Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Page 11
Draga á úr útgjöldum fæðingaror-
lofssjóðs á næsta ári um einn millj-
arð króna. Áformað er að draga úr
útgjöldum sjóðsins með aðgerð-
um sem fela í sér styttingu orlofs-
réttar, lækkun á hámarksgreiðslum
eða lækkun á hlutfalli útgreiðslu af
reiknuðum bótum.
Velferðarvaktin hefur varað við
því að niðurskurður bitni á börnum
og Lára Björnsdóttir formaður vel-
ferðarvaktarinnar segir mikið liggja
við að gætt sé sérstaklega að stöðu
efnaminni foreldra. Bjarni Pálsson,
verkfræðingur og faðir, segir lang-
skólamenntaðar barnafjölskyldur
koma illa út úr kreppunni og áform
ríkisstjórnar um frekari niðurskurð
geri þeim mikinn óleik.
Frekur niðurskurður
Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð
fyrir því að gjöld sjóðsins á næsta
ári verði 8.688 milljónir króna. og
lækki frá gildandi fjárlögum um
932 milljónir. Breytingin milli ára
skýrist af tveimur megintilefn-
um. Annars vegar er áformað að
draga úr útgjöldum sjóðsins um
1.000 milljónir með sértækum að-
haldsaðgerðum sem geta falið í sér
styttingu orlofsréttar, lækkun há-
marksgreiðslna eða lækkun á hlut-
falli útgreiðslu af reiknuðum bót-
um. Við umfjöllum frumvarps um
breytingar á lagaákvæðum í þessu
skyni sem lagt verður fram á haust-
þinginu koma til skoðunar leiðir
til þess að ná þessu markmiði um
lækkun á útgjöldum sjóðsins. Hins
vegar er lagt til að framlag til við-
fangsefnisins Foreldrar utan vinnu-
markaðar hækki um 75 milljón-
ir. Þar er byggt á mati á útgjöldum
ársins 2010. Þá er gerð 8 milljóna
hagræðingarkrafa vegna umsýslu-
kostnaðar Vinnumálastofnunar
með sjóðnum. Aðrar breytingar eru
verðlags- og launahækkanir sam-
tals 0.9 milljónir.
Feður fresta orlofi
Þegar Alþingi tók skerðingu fæð-
ingarorlofsins til meðferðar um
síðustu áramót lýstu þingmenn
og foreldrar áhyggjum af því að
foreldrar myndu stytta fæðingar-
orlof með börnum sínum af fjár-
hagslegum ástæðum. Þá var sagt
slæmt fyrir jafnfrétti til lengri tíma
ef feður styttu fæðingarorlofstíma
sinn hlutfallslega meira en mæð-
ur. Skerðingin tók gildi 1. janúar
2010. Hámarksgreiðsla var lækkuð
úr 350.000 niður í 300.000 og þeir
sem hafa haft laun umfram 200.000
á mánuði fá 75 prósent af laun-
um í fæðingarorlofi í stað 80 pró-
senta. Þeir sem eru með laun undir
200.000 fá áfram 80 prósent. Breyt-
ingin frá 1.janúar 2010 hefur þegar
haft áhrif á stöðu foreldra. Fyrstu
sex mánuði ársins hefur feðrum í
fæðingarorlofi fækkað um 114 að
meðaltali á mánuði, eða um átta
prósent. Óhætt er að álykta að frek-
ari skerðing hafi meiri áhrif.
Velferðarvaktin varar við
Um síðustu áramót varaði velferð-
arvaktin sérstaklega við áformum
stjórnvalda um að fresta greiðslu
foreldra- og fæðingarorlofs þar sem
að með því væri gengið á rétt barna.
Sérstaklega er varað við afleiðingum
þessa fyrir börn einstæðra mæðra.
Lára Björnsdóttir formaður velferð-
arvaktarinnar segir mikið liggja við
að nú sé gætt að stöðu einstæðra
foreldra í þessu sambandi. „Við höf-
um áður bent á mikilvægi þess að
gæta að þörfum barna og ungmenna
í aðgerðum vegna efnahagskrepp-
unnar. Lægri barnabætur og greiðsl-
ur til foreldra í fæðingarorlofi koma
beint niður á börnum. Það stendur
enn sem áður að fæðingarorlof hér
á landi er með því stysta sem gerist
hjá Norðurlandaþjóðum, þrátt fyrir
miklar réttarbætur í þágu barna með
nýrri löggjöf um foreldra- og fæðing-
arorlof sem samþykkt var á Alþingi
árið 2000.“
Illa farið með barnafólk
Bjarna Pálssyni, verkfræðingi og föð-
ur, finnst áform stjórnvalda ómak-
leg. „Barnafjölskyldur eru þjóð-
félagshópur sem kemur illa út úr
kreppunni,“ segir Bjarni. „Langskóla-
gengið barnafólk á aldrinum 30–50
ára og nýkomið út á atvinnumarkað-
inn með skuldir langt umfram eign-
ir berst við háar afborganir það sem
eftir er starfsævi sinnar. Allt vinnur
á móti þessum hópi; veik króna og
hækkaður virðisaukaskattur kemur
hart niður á barnafjölskyldum sem
þurfa að reiða sig á innfluttar blei-
ur, barnamat, barnaföt og skólavör-
ur. Hækkun á tekjusköttum bitnar
harðast á hátekjulaunafólki. Afteng-
ing fæðingarorlofsgreiðslna gerir
skuldsettum menntuðum hjónum
erfitt að eignast börn. Aukin tekju-
tenging bóta, svo sem vaxtabóta og
barnabóta, bitnar harðast á hálaun-
uðu menntafólki sem vinnur baki
brotnu til að eiga fyrir ört hækkandi
reikningum.“
MÁNUDAGUR 4. október 2010 FRÉTTIR 11
Fæðingarorlofssjóður verður skorinn niður um milljarð. Greiðslur til foreldra í fæðingarorlofi hafa lækkað
um 19 prósent frá 2009 og hafa verið skertar tvisvar sinnum síðan bankarnir hrundu. Fæðingarorlof hér á
landi er enn með því stysta sem gerist hjá Norðurlandaþjóðunum. Lára Björnsdóttir formaður velferðar-
vaktarinnar segir mikið liggja við að gætt sé að stöðu efnalítilla foreldra og þá sérstaklega einstæðra.
SKERA NIÐUR
UM MILLJARÐ
KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
Aftenging fæð-ingarorlofs-
greiðslna gerir skuld-
settum menntuðum
hjónum erfitt að eign-
ast börn.
Bitnar á börnum Niður-
skurður og skattahækkanir
bitna á börnum ef marka má
fjárlagafrumvarp.
Reikningur 2009: 10.765,7 m. kr.
Fjárlög 2010: 9.620,0 m. kr.
Frumvarp 2011: 8.688,0 m. kr.
Breyting frá fjárlögum: -9,7%
Breyting frá reikningi 2009 : 19,3%
FÆÐINGARORLOF SKERT
n Mánaðarlegar greiðslur úr Fæðingar-
orlofssjóði til foreldris í fullu starfi eru nú
80 prósent af meðallaunum að fjárhæð
200.000 og 75 prósent af þeim meðal-
launum sem umfram eru fyrir tiltekin
tímabil vegna barna sem fæðast á árinu
2010. Greiðslan er aldrei hærri en 300.000
krónur.
n Mánaðarleg greiðsla í fæðingarorlofi til
foreldris í hlutastarfi (25–49 prósent) er
aldrei lægri en 82.184 krónur.
n Mánaðarleg greiðsla í fæðingarorlofi til
foreldris í 50–100 prósent starfi er aldrei lægri en 113.902 krónur.
n Mánaðarlegur fæðingarstyrkur til foreldris utan vinnumarkaðar eða í minna en
25 prósent starfi er: 49.072 krónur.
n Mánaðarlegur fæðingarstyrkur til foreldris í fullu námi (75–100 prósent nám) er:
113.902 krónur.
ÞESSAR GREIÐSLUR MUNU LÆKKA!