Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 6
6 fréttir 19. nóvember 2010 föstudagur
Einar Örn Ólafsson, núverandi for-
stjóri olíufélagsins Skeljungs og
fyrrverandi framkvæmdastjóri fyr-
irtækjaráðgjafar Glitnis, hefur ver-
ið yfirheyrður í tengslum við rann-
sókn sérstaks saksóknara á fimm
málum sem tengjast starfsemi
Glitnis. Einar Örn var yfirheyrður
á þriðjudaginn líkt og flestir aðrir
þeir sem voru yfirheyrðir í málinu.
Reikna má með að Einar Örn hafi
verið yfirheyrður vegna aðkomu
sinnar að lánveitingum Glitnis til
félagsins FS-38 ehf. til að kaupa
hlutabréf Fons hf. í bresku skart-
gripakeðjunni Aurum Holding Ltd.
vorið og sumarið 2008.
Aurum-málið, eins og það er
kynnt í stefnu slitastjórnar Glitnis,
snýst í einföldu máli um að Glitnir
hafi keypt skartgripakeðjuna af
Pálma Haraldssyni á yfirverði, sex
milljarða króna, og að sinn millj-
arðurinn hvor hafi runnið til Jóns
Ásgeirs Jóhannessonar og Pálma.
Inntakið í því máli er að Jón Ásgeir
og Pálmi hafi notað viðskiptin til
að hagnast á þeim persónulega. En
Jón Ásgeir og Pálmi lögðu línurnar
í viðskiptunum í tölvupóstum sem
sendir voru til starfsmanna Glitnis
og vísað er til í tölvupóstunum.
Tortóla-ummælin
Eins og frægt er orðið sagði Einar
Örn um þessi viðskipti í tölvupósti
til Lárusar Welding að hann skildi
ekki af hverju peningarnir væru
ekki bara lagðir inn á Pálma í stað
þess að búa fléttuna með Aurum-
keðjuna til. „Ég verð að viðurkenna
að ég skil ekki af hverju við við lán-
um ekki bara palma 2. ma.kr. til að
koma fyrir á cayman, áður en hann
fer á hausinn, I stað thess að fara I
alla þess goldsmith aefingu.“ Vitn-
að er í þennan tölvupóst frá Einari
Erni í stefnu slitastjórnar Glitnis
gegn Jóni Ásgeiri.
Ekki er vitað hvort Einar Örn
hafi verið yfirheyrður sem vitni
eða hvort hann hafi stöðu grunaðs
manns. Af tölvupóstunum sem vís-
að er til í stefnunni má sjá að Ein-
ar Örn hafi að sumu leyti verið rödd
skynseminnar og reynt að sporna
við fótum í Aurum-viðskiptunum
að vissu leyti. Ekki er vitað til þess
að Einar Örn tengist öðrum málum
en Aurum-málinu af þeim fimm
sem til skoðunar eru.
Settur í erfiða stöðu
Önnur ummæli Einars sem benda
til þess að Aurum-keðjan hafi verið
keypt of dýru verði á kostnað Glitn-
is koma fram í tölvupósti sem hann
sendi Lárusi Welding, forstjóra
Glitnis, í maí 2008. Þá gagnrýndi
hann Jón Ásgeir fyrir að verðleggja
Aurum allt of hátt en afleiðingin
var sú að meiri peningar runnu út
úr Glitni í viðskiptunum.
Einar Örn sagði þá við Lárus:
„Mér finnst hinn góði eigandi okkar
aðeins setja þig í erfiða stöðu með
þessum mail. Goltsmith er t.d. virði
1,5 en ekki 4,0 o.s.frv. En ég geri allt
sem þú segir mér að gera, kv. Einar.“
Með þessu var Einar Örn, einn
af framkvæmdastjórum Glitnis, að
benda á að viðskiptin með Aurum
væru afar sérstök og líklega að þau
færu ekki fram á viðskiptalegum
forsendum. Þessi gagnrýni kom þó
ekki í veg fyrir að starfsmenn Glitn-
is, þar með talinn Einar Örn, fram-
fylgdu þeim skipunum sem lagðar
voru fram í tölvupóstunum enda
sagðist Einar gera allt það sem Lár-
us segði honum að gera.
Hætti vegna trúnaðarbrests
Einar Örn hætti hjá Íslandsbanka,
arftaka Glitnis, í apríl í fyrra vegna
trúnaðarbrests á milli hans og for-
svarsmanna bankans. Bankinn gaf
það aldrei út í hverju trúnaðarbrest-
urinn hefði falist Mikla athygli vakti
þó að Einar Örn hafði séð um söluna
á meirihluta á Skeljungi til núverandi
eigenda félagsins, Guðmundar Arn-
ar Þórðarsonar, Svanhildar Nönnu
Vigfúsdóttur og Birgis Þórs Bieltvelts,
um haustið 2008 og átti bankinn að
fá greitt að hluta til með fasteignum
í Danmörku. Eftir hrunið 2008 gátu
kaupendur Skeljungs hins vegar ekki
lokið við fjármögnunina, meðal ann-
ars vegna þess að fasteignamark-
aðurinn í Danmörku hafði hrunið
og því hélt bankinn eftir stærri hlut
í olíufélaginu en hann hafði ætlað
að gera. Salan á Skeljungi á þessum
forsendum kom sér því afar illa fyrir
bankann.
Einar Örn var svo ráðinn til
Skeljungs í lok maí í fyrra og greiddu
stjórnarmenn Íslandsbanka í Skelj-
ungi atkvæði gegn því að Einar Örn
yrði ráðinn. Í kjölfarið fór fram athug-
un á sölunni á Skeljungi haustið 2008
en ekkert kom út úr henni sem greint
hefur verið frá opinberlega. Síðan
þetta gerðist hafa Guðmundur, Svan-
hildur og Birgir keypt hlut bankans í
Skeljungi og ráða nú félaginu til fulls.
FORSTJÓRI SKELJUNGS
VAR YFIRHEYRÐUR
ingi f. vilHjálmSSon
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
En ég geri allt sem þú segir mér
að gera.
Forstjóri Skeljungs, Einar Örn Ólafsson, var yfirheyrður í tengslum við rannsókn
sérstaks saksóknara á Glitni. Einar Örn benti á það í tölvupóstum að verðmat Aurum-
keðjunnar væri of hátt. Hann skildi ekki af hverju Pálmi Haraldsson fengi ekki bara
2 milljarða inn á reikning sinn í stað þess að búa til viðskiptafléttu um fjárútlátin.
Spyrnti við fótum SegjamáaðummæliEinarsArnarbenditilaðhannhafispyrnt
viðfótumgegneigendavaldiJónsÁsgeirsJóhannessonarámeðanhannvar
framkvæmdastjórihjáGlitni.HannbentiáaðAurum-viðskiptingengjuekkiupp.
HannframfylgdiþóskipunumLárusarWelding.
Forstjóri N1 spáir frekari hækkunum á eldsneytisverði:
Lítrinnáframyfir200krónum
„Olíuverð hefur verið að hækka á er-
lendum mörkuðum töluvert þó það
hafi lækkað aðeins aftur á miðviku-
daginn. Þá hefur gengi á dollar verið
að sveiflast til og frá. Þær hækkanir
sem hefðu átt að koma fram í síðustu
viku gerðu það ekki. Þetta var eðlileg
hækkun í byrjun vikunnar,“ segir Her-
mann Guðmundsson, forstjóri N1.
FÍB gagnrýnir Olís, Shell og N1
fyrir hækkun á eldsneytisverði í vik-
unni og segir að hún sé tilefnislaus
og til þess fallin að auka álagningu.
Hermann vísar því á bug og bendir á
að þó hráolíuverð lækki einn daginn
komi sú lækkun ekki fram strax í því
verði sem fullunnið bensín og dísil-
olía eru keypt á. Verðlagið fylgist að til
lengri tíma en ekki frá degi til dags.
Bensín- og dísilolíulítrinn kosta
nú víðast um eða yfir 200 krónur.
Hermann spáir því að lítrinn muni
áfram kosta meira en 200 krónur, ekki
fái hann séð að verð á heimsmarkaði
muni lækka á næstunni, þó erfitt sé
um að spá. Verðið sé tiltölulega hátt
miðað við að hagkerfi heimsins eigi
enn í basli. „Ef ég ætti að leggja pen-
ing undir þá myndi ég veðja á hækk-
anir. Til lengri tíma miklar hækkan-
ir en til skemmri tíma minni,“ segir
hann en vonast þó til að heimsmark-
aðsverðin haldist í jafnvægi fram eftir
vetri. Hann bendir á að ríkisstjórnin
ætli enn að auka álögur á eldsneyti
um áramótin. „Ég minni á að hlutur
ríkissjóðs í útsöluverðinu er 52 pró-
sent, 38 prósent fara til þeirra olíu-
hreinsistöðva sem við verslum við og
10 til 11 prósentur eru okkar hlutur af
útsöluverðinu,“ segir hann að lokum.
baldur@dv.is Ríkið hækkar gjöldin HermannsegirhlutN1íútsöluverðinu10til11prósent.
Borgin biðst
afsökunar
„Borgarráð biður alla þá einstak-
linga sem vistaðir voru á stofnun-
um á vegum barnaverndaryfirvalda
í Reykjavík á árum áður og urðu fyrir
ofbeldi eða illri meðferð afsökunar.“
Svo segir í bókun sem samþykkt var
á fundi borgarráðs á fimmtudag. Í
skýrslu sem unnin var um starfsemi
vist- og meðferðarheimila fyrir börn
kom fram að meiri líkur en minni eru
taldar á því að vistmenn hafi á vissum
starfstíma heimilanna orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi af hálfu starfsfólks
eða utanaðkomandi aðila.
Borgaryfirvöld harma þá sorg og
þungbæru reynslu sem börn sem
vistuð voru á þessum heimilum
urðu fyrir.
Kaupmáttur
lækkar
Kaupmáttur ráðstöfunartekna
gæti lækkað um 0,5 prósent nái
frumvarp Steingríms J. Sigfús-
sonar fjármálaráðherra um ráð-
stafanir í ríkisfjármálum fram
að ganga. Þetta kom fram í máli
Steingríms á Alþingi á fimmtudag
en samkvæmt frumvarpinu, sem
oft er kallað bandormur, nemur
viðbótartekjuöflun rúmlega tíu
milljörðum króna fyrir næsta ár.
Steingrímur var gagnrýndur
töluvert á Alþingi á fimmtudag en
samkvæmt frumvarpinu munu
meðal annars fjármagnstekju-
skattur, erfðafjárskattur og vöru-
gjöld af áfengi og tóbaki hækka.
Opið virka daga 12-18
laugardag 12-16
Grensásvegi 8 -108 RVK
Sími: 517-2040
Góðir skór
á börnin
www.xena.is
St. 20-27
kr. 6.495.-
St. 28-35
kr. 6.995.-
St. 20-27
kr. 6.495.-
St. 28-35
kr. 6.995.-