. „Þannig að ef ég segi eitthvað sem er róttækt þá þora hinir þing- mennirnir kannski að ganga aðeins lengra. Þegar ég var talsmaður fyr- ir Saving Iceland vorum við jafnvel kölluð hryðjuverkasamtök bara af því að einhver klifraði upp í krana. Núna, eftir byltinguna okkar litlu, þykir það ekki tiltökumál.“ Enginn siðgæðisvörður Aðspurð um hvernig hún upplifi Al- þingi sem vinnustað segir Birgitta að það eina sem henni þyki óþægilegt sé hversu andrúmsloftið þar sé oft litað af óheilindum. Henni þyki fólk- ið þar stundum ekki vera heiðarlegt þótt það sé ekki endilega meðvitað um það. „Þetta virðist bara vera ein- hvers konar sérheimur þar sem það þykir allt í lagi að vera óheiðarlegur. Siðferðisvitundin þarna getur ver- ið mjög undarleg, að minnsta kosti botna ég ekkert í henni,“ segir hún alvarleg í bragði. „Þess vegna finnst mér mikilvægt að fólk sem kosið er á þing sé þar ekki lengur en tvö kjör- tímabil. Annars aftengist þú fólk- inu sem þú átt að vinna fyrir. Sem manneskja hef ég upplifað mýmarga af þeim göllum sem eru í kerfinu í gegnum persónulega reynslu og held að það sé mjög gott veganesti inn á Alþingi.“ Birgitta vonast til að skýrsla rann- sóknarnefndar Alþingis verði til þess að fólk fari að skoða sína eigin sið- ferðisvitund. Hún viðurkennir þó að siðvæðingin sem skýrslan kalli á muni taka mörg ár. „Það er eins og það sé gegnumgangandi í þjóðarsál- inni að það sé allt í lagi að svindla,“ bætir hún við. Birgittu finnst ekki nógu mik- ið hafa breyst eftir hrunið og útgáfu skýrslunnar. Það þurfi að verða rót- tækar breytingar innra með fólki til að eitthvað gerist. „En ég veit það ekki, ég ætla mér ekki að vera einhvers konar siðgæð- isvörður, það er ömurlegt hlutskipti,“ segir Birgitta og hlær. „En lítum til dæmis á það sem gengur á hjá þjóð- kirkjunni þessa dagana. Fólk gat sagt sér að það væri allt í lagi að þegja og láta þetta bara ganga yfir. Við þurfum að breyta þessum hugsunarhætti. Það er ekki í lagi að þegja þegar við verðum vitni að einhverju sem er siðferðislega rangt eða glæpsamlegt.“ Þykir vænt um þingmenn og róna Aðspurð hvort að hún hafi einhvern tíma upplifað fordóma í sinn garð frá öðrum þingmönnum svarar hún því neitandi. „Kannski er ég bara svo barnaleg að ég finn ekki fyrir því.“ Hún segist vera sú týpa sem talar við alla, það skipti sig ekki neinu máli hvort manneskjan sé útigangsmaður eða forseti, fyrir henni séu allir jafn- mikilvægir . „En að sama skapi hef ég einsett mér að eignast enga vini á Alþingi. Þetta er ekki þannig vinnustaður. Það er hættulegt að því leyti að þá er maður síður var um sig og sofnar á verðinum. Þetta hljómar kannski dálítið kalt, ég veit það ekki. En mér þykir mjög vænt um fólk, jafnt um þingmenn sem aðra. Mér þykir al- veg jafnvænt um þá eins og karlana sem flokkast undir útigangsfólk sem ég stoppa stundum hjá og spjalla við. Annars á ég mjög auðvelt með að tala við alla, þótt ég reyndar kunni ekki „small talk“. Ég er algjör „party pooper“ og get farið að tala um ótrú- lega leiðinlega og alvarlega hluti eins og sjálfsmorð í partíum,” segir hún hlæjandi. Betri manneskja eftir erfiða lífsreynslu Manneskjan sem Birgitta segist líta hvað mest upp til er Dalai Lama og segist hún líta til hans sem nokk- urs konar læriföður. „Hann er eina manneskjan sem ég hef upplifað mig sem einhvers konar grúppía gagn- vart og mér finnst svo sérstakt að hafa fengið að hitta hann og spjalla við hann. Ég hélt meira að segja í höndina á honum við myndatöku,“ segir hún og brosir. „Ástæða þess að ég hrífst svo af honum sem mann- eskju er sú að hann hefur þurft að upplifa ólýsanlega erfiðleika per- sónulega, en hann er jú manneskja þrátt fyrir stöðu sína, og erfiðleika gagnvart þeim hörmungum sem þjóð hans hefur gengið í gegnum. Þrátt fyrir alla þessa erfiðleika býr hann yfir þeim eiginleika að gefa af sér mikla gleði og hlýju og nær að framkalla það sama hjá þeim sem á vegi hans verða. Það finnst mér vera til eftirbreytni.“ Tveir ástvinir frömdu sjálfsvíg Sjálf hefur Birgitta upplifað sinn skammt af erfiðleikum. Tveir nán- ir ástvinir hennar hafa framið sjálfs- víg, en faðir hennar Jón Ólafsson hvarf af heimili sínu á aðfangadags- kvöld þegar Birgitta var tvítug. „Það var ekkert sem benti til þess að hann væri þunglyndur og ekkert sem gaf til kynna að hann væri að fara að fremja sjálfsmorð. Hann stóð upp á aðfangadagskvöld og sagðist ætla að fara með pakka í næsta hús, en hann Þingkonan Birgitta Jónsdóttir á sennilega litríkara lífshlaup að baki en flestir. Hún er þriggja barna ein- stæð móðir, netnörd, skáldkona og aktívisti. Faðir hennar og barnsfaðir féllu báðir fyrir eigin hendi og hún er sennilega eini alþingismaðurinn sem hefur beðið í biðröð eftir matarúthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd og spilað pönk með Jóni Gnarr. Þrátt fyrir að hafa upplifað mótbyr í lífinu er engan bilbug á henni að finna. Hún barði í potta og pönnur í mótmælaskyni fyrir framan Alþingi þar sem hún á sæti núna. Hún segir í við- tali við Hönnu Ólafsdóttur frá ást sinni á Dalai Lama og hversu mikilvægt sé að standa vörð um réttlætið. Alþingisskrifstofa Hreyfingarinnar Þessi skilaboð blöstu við þeim sem áttu leið um skrifstofuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.