Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Qupperneq 64

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.2010, Qupperneq 64
n Aðalmeðferð í máli gegn Her- manni Hreiðarssyni, landsliðs- manni í knattspyrnu, og eiginkonu hans, Rögnu Lóu Stefánsdóttur, verður í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Stefnan snýst um ágrein- ing vegna kaupa á 700 fermetra ein- býlishúsi Guðjóns B. Ólafssonar á Laugarásvegi 20. Samkvæmt henni voru Hermann og Ragna búin að skuldbinda sig til að kaupa húsið þegar þau hættu við. Ekki er víst hvort Hermann láti sjá sig í dómsal á mánudaginn kemur en í samtali við DV í maí á þessu ári kvaðst hann vera afar ósáttur við stefn- una. „Fyrir mig er þetta bara ógeðs- legt: tímaeyðsla, peningaeyðsla og vesen... Mér finnst þetta glatað,“ sagði Her- mann með- al annars. Þar fór skúbbið! HERMANN Í HÉRAÐSDÓMI PI PA R\ TB W A • 1 02 74 5 n Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, tók Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra Nató og fyrrverandi forsætisráð- herra Danmerkur, á teppið á Nató- þinginu í Varsjá á fimmtudag. Það vakti athygli þeirra sem sóttu þingið að Anders Fogh mætti ekki sjálfur heldur sendi upptöku af ávarpi sem var spiluð á fundin- um. Eftir ávarpið óskaði Birgitta eftir því að fá að ávarpa þingið og gagnrýndi hún þar vinnubrögð fram- kvæmdastjórans og sagði þau móðg- un við þingmenn sem sætu í umboði almennings. Þóttu orð Birgittu falla í góð- an jarðveg. BIRGITTA TÓK ANDERS FOGH Á TEPPIÐ n Ráðgjafinn Marinó G. Njálsson sagði sig á fimmtudag úr stjórn Hagsmunasamataka heimilanna vegna yfirvofandi umfjöllunar helg- arblaðsins Fréttatímans um fjármál hans. Hann segir rit- og fréttastjó- ra Fréttatímans hafa ákveðið að skuldir hans séu söluvara, þrátt fyrir að hann hafi óskað eftir því að þeir birtu ekki fréttir um skuldastöðu þeirra hjóna. Hann segist með því freista þess að verja sig og fjölskyldu sína. Marinó hefur skapað sér nafn sem ötull baráttumaður fyrir því að skuldarar fái leiðréttingu skulda vegna forsendubrests sem þeir urðu fyrir við efnahagshrun- ið. Hagsmuna- samtökin missa dýrmætan spón úr aski sínum en Marinó kveðst þó ætla að halda áfram að berjast fyrir leið- réttingu til handa skuldurum. MARINÓ KVEÐUR DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. Áskriftarsíminn er 512 70 80 FRÉTTASKOT 512 70 70 SÓLARUPPRÁS 10:06 SÓLSETUR 16:19 Samkvæmt heimildum DV hefur Jó- hannes Jónsson kaupmaður, oftast kenndur við Bónus, selt lúxushús sitt á Flórída í Bandaríkjunum. Í samtali við DV neitar Jóhannes þessu hvorki né játar. „Hvað ég geri með mínar eig- ur það kemur ykkur ekki við,“ sagði Jó- hannes sem brást illa við spurningum DV. Hann segir málið ekki koma nein- um við nema sér og skattinum. „Ég gef það upp til skattayfirvalda. Það eru einu aðilarnir sem ég þarf að standa skil á mínum gjörðum í persónuleg- um kommenteringum mínum,“ segir Jóhannes. „Þú færð hvorki já eða nei frá mér, þetta kemur ykkur ekki við.“ Jóhannes vildi heldur ekki svara hvort að salan á húsinu tengdist á einhvern hátt kaupum hans á SMS- verslunarfélaginu í Færeyjum. Jó- hannes keypti fyrirtækið út úr Haga- samsteypunni sem var yfirtekin af Arion banka. Jóhannes keypti félag- ið með aðstoð erlendra fjárfesta sem hann hefur ekki upplýst hverjir eru. Húsið kostaði á sínum tíma eina og hálfa milljón Bandaríkjadala sem jafn- gilti þá um hundrað og fimmtíu millj- ónum króna. Jóhannes keypti húsið, sem er sex hundruð og tuttugu fer- metrar, sex vikum fyrir bankahrunið haustið 2008. adalsteinn@dv.is Jóhannes Jónsson búinn að selja hús sitt á Flórída: Á MILLI MÍN OG SKATTSINS Vill ekkert segja Jóhannes segir það ekki koma neinum við hvað hann geri persónulega.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.