Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Blaðsíða 53
FÖSTUDAGUR 19. nóvember 2010 SPORT 53 Strákarnir okkar í Þýskalandi 4. HLUTI hef ekki lesið bókina og get því ekki dæmt hana.“ Guðjón Valur: „Ef leikmenn vilja gefa út bók eiga þeir endilega að gera það. Burt séð frá bókinni er það mjög gott fyrir íslensku deildina að fá Loga til að spila. Hann vekur athygli og það er vonandi að Logi geti fljótlega far- ið að spila eins vel og þegar hann var upp á sitt besta. Bókin er ekki slæm fyrir handboltann. Þetta vekur umtal sem er jákvætt.“ Róbert: „Mér finnst ekkert að því að menn gefi út bækur. Byggist þó svolítið á því hvernig þær eru byggð- ar upp. Ég geri ráð fyrir að það sé ekki mikið í bók Loga sem er viðkvæmt fyrir okkur sem þekkjum hann. Við vitum hvernig hann er. Í Danmörku hefur mikið verið gefið út af svona bókum og að mínu mati er það flott. Þetta eru íþróttamenn sem margir líta upp til. Sérstaklega börn. Þegar ég var yngri vildi ég lesa allar svona bækur til að skyggnast inn í þennan heim. Þetta er því hið besta mál.“ Nú berast stöðugar fréttir af slæmu ástandi á Íslandi. Hvernig kemur þetta ykkur fyrir sjónir? Flestir ykkar hafa verið búsettir erlendis í mörg ár og voru ekki búsettir á Íslandi þegar góðærið stóð sem hæst. Er óþarflega mikil neikvæðni á Íslandi? Róbert: „Þetta var mjög skrýtið. Eiginlega eins og að horfa á leiksýn- ingu utan frá. Maður var eiginlega uppi á pöllum að horfa á góðærið en horfir síðan á hrunið núna sem er töluvert alvarlegra. Ég var atvinnu- maður í handbolta á meðan á góðær- inu stóð og á ágætis launum en leið eins og ég væri verkamaður þegar ég var á Íslandi. Allir á nýjum Range Rover-bílum. Maður var spurður að því á hvernig bíl maður væri. Nýjum Volvo, svaraði ég. Þá var hlegið að manni. Fjölskyldubíl. Af hverju ertu ekki á BMW? Þetta var mjög skrýting stemning. Það er hins vegar erfitt að setja sig í aðstæður þeirra sem glíma við erfiðleika heima núna.“ Guðjón Valur: „Ástandið heima er mjög sorglegt. Mér þótti skrýtið að á meðan ég var atvinnumaður í Þýskalandi og á góðum launum voru jafnaldrar mínir heima komnir með einbýlishús og tvo bíla og lifði góðu lífi sem maður skildi ekki alveg. Það er vont að vera núna hér úti og sjá fólk heima sem maður þekkir eiga í erfiðleikum. Að missa vinnu eða eiga á hættu að missa húsnæði sitt. Ég vona að það verði hægt að finna góða lausn fyrir alla aðila.“ Guðjón Valur, hefurðu leitt hug- ann að því hvað þú ætlar að gera þeg- ar handboltaferlinum lýkur? Guðjón Valur: „Ég hef lokið einkaþjálfaranámi frá Keili. Það gæti verið að maður færi að vinna við það. Maður hefur gríðarlegan áhuga á handbolta. Hvort ég yrði góður þjálf- ari eða ekki hef ég ekki hugmynd um.“ Hvernig metið þið möguleika Ís- lands á komandi heimsmeistara- móti? Róbert: „Það fer eftir því hvort all- ir verða heilir og hvort þeir spili eftir bestu getu. Þá eigum við góða mögu- leika. Við þurfum hins vegar á öllum okkar mönnum að halda og það er ekkert sjálfgefið að það náist. Það er hins vegar markmiðið að reyna að fylgja eftir góðum árangri á síðustu stórmótum.“ Guðjón Valur: „Ég veit það ekki. Svo framarlega sem við verðum all- ir heilir, í góðu standi, þá eigum við góða möguleika á að ná langt. Ég væri til í að ræða við þig um markmið eftir að fyrsti riðillinn í mótinu verð- ur búinn.“ Guðmundur: „Við erum sterkir þegar allir eru heilir og í formi. Um leið og við lendum í meiðslum verð- ur liðið ekki eins sterkt. Það verður að sjá hvernig ástandið verður á hópn- um í byrjun janúar. Þá verður hægt að gefa meira út um markmið.“ Hvaða ráð hafið þið handa ung- um, íslenskum leikmönnum sem eru að spá í að halda út í atvinnu- mennsku? Róbert: „Það er mikilvægt að vera orðinn yfirburðamaður á Íslandi áður en farið er út. Þetta fer þó svolítið eft- ir hverju leikmenn eru að sækjast. Ætla þeir að verða næsti Ólafur Stef- ánsson eða vilja þeir spila handbolta samfara námi? Ef menn ætla sér að ná langt mæli ég samt með því að þeir klári fyrst menntaskóla og fari í há- skóla. Handboltamenn fara oft í at- vinnumennsku mun seinna en knatt- spyrnumenn. Það er ekkert óalgengt að þeir bíði þar til þeir verða 23 eða 24 ára. Gott er að vera búinn að fá fína spilaæfingu heima, góðan líkamlegan styrk og það er líka mikilvægt að ana ekki út í einverja vitleysu.“ Guðmundur: „Það er ekkert hægt að sleppa einhverjum skrefum í þessu. Menn verða að vera eins vel tilbúnir og kostur er. Stíga þau skref sem þarf að stíga og fara ekki of fljótt í atvinnumennsku. Þeir þurfa síð- an að velja vel þau lið sem þeir fara til og þjálfara líka. Oft er það þannig að menn fá bara eitt tækifæri. Það þarf að nýta og til þess þurfa menn að vera tilbúnir. Heima fá menn oft fínan skóla sem þeir þurfa að nýta. Menn þurfa helst að hafa náð að spila fyrir landsliðið.“ Guðjón Valur: „Það er svolítið vanmetið að íslenskir leikmenn eru snemma farnir að fá mjög mikilvæg hlutverk hjá sínum liðum heima. Þegar ég var 18 eða 19 ára var ég orð- inn einn af aðalleikmönnum KA. Farinn að spila fyrir fullri höll á Ak- ureyri og í úrslitaleikjum. Þetta er tækifæri sem ungir leikmenn eins og í Þýskalandi fá ekki. Þeir sitja á bekknum á þessum tíma og spila kannski með öðrum flokki. Að berj- ast um titla í meistaraflokki þegar þú ert innan við tvítugt er gríðarlega gott tækifæri. Hvort sem áhorfendurn- ir eru þúsund eða tíu þúsund. Þeg- ar þú ert búinn að axla ábyrgð heima ertu miklu betur tilbúinn að gera hið sama í atvinnumennsku erlendis.“ BESTIR INNAN FIMM ÁRA Guðmundur Þ. Guðmundsson ÞJÁLFARI FÆÐINGARDAGUR 23.12. 1960 FJÖSKYLDUSTAÐA Í sambúð með Fjólu Ósland Hermannsdóttur FYRRI LIÐ Víkingur, UMFA, Fram, Bayer Dormagen og GOG HÆÐ/ ÞYNGD 175 cm og 79 kg MENNTUN Meistaragráða í fjármálum ÁHUGAMÁL Handbolti, íþróttir, stangveiði og fjallamennska UPPÁHALDSTÓNLIST Alæta UPPÁHALDSBÍÓMYND Dances with Wolves UPPÁHALDSMATUR Hangikjöt og uppstúf Í HVAÐA SÆTI LENDIR ÍSLAND Á HM? Kemur í ljós Róbert Gunnarsson LÍNUMAÐUR FÆÐINGARDAGUR 22.05. 1980 FJÖSKYLDUSTAÐA Giftur FYRRI LIÐ Fram, Aarhus GF og Gummersbach HÆÐ/ ÞYNGD 190 cm og 101 kg MENNTUN Stúdentspróf ÁHUGAMÁL Bækur, tónlist, útivera, listir og börnin mín UPPÁHALDSTÓNLIST Folk, indí, rokk og kántrí UPPÁHALDSBÍÓMYND Godfather-þríleikurinn UPPÁHALDSMATUR Jólamatur Í HVAÐA SÆTI LENDIR ÍSLAND Á HM? Góð spurning Guðjón Valur Sigurðsson VINSTRI HORNAMAÐUR FÆÐINGARDAGUR 08.08. 1979 FJÖSKYLDUSTAÐA Giftur og á tvær dætur FYRRI LIÐ Grótta, KA, Tusem Essen, Vfl. Gummersbach HÆÐ/ ÞYNGD 187 cm (1 cm hærri en Snorri Steinn), 85 kg MENNTUN Einkaþjálfari ÁHUGAMÁL Íþróttir og heilsa og líka mótorhjól UPPÁHALDSTÓNLIST Fer eftir skapi UPPÁHALDSBÍÓMYND? UPPÁHALDSMATUR Bæði mamma og konan mín eru snilldarkokkar Í HVAÐA SÆTI LENDIR ÍSLAND Á HM? Í góðu sæti Þrír góðir Guðmundur Guð- mundsson er þjálfari Rhein-Neckar Löwen. Með honum á myndinni eru lærisveinar hans, þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.