Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Page 28
28 UMRÆÐA 19. nóvember 2010 FÖSTUDAGUR
Við verðum að
fara að snúa við
blaðinu. Það eru
nú rúmlega tvö
ár síðan banka-
hrunið varð og
þótt við séum
enn að kljást við
margvíslegar og
alvarlegar af-
leiðingar af því,
þá er líka ljóst
að svartsýn-
ustu spár um
hvað það myndi hafa í för með sér
hafa alls ekki ræst. Við munum lík-
lega öll þessa haustdaga fyrir tveim-
ur árum þegar við vorum sem allra
ráðvilltust og svartsýnust og sum-
ar spár um framtíðina voru þannig
að menn þorðu varla að mæla þær
upphátt, heldur hvísluðust á. Meiri-
hluti þjóðarinnar atvinnulaus, allt
gjörsamlega í rúst í atvinnulífinu,
tugþúsundir manna við hungur-
mörk – og af einhverjum orsökum
fylgdi gjarnan með í spádómunum
að fyrrverandi bankamenn myndu
brátt þurfa að leita sér að einhverju
að éta í öskutunnum samborgara
sinna. Það hefur sannarlega ekki
ræst, bankamenn hafa það enn bara
ljómandi fínt sýnist mér, en hinir
spádómarnir rættust ekki heldur.
Hér er ekkert neyðarástand.
ERFITT HJÁ MÖRGUM, EN EKKI
ÖLLUM
Hér þarf ég jafnharðan að setja fyr-
irvara. Ég veit að margir eiga við
mikla og raunverulega erfiðleika að
glíma. Ég veit að alltof margir eru að
missa húsnæði sitt og það er svaka-
leg raun fyrir fólk, sem alls ekki má
gera lítið úr. Ég veit líka að marg-
ir þurfa að standa í biðröð til að fá
matargjafir því lægstu laun og/eða
atvinnuleysisbætur duga ekki alltaf
fyrir nauðþurftum. Ég veit þetta og
það hvarflar ekki að mér að gera lít-
ið úr því. Það er hin helsta og æðsta
skylda stjórnvalda í þessu landi, og
annarra sem um véla, að sjá svo
um – og það helst þegar í stað – að
höggið sem þeir verst settu hafa
orðið fyrir svipti þá ekki möguleik-
anum á að komast á fætur aftur. Og
umfram allt er það auðvitað skylda
stjórnvalda að engan skorti fæði
eða klæði á Íslandi – það er raunar
grundvallarskylda stjórnvaldanna
og allar aðrar skyldur koma á eftir
henni.
SPILLING, LEYNDARHYGGJA
OG MÁTTSÝKI
En þrátt fyrir þessa sannanlega
miklu erfiðleika, sem alltof margir
eiga við að stríða, þá er sannleikur-
inn nú samt sá að ekki ríkir almenn
neyð í samfélaginu. Ennþá erum
við í hópi ríkustu þjóða heims,
og ennþá leyfum við okkur sitt af
hverju bruðl og munað sem óhugs-
andi þætti fyrir borgara í stórum
hlutum heimsins. Það má gagn-
rýna ríkisstjórnina fyrir að hafa
ekki sýnt nægilegan þrótt í þeim
brimsköflum (!) sem samfélagið
hefur siglt gegnum síðustu misser-
in, og það má gagnrýna að ekki hafi
verið stigið nógu róttæk skref til að
uppræta spillingu, leyndarhyggju
og máttsýki misviturra stjórnmála-
manna – en þó hefur margt verið
vel gert. Íslendingar sem heild líða
enga neyð, og það eru þegar á lofti
ýmis merki þess að bati sé í vænd-
um. Strax og atvinnuleysi fer svolít-
ið að minnka, þá verður björninn
unninn. Og við munum segja skilið
við kreppuna.
ER ALLT EIN RJÚKANDI RÚST?
Það mun sjálfsagt taka nokkur
misseri enn að ná okkur að fullu
upp úr kreppunni. Því miður munu
efalaust einhverjir enn þurfa að
þola býsna grimmileg örlög í þess-
um þrengingum. En er þeim sem
nú glíma hina hinstu glímu um
það hvort þeim muni takast að
halda húsnæði sínu til dæmis ein-
hver greiði gerður með því að við
skulum ævinlega útmála ástand-
ið eins og hér sé allt ein rjúkandi
rúst? Ég held ekki. Ég held að bæði
þeir sem glíma við mestu erfiðleik-
ana, og þeir sem sigla töluvert lygn-
ari sjó, séu búnir að fá sig fullsadda
af þeim bölmóði og neikvæðni
sem einkennt hefur alla opinbera
umræðu í landinu – bæði meðal
stjórnmálamanna og fólksins sjálfs.
Hin þrúgandi andlega kreppa sem
lagst hefur á herðar okkar er að
verða næstum jafn óbærileg og hin
peningalega kreppa, og stjórnmála-
kreppan sem við glímum við af því
það voru stjórnvöld í þessu landi
sem bjuggu til það þjóðfélag sem
hrundi haustið 2008.
VILJI ER EKKI ALLT SEM ÞARF
Við getum ekki öll gert mikið til að
brjóta kreppuna á bak aftur. Fæst
okkar hafa nokkur ráð til þess. En við
þurfum þess heldur ekki öll. Stund-
um skiptir meiru að hugarfarið sé
gott en að maður geti lagt fram svo
og svo mikið í söfnunarbauka sam-
félagsins. Stjórnvöld verða að gera
svo vel að sinna sínum skyldum,
rannsóknaraðilar verða að herða
sig í að gefa okkur upplýsingar um
allt sem aflaga fór, dómsmálayfir-
völd verða að útdeila sanngirni og
réttlæti yfir þá sem sakaðir eru um
að hafa brotið af sér, bankar og aðr-
ar stofnanir verða að sýna okkur inn
í innviði sína svo við sannfærumst
um að þar ráði réttsýni og jöfnuður
millum manna – en verkefni okkar
sem einstaklinga hlýtur að vera að
kasta nú bölmóðinum fyrir róða, og
horfa til framtíðarinnar með djörf-
ung og dug, eins og þar stendur.
Stjórnlagaþingið getur kannski orð-
ið áfangi á þeirri leið, ef það verður
okkur nýtt upphaf fyrir samfélagið,
en það þarf fleira til.
Það þarf raunsæi svo við áttum
okkur á að við erum ekki á vonarvöl,
og það þarf bjartsýni til að við sjáum
að leiðin fram undan getur orðið
greið. Vilji er ekki allt sem þarf – en
án hans verður ferðin til framtíðar-
innar samt aldrei farin.
Þ að er varla til neitt skemmtilegra í lífinu en að taka skyndiákvarðanir
sem leiða til góðs. Frelsistil-
finningin sem fylgir slíkum
ákvörðunum er frábær og
maður lifir á þeim í mörg ár
á eftir. Fyrir nokkrum árum
fór ég með kærustunni í int-
errail-ferðalag um Evrópu
í einn mánuð. Ferðaplanið
var ekki beint fastmótað. Við
áttum aðeins flugmiða til
Kaupmannahafnar og svo flug aftur
frá Kaupmannahöfn um það bil ein-
um mánuði síðar. Á Hovedbanegår-
den í Kaupmannahöfn keyptum við
lestarmiða sem veitti okkur ferðafrelsi
um stóran hluta Evrópu í einn mán-
uð. Það eina sem við þurftum að gera
var að vera á lestarstöðvunum á rétt-
um tíma og hoppa um borð.
Þ að er ólýsanleg tilfinning að koma í nýja borg í nýju landi, með ekkert plan og engin áform um hvar á að gista,
heldur aðeins brennandi áhuga á að
upplifa eitthvað nýtt á eigin forsend-
um. Best er samt að eiga svolítið af
peningum og vera tilbúinn í að láta
vaða. Bakpokinn má heldur ekki vera
of þungur.
E itt kvöldið tékkuðum við okkur inn á gistiheimili í austurhluta Berlínar. Það liðu ekki nema nokkrar
mínútur þar til við vorum komin í
bjór með einhverjum Þjóðverjum
sem voru sjálfir á þvælingi. Í eina
kvöldstund spjölluðum við við þessa
náunga um allt sem okkur datt í
hug. Bjórinn rann um kverkarnar og
allt var eins og það átti að vera. Við
skiptumst á tölvupóstföngum, en
bjuggumst að sjálfsögðu ekki við því
að heyra nokkuð frá þeim aftur. Við
þrömmuðum svo um borgina næstu
daga, en þegar við nenntum ekki að
vera lengur í Berlín, þá var ekkert
annað að gera en að hoppa upp í lest
til Kraká í Póllandi. Nokkrum dögum
síðar fékk ég svo tölvupóst frá einum
Þjóðverjanum, þar sem hann sendi
mér myndaseríu af mér steinsofandi
í kojunni minni. Ég hafði enga hug-
mynd um að þeir hefðu tekið þessar
myndir. Vissulega má deila um hvort
það sé ekki frekar óhugnanlegt að
taka myndir af ókunnugu fólki í fasta-
svefni en þarna var þetta bara hluti
af húmornum og meinfyndið. Ég hef
auðvitað aldrei hitt þessa menn aftur.
Í Kraká var gistiheimilið svo ógeðs-legt að enginn klósettpappír var í boði á sameiginlegu salernis-rými. Það var ekkert annað í stöð-
unni en að beita villimannslegum
aðferðum, sem best er að fara ekki
nánar út í hér. Þetta var Austur-Evr-
ópa í fátæklegri mynd. Nóttin á gisti-
heimilinu kostaði náttúrulega ekki
nema kuskið úr vasanum mínum. Eitt
kvöldið gátum við ekki hugsað okkur
að vera á þessu sóðalega gistiheimili
lengur. Því var tekin ákvörðun um að
fara niður á lestarstöð og finna næstu
ferð til Prag. Viti menn, við þurft-
um ekki að bíða í nema klukkutíma
eftir næturlest. Við tróðum
okkur inn í fjögurra manna
svefnklefa með eldri banda-
rískum hjónum og sögð-
um góða nótt. Við vöknuð-
um svo á lestarstöðinni í
Prag. Þar fengum við alveg
frábæra íbúð í miðbæn-
um, sem við deildum með
nokkrum hressum Banda-
ríkjamönnum, sem við eld-
uðum spaghettí með.
N okkrum frábær-um dögum síðar ákváðum við að hoppa til Vínar-
borgar í Austurríki. Þar fengum við
ljómandi fínt herbergi sem við deild-
um ekki með neinum. Reyndar stal
ræstingakonan iPodinum mínum
eftir að kærastan gleymdi honum á
náttborðinu. Það uppgötvaðist á leið-
inni af gistiheimilinu, en það var um
seinan og enginn starfsmaður kann-
aðist við neitt. Hálftíma lestarferð til
Bratislava beið okkar. Munurinn á
þessum tveimur borgum er ótrúlegur.
Eftir þriggja tíma leit með bakpokana
á bakinu í grenjandi rigningu, feng-
um við inni á heimavist í borginni.
Tyggjóklessur voru fastar á gólfinu í
svefnherberginu og við gátum ekki
einu sinni læst hurðinni á herberg-
inu. Fokk it.
B ratislava var hundleiðinleg. Bara rigning, ekkert að sjá nema byggingar og kastala. Næsti áfangastaður var því
Búdapest í Ungverjalandi. Þar leigð-
um við herbergi af miðaldra hjónum.
Fengum lykil að íbúðinni þeirra sem
við áttum að skila þegar við færum.
Við gleymdum að skila lyklinum og
hann er enn í skúffunni minni í skrif-
borðinu mínu heima. Í Búdapest var
helsta spennukikkið að svindla sér í
strætó sem gekk á milli borgarhluta
yfir Széchenyi lánchíd-brúna. Hann
var svo troðinn að bílstjórinn fattaði
ekkert.
F erðinni var svo heitið til Ljúblíana í Slóveníu. Þar deildum við herbergi með bresku pari. Þau voru væg-
ast sagt kostulegir karakterar. Hann
talaði ensku með yfirstéttarhreim og
nam sín fræði í Oxford. Þrátt fyrir það
voru þau bæði klædd eins og trúðar.
Kannabisefni voru í sérlegu uppá-
haldi hjá þeim. Þau voru búin að
ferðast vítt og breitt um Evrópu um
sumarið á „djögglera“-ráðstefnur. Á
meðan við drukkum bjór á gistiheim-
ilinu sýndu þau listir sínar með marg-
lita bolta. Hann gat „djögglað“ fimm
boltum auðveldlega á meðan hann
sagði sögur af ævintýrum sínum. Ég
man ekkert hvað þau heita og það
skiptir heldur engu máli.
Þ etta er aðeins örstutt yfirferð og alls ekki tæmandi. Það er bæði gefandi og spennandi að láta tilfinninguna ráða
för og vera tilbúinn að taka því sem
býðst. Við hefðum auðveldlega getað
farið miklu öruggari leið og skipulagt
alla ferðina nákvæmlega. Það hefði
hins vegar ekki verið skemmtilegt.
AÐ UPPLIFA
FRELSIÐ
Burt með árans
bölmóðinn!
TRÉSMIÐJAN
ILLUGI
JÖKULSSON
rithöfundur skrifar
HELGARPISTILL
VALGEIR ÖRN
RAGNARSSON
blaðamaður skrifar
Illugi Jökulsson gerir sér grein fyrir því að margir eiga erfitt,
en vill samt að við gerum okkur grein fyrir því að ekki ríkir
almenn neyð í landinu.
Því miður munu efalaust ein-
hverjir enn þurfa að
þola býsna grimmileg
örlög í þessum þreng-
ingum.