Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 14
14 fréttir 19. nóvember 2010 föstudagur „Ég bið fólk að láta hana í friði“ Jónína Sigurjónsdóttir, móðir kon- unnar sem var svívirt opinberlega eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar var dæmdur fyrir nauðgun, segist hafa áhyggjur af dóttur sinni. Konan kom ekki fram undir nafni þá en hefur ákveðið að koma fram undir fullu nafni og mynd í kjallar- grein í blaðinu í dag. Hún heitir Sól- ey Sveinsdóttir og er sjö barna móð- ir. Jónína, móðir hennar, segist hafa áhyggjur af börnunum: „Ég finn til með Sóleyju og börnunum og hef áhyggjur af þeim. Ég sé að henni hef- ur ekki liðið vel. En mig langar ekki til þess að segja neitt ljótt um þetta fólk þótt að ég hugsi það kannski. Ég botna bara ekkert í þessu. Ég skil ekki hvernig fólk talar. Sóley hefur ákveðið að standa upp og verjast en ég er orðin gömul og þreytt. Ég hef ekki dug í það.“ Eilíf martröð Sóley lýsti reynslu sinni í viðtali við DV á mánudaginn. Þar sagði hún jafnframt að móður sinni liði svo illa vegna málsins að hún hefði ekki farið út á tímabili. Jónína staðfestir það. „Fólk dæmir mig út frá þessu máli. Jafnvel fólk sem þekkir mig ekki neitt. Ég finn það alveg. Kannski er það bara ég, en ég hef það alltaf á tilfinningunni að fólk kenni mér um þetta. Ég veit að það er talað um okkur. Þetta er lítill bær og ég finn fyrir því. Margir virðast taka und- ir rógburðinn þótt við þekkjum þá ekki neitt og höfum ekki einu sinni hugmynd um hverjir það eru. Engu að síður virðast þeir taka afstöðu í þessu máli. Þá hlýtur að vanta eitt- hvað til þess að tala um. En ég vona að þetta fólk fari að láta hana í friði. Hún hefur ekki gert því nokkurn skapaðan hlut og á þetta ekki skilið. Ég vona að þetta fari að verða búið svo hún og aðrir geti farið að jafna sig. Þetta er bara búið að vera eilíf helvítis martröð.“ Vill helst halda sig heima Hún segir að á tímabili hafi fólk ver- ið leiðinlegt við hana. „Það heilsaði mér ekki þegar ég mætti því á götum úti. Það mældi mig út og pískraði þegar ég gekk fram hjá. Ég vissi al- veg af hverju það var. Þannig að mig hefur ekki langað að fara út á meðal fólks. Ég vil helst halda mig heima. Þegar dómurinn féll í Hæstarétti reyndi ég að láta sem ég tæki ekki eftir því sem var að gerast. Ég gerði það sem ég ætlaði mér að gera en talaði helst ekki við neinn. Þá var ég ekki að angra neinn á meðan. Mér leið betur með það.“ Örg út í lífið Fjölskyldan forðast að ræða málið. „Ég veit ekki hvort aðrir í fjölskyld- unni hafi upplifað eitthvað sam- bærilegt. Við reynum að ræða þetta ekki okkar á milli þar sem við getum ekkert við þessu gert. Við reynum bara að lifa lífinu eins og það er. Það er alla vega enginn að ergja mig með því að ræða þetta við mig. Kannski ræða systkinin þetta sín á milli, ég veit það ekki. En ég verð að viðurkenna að ég varð hálf örg út í lífið og tilveruna þegar þetta mál kom upp. Vegna þess sem hann gerði henni og því sem á eftir fylgdi. Menn eiga ekki að komast upp með svona.“ Vonar að þessu ljúki fljótt Hún segir að hann hafi heimsótt hana eftir að naugðunin átti sér stað. „Ég sagði við hann að mér þætti það ekki fallegt sem hann hefði gert. Þá svaraði hann: „Það getur vel verið,“ og hló. Ég varð reið og sagði honum að koma sér út. Síðan hef ég ekki séð hann. Það er alveg út í hött að halda því fram að Sóley hafi spunnið þetta upp. Hún myndi aldrei ljúga þessu upp á hann. Þá hefði hann líka svarað því en ekki hlegið. Það er bara verið að reyna að snúa út úr málinu með því rægja hana. Ég hef heyrt af því að henni sé líka bölvað í sand og ösku á Face- book. Ég trúi því ekki að heilvita manneskjur skuli láta svona. Ég bið fólk að láta hana í friði og leyfa henni að ala upp börnin sín. Ég vona að Guð og almættið gefi að þetta sé að verða búið.“ Jónína Sigurjónsdóttir er móðir Sóleyjar Sveinsdóttur sem var svívirt á netinu eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar var dæmdur fyrir að nauðga henni. Jónína segir að málið hafi verið martröð og biðlar til fólks að láta dóttur sína í friði. Sjálf fer hún helst ekki út úr húsi vegna málsins af ótta við dóm samfélagsins. ingibJÖrg dÖgg kJartanSdóttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Það heilsaði mér ekki þegar ég mætti því á götum úti. Það mældi mig út og pískraði þegar ég gekk fram hjá. Ég vissi alveg af hverju það var. Ætlar að kæra verstu ummælin Gróflega var vegið að æru Sóleyjar Sveinsdóttur á netinu vegna hæstaréttardóms sem féll yfir manni sem nauðgaði henni. Fólk sem tengdist manninum tók upp hanskann fyrir hann með því að svívirða hana. Hún hefur ákveðið að kæra öll ærumeiðandi ummæli. „Ég talaði við lögregluna og við ætlum að fara yfir það hvaða athugasemdir voru saknæmar. Það voru svo margir sem tjáðu sig og sumir oftar en einu sinni. Sumt var ljótt en er kannski ekki brot á hegningarlögum. Þannig að við ætlum að leggjast yfir þetta og sjá svo til hvað verður kært. En ég mun kæra þessi ummæli.“ Jónas Ottósson, rannsóknarlögreglumaður á Akranesi, staðfestir að Sóley hafi haft samband við sig. Hann segir að vegna anna hafi hann þó ekki get- að hitt hana en ráðgerir að þau fundi í dag, föstudag. „Þannig að okkur hefur ekki borist formleg kæra. En þegar hún verður lögð fram munum við skoða mál- ið, við munum ekki fara almennilega ofan í þetta fyrr. En ég get ekki tekið neina afstöðu í þessu máli og alls ekki opinberlega. Við verðum að gæta hlutleysis og vinna jafnt að sekt og sýknu. Því tjáum við okkur ekki um mál sem eru í rannsókn hjá lögreglunni. En ég get sagt þér það að þú hótar ekki fólki. Það er sak- næmt að hóta fólki. En það þarf alltaf að skoða það hvaða ummæli eru brot á hegningarlögum og síð- an er það ríkissaksóknara að meta það hvort það sé ákært í málinu eða ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.