Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 34
34 nærmynd 10. september 2010 föstudagur Fékkstu boð á Þjóðfundinn 6. nóvember 2010? Við hvetjum þig eindregið til að þiggja boðið. Skráðu þig á fundinn og láttu rödd þína heyrast í umræðunni um stjórnarskrá Íslands. Stjórnlaganefnd Skráning: www.thjodfundur2010.is – skraning@thjodfundur2010.is – Sími: 580-8009 skápnum. Þá var hún búin að giftast og eignast börn. Samkynhneigðar konur sem hafa farið þessa leið hafa oft lýst því hvernig þeim leið í þess- um aðstæðum. Þeim leið ekki vel af því að þær finna sig ekki í þessu hlut- verki og voru kannski ástfangnar af annarri konu á laun.“ Sá Jöhönnu aldrei brosa Þeir sem hafa lent í pólitískum slag við Jóhönnu segja að hún sé lang- rækin. „Hún heilsar varla á förnum vegi.“ Þessi maður vann samt með henni í fjölda ára og segist vera löngu búinn að gleyma því hvað henni fylgdi mikið fjas, ergelsi og leiðindi. Í samstarfi þeirra voru árekstrar tíð- ir. „Það var ekki mjög ánægjulegt að vinna með henni. Það fór mikill tími í rökræður og oftast án árang- urs. Hún hélt sínu alltaf til streitu og ef hún þurfti að taka eitthvað á sig fannst henni sjálfsagt að kenna öðr- um um. Ég hef forðast að særa hana með því að sálgreina hana opinber- lega en ég hef gert það fyrir mig, því ég varð að skilja af hverju okkar sam- skipti voru svona og reyna að komast til botns í þessu, hvort það væri hægt að breyta þessu eða hvort þetta væri mér að kenna.“ Hlýtur að vera hræddur Hann segir jafnframt að Jóhanna sé ekki glaðsinna. „Ég man aldrei eftir að hafa séð Jóhönnu glaða — nei, ég held ekki. Kannski einhvern tíma á kosninganótt.“ Annar náinn samstarfsmaður hennar mótmæl- ir því. „Það er bara vitleysa að hún brosi aldrei. Sá sem sagði það hlýt- ur að vera hræddur við hana. Þeir sem eru búnir að vera lengi í stjórn- málum geta umgengist hana sem jafningja. Ef þú segir brandara til að létta stemninguna færðu það sama til baka. Þetta er undir þér sjálfum komið. Ég kannast ekki við það að það sé erfitt að umgangast hana. Hún er venjuleg manneskja. Það er ekk- ert vandamál að umgangast hana og eiginkonu hennar þegar það á við. Hún hefur húmor í prívatsamskipt- um þótt það sé ekki á allra vitorði.” Bakhjarl Jóhönnu Hann segir jafnframt að Jóhanna hafi vanið sig á að vera alltaf að vinna. „Hún þrælar sínu fólki út með 16 tíma vinnu á dag. Hún ger- ir miklar kröfur. Þær eru ólíkir kar- akterar. Það er mun skemmtilegra að tala við Jónínu um bókmenntir og listir en Jóhönnu. Jónína er hlý en Jóhanna er fjarlæg. En Jóhanna getur slappað af í selskap við Jón- ínu. Það er þægilegt og skemmti- legt að vera í kringum þær saman. Ég hef samt aldrei séð þær kyssast eða halda hvor utan um aðra,“ seg- ir samstarfsmaður hennar. Vinkona Jónínu segir hins vegar að það sé eins með þær og mörg hjón að þær séu kannski að leita að jafnvægi. „En Jónína er mjög sterkur bakhjarl fyr- ir Jóhönnu. Ég get trúað því að hún þurfi á því að halda í þessu ati sem hún er í.“ Eins og fyrrverandi samstarfs- kona hennar lýsir henni þá er Jón- ína mikill húmoristi: „Hún er dálít- ið smámunasöm, að eigin sögn, og gerir mikið grín að sjálfri sér hvað það varðar. Hún er yfirleitt svart- klædd og með rauðan varalit. Mig minnir að hún hafi talað um að hún klæddist aðallega svörtu til að þurfa ekki að eyða óþarfa tíma í að velja sér fatnað á morgnana þar sem svörtu flíkurnar pössuðu allt- af saman. Síðast en ekki síst er Jón- ína afar traustur vinur. Hún stend- ur þétt við bakið á vinum sínum á gleði- og sorgarstundum og á það líka til að senda fallegar kveðjur upp úr þurru, bara til að láta vita að hún sé að hugsa hlýlega til manns. Ein- stök kona.“ Hún pínir sig til þess að vera inn- an um fólk. Alþjóðleg táknmynd samkynhneigðra Þegar Jóhanna komst í heimsfréttirnar sem fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann var mikil ásókn í að hún gerðist talskona réttindabaráttu þeirra á alþjóðavettvangi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.