Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 33
föstudagur 19. nóvember 2010 viðtal 33 „Var farinn að meta kosti dauðans“ ­Björgvini­Halldórssyni­og­fleiri­mönnum­sem­ ég­bar­mikla­lotningu­fyrir.­Rúnar­heilsaði­mér­ og­ vinir­ mínir­ sáu­ það.­ Ég­ var­ „leaderinn“­ í­ bandinu­ eftir­ það,“­ segir­ Bjartmar­ og­ skellir­ upp­úr­þegar­hann­hugsar­til­baka. „En­þegar­ég­kem­þarna­til­Rúnars­1984­þá­ stingum­ við­ bara­ í­ samband.­ Ég­ spilaði­ þessi­ lög­ öll­ fyrir­ hann­ og­ við­ spjölluðum­ saman­ á­ milli.­ Þessi­ upptaka­ er­ til­ og­ ég­ hef­ stundum­ leikið­mér­að­því­að­hlusta­á­hana.­Þar­eru­öll­ þessi­lög;­Sumarliði­er­fullur,­Fúll­á­móti,­Kóti- ­lettukarlinn­og­Hippinn.“ Þetta­ sama­ ár­ sendi­ Bjartmar­ svo­ frá­ sér­ sína­ fyrstu­ plötu.­ „Það­ var­ vika­ í­ verslunar- mannahelgi­þegar­platan­kom­út.­Það­var­svo­ skrýtið­ að­ ég­ heyrði­ lögin­ Kótilettukarlinn­ og­ Fúll­á­móti­úti­um­allt­hjá­fólkinu.­Það­var­sér- kennilegt­að­heyra­fólkið­syngja­þetta.­Á­útihá- tíðum­og­eftir­böll­og­í­öllum­tjöldum­alls­stað- ar.­Það­fannst­mér­alveg­stórmerkilegt­og­ég­er­ ekki­frá­því­að­mér­hafi­fundist­ég­hafa­fengið­ hlutverk­þá­daga.“ Veröldin skoðuð með augum barns Vinsælasta­ plata­ Bjartmars,­ sennilega­ frá­ upp- hafi,­ Í­ fylgd­ með­ fullorðnum,­ kom­ svo­ út­ árið­ 1987.­Í­millitíðinni­hafði­Bjartmar­gefið­út­plöt- una­ Venjulegur­ maður­ árið­ 1985­ og­ smáskíf- una­Þá­sjaldan­maður­lyftir­sér­upp­ásamt­Pétri­ heitnum­Kristjánssyni. „Á­ Í­ fylgd­ með­ fullorðnum­ voru­ lög­ sem­ til­ dæmis­ Pétur­ hafði­ heyrt­ mig­ spila­ á­ hótelher- bergjum­ hér­ og­ þar­ um­ landið.­ Þetta­ voru­ lög­ sem­ég­hafði­ekkert­hugsað­mér­til­útgáfu­mörg­ hver.­ Ég­ ætlaði­ að­ gefa­ út­ aðra­ plötu­ sem­ var­ fullsamin­og­hét­Með­vottorð­í­ leikfimi.­En­svo­ bara­sló­Í­fylgd­með­fullorðnum­svona­rækilega­í­ gegn.­Það­var­metsala.“ Bjartmar­hefur­alltaf­verið­þekktur­fyrir­texta- gerð­ sína­ enda­ hafði­ hann­ samið­ fyrir­ Björk,­ Björgvin­ Gíslason,­ Diddú,­ Þorgeir­ Ástvaldsson­ og­marga­fleiri­áður­en­hann­fór­sjálfur­að­gefa­ út.­„Þegar­þú­ert­að­yrkja­máttu­ekki­einskorða­ þig­ við­ eitthvað­ eitt­ ferli.­ Sumir­ eru­ ástarljóða- skáld­ aðrir­ eitthvað­ annað­ en­ ef­ þú­ vilt­ yrkja­ á­ örlítið­heimspekilegan­hátt­þá­verður­þú­að­bera­ virðingu­ fyrir­ öllu­ sem­ lifir,­ sama­ hversu­ stórt­ eða­smátt­það­er.­Það­er­grundvöllur­vestrænn- ar­heimspeki­og­einföldun­hlutanna.­Þetta­gerði­ ég­á­Í­fylgd­með­fullorðnum,­í­nokkrum­lögum­ að­vísu,­með­því­að­skoða­veröldina­með­augum­ barnanna,­ hvernig­ sjá­ þau­ okkur­ og­ heiminn.­ Þetta­féll­í­góðan­jarðveg­auk­þess­sem­ég­var­að­ ala­upp­börn­sjálfur­og­mér­fannst­hugmynda- heimur­þeirra­mjög­spennandi.“ Fylgdist með sigmundi í kaFFitímum Árin­ á­ eftir­ var­ Bjartmar­ einn­ allra­ vinsælasti­ tónlistarmaður­ landsins.­ Hann­ spilaði­ „vilt­ og­ galið“­ um­ allt­ land­ eins­ og­ hann­ orðar­ það­ sjálfur.­„Ég­var­aðeins­farinn­að­fíla­mig­eins­og­ glymskratta.­Sem­þú­setur­tíkall­upp­í,­snýrð­svo­ upp­á­nefið­og­hann­spilar­í­þrjá­tíma.­Ég­var­líka­ með­ samviskubit­ því­ ég­ hafði­ sniðgengið­ það­ sem­ mér­ stóð­ næst­ af­ því­ sem­ mér­ hafði­ verið­ gefið­inn­í­lífið­sem­var­myndlistin.“ Bjartmar­hafði­nefnilega­lagt­myndlistina­til­ hliðar­fyrir­tónlistina­en­myndlistin­átti­hug­hans­ allan­á­unglingsárunum.­„Það­var­stór­breyting­ í­mínu­lífi­þegar­ég­settist­í­gagnfræðaskólann­í­ Vestmannaeyjum.­Þá­kom­mamma­mín­í­fyrsta­ sinn­ brosandi­ af­ foreldrafundi,“­ og­ er­ Bjartmar­ ekki­frá­því­að­það­hafi­verið­betra­í­matinn­það­ kvöldið.­ „Þau­ voru­ eitthvað­ að­ hvísla­ foreldrar­ mínir­og­það­var­greinilega­borin­meiri­virðing­ fyrir­ mér­ þennan­ daginn­ heldur­ en­ aðra­ daga­ þar­sem­foreldrafundir­höfðu­verið­haldnir. Það­ var­ vegna­ þess­ að­ mamma­ hafði­ far- ið­ á­ fund­ með­ Páli­ Steingrímssyni­ kvikmynda- gerðarmanni­sem­var­yfirkennarinn­okkar.­Páll­ hafði­ sagt­ henni­ frá­ nokkuð­ óvanalegum­ hæfi- leikum­drengsins­við­að­teikna­og­mála.­Þar­fékk­ framhald á næstu sÍÐu bjartmar guðlaugsson Líður vel og er farinn að finna lyktina af vorinu á ný. mynd sigtryggur ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.