Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Síða 15
Veitingastaðir fá á baukinn Neyt-
endastofa hefur sektað veitingastaðina Fiskmarkaðinn og Pott-
inn og Pönnuna um 50 þúsund krónur hvorn. Ástæðan er sú að
staðirnir fóru ekki að tilmælum Neytendastofu um verðmerking-
ar. „Í síðustu viku greindi Neytendastofa frá því að stofnunin hafi
sektað Ruby Tuesday fyrir að hafa ekki matseðil með verði við
inngöngudyr eins og verðmerkingareglur gera ráð fyrir. Neyt-
endastofa hefur nú einnig sektað Fiskmarkaðinn og Pottinn og
Pönnuna fyrir sama brot,“ segir á heimasíðunni neytendastofa.is.
Vatnstjón eða Vatntjón Neytendastofa
hefur úrskurðað að lénið vatnstjon.is sé ekki nægilega sérkenn-
andi til að hægt sé að veita fyrirtæki einkarétt á notkun orðsins.
Forsaga málsins er sú að VT Þjónustan/Vatnstjón ehf. kvartaði
til Neytendastofu yfir skráningu og notkun Ægilegt ehf. á léninu
vatnstjon.is. VT Þjónustan/Vatnstjón á skráð lénið vatntjon.is og
taldi viðskiptahgasmunum og samningsstöðu fyrirtækisins ógn-
að ef Ægilegt ehf. fengi að nota vatnstjon.is, með s-i. Eins og áður
segir ákvað Neytendastofa að Ægilegt mæti nota vatnstjon.is.
mánudagur 4. október 2010 neytendur 15
Ódýrara að fljúga en taka rútu
Flugfargjald til Akureyrar, miðað við ódýrasta kost, er
37 prósent ódýrara en fargjald með
rútu. Þess utan tekur sex sinnum
lengri tíma að fjlúga en að taka rútu.
TímafrekT og dýrT
Það tekur sex tíma að
taka rútu til Akureyrar.
Það kostar meira en að
fljúga eða aka á einkabíl.
mynd phoTos.com
n Athygli vekur að stærstu fyrirtækin sem halda
uppi áætlunarferðum á Íslandi eru í eigu stærstu
viðskiptablokka landsins. Sterna ehf., langstærsti
aðilinn á markaði, er í eigu Guðmundar Halldórs,
Iðunnar og Steinunnar Jónsbarna. Þau eru börn
Jóns Helga Guðmundssonar, forstjóra Norv-
íkur, móðurfélags Byko og sitja í fjölmörgum
stjórnum fyrirtækja samsteypunnar. Sterna flutti
í fyrra um 9.800 farþega frá Reykjavík til Akureyrar.
Kynnisferðir var um tíma í eigu FL Group en er nú í eigu olíufélagsins
N1. Benedikt Einarsson, sonur aðaleiganda N1, Einars Sveinssonar, situr
í stjórn félagsins en þess má geta að hann er einnig stjórnarformaður
Tékklands bifreiðaskoðunar, stjórnarmaður í Engey Invest, Umtak ehf.,
sem er fasteignafélag á vegum N1 og fjölmörgum öðrum félögum sem
á einn eða annan hátt tengjast N1.
N1 hefur á undanförnum árum haslað sér völl á flestum mörkuðum
sem tengjast þjónustu við bíla á einn eða annan hátt. Félagið er auð-
vitað eitt stærsta olíufélag landins, rekur smurþjónustu og starfrækir
Bílanaust, einn stærsta aðila á markaði með varahluti. Þá stendur N1
með óbeinum hætti að rekstri Tékklands bifreiðaskoðunar og auk þess
að eiga 100 prósenta hlut í Kynnisferðum sem annast fólksflutninga
og ferjar meðal annars stóran hluta þeirra ferðamanna sem koma til
landsins í gegn um Leifsstöð, til Reykjavíkur. Í fyrra fóru 279 þúsund
manns með rútu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavíkur.
þessir eiga rútufélögin