Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Page 31
Það er hægt af því að ég ætla ekki að græða á henni, nema að því leyti að hún talar mínu máli og máli verka minna, og Bónus vildi frekar koma henni hratt í gegn hjá sér í stað þess að láta hana rykfalla inni á lager,“ segir Tolli og bætir við að sér finnist mikilvægt að venjulegt fólk geti not- ið listarinnar. „Tilhneiging listar er að vera inn- an múra fámenningarinnar, elítunn- ar svokölluðu. Það er alveg sama hvað menn eru með róttækan ásetn- ing og vilja vera gagnrýnir – ef þeir ná árangri eru þeir teknir inn í sjálfs- mynd valdsins. Valdið gerir svita og blóð þrælanna að sínu og elítan bætir sitt óáhugaverða líf með því að sækja orku í lágmenninguna. Ég hef hins vegar kosið að fara í hina áttina, far- ið með menningarlegar afurðir mínar inn á miðjuna og nýtt mér þau mark- aðstorg sem þar finnast.“ Raunveruleikinn er fólkið Upp á síðkastið hafa eftirprentan- ir listaverka Tolla fengist í ákveðn- um Bónusbúðum og Tolli segir verkin hafa fengið góðar viðtökur. „Upprunalega myndin hefur alltaf sitt, lyktina af olíunni og áferðina, en það sem þú verður mest fyrir, þegar þú umgengst listaverk, eru sjónrænu áhrifin, frásögnin og orkan. Að því leyti virka eftirprentanir eins,“ seg- ir hann og bætir við að menn séu að klippa á milliliði í æ ríkari mæli. „Heilsuvörunar frá Sollu grænu eru gott dæmi. Það er vara sem ætti að vera dýr og aðeins fyrir hina upp- lýstu og fáu en finnst samt í Bónus við hliðina á kjötfarsinu. Menn eru alltaf að beygja sig meira frá vitund- arstýringu hinnar fáu og eiga frek- ar stefnumót við fólkið, hvort sem það er á járnbrautateinunum eða í stóru verslunarmiðstöðvunum,“ seg- ir hann og bætir við að það hafi vak- ið mikla athygli fyrst þegar hann fór með sína list inn í Kringluna. „Fólk var hissa á mér að þora og spurði hvort listin væri nú komin á sama plan og kókakóla? Um leið og þú ger- ir það sérðu að það er í lagi að vinna með stóru mollunum. Það sem hing- að til hefur hindrað okkur í að fara þá leið eru fyrst og fremst viðhorf og við- horf eru ekkert endilega raunveru- leikinn. Raunveruleikinn er fólkið.“ indiana@dv.is NÝ PLATA FRÁ BÓ Björgvin Halldórsson sendir nú frá sér aðra dúett-plötu, Duet II, en fyrri platan sem kom út árið 2003 vakti gríðarlega lukku. Á henni söng hann dúetta með mörgum af bestu söngvurum yngri kynslóðarinnar. Nú sjö árum síðar endurtekur Björgvin leikinn og endurnýjar meðsöngvarahópinn. Að þessu sinni eru lögin tólf talsins og meðsöngvararnir flestir af yngri kynslóð en Björgvin sjálfur og auðvitað jafnmargir lögunum. Þar má meðal annars finna Helga Björns, Friðrik Ómar, Jóhönnu Guðrúnu og níu fleiri. JÓLAPLATA MEMFISMAFÍUNNAR Sigurður Guðmundsson úr Hjálmum og Memfismafía gefa út fyrir jólin plötuna Nú stendur mikið til en fyrir tveimur árum sendi sami hópur frá sér plötuna Oft spurði ég mömmu sem sló rækilega í gegn. Nýja platan er sjálfstætt framhald þessa samstarfs en flest lögin eru samin af Sigurði og textasnillingnum Braga Valdimari Skúlasyni sem að sjálfsögðu semur alla textana fyrir utan einn. FÖSTUDAGUR n Útgáfutónleikar Friðriks Dórs RnB-prinsinn Friðrik Dór heldur útgáfutónleika á föstudagskvöldið vegna nýútkominnar plötu sinnar sem ber nafnið Allt sem þú átt. Þetta er fyrsta plata Friðriks Dórs en hann hefur verið að slá í gegn að undanförnu með lögum á borð við Hlið við hlið og Á sama stað. Tónleikarnir verða á Nasa og hefjast á miðnætti. Miðinn kostar aðeins eitt þúsund krónur. n Jólatónleikar Ívars Jólaljós heita útgáfutónleikar Ívars Helgasonar sem fram fara á föstudags- kvöldið í Salnum í Kópavogi. Ívar hefur fengið í lið með sér einvala lið tónlist- armanna til að flytja lögin af plötunni Jólaljós. Til að aðstoða Ívar verður meðal annars strengjasveit og Flensborgar- kórinn í Hafnarfirði. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20 og kostar miðinn 3.500 krónur. LAUGARDAGUR n Veðurguðirnir á Nasa Hinn síkáti Ingó og sveinarnir í Veður- guðunum ætla að trylla lýðinn á Nasa á laugardagskvöldið. Tónleikarnir hefjast klukkan ellefu og verða Veðurguðirnir að spila fram eftir nóttu. Það kostar ekki nema þúsund krónur inn þannig að ekki missa af Ingó fara á kostum á Nasa. n Auður og Salon í Óperunni Útgáfutónleikar vegna geisladisksins Little Things Mean a Lot, þar sem Auður Gunnarsdóttir óperusöngkona og kammerhljómsveitin Salon Islandus sameina krafta sína, verða haldnir í Íslensku óperunni á laugardaginn. Tón- leikarnir hefjast klukkan 17 en miðinn kostar 2.500 krónur og hægt er að kaupa einn slíkan á vefsíðunni midi.is. n Greifarnir á Spot Hinir eilífu Greifar hafa verið að slá í gegn á böllum að undanförnu og verða þeir á Spot í Kópavogi á laugardagskvöldið. Þeir hafa fyllt kofann undanfarið þegar þeir hafa troðið upp á Spot og verður væntanlega engin breyting á núna. n Dalton í Vélsmiðjunni Hljómsveitin Dalton ætlar að halda ball í Vélsmiðjunni á Akureyri á laugardags- kvöldið. Dalton-piltar eru að vinna í næstu breiðskífu sinni þessa dagana og verða því mættir með nýtt og ferskt ballprógramm sem gestir Vésmiðjunnar fá að hlýða á. n Unglingaball á Selfossi 800 Bar á Selfossi heldur magnað ball fyrir krakka sextán ára og eldri á laugardagskvöldið. Þar koma fram Krist- mundur Axel sá er sigraði söngkeppni Menntaskólanna en einnig mætir Elín Lovísa og þá verða Daniel Alvin og fleiri góðir rapparar á svæðinu. Það vill enginn táningur missa af þessum tónleikum. Bullið sannreynt Það er ekki allt eins og það sýnist á internetinu, hefur margur spek- ingurinn látið út úr sér. Heim- ildamyndin Catfish sem sýnd er á Haustbíódögum Græna ljóssins staðfestir það svo sannarlega. Nev Schulman er ungur og upp- rennandi ljósmyndari sem fær eina mynd sína birta í New York Times. Einn daginn berst honum í pósti málverk af myndinni frá átta ára gamalli stelpu að nafni Abby sem býr í smábæ í Michigan-ríki. Nev og Abby verða miklir vinir og skiptast á skilaboðum á Facebook en eft- ir nokkra mánuði af vináttu þeirra ákveður bróðir hans, sem er kvik- myndagerðarmaður, ásamt besta vini þeirra að gera heimildamynd um vináttu Nevs og Abby en þar komum við inn í söguna. Nev flækist inn í mikinn fjöl- skylduvef á Facebook sem inni- heldur mömmu Abby, föður henn- ar, vini og umfram allt, eldri systur hennar sem Nev verður bálskot- inn í. Þegar Nev fer svo að gruna að ekki sé nú allt með felldu og stend- ur mömmuna að lygum hvað eft- ir annað ákveða þremenningarnir að heimsækja fjölskylduna óvænt. Þar eru aðstæður svo sannarlega ekki eins og Nev hafði verið sagt og meira að segja er ekki allt fólkið sem hann talaði við til í alvörunni. Í stiklu fyrir myndina sem ég sá áður en ég ákvað að horfa á hana var því lofað að síðustu fjörutíu mínútur myndarinnar væru engu líkar. Það er rétt. Hins vegar þurfti ekki aðrar fimmtíu til að byggja upp söguþráðinn. Helsti galli mynd- arinnar er að hún er of löng en klukkutími hefði búið til gríðarlega þétta og ótrúlega heimildamynd. Mér var farið að leiðast þófið virki- lega áður en fjörið byrjaði. Þegar þremenningarnir koma á staðinn neyðist Nev til að breyta sér í viðtalsmann, verkefni sem hann leysir mjög vel. Hann fær mömm- una til að segja sér alla söguna á einlægan hátt en meira að segja þá getur hún ekki sagt allan sannleik- ann, hún einfaldlega getur ekki tek- ist á við raunveruleikann. Myndin er vel tekin og vel upp- byggð. Fyrst og fremst fær Catfish mann til að hugsa um hvað mað- ur er að gera á netinu en það hlýtur að vera það sem heimildamyndar- gerðarmenn sækjast eftir. tomas@dv.is FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 FÓKUS 31 Hvað er að GERAST? CATFISH Heimildamynd Leikstjórn: Henry Joost og Ariel Schulman. 87 mínútur KVIKMYNDIR Listaverka bók fyrir venjulegt fólk Það er alveg sama hvað menn eru með róttækan ásetn- ing og vilja vera gagn- rýnir – ef þeir ná árangri eru þeir teknir inn í sjálfsmynd valdsins. Tolli Fór til Tíbets í sumar og segir ótrúlega margt líkt með náttúrunni og fólkinu þar og hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.