Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 54
54 SPORT UMSJÓN: TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON tomas@dv.is 10. september 2010 FÖSTUDAGUR Fjórtánda keppnin af nítján í For- múlu 1 þetta tímabilið fer fram um helgina á Monza-brautinni á Ítalíu. Brautin er óopinber heimavöllur ít- alska risans Ferrari sem hefur gengið illa í ár. Rétt fyrir sumarfrí náðu Ferr- ari-menn góðum úrslitum en þeg- ar mætt var aftur til leiks fyrir tveim- ur vikum á Spa í Belgíu eftir fjögurra vikna sumarleyfi gekk ekkert upp. Felipe Massa náði vissulega fjórða sætinu en Fernando Alonso náði ekki að klára. Alonso er í baráttunni um heimsmeistaratitilinn en hann er 41 stigi á eftir efsta manni, Lewis Hamilton. Nái Alonso ekki góðum úrslitum, eða bílarnir báðir, ætlar Ferrari að gefast upp í ár og fara að huga að bíl fyrir næsta keppnistíma- bil, sem er ekki þekkt í herbúðum þessa risa í íþróttinni. Verða að ná úrslitum Árið hjá Ferrari byrjaði frábærlega en Fernando Alonso og Felipe Massa enduðu í fyrstu tveimur sætum fyrstu keppninnar. Héldu þá marg- ir að Ferrari væri búið að reka af sér slyðruorðið frá því í fyrra en svo var nú aldeilis ekki. Liðinu hefur geng- ið nánast afleitlega miðað við gæði liðsins og ökumanna þessa. Felipe Massa er löngu búinn að kveðja alla titilbaráttu og Fernando Alonso á aðeins veika von. Ferrari ætti að ná þriðja sætinu í keppni bílasmiða en meira verður það ekki hjá Ferrari í ár. „Fari allt á versta veg á Monza verðum við að láta allt okkar fólk bara snúa okkur að bíl næsta árs,“ sagði liðstjóri Ferrari, Stefano Dom- enicali, í vikunni. Áður hafði hann þó verið nokkuð bjartsýnn og sagði tímabilið ekki búið hjá þeim rauðu. „Kimi Raikkonen vann upp 17 stiga forskot þeg- ar hann varð heimsmeistari 2007, þannig að allt er hægt. Fjörutíu og eitt stig er vissulega mikið en það er allt hægt með þessu nýja skorkerfi,“ var haft eftir Domen- icali eftir síðasta kappakstur. Hann var þó ekki eins brattur á blaða- mannafundi í vikunni. „Nái Alonso ekki góðum úrslitum og Red Bull- bílarnir ná meira forskoti getum við ekki gert neitt annað en farið að huga að næsta ári,“ sagði Domenicali. Það er því meira en lítið undir hjá ítalska risanum á heimavelli um helgina. Ekki þyngri refsing Í Þýskalandskappakstrinum fyr- ir um tveimur mánuðum gerðust Ferrari-menn sekir um bein afskipti vélstjóra af ökumanni í gegnum tal- stöðvarkerfið. Felipe Massa leiddi þá kappaksturinn og hefði auðveldlega getað náð sigrinum í hús. Honum var þá gert að hægja á sér svo Fernando Alonso yrði fyrstur en hann er sá ökumaður Ferrari sem á raunhæfa möguleika á að landa heims- meistaratitlinum. „Fernando er hraðari en þú, Fernando er hrað- ari en þú. Skilurðu hvað ég er að segja?“ spurði vélstjóri Massa og skömmu síðar vék Massa fyr- ir Alonso. Dæmt var í málinu á miðvikudag- inn í íþróttaráði FIA í Frakklandi og fengu Ferr- ari-menn ekki þyngri refs- ingu en þeim hafði verið gert að greiða 100.000 doll- ara sekt. Segir í tilkynningu frá FIA að reglur um liðsskip- anir verði endurskoðaðar og það mál verður sent áfram til nefndar sem fjalla mun um málið. Jordan brjálaður Fyrrverandi liðseig- andinn og Formúlumógúllinn Eddie Jordan hefur sjaldan látið skoðanir sínar liggja á milli hluta en óhætt er að full- yrða að enginn maður hefur jafnoft ráðist á Ferrari í fjölmiðlum. Hann er einnig sérstakur sérfræðingur BBC um Formúluna og hikar hvergi við að láta Ferrari-menn heyra það ræki- lega á keppnisdegi. Honum blöskrar niðurstaðan. „Hvað Ferrari gerði sýnir að liðið ber enga virðingu fyrir fólkinu sem horfir á íþróttina. Ferrari kom fram við okkur eins og fífl. Liðið braut reglurnar og á að gjalda fyrir það. Ég er búinn að lifa við það í fjörutíu ár að Ferrari fái sérstaka meðferð í öllu. Lengi hélt fólk að FIA stæði fy rir „Ferrari International Assistance“. Ferrari er vissulega mikilvægt lið en það verður að koma fram við fólk af virðingu. Það sem liðið gerði af sér var lýðum ljóst og því verður að refsa,“ segir Eddie Jordan sem mun væntanlega fara hamförum í breska ríkissjónvarpinu í næstu keppni. Endaspretturinn í Formúlu 1 heldur áfram um helgina þegar keppt verður á Monza-brautinni á Ítalíu. Nái Ferrari ekki góðum úrslitum verður farið í að gera bíl kláran fyrir næsta ár. Ferrari fékk ekki harð- ari refsingu fyrir uppátæki sitt í Þýskalandi. Stigakeppni ökuþóra 1. Lewis Hamilton, McLaren – 182 stig 2. Mark Webber, Red Bull – 179 stig 3. Sebastian Vettel, Red Bull – 151 stig 4. Jenson Button, McLaren – 147 stig 5. Fernando Alonso, Ferrari – 139 stig 6. Felipe Massa, Ferrari – 109 stig 7. Robert Kubica, Renault – 104 stig 8. Nico Rosberg, Mercedes – 101 stig 9. Adrian Sutil, Force India – 45 stig 10. Michael Schumacher, Mercedes – 44 stig Stigakeppni bílasmiða 1. Red Bull – 330 stig 2. McLaren – 229 stig 3. Ferrari – 248 stig 4. Mercedes – 145 stig 5. Renault – 123 stig TÍMABILIÐ UNDIR HJÁ FERRARI Á MONZA Monza 2009 Efstu menn 1. Rubens Barrichello - Brawn 2. Jenson Button - Brawn 3. Kimi Raikkonen - Ferrari 4. Adrian Sutil - Force India 5. Fernando Alonso - Ferrari 6. Heikki Kovalainen - McLaren 7. Nick Hedfeld - BMW 8. Sebastian Vettel - Red Bull Ráspóll Lewis Hamilton, McLaren - 1:24:056 Fljótastur í einstökum hring Adrian Sutil, Force India - 1:24:739 Brautarmet Rubens Barrichello, Honda - 1:21:046 Fyrri sigurvegarar 2009: Rubens Barrichello - Brawn 2008: Sebastian Vettel - Toro Rosso 2007: Fernando Alonso - McLaren 2006: Michael Schumacher - Ferrari 2005: Juan Pablo Montoya - McLaren TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Allt eða ekkert Nú verða Ferrari-menn að standa sig. Fákurinn Ferrari-bíllinn hefur átt fá svör við Red Bull-bílnum. H&N-MYND REUTERS Stefano Domenicali Liðstjóri Ferrari kastar inn hvítu handklæði fari allt í hundana á Monza.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.