Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Síða 3
því hafa losað sig við mikið magn
skuldabréfa á árinu 2009. Í yfirliti
yfir fjárfestingahreyfingar Land-
sýnar sést að færð er til bókar rúm-
lega 4 milljarða króna innistæða
vegna breytinga á skuldabréfa-
eign félagsins. Þar sést einnig end-
urgreiðsla Bjarna á rúmlega 400
milljóna króna yfirverði sem hann
fékk greitt þegar hann seldi hluta-
bréf sín til Glitnis í apríl 2007 þeg-
ar hann lét af störfum sem forstjóri
hans.
Eignastaða Landsýnar er góð:
2,4 milljarðar króna á móti rúm-
lega 600 milljóna króna skuldum.
Hagnaður félagsins var tólf milljón-
ir á árinu og óráðstafað eigið fé er
rúmar 1700 milljónir . Á árinu 2009
minnkuðu skuldir félagsins einnnig
um nærri 4 milljarða króna en ekki
er vitað hvernig Bjarni gerði þær
upp. Bjarni tókst því bæði að greiða
niður milljarða króna skuldir á ár-
inu og eins að halda eignastöðu fé-
lagsins mjög góðri.
400 milljónir í arð – 800
afskrifaðar
Staða Sjávarsýnar er sömuleið-
is afar góð en hagnaður þess nam
tæpum 170 milljónum króna í
fyrra. Bjarni gat meðal annars greitt
sér út tæplega 400 milljónir króna
í arð árið 2009 vegna rekstrarars-
ins 2008 þegar hagnaðurinn nam
nokkurn veginn sömu upphæð. Fé-
lagið á eignir upp á 2,3 milljarða
króna og nema skuldir þess ein-
ungis nærri 400 milljónum. Félagið
fjárfesti í skuldabréfum á árinu fyrir
meira en milljarð króna samkvæmt
ársreikningnum. Skuldir þessa fé-
lags minnkuðu einnig um meira
en milljarð króna árið 2009. Bjarni
virðist því hafa gert upp nærri fimm
milljarða króna skuldir á árinu
2009.
Athygli vekur að þrátt fyrir þessa
góðu stöðu Sjávarsýnar þurfti Glitn-
ir að afskrifa rúmlega 800 milljóna
króna skuld dótturfélags þess, Ima-
gine Investment, á árinu 2009, líkt
og DV greindi frá fyrir ári síðan.
Bjarni komst að samkomulagi við
skilanefndina um afskrift stærsta
hluta lánsins, sem hafði verið veitt
til að kaupa hlut í norsku fasteigna-
félagi, í byrjun árs 2009. Um upp-
gjörið á þessari skuld sagði Bjarni í
samtali við DV í fyrra: „Þetta er bara
sorgarsaga. Það er ekki eins og ég
hafi grætt á þessu eða þeir... Ég fer
inn í þessa fjárfestingu til að vinna
að þessu með bankanum en svo
bara gengur það ekki upp. Ég vildi
auðvitað núna, þegar ég lít til baka,
að ég hefði aldrei tekið þátt í þessu
en það má segja þetta um allar fjár-
festingar sem ganga illa. Það er allt-
af hægt að vera vitur eftir á... En
við komumst að samkomulagi. Ég
borgaði eitthvað og við kláruðum
málið.“ Þegar blaðamaður spurði
Bjarna hversu mikið hann hefði
borgað til Glitnis út af uppgjörinu
á láninu sagði hann að upphæð-
in væri veruleg en þó ekki hundr-
uð milljónir króna. „Enda væri það
náttúrulega bara óábyrg meðferð
á fé af minni hálfu að gera það. Er
það ekki?,“ sagði Bjarni þegar hann
útskyrði hversu mikið hann greiddi
og af hverju hann hefði ekki greitt
Glitni meira fyrst hann átti þessa
peninga til.
Staðan er því sú í tilfelli Bjarna
að á meðan fjármálafyrirtæki af-
skrifaðar mörg hundruð milljóna
króna skuldir eins eignarhaldsfé-
lags lætur hann móðurfélag sama
félags greiða sér út meira en helm-
ing af þeirri upphæð sem afskrif-
uð var í arð. Bjarni skellir skuldum
sínum því á Glitni en hirðir arð-
inn af fjárfestingum úr félagi sem
er hluti af sömu félagasamstæðu
og Glitnir afskrifar hjá. Fjárhags-
leg staða Bjarna verður því vægast
sagt að teljast vera góð í dag og má
ætla að hún haldi áfram að vænk-
ast vegna fjárfestinga hans í ríkis-
skuldabréfum.
mánudagur 4. október 2010 fréttir 3
Bjarni GrÆÐir Í KrEPPUnni
Blaðamaður: Mig langar að heyra
í þér, ég hef heimildir fyrir því að þú
hafir verið að taka þátt í skuldabréfa-
markaði hér á landi og grætt talsvert
á þeim viðskiptum, ríkisskuldabréf þá
aðallega. Kannast þú við það? Hefur
þú verið að fjárfesta í ríkisskuldabréf-
um?
Bjarni: Ég sé ekki af hverju ég ætti að
vera að ræða það
Blaðamaður: Nei, en hefur þú
verið í þessum fjárfestingum?
Blaðamaður: Hvað segirðu?
Bjarni: Ég segi ekki neitt.
Blaðamaður: Er einhver ástæða
fyrir því að þú vilt ekki ræða þetta?
Bjarni: Er einhver ástæða fyrir því að
ég ætti að ræða það?
Blaðamaður: Ég er að spyrja þig
spurninga. Já eða nei, hefur þú verið í
þessu og er þetta...?
Bjarni: Hver er fréttin?
Blaðamaður: Ég er að spyrja þig
að því. Ég er að kynna mér það hvort
þú hafir verið að versla með skuldabréf
og fengið lán hjá Íslandsbanka til að
gera það. Ég er að spyrja þig að því.
Bjarni: Það er allt annað en þú
spurðir mig að, hvort ég hefði fengið
lán hjá Íslandsbanka til að kaupa.
Blaðamaður: Já, ókei, en það er
allavegana ein af spurningunum.
Bjarni: Svarið við því er nei.
Blaðamaður: En hefur þú
verið í þessum viðskiptum og hefur þú
hagnast á þeim?
Bjarni: Ég svara því ekki.
Blaðamaður: Er einhver ástæða
fyrir því sérstök?
Bjarni: Ég sé ekki ástæðu til að ræða
það. Af því að þú ert væntanlega með
einhverjar dylgjur hvort ég hefði fengið
lán hjá Íslandsbanka.
Blaðamaður: Ekki dylgjur, ég
spurði þig bara að því.
Bjarni: Já, svarið er bara nei.
Blaðamaður: Ókei. En varðandi
þessi kaup á skuldabréfum. Þú vilt ekki
ræða það?
Bjarni: Nei
Blaðamaður: Ókei, gott og vel, ég
þakka þér fyrir. Vertu blessaður
Bjarni: Bless.
bjarni neitar
að svara
Á grænni grein Bjarni Ármannsson er
á grænni grein í kreppunni og greiddi
sér 400 milljóna króna arð í fyrra vegna
ársins 2008. Hann fjárfestir meðal annars
í ríkisskuldabréfum og átti nærri sex
milljarða króna í slíkum bréfum árið 2008.