Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Síða 19
Páll Skúlason heimspekingur flutti magnað er- indi á stofnfundi Stjórnarskrárfé- lagsins 23.sept- ember. Erind- ið nefndi hann: Þurfum við stjórn- arskrá? Lands- menn ættu að vinna góðverk á sjálfum sér og lesa það nokkrum sinnum (sjá www.stjornarskrarfelag. is). Ein fullyrðing Páls var sérlega um- hugsunarverð, nefnilega sú að höfuð- löstur samtímans sé hugsunarleysi. Sama dag og Páll flutti erindi sitt var rætt við bankastjóra í Silfri Eg- ils. Bankastjórinn taldi vandamál að landsmenn horfðu ekki nógsamlega til þess sem brýnast væri að vinna en só- uðu kröftunum í leit að sökudólgum. Hann líkti þjóðfélaginu við rútu sem keyrt hefði útaf og sagði höfuðverk- efnið að koma tíkinni aftur upp á veg til að geta haldið áfram. Ekki tjóaði að velta fyrir sér hvers vegna rútan hafn- aði utan vegar, hvort um væri að kenna hálkubletti eða mistökum bílstjórans. Slíkar vangaveltur tefðu bara fyrir því að við gætum ekið áfram veginn. Þess var ekki getið hvert ferðinni væri heit- ið, en rökrétt að álykta að rútan stefndi aftur út í móa. Væri ekki skynsamlegt að grafast fyrir um hvað olli óhappinu og reyna að læra af því um leið og baksað er við að koma rútunni upp á veg? Gef- ur útafaksturinn ekki tilefni til íhugun- ar? Viljum við aka áfram sömu braut eða taka nýja stefnu? Værum við engu bættari þótt við kæmumst að því að slysið mætti rekja til þess að bílstjórinn var rænulítill við stýrið? Er skaðlegt að hugsa? Stjórnarskrá hespað af Alþingi samþykkti með eftirgangs- munum lög um stjórnlagaþing í vor. Því miður bera þau höfuðlöst samtím- ans. Lögin gefa þjóðinni ekki ráðrúm til að hugsa um stjórnarskrá landsins. Í samræmi við það fela lögin ekki í sér neinar ráðstafanir til að koma af stað umræðu um stjórnarskrármál. Þannig eru engar skyldur lagðar á fjölmiðla í sambandi við stjórnlagaþingið. Fram- boðsfrestur til stjórnlagaþings renn- ur út 18. október, þjóðfundurinn á að koma saman 6. nóvember og kjósa á til stjórnlagaþings 27. nóvember. Stjórn- lagaþingið á síðan að koma saman 15. febrúar og starfa í tvo mánuði. Frum- varp að stjórnarskrá á um sex mánuð- um, vesgú. Allt stefnir í að endurskoðun stjórn- arskrárinnar fari fram upp á gamla móðinn. Hespa á málinu af á sem stystum tíma, með sem allra minnst- um efnislegum tilkostnaði. Sérstak- lega á þó að spara andlega krafta þjóð- arinnar við verkið. Hún verður höfð útundan. Skorað á Alþingi Hætt er við að útkoma stjórnlaga- þingsins verði eins og til er sáð. Stofn- fundur Stjórnarskrárfélagsins sam- þykkti því áskorun til Alþingis þess efnis að framboðsfrestur til stjórn- lagaþings verði framlengdur fram í desember og kosningar fari fram í janúar. Ennfremur að stjórnlagaþing- ið taki til starfa í mars og standi yfir í að minnsta kosti fjóra mánuði með hléi um miðbik þingsins. Í þinghléi gætu landsmenn kynnt sér rækilega hvert stjórnlagaþingið stefnir og gert athugasemdir. Áskorunin gengur of skammt að margra mati. Bent hefur verið á að í leiðbeiningum Samein- uðu þjóðanna um gerð stjórnarskár ríkja er mælt með átta mánuðum til kynningar og samráðs við almenn- ing, áður en stjórnlagaþing er kallað saman. Alþingi þarf í öllu falli að lag- færa lögin og ganga helst lengra en áskorun Stjórnarskrárfélagsins gerir ráð fyrir. JÓN KALDAL er ritstjóri Fréttatímans, nýs vikublaðs sem kom út í fyrsta skipti á föstudag- inn. Helsta kostinn við blaðið segir Jón að fólkið eigi blaðið. VILJUM VERA BLAÐ FÓLKSINS MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN Hver er maðurinn? „Jón Kaldal.“ Hvar ólstu upp? „Í Laugardalnum.“ Hvað drífur þig áfram? „Að hafa gaman af því sem maður er að fást við hverju sinni.“ Með hverjum heldurðu í enska? „Arsenal.“ Hvaða bíómynd sástu síðast? „Ég fór að sjá The Ghost Writer. Hún var mjög flott.“ Hvernig var tilfinningin þegar fyrsta eintak Fréttatímans var sent í prent? „Fæðingin var erfið þessar síðustu tvær klukkustundir áður en blaðið var sent í prent en þegar það fór var það mikill léttir. Það var svo mikil hamingja þegar maður sá frumburðinn renna af pressunni upp í Landsprenti.“ Hvernig kviknaði hugmyndin að Fréttatímanum? „Okkur fannst bara vera gat á þessum markaði blaða sem eru í stóru upplagi. DV valdar mjög vel ákveðna gerð af blöðum en okkur fannst vera gat hinum megin. Bæði lestrargat og svo tækifæri á auglýsingamarkaði.“ Hvað er að það sem Fréttatíminn vill vera og gera? „Fréttatíminn vill vera blað sem er lesið á útgáfudegi en hann er líka helgarblað. Hann á að vera það efnismikill að fólk lesi blaðið á föstudegi, laugardegi og sunnudegi. Við höfum líka fengið þau viðbrögð að þetta fyrsta eintak hafi skilað þannig lestri víða.“ Hverja telur þú helstu kosti blaðsins? „Að við eigum okkur sjálf. Við viljum vera blað fólksins. Þá á ég við að áhugamenn um uppnefningar og flokkadrætti þurfa ekki að horfa á neina aðra en starfsmenn blaðsins í þeim efnum ólíkt því sem á við um hin tvö stóru blöðin, í eintökum talið. Það er þreytandi og lýjandi umhverfi fyrir blaðamenn að vera eilíft ásakaðir um að ganga erinda eiganda sinna.“ Er stefnan að gera þetta að dagblaði þegar fram líða stundir? „Er ekki bara best að svara því eins og Leonard Cohen: „First we take Manhatt- an, then we take Berlin.“ MAÐUR DAGSINS „Absolut.“ GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR 55 ÁRA, MASTERSNEMI Í HÍ „Já og ástæðan er augljós.“ ÁRNI TRYGGVASON 47 ÁRA, HÖNNUÐUR „Nei, ég vil engar kosningar, ég vil að við almenningur yfirtökum völdin. Ég vil alvöru byltingu og breytingar og flokkana burt.“ BERGLJÓT ÞORSTEINSDÓTTIR 55 ÁRA, HJÚKRUNARFRÆÐINGUR „Já, því þetta virkar ekki.“ BJÖRG INGADÓTTIR 47 ÁRA, HÖNNUÐUR „Já, ég myndi vilja það því stjórnin er ekki að standa sig.“ GUNNLAUGUR MELSTEÐ GUNNARSSON 47 ÁRA, RAFEINDAVIRKI VILT ÞÚ AÐ ÞAÐ VERÐI BOÐAÐ TIL KOSNINGA? DÓMSTÓLL GÖTUNNAR MÁNUDAGUR 4. október 2010 UMRÆÐA 19 Höfuðlöstur á lögum HJÖRTUR HJARTARSON sagnfræðingur skrifar Lögin gefa þjóð-inni ekki ráðrúm til að hugsa um stjórn- arskrá landsins. KJALLARI Þingsetning Þrátt fyrir áköf mótmæli við setningu Alþingis, síðastliðinn föstudag, þá gaf forsetafrúin Dorrit Moussaieff sér tíma til þess að virða fyrir sér skarann. Aðrir tignir gestir athafnarinnar hröðuðu sér hins vegar á milli húsa. MYND SIGTRYGGUR 1 MÓTMÆLI 4. OKTÓBER AUGLÝST MEÐ MYNDBANDI Á YOUTUBE Á YouTube er að finna myndband þar sem mótmælin sem boðuð eru í dag eru auglýst og meðal annars vitnað í fréttir af niðurfellingu skulda á auðmenn. 2 „VIÐ ERUM LÁGSTÉTTAR-, MILLI-STÉTTAR- OG UTANSTÉTTARPAKK“ Steinunn Gunnlaugsdóttir, ein ákærðu níumenninganna, segir réttarkerfið hygla yfirstéttinni á kostnað lægri stétta. 3 ÁRNI „ÚR JÁRNI“ HENGIR ÓSIGRAÐAN RÚSSA - MYNDBAND Bardagaíþróttakappinn Árni „úr járni“ Ísaksson átti drauma endur- komu í hringinn á laugardag þegar hann lagði ósigraðan Rússa. 4 FRUMVARP ÁRNA PÁLS NÝTUR STUÐNINGS Meirihluti landsmanna er fylgjandi því að öll gengistryggð bíla- og húsnæðislán verði gerð ólögmæt 5 SÖLVI SEGIR VIÐMÆLANDA HAFA FRAMIÐ SJÁLFSVÍG Sölvi sagði frá því á bloggi sínu að viðmælandi sem ætlaði að koma í þáttinn hans hafi framið sjálfsvíg vegna nauðungar- sölu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.