Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 18
18 fréttir 19. nóvember 2010 föstudagur
BÍLALIND.IS
Bílasala Funahöfða 1 110 Rvk. Sími: 580-8900
Við seljum bílinn þinn meðan þú slappar af. Mikil sala!
Vilt þú selja bílinn þinn?
Settu hann á skrá hjá okkur frítt!
Heilbrigðiskerfið
gæti Hrunið
Guðrún Bryndís Ragnarsdóttir, verkfræð-
ingur og sjúkraliði, segir að Íslendingar
missi heilbrigðiskerfið úr almannaþjón-
ustu yfir í tryggingakerfið innan fárra
ára líkt og Hollendingar. Niðurskurður í
heilbrigðiskerfinu geri alla heilbrigðis-
þjónustu dýra og bygging sjúkrahúss muni
í ofanálag reynast almannaþjónustunni
banabiti. Niðurstaðan telur Guðrún verða
þá að heilbrigðiskerfið hrynji með jafn-
afdrifaríkum hætti og bankarnir.
Guðrún Bryndís Karlsdóttir, verk-
fræðingur og sjúkraliði, segir hættu
á því að Íslendingar gætu misst heil-
brigðiskerfið úr almannaþjónustu yfir
í tryggingakerfið. Niðurskurður í heil-
brigðiskerfinu gæti orðið dýrari en
nemur því sem á að spara og of stór
bygging sjúkrahúss muni í ofanálag
reynast almannaþjónustunni bana-
biti.
Íslendingar munu þurfa að
tryggja sig
„Íslendingar gætu þurft að koma upp
sjúkratryggingakerfi í náinni fram tíð,“
segir Guðrún. „Þetta er fyrirsjáan-
leg þróun sem mögulega er hægt að
koma í veg fyrir. Íslendingar eru stoltir
af því að búa við gott heilbrigðiskerfi
en það er veruleg hætta á að því verði
fórnað nú í kjölfar efnahagshrunsins.
Eftir slíkt hrun verður þjóðfélagið ann-
ars konar en við höfum þekkt. Við höf-
um búið við gott heilbrigðiskerfi hér í
mörg ár. Við hverfum aftur um áratugi
hvað varðar aðgengi að þjónustu.“
Fórnaði framboðinu
Guðrún Bryndís kom fram í sjón-
varpsþættinum Návígi með Þórhalli
Gunnarssyni á dögunum og ræddi
um útreikninga sína og tækifæri í hag-
ræðingu með verðkönnun á þjónustu
sjúkrahúsa – einnig LSH. Hún hætti
við framboð sitt til stjórnlagaþings til
að geta tjáð sig um málið í fjölmiðlum.
Útreikningar Guðrúnar þykja sýna
glöggt í hvað stefnir og þann kostn-
aðarauka sem fylgir fyrirhuguðum
niðurskurði í fjárlögum 2010. Guð-
rún telur að ef af niðurskurði verði
geti það haft mikil áhrif á þjónustu
og lífskjör á landinu öllu. Það hljóti
því að vera krafa að slíkar aðgerðir
leiði raunverulega til mikils ábata
fyrir ríkið og skattgreiðendur. „Mörg
dæmi eru um að hagræðingarað-
gerðir séu illa undirbúnar og ekki sé
gert heildstætt mat á öllum rekstrar-
og áhrifaþáttum heldur eingöngu
horft á málið út frá þröngum hags-
munum einstakra eininga. Þannig
getur sparnaður einnar heilbrigðis-
stofnunar valdið auknum kostnaði
annars staðar og heildar ávinningur
verið enginn eða neikvæður.“
Rándýrar, einfaldar aðgerðir
Þegar breytingar eru gerðar í heil-
brigðisþjónustu er mikilvægt að líta
á kerfið sem eina heild og hlutverk
hennar í samfélaginu. Sem dæmi
nefnir Guðrún að á sjúkrahúsum á
landsbyggðinni séu framkvæmdar
minni aðgerðir sem ekki séu fram-
kvæmdar á LSH og biðlistaaðgerðir,
svo sem bæklunaraðgerðir og háls-,
nef- og eyrnaaðgerðir – þetta gæti
leitt til þess að aðgerðir verði að
hluta til framkvæmdar á einka-
reknum skurðstofum á höfuð-
borgarsvæðinu sem eru dýrari en
skurðstofur á sjúkrahúsum á lands-
byggðinni.
„Þessi þróun gæti orðið afdrifa-
ríkari en margan grunar,“ segir
Guðrún Bryndís. „Það er afskap-
lega óvarlegt að gera ráð fyrir því að
LSH geti tekið við öllum þessum að-
gerðum án þess að fá greiðslu fyrir.
Kostnaður vegna einfaldra aðgerða
á landsbyggðarsjúkrahúsum er lítill
borinn saman við verðskrá LSH. Það
felst ákveðin þversögn í því að ábati
náist með því að flytja þjónustu
þangað sem kostnaðurinn er hærri.“
33 milljarðar meðan verið er að
skera niður?
„Kostnaður við nýbyggingu Land-
spítalans var áætlaður um 33 millj-
arðar króna árið 2009 og svipuð
upphæð árið 2003,“ segir Guðrún
Bryndís. „Og það má því velta því
fyrir sér hvort þetta sé rétti tíminn
til að byggja nýtt sjúkrahús nú þegar
verið er að endurskipuleggja heil-
brigðiskerfið.
Ég tel það vera hagsmuni allra
að framkvæmd við þennan nýja
Landspítala gangi vel og að það sé
hægt að hagræða raunverulega í
heilbrigðiskerfinu án þess að það
verði því að falli. Almenningur ger-
ir sér kannski ekki grein fyrir um-
fangi byggingarinnar en í fyrsta
áfanga eru um 76 þúsund fermetr-
ar: 49 þúsund fermetra sjúkrahús,
10 þúsund fermetra heilbrigðis-
vísindadeild, 13 þúsund fermetra
rannsóknastofa fyrir sunnan Barna-
spítala Hringsins og 4.000 fermetra
sjúklingahótel fyrir norðan kvenna-
deildarbygginguna. Þá er reiknað
með að byggja 36 þúsund fermetra
í seinni áföngum. Það skiptir svo
miklu máli að vel takist til til þess
að heilbrigðisþjónustan geti áfram
þjónað landsmönnum. Þá er stað-
setningin mikilvæg og í þessu tilfelli
er hún afar umdeild eins og ég hef
áður rætt. Miðbærinn er alls ekki
hentugur byggingarstaður eða hag-
kvæmur.“
Þetta er fyrirsjáanleg þróun sem mögulega er
hægt að koma í veg fyrir.
kRistjana GuðBRandsdóttiR
blaðamaður skrifar: kristjana@dv.is
spáir afdrifaríkum afleiðingum Guðrún
Bryndístelurhægtaðsnúaóheillaþróuní
heilbrigðismálumÍslendingavið.