Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 32
32 nærmynd 10. september 2010 föstudagur
Færeyjaferðin var fyrsta opinbera
heimsókn Jóhönnu sem forsætis-
ráðherra. Við ræddum við nokkra
af þeirra nánustu vinum og sam-
starfsmönnum í áranna rás sem
drógu upp mynd af Jóhönnu, Jón-
ínu og samstarfi þeirra. Þær þykja
mjög ólíkar, Jóhanna er sögð fjar-
læg og lokuð en Jónína þykir op-
inská og hlý. Þær eiga það þó sam-
eiginlegt að eiga annað hjónaband
að baki en Jóhanna var gift Þor-
valdi Steinari Jóhannessyni, banka-
manni í Reykjavík, og Jónína var gift
Jóni Ormi Halldórssyni, dósent við
Háskólann í Reykjavík. Þá eignuð-
ust þær báðar syni í hjónaböndum
sínum, Jóhanna eignaðist drengina
Sigurð Egil og Davíð Steinar og Jó-
hanna Gunnar Hrafn.
Hér á landi hefur fólk aldrei velt
sér upp úr sambandi þeirra eða kyn-
hneigð. Það var ekki fyrr en erlendir
fjölmiðlar sögðu frá því að Jóhanna
væri fyrsti samkynhneigði forsæt-
isráðherra heims að íslenskir fjöl-
miðlar greindu frá þeirri umfjöll-
un. Annars hafði kynhneigð hennar
aldrei komið til tals á opinberum
vettvangi enda standa þær báð-
ar vörð um einkalíf sitt. Jafnvel þótt
menn þekki þær báðar og það ágæt-
lega er ólíklegt að menn þekki þær
saman. Eins og náin samstarfskona
Jóhönnu segir: „Ég þekki Jóhönnu
og ég þekki Jónínu líka frá fornu fari.
En ég þekki þær ekki saman. Þær
halda prívatlífi sínu út af fyrir sig.
Jóhanna hefur gert það mjög með-
vitað að halda einkalífi sínu fyrir
utan kastljós fjölmiðla og hún gerir
skarpan greinarmun á því opinbera
og persónulega.
En það sýndi mikið hugrekki og
var virðingarvert að hún skyldi fara
með Jónínu til Færeyja. Hún mátti
vita að það væru meiri fordómar í
Færeyjum og að hún væri að ganga
í gin ljónsins. Mér finnst það mikið
hugrekki hjá henni að leggja sjálfa
sig í þessar aðstæður og lenda í kast-
ljósi fjölmiðlanna. Það er fyrst núna
að hún lendir í því að einkalíf henn-
ar sé dregið inn í umræðuna. Ég
held að hún hafi valið það meðvit-
að að gera það í Færeyjum. En hún
þolir þessa uppákomu vel. Hún er
með harðan skráp og tekur hlutina
ekki nærri sér. Eða jú, auðvitað tek-
ur hún eitthvað nærri sér en hún ber
það ekki á torg. Hún ræðir það ör-
ugglega bara við Jónínu.“
Brandari á þingi
Lengi vel héldu menn að Árni Stein-
ar Jóhannsson væri eini samkyn-
hneigði þingmaðurinn. Hann kom
á þing árið 1999 og var fyrsti opin-
beri samkynhneigði þingmaður-
inn á Íslandi. Kona sem sat átta ár
á þingi með Jóhönnu segir að hún
hafi ekki verið komin út úr skápn-
um þá. „Hún hlýtur að hafa kynnst
Jónínu seinna. En það hefur mikið
vatn runnið til sjávar og á síðustu
árum hefur orðið viðhorfsbreyting
gagnvart samkynhneigðum. Ef ein-
hver hefur einhvern tíma hneykslast
á þeim hefur sá hinn sami ekki látið
það í ljós. Ég held að þær hafi aldrei
upplifað fordóma vegna kynhneigð-
arinnar. Að minnsta kosti ekki í op-
inbera lífinu, ég veit svo sem ekki
hvað þær hafa upplifað í einkalífinu.
Ég held að það sé svolítið merkilegt
að kynhneigð þeirra hefur aldrei
þótt eitthvað til þess að tala um hér
á landi. Það vissu þetta allir en það
talaði aldrei neinn um þetta.
Það var aftur á móti gert mik-
ið grín að því niðri á þingi að þegar
fyrstu lög um réttindabaráttu sam-
kynhneigðra voru samþykkt greiddu
tveir þingmenn ekki atkvæði með
lögunum, höfnuðu þeim eða sátu
hjá. Það voru þeir Árni Johnsen og
Einar Oddur Kristjánsson. Mikið var
haft fyrir því að fá samhljóða sam-
þykki fyrir lögunum en Einar Oddur
sagði alltaf: „Æ, ég er orðinn of gam-
all fyrir þetta.“ En þegar Árni Steinar
kom á þing urðu þeir Einar Oddur
miklir vinir. Þeir voru mestu mátar
og fóru saman í reykingameðferð og
allt. Þá setti hann þetta ekki fyrir sig.“
Mætti aldrei fordómum
Sjálfur segir Árni Steinar að hann
hafi aldrei mætt fordómum á þingi.
„Það er alveg öruggt að það voru
samkynhneigðir þingmenn á und-
an mér en þeir komu aldrei út úr
skápnum. Það er samkynhneigt fólk
alls staðar. En það er rosalega þreyt-
andi að samkynhneigðir þurfa alltaf
að vera að tala um kynlíf sitt. Það er
eitt að tala um kynhneigð en það er
annað að tala um kynlíf eins og sam-
kynhneigðir lenda oft í að gera þeg-
ar þeir þurfa að svara spurningum
forvitinna. En ég mætti ekki fordóm-
um á þingi. Ég hef allt mitt líf verið
eins og ég er og það hefur aldrei ver-
ið neitt vandamál.“
Það kom honum ekki á óvart að
Jóhanna skyldi taka Jónínu með sér
til Færeyja. „Það er sjálfsagður hlut-
ur. Það er ekki svo langt síðan þær
giftu sig og fyrst fólk tekur þá ákvörð-
un að ganga í hjónaband er eðlilegt
að það sýni sig saman. Það er rök-
rétt framhald á þeirri ákvörðun.
Annars reyna margir makar stjórn-
málamanna eftir fremsta megni að
halda sér og fjölskyldunni utan við
kastljós fjölmiðlanna. Það er frekar
skynsamleg regla og oftast gert til að
vernda fjölskylduna.“
Hún er ekkert að fela þetta
Vinkona Jónínu bendir reyndar á að
þó að þær séu nýbúnar að gifta sig
hér á landi hafi þær gert það fyrir
löngu erlendis. „Þær eru búnar að
búa svo lengi saman,“ segir hún en
þær eru búnar að vera í staðfestri
sambúð frá árinu 2002. Hún segir
að það hafi verið eðlilegt að Jónína
færi með Jóhönnu til Færeyja þar
sem þetta hafi verið fyrsta opinbera
heimsókn Jóhönnu. „Hún er ekkert
að ræða þessi mál en hún er ekk-
ert að fela þau heldur. Jónína tekur
hæfilegan þátt í þessu með Jóhönnu
eins og aðrir makar stjórnmála-
manna. Það kom mér ekki á óvart að
hún færi með henni til Færeyja. Þær
eru mjög nánar og Jónína tekur virk-
an þátt í lífi hennar. Ég er viss um að
hún er besti ráðgjafi Jóhönnu.“
Samstarfskona Jóhönnu held-
ur að þetta hafi verið meðvituð
ákvörðun hjá henni að fara með
Jónínu til Færeyja. „Þar var meðal
annars verið að skrifa undir sam-
starfssamning í jafnréttismálum
og eins og alkunna er eru jafnrétt-
ismál í Færeyjum hræðilega langt á
eftir. Það hefur einnig verið fjallað
um það í fréttum að miklir fordóm-
ar ríkja gagnvart samkynhneigð-
um. En hún stígur þetta skref og
það er mjög athyglisvert. Hún hefði
vel getað sleppt því en hún kýs
að undirstrika þetta með þessum
hætti. Mér finnst það fínt, því það
veitir ekki af því að ýta aðeins við
þeim. Það er alveg áreiðanlegt að
hún ætlaði sér að ýta við Færeying-
um.“
Sömu viðhorf á Íslandi
Árni Steinar bendir á að ástandið
í Færeyjum sé nú eins og ástand-
ið á Íslandi var í kringum 1970. „Þá
var Kaupmannahöfn full af land-
flótta Íslendingum sem urðu að
flýja vegna kynhneigðar sinnar. Það
er ekki lengra síðan að það þótti
eðlilegt að kýla samkynhneigða á
böllum. Þannig virðist það vera í
Færeyjum núna að þeir sem lifa
samkynhneigðu kynlífi verði að
flýja land. Það er gömul saga og ný.“
Hann segir einnig að það sé kannski
fullmikið gert úr viðbrögðum þess-
ara þingmanna. „Ég hef enga trú
á því að hún hafi ætlað að storka
Færeyingum og mér þykir nú held-
ur mikið úr þessu gert. Það var vitað
mál að þarna eru sterkir trúarhópar
og þeir eru nú líka hér innanlands.
Betelsöfnuðurinn til dæmis. Ég gæti
trúað því að þar væri hægt að finna
svipuð viðhorf.“
Það vakti mikinn usla þegar færeyski
þingmaðurinn Jenis av Rana neitaði að
sitja kvöldverð með hjónunum Jóhönnu
Sigurðardóttur og Jónínu Leósdóttur
í Færeyjum vegna kynhneigðar þeirra.
Fleiri þingmenn færeyska þingsins tóku
í sama streng og sögðu heimsókn þeirra
ögrun við Færeyinga. Við ræddum um
hjónin við vini þeirra og vandamenn og
komumst að því að samband þeirra sé
mjög náið þó að þær séu afar ólíkir ein-
staklingar.
ingiBJöRg dögg kJaRtanSdóttiR
blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is
ólíkar en samstíga
Hún er laumu-húmoristi. Hún
fer sparlega með það.
Hörkutól Jóhönnuerlíktviðljónynju
semhefureinstakainnsýnístjórnmálin
oggeturbitiðfrásérefáþarfaðhalda.