Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Blaðsíða 6
Hvítflibbi Davíðs
n Það skýrist um helgina hvort eða
hvaða ráðherrar verði kallaðir fyrir
landsdóm og ákærðir. Nefnd undir
forystu Atla Gísla-
sonar alþingis-
manns mun
kynna niðurstöð-
ur sínar á laugar-
dag. Það mun þó
verða einstak-
lega undarleg af-
greiðsla á málum
ef Geir Haarde og
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir verða
fundin sek en höfuðpaurinn, Davíð
Oddsson, sleppur með örlítið kusk á
hvítflibbanum. Þrotasaga Davíðs er
með miklum endemum. Hann átti
sinn hlut í að setja Ísland á haus-
inn, stýrði Seðlabankanum í gjald-
þrot. Ekki gengur betur hjá honum á
einkamarkaði því nú glímir Mogginn
við stærsta áskrifendaflótta sögunnar
og lifir á ekkju.
smáfuglinn vigDís
n Mikið hefur verið spáð í það hvaða
ritsnillingar skrifi á vefinn amx.is.
Teitur Atlason bloggari á DV.is hefur
nú ljóstrað upp
þeirri niðurstöðu
sinni að einn
pennanna sé Vig-
dís Hauksdóttir,
þingmaður Fram-
sóknarflokks-
ins. „En nýlega
afhjúpaðist ann-
ars smáfugl og sá
kom heldur en ekki betur úr óvæntri
átt. Sú heitir Vigdís Hauksdóttir og
er þingmaður Framsóknarflokksins,“
bloggar Teitur og vísar í dæmi um ill-
mælgi hennar í garð Þráins Bertels-
sonar sem lenti pólitísku fleyi sínu
hjá Vinstri grænum.
stökkbreyttur
skafti
n Yfirgnæfandi líkur eru á því að
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
prófessor skrifi undir nafni smáfugl-
anna á amx.is. Lipur stílbrögð próf-
essorsins þykja fara saman við þau
sem birtast í dálkunum. Því er einnig
haldið fram að Hannes Hólmsteinn
haldi gjarnan á penna þegar um er
að ræða pistla Skafta Harðarsson-
ar á Eyjunni. Skafti sjálfur á ekki að
baki neina sögu mikilla tilbrigða á
ritvellinum. Pistlar hans hafa í seinni
tíð þótt nokkuð magnaðir. En það eru
auðvitað öfundarmenn sem halda því
fram að stökkbreyttur Skafti eigi sér
ekki náttúrulegar orsakir.
klámkarlinn gnarr
n Ljóst er að hveitibrauðsdagar grín-
istans og borgarstjórans Jóns Gnarr
eru á enda. Játning Jóns um klám-
notkun sína vakti hörð viðbrögð.
Þetta varð vatn á myllu Sóleyjar Tóm-
asdóttur sem vart hefur borið sitt
barr síðan hún lýsti þeirri raun sinni
að ganga með sveinbarn. Ljóst er að
fleiri munu fylgja í kjölfarið. Úlfarnir
eru komnir á hæla grínarans.
sandkorn
6 fréttir 10. september 2010 föstudagur
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
LAGERSALA
www.xena.is
no12 st. 41-46 verð kr. 7995.-
no16 st. 36-41 verð kr. 6495.-
no21 st. 36-46 verð kr. 4995.-
no22 st. 36-41 verð kr. 7995.-
Góðir skór - gott verð
Mikið úrval af
nýjum skóm á
alla fjölskylduna
Skiptir engu þótt klámummæli borgarstjóra hafi verið grín:
Jón biðjist afsökunar
„Jón Gnarr þarf að vanda til verka
og athuga vel hvaða skilaboð hann
sendir til yngri kynslóðarinnar,“ segir
Sjöfn Þórðardóttir, formaður lands-
samtaka foreldra, um þau ummæli
Jóns Gnarr, borgarstjóra Reykjavík-
ur, að hann skoði mestmegnis klám
á netinu.
Jón segir sjálfur að ummælin hafi
verið slitin úr samhengi og í viðtali
við vefsjónvarp mbl.is segist hann
hafa tekið skýrt fram að um grín væri
að ræða. Enn fremur sagðist hann
ekki sjá eftir ummælunum sem höfð
voru eftir honum í frétt AFP-frétta-
stofunnar.
Sjöfn og Margrét Sverrisdóttir,
formaður mannréttindaráðs, segjast
báðar treysta því að hann taki um-
mæli sín alvarlega og biðjist afsökun-
ar hvort sem þau voru sögð af alvöru
eða í gamni.
Sjöfn telur þetta sérlega mikil-
vægt þar sem hann sé vinsæl fyrir-
mynd ungs fólks. „Við hjá Heimili
og skóla brýnum fyrir fullorðnum
að vera börnum góð fyrirmynd hvað
varðar örugga netnotkun og að þau
leiðbeini þeim um hvar hætturnar
liggja.“
Sjöfn telur að Jón Gnarr verði að
sýna frekari auðmýkt og bregðast við
á ábyrgan hátt. „Hann verður að biðj-
ast afsökunar og útskýra fyrir ungu
fólki að það að skoða klám sé óvið-
eigandi. Það má ekki grínast meira
með þetta.“
Margrét Sverrisdóttir, sem fer
með formennsku í mannréttinda-
ráði, segir ummælin ekki viðeigandi.
Margrét telur að Jón hafi lært
sína lexíu og hefur fulla trú á góð-
um ásetningi hans. Hann hafi til að
mynda sýnt að honum er hugleikið
að berjast gegn ofbeldi gegn konum.
„Ég treysti því að hann játi mistök
sín, gangist við þeim og biðjist afsök-
unar.“ kristjana@dv.is
Umdeild ummæli Sitt sýnist hverjum
um ummæli borgarstjóra. Margrét segir
að Jón verði að biðjast afsökunar.
Enn er óvíst hver greiðir afborgan-
ir af rúmlega 400 fermetra einbýlis-
húsi Fjárfestingafélagsins Gaums í
Svalbarðsstrandarhreppi á Norður-
landi. Jóhannes Jónsson, kenndur
við Bónus, er enn skráður íbúi í hús-
inu. Gamli Landsbankinn á tæplega
400 milljóna króna veð í húsinu.
Gaumur er tæknilega gjaldþrota
eignarhaldsfélag sem skilur eftir sig
skuldir upp á tugi milljarða króna.
Arion banki hefur gert kyrrstöðu-
samning við Gaum vegna skuldsetn-
ingar félagsins sem felur það í sér að
hvorki verður gengið að eignum fé-
lagsins né verður það sett í þrot með-
an á kyrrstöðusamningnum stendur.
Jón Ásgeir Jóhannesson, stærsti
eigandi Gaums, staðfesti í samtali
við DV á miðvikudaginn að áfram
yrði greitt af húsinu meðan samning-
urinn væri í gildi. „Bankar fá greitt í
hverjum mánuði á meðan á kyrr-
stöðusamningum stendur.“
DV hefur leitað svara við því hjá
Jóni Ásgeir hver það sé sem borgi af
þessu húsi félagsins en hefur ekki
fengið svör við þeirri spurningu. Því
er enn á huldu hvernig nær gjald-
þrota eignarhaldsfélag getur greitt af
svo háum skuldum í hverjum mán-
uði.
Mat banka er kalt
Alveg er ljóst að gamli Landsbankinn
hlýtur að fá greitt af þeim skuldum
sem hvíla á húsinu því annars myndi
bankinn án nokkurs vafa leysa það til
sín. Í þessum skilningi er mat bank-
ans, líkt og mat fjármálafyrirtækja al-
mennt, algerlega kalt og byggir ekki
á siðferðis- eða gildisdómum um
hvort það sé réttlætanlegt að eigend-
ur Gaums haldi fasteigninni miðað
við himinháa skuldastöðu félagsins
og hátterni eigenda þess á fjármála-
markaði. Ef haldið verður áfram að
greiða af húsinu má því ætla að gamli
Landsbankinn muni ekki leysa hús-
ið til sín.
Helsta ástæðan fyrir þessu er sú
að húsið myndi líklega aldrei seljast
fyrir meira en 100 milljónir króna á
markaði og myndi Landsbankinn
væntanlega þurfa að afskrifa eftir-
stöðvar skuldanna sem hvíla á hús-
inu. Bankinn er því betur settur með
að láta aðstandendur Gaums borga
áfram af húsinu því líklegra er að
bankinn fái meira fyrir sinn snúð fyr-
ir vikið.
Alveg er ljóst líka, vegna þess
kalda mats sem fjármálafyrirtæki
byggja ákvarðanir sínar á, að Lands-
bankinn myndi hrifsa húsið til sín
og selja það ef aðstandendur Gaums
stæðu ekki í skilum og mat hans væri
að meira fengist upp í skuldirnar
með þeim hætti en að láta borga af
þeim.
Einnig skal hafa í huga að kyrr-
stöðusamningur Arion banka við
Gaum nær ekki líka til skulda Gaums
við gamla Landsbankann og því er
sá síðarnefndi ekki bundinn af kyrr-
stöðusamningnum – í þessu felst að
bankinn getur leyst húsið til sín ef
aðstandendur Gaums standa ekki í
skilum. Landsbankinn á báða veð-
réttina í húsinu.
Milljarður í arð
Hvað sem þessu líður stendur
spurningin enn eftir hver gæti ver-
ið að greiða af húsinu sem Jóhannes
hefur afnot af.
Ljóst er að þrátt fyrir að Gaum-
ur standi illa í dag nutu eigendur
félagsins – Jón Ásgeir, Jóhannes og
Kristín Jóhannesdóttir – góðs af því
á árunum fyrir hrunið. Þannig kem-
ur til dæmis fram í ársreikningi fé-
lagsins fyrir árið 2007 að félagið
hafi greitt út rúman milljarð króna
í arð til hluthafa. Árið áður var þessi
upphæð 490 milljónir króna. Staða
Gaums var þá töluvert frábrugð-
in því sem hún er í dag, bókfærð-
ur hagnaður félagsins var rúmir 5
milljarðar og eiginfjárstaðan var
bókfærð sem nærri 45 milljarðar
króna.
Eigendur Gaums högnuðust því
afar vel á félaginu á árunum fyrir
hrun og má vel ímynda sér að hluti
þeirra fjármuna sem þeir tóku út úr
félaginu sé ennþá í þeirra fórum og
geti nú nýst þeim við að borga af
húsinu sem um ræðir. Til að mynda
fékk Jón Ásgeir einn um 400 millj-
óna króna arð út úr félaginu árið
2007 og faðir hans meira en 200
milljónir króna. Einhverjir fjármun-
ir ættu því að vera til hjá eigendum
félagsins til að borga af húsinu.
GAUMUR GREIDDI ÚT
MILLJARÐ Í ARÐ 2007
Ekki liggur fyrir hver greiðir af þeim skuldum Gaums sem hvíla á húsinu sem félagið
á í Svalbarðsstrandarhreppi og Jóhannes Jónsson býr í. Jón Ásgeir Jóhannesson hef-
ur ekki svarað fyrirspurn DV um þetta atriði. Ljóst er að gamli Landsbankinn myndi
hrifsa húsið til sín ef lán væru ekki í skilum. Gaumur greiddi hluthöfum sínum mynd-
arlegan arð á árunum fyrir hrun og kann það fé að koma að góðum notum í dag.
InGI f. VIlHJÁlMSSOn
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Bankar fá greitt í hverjum mánuði
á meðan á kyrrstöðu-
samningum stendur.
Segir að staðið sé í skilum Jón Ásgeir
segir að staðið sé í skilum með afborganir af
húsi Gaums í Svalbarðsstrandarhreppi. Hins
vegar er ekki vitað hver það er sem greiðir
þessar afborganir.