Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 64

Dagblaðið Vísir - DV - 10.09.2010, Side 64
n „Það væru svik við kjósendur ef Jón yrði allt í einu ægilega viðeig- andi,“ segir varaborgarfulltrúinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni. Fátt hefur vakið meiri athygli undanfarna daga en umdeild ummæli borgarstjórans Jóns Gnarr um klámáhorf sitt. Dr. Gunni sér sig knúinn til að blanda sér í umræðuna á bloggsíðu sinni og vitnar í orð Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur og Sóleyjar Tómasdóttur um að ummæli Jóns hafi verið óviðeig- andi. „Fyrir það fyrsta var auðvitað „óviðeigandi“ að Jón Gnarr hafi verið kos- inn borgarstjóri Reykjavíkur. Um meinta klámfíkn borgó má hins vegar segja að ég held hún sé í algjöru lágmarki – án þess ég hafi kynnt mér hana sérstak- lega,“ segir Dr. Gunni. Björn Ingi farinn að finna fyrir pressunni? KLÁMFÍKN BORGAR- STJÓRA Í LÁGMARKI n Greint var frá því í íþróttafréttum Stöðvar 2 í vikunni að KA-menn væru orðnir leiðir á meðalmennsk- unni í 1. deildinni og ætluðu vel- unnarar félagsins að sameinast um að borga undir ráðningu Guðjóns Þórðarsonar í stöðu þjálfara liðsins. Þessi orðrómur hefur verið á kreiki í sumar en KA-menn hafa aðeins einu sinni verið nálægt því að kom- ast upp um deild frá því liðið féll í úrvalsdeildinni árið 2003 og finnst mörgum nóg komið. Guðjón var á Akureyri í vikunni, aðallega til að spila golf en leiða má líkur að því að hann hafi hitt einhvern þessara velunnara. Guðjón gerði KA að Íslands- meisturum árið 1989. GUÐJÓN NORÐAN HEIÐA n Vefmiðillinn Pressan er til sölu ef marka má fjölmiðlamanninn Sigur- jón M. Egilsson. „Heyri að pressan. is sé til sölu,“ segir Sigurjón á Face- book-síðu sinni. Yfirbygging Pressunnar, sem á skömmum tíma hefur skipað sér sess meðal vinsælustu fréttamiðla landsins, þykir heldur mikil enda reynslumiklir fjölmiðlamenn á rit- stjórninni. DV greindi frá því í ágúst að ritstjórinn og eigandinn Björn Ingi Hrafnsson hefði ver- ið með 1,8 milljónir króna á mánuði fyrir að ritstýra vefmiðl- inum. Þá eru einnig í hópnum Steingrímur Sævarr Ólafsson, fyrrverandi fréttastjóri Stöðvar 2, og Þór Jónsson sem einnig starfaði um langt skeið á Stöð 2. PRESSAN TIL SÖLU? DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 06:36 SÓLSETUR 20:12 Í félagsmiðstöð aldraðra í Hæðar- garði 3 verður boðið upp á „alls kon- ar” í félagsstarfinu í vetur og er þetta í samræmi við slagorð borgarstjórans í Reykjavík, Jóns Gnarr. Þátttakend- ur í félagsstarfinu munu þá geta val- ið á milli 50 mismunandi leiða til að skemmta sér. Dæmi um námskeið og félags- starf sem boðið er upp á eru maga- dans, baráttuhópur um bætt veður- far, gáfumannakaffi og gönuhlaup. „Að hlaupa í gönur er að ana út í tóma vitleysu, sem verður markmiðið,“ seg- ir Ásdís Skúladóttir, verkefnisstjóri í Hæðargarði. Meðlimir hóps sem hittist til gáfu- legra samræðna eiga sér hins veg- ar andstæð markmið. Nefnilega þau að ræða um gáfulega hluti og komast skipulega að gáfulegum niðurstöðum. Baráttuhópur um bætt veðurfar hefur einnig vakið athygli en að sögn vilja veðurglöggir meðlimir hópsins þakka sér betra veðurfar á höfuðborg- arsvæðinu í sumar. Verndari hópsins er Páll Bergþórsson veðurfræðingur og hittast meðlimir hans reglulega og ræða um veðrið. „Reyndar er töluvert deilt um hvaða veðurfar sé best og hvers eigi að krefjast,“ segir Páll. Magadansinn hefur hins vegar ekki verið vinsæll hingað til. „Enginn hefur skráð sig í magadansinn,“ stað- festir Ásdís. kristjana@dv.is Félagsstarfið í Hæðargarði í Bústaðahverfi er með afbrigðum fjölbreytt: ÖLDRUÐUM BOÐIÐ Í MAGADANS Gáfumannakaffi í Hæðargarði Bollaleggingarnar hljóta að vera af vandaðra taginu. www.bluelagoon.is a n to n & b e rg u r 2 fyrir 1 í Bláa Lónið Gildir gegn framvísun miðans til 20. september 2010 Gildir ekki með öðrum tilboðum Lykill 1561 VETRARKORT Vetrarkortin veita ótakmarkaðan aðgang fram til 1. júní 2011 og 2 fyrir 1 í júní, júlí og ágúst Í september verða vetrarkort Bláa Lónsins á sérstöku tilboðsverði Einstaklingskort kosta 8.500 krónur (fullt verð 10.000 krónur) og fjölskyldukort 13.000 krónur (fullt verð 15.000 krónur) Frítt fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum Vetrarkortin eru fáanleg í Bláa Lóninu, Hreyfingu og í verslun Bláa Lónsins að Laugavegi 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.