Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Qupperneq 10
10 FRÉTTIR 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR Þema náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2011 er sjálfbær ferðaþjónusta. Verðlaunin verða veitt í 17. sinn og nema 350.000 dönskum krónum. Þau verða veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur verið í fararbroddi og stuðlað að því að draga úr umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Öllum er heimilt að senda inn tillögur um verðlaunahafa. Í tillögunum þarf eftirfarandi að koma fram auk rökstuðnings: • Kynning og lýsing á starfseminni. • Hver hefur haft veg og vanda af starfseminni. • Starfsemin skal vera faglega unnin og hafa þýðingu fyrir almenning í einu eða fleiri norrænu ríkjanna. • Tillagan má að hámarki vera tvær A4 síður og skal henta til fjölföldunar. Verðlaunahafinn verður valinn af nefnd sem skipuð er fulltrúum norrænu ríkjanna fimm og sjálfstjórnarsvæðanna Færeyja, Grænlands og Álandseyja. Tillögurnar skulu sendar inn á sérstöku eyðublaði og þurfa að berast skrifstofu sendinefndar Noregs í Norðurlandaráði, í síðasta lagi föstudaginn 10. desember 2010 kl. 12.00. Eyðublaðið er hægt að nálgast á vefsíðu Norðurlandaráðs, norden.org, eða hjá skrifstofu norsku sendinefndarinnar. Nordisk Råd Den norske delegation Stortinget, 0026 Oslo Sími +47 2331 3568 nordpost@stortinget.no F í t o n / S Í A Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011 NYTJAMARKAÐIR BERJ- AST UM VIÐSKIPTAVINI Hörð samkeppni hefur myndast um við- skiptavini fyrir jólin á nytjamörkuðum í Reykjavík. Nýr markaður, sem svipar mjög til Kolaportsins, var opnaður í Korputorgi og þá er rekinn jólamarkaður í Síðumúlanum. Nadia Tamimi stendur fyrir nýjum markaði á Korputorgi. Hún ákvað að láta slag standa og opna nýjan mark- að í ljósi þess hversu erfiðlega henni gekk að fá bás í Kolaportinu. „Það er ekki opið í Kolaportinu dagana fyrir jól og ekki heldur á virkum dögum og þess vegna ákvað ég að opna þenn- an nýja markað,“ segir Nadia. „Ég var oft búin að fara í Kolaportið og það gekk svo erfiðlega að fá bás. Þess vegna ákvað ég að láta slag standa. Ég ákvað að snúa á kreppuna,“ segir Nadia full eftirvæntingar. Frí barnaklipping Markaður Nadiu á Korputorgi á að sinna barnafjölskyldum vel og um síðustu helgi var meðal annars boðið upp á fría barnaklippingu. Aðspurð hvernig það kom til að hún ákvað að opna markað segir hún: „Maðurinn minn var atvinnulaus og við í vand- ræðum með að láta heimilishaldið ganga. Við eigum þrjú börn og erum sérstaklega meðvituð um hversu erf- iðlega barnafjölskyldum gengur að reka heimili. Það er líka þess vegna sem við leggjum sérstaka áherslu á að hér sé eitthvað gott í boði fyr- ir barnafjölskyldur. Við buðum upp á fría barnaklippingu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var bið- röð af foreldrum með börn sín langt út úr dyrum,“ segir Nadia og segir að uppátækið verði endurtekið fyrir jól enda víst að fjöldi foreldra hefur ekki efni á að fara með börn sín í jóla- klippingu fyrir jólin. Lifa góðu lífi í kreppunni Nytjamarkaðir lifa góðu lífi í kreppunni. Kolaportið og Góði hirð- irinn voru lengi einna stærstir en nú spretta upp aðrir nytjamarkaðir víða um borg og stefnir í mikla samkeppni fyrir jólin. Umboðssalan er til húsa við Smáratorg í þúsund fermetra húsi og þar er ýmislegt í boði, bæði notað og nýtt. Annan nytjamarkað er að finna í Mörkinni og enn einn í Síðumúla sem eykur vinsældir sín- ar. Nytjamarkaður til styrktar ABC- barnahjálp í Skútuvogi nýtur einnig vinsælda fyrir jólin en þar eru til sölu bæði nýjar og notaðar vörur svo sem föt, heimilistæki, húsgögn og í raun allt milli himins og jarðar.  Í Korputorgi eru allir básar pant- aðir fram að jólum og margir á bið- listum. Þegar blaðamann bar að garði voru allir básar fullskipaðir. Á markaðstorginu mátti meðal ann- ars finna kæsta skötu og reyktan fisk, brauð og kökur úr Sveitabakaríi og vörur undir merki Beint frá býli. Þar mátti einnig finna heimilisvarning og notaðan jafnt sem nýjan fatnað á góðu verði. KRISTJANA GUÐBRANDSDÓTTIR blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is Ég ákvað að snúa á kreppuna. Allir básar fráteknir ÁnýjumnytjamarkaðiKorputorgseruallirbásarpantaðirframaðjólumogmargirábiðlistum. Hæstiréttur hefur dæmt lögreglu- manninn Garðar Helga Magnús- son sekan um brot í opinberu starfi. Ákvörðun um refsingu Garðars var frestað og verður hún látin niður falla haldi hann almennt skilorð í tvö ár. Garðar var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr á árinu. Forsaga málsins er sú að 18. jan- úar árið 2009 var Garðar, ásamt fleiri lögreglumönnum, við eftirlit á bíl í miðbænum þegar þeir voru kvaddir að veitingahúsinu Apótekinu í Aust- urstræti. Þar hafði sést maður með hníf, samkvæmt tilkynningu sem lögregla fékk. Þegar lögreglan kom að staðn- um var þar einnig staddur maður, fæddur 1987, sem var undir áhrif- um áfengis. Hóf hann að ausa sví- virðingum af kynferðislegum toga yfir lögreglumennina, samkvæmt dómskjölum. Drengurinn var tekinn og snúinn niður af lögreglumönn- unum, handjárnaður og settur inn í lögreglubílinn. Að því loknu var ekið með hann út á Granda þar sem hon- um var sleppt lausum. Garðari var á engum tíma- punkti vikið úr starfi á með- an rannsókn málsins fór fram né heldur á meðan málið var fyrir dóm- stólum. Þegar málið var fyrst tekið fyrir í héraðsdómi sagði Gísli Páls- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, að það hefði ver- ið tekin ákvörðun um að bíða niður- stöðu dóms áður en hann yrði send- ur í leyfi. „Meginskýringin er sú að það er mat ríkislögreglustjóra að málavextir séu mjög óljósir um atriði sem kunna að varða ætlaða sök lög- reglumannsins,“ sagði hann. „Ákvörðun G (Garðars Helga Mangússonar, innsk. blm.) um að ekið skyldi með A þá leið sem gert var til að freista þess að róa hann nið- ur svo lögreglumennirnir kæmust sem fyrst til að sinna áfram verkefni á vettvangi lögregluaðgerðar, sem þeir höfðu verið kvaddir til, ætti sér ekki stoð í 15. gr. lögreglulaga og rúmaðist ekki innan almennra heimilda sem lögregla hefur venju samkvæmt til að halda uppi lögum og reglu,“ segir meðal annars í dómnum. Garðar Helgi hefur starfað sem lögreglumaður í áratug. Hann var í viðtali við DV árið 2009 þar sem hann lýsti því hvernig dagur í lífi lögreglu- manns gengur fyrir sig. Þar sagðist hann eiginlega hafa slysast í starfið. „Ég var í vinnu og átti erfiðan dag. Ég vaknaði úrillur og fannst vinnan leiðinleg og langaði að prófa eitthvað nýtt. Svo heyrði ég að það vantaði í lögguna þar sem ég var. Allt í einu var ég bara kominn í lögguna. Bara upp á djókið. Ég var ekki með neina löggu- drauma þegar ég var krakki. Ég hafði aldrei neinn áhuga á lögreglunni og ætlaði ekki í lögregluna. En allt í einu var ég kominn í lögguna og ég er hérna enn þá,“ sagði Garðar. Saklaus, svo sekur Garðarvarfyrstsýknaðuríhéraðsdómiáðurenhannvar sakfellduríHæstarétti. Út fyrir eigið valdsvið Lögreglumaður ók með dreng út á Granda og skildi hann eftir: AÐALSTEINN KJARTANSSON blaðamaður skrifar: adalsteinn@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.