Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2010, Blaðsíða 26
26 fólkið 4. október 2010 mánudagur
LúxusLíf í KieL
Handknattleiksstjarnan Aron Pálm-
arsson keyrir nú um á bíl af gerðinni
Audi s5 sem er rúm 350 hestöfl og
kostar í kringum 14 milljónir. Hann
er nýfluttur í nýja íbúð og í vetur
bíður hans stærra hlutverk hjá
Kiel sem er eitt stærsta hand-
knattleiksfélag í heimi.
Aron Pálmarsson nýtur lífsins í Kiel um þess-ar mundir en samkvæmt heimildum DV var hann að festa kaup á 14 milljóna króna Audi bifreið auk þess sem hann er að flytja í
nýja íbúð á tveimur hæðum. Aron er aðeins tvítugur en
hann leikur með einu stærsta félagsliði heims í hand-
bolta, Kiel. Það er fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands,
Alfreð Gíslason, sem stýrir liðinu.
Bíllinn sem Aron var að kaupa er glænýr og af gerð-
inni Audi S5 coupé. Ekki er um neina fjölskyldubifreið
að ræða en bíllinn er með átta strokka og 4,2 lítra vél.
Það er að skila einum 354 hestöflum. Íbúð Arons er ekki
af verri endanum heldur. Hún er á tveimur hæðum og
henni fylgir bílakjallari fyrir nýja eðalvagninn. Á neðri
hæð íbúðarinnar er svo aðstaða fyrir gesti.
Logi Geirsson skrifaði á Facebook-síðu Arons í vik-
unni að „lítill fugl“ hefði hvíslað því að sér að Aron væri
kominn á bíl af þessari gerð. „Er svona 4 mín á æfingu
núna, var svona 8 mín á hinum,“ svarar Aron léttur en
Logi hef-
ur mikinn áhuga
á bílum og mótorhjólum.
Enda átti hann sitt lítið af hvoru
þegar hann var sjálfur í atvinnumennsku í
Þýskalandi.
Þetta er annað ár Arons í atvinnumennsku
en hann náði einstökum árangri með Kiel á
því fyrsta. Þá varð hann Þýskalandsmeistari
auk þess sem liðið vann Meistardeild Evr-
ópu. Aron var í kjölfarið valinn besti ný-
liði þýsku deildarinnar. Í ár verður Aron í
stærra hlutverki hjá liðinu enda árinu eldri
og reynslunni ríkari.
Sjálfur vildi Aron ekki tjá sig um bifreið-
ina né íbúðina þegar DV hafði samband en
neitaði því ekki að hann hefði það gott í
Kiel. asgeir@dv.is
Aron Pálmarsson Gerir
það gott úti í Þýskalandi.
Audi S5 coupé Rúm 350 hestöfl og kostar í
kringum 14 milljónir. Ekki slæmt Svona lítur þetta út undir húddinu hjá Aroni.
Aron PálmArs:
Rasshausar
í símasKRánni
Bíður
eftir barni
n Fréttahaukurinn Helgi Seljan
og kona hans Katrín Bessadóttir
hafa beðið í ofvæni eftir fæðingu
annars barns síns og veltir Katr-
ín fyrir sér á fésbókarsíðu sinni
á föstudaginn síðastliðinn hvort
barnið vanti nokkuð leiðarvísi því
eitthvað hefur það látið bíða eftir
sér. Katrín hefur unnið fyrir Vinstri
græna á Akureyri undanfarið en
þau skötuhjú eru víst flutt aftur
til borgarinnar, sem mun eflaust
spara Helga talsverðan tíma við að
koma sér til og frá vinnu.
n Líkt og greint var frá fyrir helgi
mun Egill „Gillz“ Einarsson verða
meðhöfundur Símaskrárinn-
ar 2011. Hann hefur nú tilkynnt
hvert hans fyrsta verk verður. „Er
búinn að ákveða að setja orð-
ið RASSHAUS fyrir aftan nöfn
Liverpool manna í símaskránni,“
segir hann á Facebook-síðu sinni.
Viðbrögðin stóðu ekki á sér og
athugasemdum frá Liverpool-
mönnum rigndi inn. Kvikmynda-
framleiðandinn Kristófer Dignus
hótaði að hætta við að framleiða
sjónvarpsþáttaröð byggða á bók-
inni Mannasiðir Gillz og Sölvi
Tryggvason skoraði á Egil í bók-
sölukeppni um jólin.
Ásdís Rán er með upphafsstafi barnanna ritaða á handlegginn:
Húðflúr í stAð
kAttArdóts
Eins og DV greindi frá fyrir helgi er fyrir-
sætan og athafnakonan Ásdís Rán Gunn-
arsdóttir komin með stórt húðflúr á hand-
legginn en það fékk hún sér í Sofiu áður en
hún flutti til München þar sem hún býr nú.
Hún greindi frá því um helgina á Facebook-
síðu sinni hvernig húðflúr hún fékk sér. Ás-
dís lét rita upphafstafi barna sinna innan
á handlegginn, R, H og V sem standa fyrir
Róbert, Hektor og Victoriu. „Svo er allskon-
ar skraut í kringum stafina,“ skrifaði Ásdís á
Facebook.
Stefnan hjá Ásdísi var þó ekki að fá sér
húðflúr. „Annars var ég bara á leið niður í
bæ að ná í eitthvað dót fyrir köttinn minn
en þegar þegar ég var kominn á staðinn
var dýrabúðin horfin bara tatto-stofa opin
þarna. Svo ég endaði í stólnum og er nú
kominn með stórt tattoo,“ skrifaði hún.
Eiginmaður Ásdísar, knattspyrnumaður-
inn Garðar Gunnlaugsson, spilar með neðri
deildar liðinu Unterhaching en hann hef-
ur síðustu vikur verið að gera allt klárt fyr-
ir komu fjölskyldunnar. Eru þau nú komin
með íbúð og fjölskyldan því sameinuð á ný.
Hjónin eyddu helginni á októberfest en
hvergi er haldið jafnmikið upp á þá hátíð
og í München enda er það upphafsstaður
hennar. München er höfuðstaður Bæjara-
lands en októberfest er ein fjölsóttasta há-
tíð heimi.
tomas@dv.is
SKrýTin BúðArfErð
Ásdís fór að kaupa dót
fyrir köttinn en kom með
heim húðflúr.
mynD ArnolD BjörnSSon