Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 23
föstudagur 10. september 2010 fréttir 23 Margar eignir Reykjanesbæjar, svo sem skólabyggingar, samkomuhús- ið Hljómahöllin (Stapi) og fleiri hafa verið lagðar inn í eignarhaldsfélag- ið Fasteign hf. Fasteign er félag sem stofnað var í árslok 2002 af Reykja- nesbæ og Glitni. Viðskiptin byggjast á samstarfi opinberra aðila og einka- fyrirtækja (Private Public Partner- ship – PPP) þar sem fjármögnun framkvæmda og rekstur fasteigna er í höndum félagsins og aðilar að fyr- irtækinu, svo sem Reykjanesbær og Íslandsbanki, greiða því leigu þess í stað. Frá stofnun Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, EFF, í árslok 2002 hef- ur Reykjanesbær lagt inn gríðarlega miklar fasteignir í félagið og er þar af leiðandi stærsti eigandi þess ásamt Íslandsbanka. Þessi ráðstöfun var öll undir leiðsögn Árna Sigfússonar sem varð bæjarstjóri Reykjanesbæjar árið 2002. Hann er nú stjórnarformaður EFF. Sem slíkur tekur hann ákvarð- anir um hækkun reikninga sem EFF sendir Reykjanesbæ fyrir leigu á skólum, safnahúsi, íþróttamann- virkjum, Hljómahöllinni, leikskól- um og fleira. Jafnframt kemur hann nærri ákvörðunum um málefni sem snerta önnur sveitarfélög og Íslands- banka, sem eiga hlut í félaginu. Eitt rekst á annars horn Tvær grímur hafa runnið á marga varðandi einkarekstur fasteigna í eigu hins opinbera að hætti EFF. Árni þvertekur ekki sjálfur fyrir það að til dæmis greiðsluerfiðleikar Álftanes- hrepps, sem á drjúgan hlut í EFF, geti haft áhrif á hag annarra sveitarfélaga innan eignarhaldsfélagsins. „Það er ekki rétt af mér að segja að áhrifin, til dæmis af greiðsluvandræðum Álfta- neshrepps, geti ekki bitnað á öðrum sveitarfélögum. En við teljum að við höfum svigrúm til þess að hjálpast að og við erum að skoða hvernig við get- um liðsinnt Álftaneshreppi í þessari stöðu. En það er ekki útlokað að EFF biði skaða ef allt færi á versta veg,“ sagði Árni í samtali við DV í mars á þessu ári. Nú blasir við að Reykjanes- bær, sem Árni Sigfússon stýrir, get- ur ekki staðið í skilum við EFF, sem Árni Sigfússon stýrir. Innbyggðir og óumflýjanlegir hagsmunaárekstrar Árna virðast augljósir þegar tekið er dæmi. Endurbyggt samkomuhúsið Stapi, sem nú heitir Hljómahöllin, er í eigu EFF. Reykjanesbær greiðir EFF um 800 þúsund krónur á mánuði í leigu fyrir Hljómahöllina sem skilar bænum litlum tekjum sem stendur. Rekstrarerfiðleikar EFF knýja á um að leigan fyrir Hljómahöllina verði hækkuð um 30 prósent eftir því sem DV kemst næst. Samþykki Árni slíka hækkun sem stjórnarformaður sam- þykkir hann jafnframt hækkun út- gjalda fyrir bæjarstjóð Reykjanes- bæjar. Í sæti bæjarstjóra kynni Árni að þurfa að mótmæla hækkuninni og ganga þar með á hlut EFF. Árið 2006 var tekin ákvörðun um að reisa stórbyggingu við Hafnar- götu í Reykjanesbæ sem nú hýsir meðal annars útibú Íslandsbanka. Sæld ehf., félag í eigu Böðvars Jóns- sonar formanns bæjarráðs Reykja- nesbæjar og flokksbróður Árna, á hluta í tveimur álmum hússins. Sæld ehf. seldi hins vegar EFF þann hluta hússins sem nú hýsir útibú Íslands- banka. Augljóslega hafði Böðvar þar hagsmuna að gæta. Jafn augljóst er að Árni gat komið að ákvörðun um þau kaup og verðhugmyndum sem fulltrúi í stjórn EFF. Greiðsluerfiðleikar EFF Eins og DV hefur greint frá hefur EFF verið í umtalsverðum greiðsluerfið- leikum sem leitt hafa til áforma um endurskipulagningu félagsins. Þeirri endurskipulagningu er ekki lokið en hún átti meðal annars að felast í því að leggja 11 til 12 milljarða króna íþyngjandi skuldir EFF vegna ný- byggingar Háskólans í Reykjavík inn í sérstakt félag. Ljóst er að erfiðleik- ar HR við að greiða fulla leigu til EFF geta hæglega orðið íþyngjandi fyr- ir þau 11 sveitarfélög sem lagt hafa eignir sínar inn í EFF. Athygli vekur að ákvörðunin um að EFF tæki að sér framkvæmdir við nýbyggingar HR við Öskjuhlíð í Reykjavík var tekin í háskólaráði HR veturinn 2006 til 2007 meðal annars af Bjarna Ármannssyni, þá banka- stjóra Glitnis, og Þór Sigfússyni, bróður Árna Sigfússonar. Þór var á þeim tíma forstjóri Sjóvár. Stefán Þórarinsson, sem þá var stjórnarformaður Nýsis, sakaði að- standendur EFF um grófa spillingu þar sem ekki var leitað tilboða eða viðhaft forval þegar ákvörðun var tekin í háskólaráðinu. Ekki þarf að orðlengja um afar náin tengsl milli EFF og háskólaráðs HR á þessum tíma. Í vikunni fól bæjarráð Garðabæj- ar bæjarstjóranum að leita samn- inga við EFF um kaup bæjarfélags- ins á fyrsta áfanga Sjálandsskóla, en hann er í eigu EFF. EFF hafði ekki tekist að fjármagna byggingu ann- ars áfanga skólans og nú telur bæj- arfélagið sér betur borgið utan EFF. Kostnaður Garðabæjar við að leysa til sín eignarhluta EFF í Sjálands- skóla er talinn nema um einum milljarði króna. Hugsanlegt er að sú sala lagi eitthvað fjárhagsstöðu EFF um hríð. Athyglisvert verður að telja að Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, á sæti í stjórn EFF. Hann þarf nú að ná hagkvæmum samn- ingum fyrir Garðabæ, hugsanlega á kostnað EFF. Árni Sigfússon þarf iðulega að taka ákvarðanir sem stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Fasteignar, EFF, sem geta gengið gegn hagsmunum íbúa Reykjanesbæjar þar sem hann er bæjarstjóri. EFF stendur illa en Reykjanesbær er aðaleigandi félagsins ásamt Íslandsbanka. Ellefu sveitarfélög eiga aðild að EFF. Í vikunni fól bæjarráð Garðabæjar bæjarstjóranum að kaupa Sjálandsskóla af EFF og losa sig úr viðskiptum við EFF. InnbyggðIr hags- munaárekstrar jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Nú blasir við að Reykjanesbær, sem Árni Sigfússon stýr- ir, getur ekki staðið í skilum við EFF, sem Árni Sigfússon stýrir. hljómahöllin endurbyggð StapieríeiguFasteignarhf.einsogflestarmikil- vægustubyggingarReykjanesbæjar.Húsiðkostaríbúanaum800þúsundkrónurá mánuðiogaflarlítillatekna.mynd RóbERt REyniSSon maður í mörgum hlutverkum Árni Sigfússon,stjórnarformaðurFasteignar hf.,þarfaðhækkaleigunatilað bjargahagfélagsins.Sembæjarstjóri Reykjanesbæjarþarfhannaðmótmæla sömuhækkunumfyrirhöndíbúanna. Fjárfestirinn BjarniÁrmannssonogÁrni SigfússontókuaðséraðkomaFasteign hf.álaggirnarenfélagiðtekuraðsérað reisaogrekamannvirkiogbyggingarfyrir einkafyrirtækiogopinberaaðila. Formaður bæjarráðs BöðvarJónsson áeinkahlutafélagsemhefuráttviðskipti viðFasteignhf.þarsemÁrniSigfússon erstjórnarformaður. Útsölustaðir: Heilsuhúsið, Fræið Fjarðarkaupum, Maður lifandi, Blómaval, Á grænni grein, Lyfja og Apótekið, Lyf og heilsa og Apótekarinn, Sólarsport Ólafsvík, Lyfjaver, Femin.is, Náttúrulækning- abúðin, Lyfjaval, Yggdrasill, Reykja- víkur apótek, Árbæjarapótek, Apótek Vesturlands, Apótek Hafnafjarðar Barnaverslanir og sjálfstætt starfandi apótek um allt land. Vatnslosandi Birkisafi unninn úr lífrænt ræktuðum Birkilauf- blöðum, án aukaefna. Hollur og góður fyrir líkamann. Safinn virkar vel á eðlilega úthreinsun líkamans Bætir meltinguna Losar bjúg Léttir á liðamótum Losar óæskileg efni úr líkamanum Góður fyrir húð, hár og neglur Blanda má safann með vatni Má einnig drekka óblandað Velkomin að skoða www.weleda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.