Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2010, Qupperneq 2
2 fréttir 22. nóvember 2010 mánudagur Magnús Kristinsson, fjárfestir og út- gerðarmaður í Vestmannaeyjum, skilur eftir nærri tveggja milljarða króna skuldir inni í móðurfélagi pítsustaðarins Dominos, Pizza- Pizza ehf. Útgerðarmaðurinn hef- ur misst yfirráð sín yfir félaginu til skilanefndar Landsbanka Íslands vegna skulda félagsins. Skuldirnar sem hvíla á Dominos voru hins veg- ar tilkomnar áður en Magnús keypti pítsustaðinn árið 2007. Þetta kemur fram í ársreikningum Pizza-Pizza fyrir 2008 og 2009 sem skilað var til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra fyrr á þessu ári. Landsbankinn og Dominos Int- ernational í Bandaríkjunum munu nú vera að leita að áhugasömum kaupendum að Dominos en sú leit hefur ekki borið árangur enn sem komið er. Meðal þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem bankinn hefur íhugað að leita til vegna rekst- ursins á Dominos er Skúli Gunn- ar Sigfússon, stofnandi og eigandi Subway á Íslandi, en hann hefur náð mjög góðum árangri með Subway- keðjuna hér á landi. Landsbankinn hefur þó ekki sett sig í samband við Skúla Gunnar vegna málsins sam- kvæmt heimildum DV. Í tilkynningu frá Landsbank- anum í ársreikningnum árið 2009 kemur fram að unnið sé að fjárhags- legri endurskipulagningu Pizza- Pizza og að hugsanlegt sé að hluti skuldanna verði afskrifaður þeg- ar þar að kemur. Samkvæmt þessu virðist Landsbankinn því trúa á rekstrarhæfi Dominos á Íslandi. Heimildir DV herma að Dom- inos International hafi orðið mjög undrandi þegar fyrirtækið heyrði um skuldsetningu Dominos á Íslandi. Við nánari athugun kom í ljós að ekki var um að ræða skuldir sem Magnús hafði stofnað til. 50 milljarða afskriftir Magnús Kristinsson var einn af um- svifameiri fjárfestum landsins á ár- unum fyrir hrunið. Grunnurinn að veldi hans er útgerðarfélagið Berg- ur-Huginn í Vestmannaeyjum en hann byggði það upp ásamt föð- ur sínum. Magnús var stórtækur í hlutabréfaviðskiptum fyrir hrun og var um tíma stór hluthafi í fjárfest- ingabankanum Straumi-Burðarási. Þegar Magnús seldi þann hlut stofn- aði hann fjárfestingafélagið Gnúp ásamt Kristni Björnssyni og Þórði Má Jóhannessyni en félagið átti tals- vert magn hlutabréfa í FL Group og Kaupþingi. DV sagði frá því í fyrrahaust að skilanefnd Landsbankans þyrfti að afskrifa um 50 milljarða króna af skuldum Magnúsar og félaga hans við bankann. Sjá um félagið fyrir hönd Landsbankans Eigandi Pizza-Pizza í dag er Eignar- haldsfélagið Pizzasmiðjan ehf. sem er skráð í eigu Úlfars Steindórssonar og Kristján Þorbergssonar, stjórnar- manna Pizza-Pizza. Úlfar, sem einnig er forstjóri Toyota, segir að Magnús hafi misst eignarhald sitt yfir félaginu um mið- bik síðasta árs. Þá hafði félag hans, Vetrarmýri, sem áður hét Smáey og Hrauney, haldið utan um bréfin í Pizza-Pizza. Úlfar segir að eignarhald þeirra Kristjáns á félaginu sé tímabundið en þeir sátu einnig í stjórn Pizza- Pizza þegar Magnús átti Dominos. „Þetta er hluti af samkomulagi sem gert var við skilanefnd Landsbank- ans á sínum tíma. Það er í raun og veru ekki komin endanleg niður- staða um eignarhaldið. Við erum að passa upp á verðmætin sem eru inni í þessu fyrir hönd skilanefnd- arinnar og Dominos úti,“ segir Úlfar Að hluta til eldri skuldir Úlfar segir að skuldir Pizza-Pizza séu að mestu gamlar. „Þetta er skuldsetning sem var á félaginu þegar Magnús keypti það... Þetta var aldrei skuldsett frekar af hálfu Magnúsar. Hann endurfjármagnaði bara gamlar skuldir,“ segir Úlfar. Skuldirnar sem hvíla á Pizza- Pizza í dag eru rúmlega 1.800 millj- ónir króna samkvæmt ársreikningi ársins 2009. Eigið féð er neikvætt um rúmar 1.100 milljónir króna og er eigið féð því neikvætt um tæp- lega 170 prósent. Pizza-Pizza er því tæknilega gjaldþrota en Lands- bankinn metur það sem svo að það sé þess virði að halda félaginu gangandi. Rekstrartekjur Domin- os námu rúmlega 1.600 milljónum í fyrra en tap félagsins nam tæpum 200 milljónum á árinu. Stofninn af þessari skuld er til- kominn frá því Birgir Bieltvelt, fjár- festir sem í dag á meðal annars Skeljung, átti Dominos hér á landi fyrir nokkrum árum. Birgir hefur stundað fjárfestingar með Baugi og Björgólfi Thor Björgólfssyni, sem er góðvinur Birgis. Samkvæmt heim- ildum DV naut Birgir mikillar lána- fyrirgreiðslu frá Straumi á árunum fyrir hrunið auk þess sem Straumur greiddi Birgi þóknanir fyrir ráðgjöf og þátttöku í viðskiptum Straums í Skandinavíu, meðal annars vegna kaupanna á fasteignafélaginu Sjæl- sö. Birgir tók einnig þátt í ýmsum viðskiptum Straums, meðal annars þegar fjárfestingabankinn keypti Magasin du Nord ásamt Baugi árið 2004. Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis kemur fram að eitt af störf- um Birgis í Skandinavíu hafi verið að „afla fjárfestingartækifæra fyrir fjárfesta“ . Skuldir félags í eigu Birg- is, Property Group, námu tæpum 19 milljörðum króna samkvæmt því sem segir í skýrslunni. Lánið endurfjármagnað af Landsbankanum Svo virðist sem upprunalega skuldin sem hvílir á Pizza-Pizza, um milljarður króna, hafi kom- ið frá Straumi-Burðarási á sínum tíma en Björgólfur Thor var ráð- andi aðili í þeim banka. Aðspurð- ur segist Úlfar ekki skilja þann gjörning: „Ég skil ekki þann gjörn- ing, ef þú ert að spyrja mig að því. Ég skil ekki hvernig menn komust að þeirri niðurstöðu. Það er ekkert meira um það að segja,“ segir Úlfar þegar hann er spurður að því hvort það sé eðlilegur rekstur að skuld- setja pítsustað um milljarð króna. Hugsanlegt er hins vegar að skuldsetningin á staðnum hafi verið tilkomin vegna þess að Birgir Þór var búinn að tryggja sér leyfi til að opna Dominos-staði í Skandin- avíu. Ætla má að þessi staðreynd hafi gert honum kleift að fá hærri lán út á félagið þar sem það ætlaði sér að sækja inn á töluvert stærri markaði en hinn íslenska. Þær skuldir voru svo endur- fjármagnaðar af Landsbanka Ís- lands síðar meðal annars með erlendu kúluláni sem var á gjald- daga í fyrra, samkvæmt ársreikn- ingi 2008. Hugsanlegt er að lánin hafi verið færð yfir til Landsbank- ans þar sem Magnús Kristinsson naut hagstæðrar lánafyrirgreiðslu í bankanum vegna hlutuabréfa- eignar sinnar í honum árið 2008. Það lán stóð í tæpum milljarði króna í árslok 2008 en var ekki greitt í fyrra samkvæmt ársreikn- ingi 2009. Endurfjármögnun inn- lendra lána Pizza-Pizza með er- lendum lánum jók svo enn frekar á skuldsetningu félagsins út af geng- TVEGGJA MILLJARÐA SKULDIR Á DOMINOS Tæplega tveggja milljarða króna skuldir hvíla á pítsustaðnum Dominos eftir góð- ærið. Félagið var meðal annars í eigu Baugs, Birgis Bieltvelts og Magnúsar Kristinssonar á þessum tíma. Magnús hefur misst fyrirtækið til Landsbankans en hann ber þó ekki ábyrgð á skuldun- um sem eru að sliga félagið heldur Birg- ir, fyrri eigandi Dominos. Hann fékk um milljarð króna að láni frá Straumi inn í rekstrarfélagið á sínum tíma. ingi f. viLhjáLMSSon fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is Úr rannsóknarskýrslunni: n„Áhættuskuldbindingaroktóber2008:18,6milljarðarkróna.PropertyGroup varstofnað1.janúar2006.Markmiðfélagsinsvaraðaflafjárfestingartækifæra fyrirfjárfestaífasteignaviðskiptumog/eðakaupogsalafasteigna,enmarkaðs- svæðiþessvaríSkandinavíuogínærliggjandilöndum,einkumÞýskalandiogí Eystrasaltslöndum.HelstueigendurfélagsinsvoruBGPartnersehf.(Guðmundur ÞórðarsonogBirgirÞórBieltvedt)með50,1%eignarhlutogPartnerHolding A/Smeð37,5%eignarhlut,eneigendurþessvorustofnendurogrekstraraðilar PropertyGroupáðureníslenskuhluthafarnirkomuaðfélaginu. nÁtímabilinujanúar2007tiloktóber2008hækkuðuskuldirPropertyGroupog tengdrafélagaum18,2milljarðakróna.Íevrumhækkuðuskuldbindingarum 123,3milljónir: nNýjarlánveitingarsamkvæmtákvörðunlánanefndavoru16,9milljarðarkróna. Andvirðiþessaralánavarráðstafaðtilrekstrar(1,4ma.kr.),tilverðbréfakaupa(9,6 ma.kr.)ogtilannars(5,9ma.kr.).Tiltryggingarnýjumlánveitingumvorutekinveð íhlutabréfumaðfjárhæð13,4milljarðarkrónaogönnurveðsamtals3,5milljarðar króna.LánveitingartilPropertyGrouptengdustflestarfjárfestingumífélögum íbyggingariðnaðiíDanmörkuogSvíþjóðeðakaupumátilteknumfasteignum. Stærsturhlutilánannafórtilaðfjármagnaeiginfjárframlageigendaogtryggingar voruíformihlutafjár.Fasteignaverðvarháttáþessumstöðumíbyrjuntímabilsins enfórsíðanlækkandisamhliðasölutregðuáfasteignamarkaðinum.Þaðleiddi tilþessaðbankinnþurftiaðframlengjalánog/eðaveitaviðbótarlántilaðmæta greiðsluerfiðleikumfélaganna,þvífjármögnunþessarafasteignaviðskiptavar yfirleittmeðskammtímalánum.“ Um Birgi og Property Group Ég skil ekki þann gjörning, ef þú ert að spyrja mig að því. Ég skil ekki hvernig menn komust að þeirri niðurstöðu. Það er ekkert meira um það að segja. Samkomulag við skilanefndina SkilanefndLandsbankansnáðisamkomulagiviðstjórnarmennDominosaðstýrapítustaðn- umámeðanfundnirerunýirkaupendur. farinn út úr Dominos Magnús Kristinssonútgerðarmaðurerekki lengurskráðureigandiDominos. Tæplegatveggjamilljarðakróna skuldireruinniífélaginu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.