Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 40
40 ÆttfrÆði umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 10. september 2010 föstudagur
30 ára á föstudag
Guðmundur Paul
Scheel Jónsson
bakarameistari á blönduósi
Guðmundur fæddist á Selfossi og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann
lauk gagnfræðaprófi á Selfossi og
hóf þá iðnnám í bakstri hjá Kaupfé-
lagi Árnesinga, auk þess sem hann
stundaði nám við Iðnskólann á Sel-
fossi, en sveinsprófi í iðninni lauk
Guðmundur 1974 og öðlaðist meist-
araréttindi 1977.
Guðmundur starfaði hjá Kaup-
félagi Árnesinga til 1975. Hann rak
um skeið brauðgerð í Þorlákshöfn
og starfaði síðan í átta ár hjá Nýja
kökuhúsinu og Bakarameistaranum
í Reykjavík, starfaði hjá Kaupfélagi
Héraðsbúa á árunum 1987–99, var
bakarameistari á Blönduósi og starf-
rækti bakaríið þar 1999–2009.
Guðmundur sat í stjórn Fé-
lags ungra framsóknarmanna í Ár-
nessýslu 1964–67, sat í stjórn Ung-
mennafélags Selfoss 1971–73, var
einn af stofnendum og í stjórn sjálf-
stæðisfélagsins Ægis í Þorlákshöfn
1977–79, var formaður Leikfélags
Þorlákshafnar 1978–80, sat í stjórn
Bakarasveinafélagsins 1981–83, var
formaður Starfsmannafélags KHB
1989–92 og var virkur félagi í Rótarý-
klúbbi Héraðsbúa um skeið.
Fjölskylda
Guðmundur kvæntist 13.11. 1976
Rannveigu Sigurðardóttur en þau
slitu samvistir 1978.
Sonur Guðmundar og Rannveig-
ar er Jón Pétur, f. 23.8. 1976, búsett-
ur í Kópavogi en kona hans er Katr-
ín Magnea Jónsdóttir og eiga þau tvö
börn.
Eiginkona Guðmundar er Helga
Jóhannesdóttir, f. 11.11. 1961. Þau
giftu sig 27.7. 1985.
Börn Guðmundar og Helgu eru
Brynjar Þór Guðmundsson, f. 1.10.
1986, bakari á Blönduósi, en kona
hans er Frída Lenander og er dótt-
ir þeirra Iðunn Ósk, f. 2010; Albert
Már Guðmundsson, f. 1.2. 1991, tré-
smíðanemi; Þóra Dögg Guðmunds-
dóttir, f. 12.11. 1992, nemi.
Systkini Guðmundar eru Kol-
brún, f. 16.6. 1954, húsmóðir í Niebüll
í Þýskalandi, gift Anton Heinesen,
fyrrv. starfsmanni hjá Póstþjónust-
unni og á Kolbrún einn son; Olgeir,
f. 23.8. 1958, símsmiður á Selfossi
en kona hans er Bára Gísladóttir og
á hann sex börn; Birgir, f. 26.7. 1960,
netagerðarmaður og bifreiðarstjóri í
Reykjavík en kona hans er Friðbjörg
Magnúsdóttir og á tvö börn.
Foreldrar Guðmundar: Jón Guð-
mundsson, f. 15.7. 1915, d. 26.12.
1995, fyrrv. bifreiðarstjóri hjá Mjólk-
urbúi Flóamanna, lengst af búsett-
ur á Selfossi, og k.h. Brunhilde Páls-
dóttir, f. í Lübeck í Þýskalandi 22.9.
1927, d. 11.9. 2009, húsmóðir.
Ætt
Jón er sonur Guðmundar, sjómanns
og verkamanns í Vestmannaeyj-
um Jónssonar, formanns í Eystri-
Móhúsum á Stokkseyri Jónsson-
ar, b. í Gerðum og Arabæjarhjáleigu
í Gaulverjabæjarhreppi Jónsson-
ar. Móðir Guðmundar var Guðríð-
ur Stefánsdóttir, b. í Réttarhúsum í
Innri-Njarðvík Guðmundssonar, og
Guðríðar Egilsdóttur.
Móðir Jóns mjólkurbifreiðar-
stjóra var Kristbjörg Einarsdóttir, b.
á Arnarstöðum í Sléttuhlíð og síð-
an á Mannskaðahóli Ásgrímsson-
ar, b. í Þingholti í Reykjavík og síðar
í Geldingaholti og loks á Vatnsenda
í Skagafirði Hallssonar, bróður Jóns,
prófasts í Glaumbæ, afa Jóns Sig-
urðssonar, alþm. á Reynistað. Móðir
Kristbjargar var Sigurbjörg Magnús-
dóttir, b. á Hugljótsstöðum Gíslason-
ar, b. í Hvammkoti Guðmundssonar,
b. í Hólakoti Gamalíelssonar. Móðir
Gísla var Ragnheiður Magnúsdótt-
ir yngra að Hólum Jónssonar eldra,
hreppstjóra á Kálfsá Þorsteinsson-
ar, b. á Kálfsá Játgeirssonar, ættföður
Kálfsárættar. Móðir Sigurbjargar var
Anna Sigríður Sölvadóttir frá Ljóts-
stöðum. Móðir Önnu Sigríðar var
Guðbjörg Jónsdóttir, b. á Ljótsstöð-
um Þorkelssonar, b. á Meyjarlandi
Þorkelssonar. Móðir Jóns á Ljóts-
stöðum var Margrét Pétursdóttir, b.
á Lóni Skúlasonar. Móðir Péturs var
Sigríður Jónsdóttir, b. á Þverá Jóns-
sonar, af Steingrímsætt yngri.
Brunhilde var dóttir Paul Otto
Herman Scheel, járnbrautarstarfs-
manns í Lübeck, og k.h. Henriette
Scheel Mielenz, sem ættuð var frá
Prússlandi. Paul Otto var sonur Karl
Scheel og Augustu Wille.
60 ára á föstudag
Guðbergur fæddist á Akranesi og
ólst þar upp. Hann var í Heiðarskóla
í Leirársveit og Brekkubæjarskóla á
Akranesi.
Guðbergur hóf störf hjá Klafa
(Íslenska járnblendifélaginu) 1998
og starfaði þar til 2006, lengst af á
vinnuvélum og sem tækjamaður.
Hann starfaði síðan hjá Hringrás í
Reykjavík 2006–2008, starfaði á bif-
vélaverkstæði á Akranesi frá 2008 og
tók síðan sjálfur rekstri verkstæðis-
ins um síðustu áramót.
Fjölskylda
Eiginkona Guðbergs er Lilja Dögg
Guðmundsdóttir, f. 30.4. 1984, hús-
móðir.
Synir Guðbergs og Lilju Daggar
eru Guðmundur Valgeir Guðbergs-
son, f. 11.5. 2002, og Erik Heiðar
Guðbergsson, f. 17.12. 2007.
Systkini Guðbergs eru Kristín
Sjöfn Valgeirsdóttir, f. 4.12. 1962,
jógakennari og nuddari í Reykjavík;
María Rós Valgeirsdóttir, f. 28.11.
1964, félagsráðgjafi í Hamraborg í
Berufirði; Jónbjörn Valgeirsson, f.
8.4. 1966, tónlistarmaður í Reykja-
vík; Guðmundur Geir Valgeirsson,
f. 25.12. 1970, vélvirki á Grundar-
tanga, búsettur á Akranesi; Sylvía
Margrét Valgeirsdóttir, f. 6.8. 1972,
sjúkraritari, búsett í Reykjavík; Sig-
urður Hallbjörn Valgeirsson, f. 24.8.
1981, verkamaður á Akranesi; Val-
geir Rúnar Valgeirsson, f. 12.4. 1985,
tækjamaður hjá Klafa, búsettur á
Akranesi; Jónína Íris Valgeirsdóttir,
f. 1.4. 1991, nemi.
Foreldrar Guðbergs eru Valgeir
Sigurðsson, f. 21.10. 1944, tækja-
maður hjá Klafa, búsettur á Akra-
nesi, og Sigríður S. Sæmundsdóttir,
f. 8.1. 1957, starfskona við sauma-
stofu hjá ISS.
Guðbergur Heiðar
Valgeirsson
verkstæðisformaður á akranesi
30 ára á föstudag
Daði fæddist í Reykjavík en ólst
upp í Hafnarfirði. Hann var í Lækj-
arskóla í Hafnarfirði og stundaði
nám við Flensborg um skeið og lauk
stúdentsprófi frá Keili 2008. Þá hef-
ur hann sótt námskeið og stundað
starfsnám sem hnefaleikaþjálfari.
Daði var bókavörður við Bóka-
safn Hafnarfjarðar 2002–2004, var
þjónustufulltrúi hjá Símanum 2004–
2007 og hefur stundað þjálfun í
hnefaleikum hjá Hnefaleikafélagi
Reykjaness frá 2007.
Daði æfði og keppti í karate með
Haukum í Hafnarfirði á unglings-
árunum og varð þá tvöfaldur ung-
lingameistari.
Fjölskylda
Eiginkona Daða er Lilja Sævarsdótt-
ir, f. 21.10. 1981, húsmóðir.
Dætur Daða og Lilju eru Katrín
Lea Daðadóttir, f. 15.6. 2003; Elísa
Daðadóttir, f. 21.2. 2006; Lovísa
Daðadóttir, f. 24.7. 2009.
Alsystkini Daða eru Sigmund-
ur Pétur Ástþórsson, f. 17.6. 1983,
háskólanemi í Reykjavík; Ævar Ísak
Ástþórsson, f. 24.3. 1990, nemi í
Hafnarfirði.
Hálfsystkini Daða, sammæðra,
eru Elva Björk Einarsdóttir, f. 26.11.
1972, bókasafnsfræðingur í Kaup-
mannahöfn; Þórir Már Einarsson, f.
7.10. 1974, verslunarmaður í Reykja-
vík.
Hálfsystir Daða, samfeðra, er
Stefanía Guðrún Ástþórsdóttir, f. 6.6.
1977, verslunarmaður í Reykjavík.
Foreldrar Daða eru Ástþór Harð-
arson, f. 1.5. 1956, blikksmiður í
Hafnarfirði, og Sigurvina Kristjana
Falsdóttir, f. 3.8. 1953, leikskóla-
kennari í Hafnarfirði
Daði Ástþórsson
Hnefaleikaþjálfari í reykjanesbæ
30 ára á sunnudag
Bjarni fæddist í Kópavogi en ólst
upp í Breiðholtinu. Hann var í
Seljaskóla, lauk stúdentsprófi frá
Kvennaskólanum í Reykjavík 2000,
lauk BS-prófi í sálfræði við Háskól-
an Íslands 2006 og stundar nú MS-
nám í sálfræði.
Bjarni var forfallakennari við
Seljaskóla, starfaði við leikskólann
Hraunborg í Breiðholti, starfaði
í Árseli eitt sumar og starfaði hjá
Vífilfelli. Þá starfrækti hann á eig-
in vegum leikjanámskeið og hand-
boltaskóla í Breiðholtinu undan-
farin tvö sumur.
Bjarni æfði og keppti í hand-
knattleik með ÍR, lék með meist-
araflokki ÍR á árunum 1997–2005,
var atvinnumaður í handknattleik
með Créteil og St. Raphael í Frakk-
landi 2005–2009 en leikur nú með
Handknattleiksfélagi Akureyrar.
Bjarni varð bikarmeistari í
handbolta með ÍR 2005 og komst í
undanúrslit EHF-keppninnar með
Créteil. Þá var hann í landsliðinu
sem keppti í Peking 2008.
Fjölskylda
Kona Bjarna er Tinna Baldurs-
dóttir, f. 11.7. 1981, BS í sálfræði og
húsmóðir.
Synir Bjarna og Tinnu eru Bald-
ur Fritz Bjarnason, f. 3.1. 2007;
Bjartur Fritz Bjarnason, f. 28.3.
2010.
Systkini Bjarna eru Aðalheiður
Fritzdóttir, f. 20.10. 1974, viðskipta-
fræðingur og starfsmannastjóri hjá
Aðföngum; Davíð Þór Fritzson, f.
29.9. 1987, verkfræðinemi.
Foreldrar Bjarna eru Fritz
Bjarnason, f. 13.10. 1951, réttinga-
meistari í Reykjavík, og Hólmfríður
Davíðsdóttir, f. 6.7. 1950, matráðs-
kona við leikskóla.
Bjarni Fritzson
nemi og Handknattleiksmaður
Stefán Gunnar Haraldsson
bóndi í víðidal í skagafirði
Stefán Gunnar fæddist í Brautarholti
í Skagafirði og ólst þar upp í foreldra-
húsum við öll almenn sveitastörf þess
tíma. Hann stundaði orgelnám hjá
Jóni Björnssyni og Eyþóri Stefánssyni
um tíma.
Stefán sótti vélanámskeið á veg-
um Bændaskólans á Hvanneyri 1947.
Í kjölfar þess starfaði hann hjá Bún-
aðarsambandi Skagafjarðar í nokkur
sumur á sínum yngri árum.
Hann hóf búskap í Víðidal 1954
og hefur verið þar bóndi síðan. Þá
var hann félagi í Vörubílstjórafélagi
Skagafjarðar um árabil en hann stund-
aði bifreiðaakstur af og til í fjörutíu og
sjö ár. Auk þess var hann einn af stofn-
endum verktakafélagsins Fjarðar.
Stefán var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Skagafjarðar og er félagi
í Karlakórnum Heimi en hann hóf að
syngja með kórnum 1948. Þá hóf hann
að syngja með kirkjukór Víðimýrar-
kirkju 1954 og hefur sungið með kórn-
um síðan.
Fjölskylda
Stefán kvæntist 31.12. 1954 Mörtu
Fanneyju Svavarsdóttur, f. 8.11. 1931,
verkstjóra hjá Skógrækt ríkisins. Hún
er dóttir Svavars Péturssonar, bónda
að Laugarbökkum, og Sigríðar Helga-
dóttur, saumakonu og húsfreyju, en
þau voru búsett á Akureyri síðustu
árin.
Börn Stefáns Gunnars og Mörtu
Fanneyjar eru Svavar Haraldur, f. 22.2.
1952, bóndi í Brautarholti, kvæntur
Ragnheiði G. Kolbeins húsfreyju og
eiga þau sex börn; Pétur Helgi, f. 12.7.
1954, húsasmiður og útibússtjóri hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga í Varmahlíð,
búsettur í Víðidal II, kvæntur Grétu
Sjöfn Guðmundsdóttur, svæðisstjóra
fyrir Norðurland vestra og húsmóð-
ur og eiga þau tvö börn auk þess sem
Gréta á einn son úr fyrrv. sambúð með
Guðmundi Þorsteinssyni, og Pétur
Helgi á eina dóttur frá því fyrir hjóna-
band með Þórdísi Friðbjörnsdóttur;
Jóhanna Sigríður, f. 2.1. 1961, kennari á
Sauðárkróki, en maður hennar er Ein-
ar Örn Einarsson vélvirki og eiga þau
saman eitt barn auk þess sem hann á
tvö börn frá fyrra hjónabandi með El-
ínu Sverrisdóttur; Margrét Sigurlaug,
f. 11.12. 1968, söngkona, kórstjóri og
tónlistarkennari, búsett að Hvoli I í
Ölfusi, gift Ólafi Hafsteini Einarssyni,
kerfisfræðingi og hrossabónda, og eiga
þau þrjú börn.
Bræður Stefáns eru Haukur Har-
aldsson, f. 5.7. 1927, bifreiðarstjóri á
Sauðárkróki; Sigurður Haraldsson, f.
7.2. 1936, bóndi og þjónustufulltrúi í
Grófargili; Bragi S. Haraldsson, f. 27.4.
1942, húsasmiður og húsvörður á
Sauðárkróki.
Foreldrar Stefáns voru Haraldur
Bjarni Stefánsson, f. 6.1. 1902, d. 25.6.
1969, bóndi í Brautarholti, og Jóhanna
Gunnarsdóttir, f. 12.5. 1901, d. 24.1.
1986, húsfreyja.
Stefán verður að heiman á afmæl-
isdaginn.
80 ára á sunnudag