Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 55

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Side 55
Háklassa föstudagur 19. nóvember 2010 sport 55 Hugtakið „tía“ er notað yfir leikmenn sem geta búið til eitthvað úr engu á vellinum. Leikmenn sem skora mörk, leggja þau upp og geta breytt leiknum á einu augabragði. The Sun birti lista yfir tíu bestu tíurnar í sögu knatt- spyrnunnar þar sem sjálfur Pele trónir á toppnum. Michel Platini Frakkland Ferill: 1972 – 1987 (Nancy, Saint-Étienne, Juventus.) Leikir (mörk): 432 (224) Landsleikir (mörk): 72 (41) Platini var allt í öllu þegar Frakkland varð Evrópu- meistari árið 1984. Stórhættulegur fyrir framan markið og einn allra besti leikmaður Evrópu á sínum tíma. Gat svo sannarlega breytt leikjum þegar honum datt það í hug. Dennis Bergkamp Holland Ferill: 1981 – 2006 (Ajax, Inter, Arsenal.) Leikir (mörk): 552 (234) Landsleikir (mörk): 79 (37) Hollenski töframaðurinn er jafnan kallaður Messías í heimalandinu. Bergkamp gerði ekkert hratt en hann gerði það fallega og af svo mikilli yfirvegun að stundum mátti halda að hann væri einn á vellinum. Fyrirmyndaratvinnumaður sem er sárt saknað. Pele Brasilía Ferill: 1956 – 1974 (Santos, New York Cosmos.) Leikir (mörk): 1.184 (1.124) Landsleikir (mörk): 92 (77) Af mörgum talinn besti knatt- spyrnumaður sögunnar. Hann lék þó aldrei í Evrópu en þrír heimsmeistaratitlar og 77 mörk í 92 landsleikjum segja þó sína sögu. Var aðeins sextán ára gamall þegar hann sló í gegn með Brasilíu á HM árið 1958. Bestu íurnar Maradona Argentína Ferill: 1976 – 1997 (Argentinos Juniors, Boca Juniors, Barcelona, Napoli, Sevilla, Newell‘s Old Boys.) Leikir (mörk): 494 (258) Landsleikir (mörk): 91 (34) Vandræðagemlingurinn sem allir elska. Maradona vann HM 1986 upp á sitt einsdæmi og er í harðri baráttu við Pele um titilinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Ótrúlegir hæfileikar sem bjuggu í einum manni. Zinedine Zidane Frakkland Ferill: 1988 – 2006 (Cannes, Bordeaux, Juventus, Real Madrid.) Leikir (mörk): 506 (96) Landsleikir (mörk): 108 (31) Ekki sá fljótasti í sögunni, en með líklega með þær mýkstu og fallegustu hreyfingar sem sést hafa í boltanum. Villimaður með augu í hnakkanum og fætur úr gulli. Einn sá allra fallegasti á velli í sögunni. Heimsmeistari með Frakklandi árið 1998. Johan Cruyff Holland Ferill: 1964 – 1984 (Ajax, Barcelona, L.A. Aztecs, Washington Diplomats, Levante, Ajax, Feyenoord.) Leikir (mörk): 520 (291) Landsleikir (mörk): 48 (33) Johan Cruyff er talinn besti leikmaður sinnar kynslóðar. Leiddi hollenska landsliðið á HM 1974 með liði sem er talið besta lið sem aldrei vann HM. Gríðarlega sigursæll bæði sem leikmaður og þjálfari. Endurhannaði íþrótt- ina að mörgu leyti bæði sem leikmaður og þjálfari. Roberto Baggio Ítalía Ferill: 1982 – 2004 (Vicenza, Fiorentina, Juventus, AC Milan, Bologna, Inter, Brescia.) Leikir (mörk): 488 (218) Landsleikir (mörk): 56 (27) Algjör töffari og skruggufljótur en bestur var hann í að fá boltann fyrir fæturna og búa eitthvað til. Spilaði með öllum þremur stóru liðunum á Ítalíu en það hafa ekki margir gert. Einn af gullmolum ítalskrar knattspyrnusögu. Ferenc Puskas Ungverjaland Ferill: 1943 – 1966 (Kispest, Budapest Honvéd, Real Madrid.) Leikir (mörk): 523 (509) Landsleikir (mörk): 84 (85) Enginn í sögunni á betra markamet með landsliði sínu. Puskas var aldrei sá grennsti í bransanum en hann kunni svo sannarlega að fara með bolta. Hann fór fyrir landsliði Ungverja sem var á hans tíma eitt það besta í heimi. Ronaldinho Brasilía Ferill: 1998 – ? (Gremio, Paris St. Germain, Barcelona, AC Milan.) Leikir (mörk): 309 (128) Landsleikir (mörk): 87 (32) Þessi þrítugi Brassi má kannski muna fífil sinn fegri en fyrir aðeins nokkrum árum gat hann heillað alla heimsbyggðina með einni sendingu. Náttúrulega hæfileikaríkur en elskar því miður aðeins of mikið að dansa og fá sér. Michael Laudrup Danmörk Ferill: 1981–1998 (KB, Brøndby, Juventus, Lazio, Barcelona, Real Madrid, Vissel Kobe, Ajax.) Leikir (mörk): 479 (130) Landsleikir (mörk): 104 (37) Ivan Zamorano kallaði Laudrup alltaf Snillinginn þegar þeir léku saman hjá Real Madrid. Enginn Dani hefur átt að fagna jafnflottum ferli, en honum tókst bæði að leika með Real Madrid og Barcelona. Var svo auðvitað Evrópumeistari með Dönum í Svíþjóð árið 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.