Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2011, Blaðsíða 17
Erlent | 17Mánudagur 3. janúar 2011 Þúsundir hafa þurft að flýja eftir gífurleg flóð í norðausturhluta Ástralíu: Ástralar flýja heimili sín danir afstýrðu hryðjuverkum Hryðjuverkaárás á danska dag- blaðið Jótlandspóstinn var af- stýrt á miðvikudaginn. Lögregl- an í Danmörku og lögreglan í Svíþjóð unnu saman að hand- töku fimm einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa skipulagt hryðjuverk. Vildu hinir meintu hryðjuverkamenn gera árás á Jótlandspóstinn vegna teikning- anna af Múhammeð spámanni, sem skopteiknarinn Kurt West- ergaard gerði fyrir blaðið árið 2005. Er þetta í fjórða skiptið sem hryðjuverkamenn leggja á ráðin um að gera árás á Jót- landspóstinn síðan skopmynd- irnar voru birtar og greinilegt að þær halda áfram að draga dilk á eftir sér. Handtóku fimm á sama tíma Danska öryggislögreglan, PET, réðst samtímis inn á heimili fjög- urra manna í Kaupmannahöfn og á sama tíma réðst sænska öryggislögreglan, SAPO, inn á heimili fimmta mannsins sem var staddur í Stokkhólmi. Fjór- ir hinna grunuðu eru sænsk- ir ríkisborgarar sem lögðu leið sína til Danmerkur milli jóla og nýárs. Sá fimmti er flóttamaður frá Írak sem er búsettur í Kaup- mannahöfn en hann hafði leitað til danskra yfirvalda um pólitískt hæli. Honum var sleppt dag- inn eftir handtökuna. Mennirn- ir höfðu í fórum sínum sjálfvirk- an riffil, hljóðdeyfi, skotfæri og plastræmur sem átti að nota sem handjárn. Herskáir íslamistar Danska lögreglan segir að ætl- un hinna meintu hryðjuverka- manna hafi verið að ryðjast inn á skrifstofur Jótlandspóstsins og drepa eins marga og mögulegt væri. Yfirmaður dönsku öryggis- lögreglunnar, Jakob Scharf, sagði mennina sem eru í haldi vera herskáa íslamista með tengsl við alþjóðleg hryðjuverkasamtök. Hann sagði að lögreglunni hefði tekist að afstýra yfirvofandi al- varlegri hryðjuverkaárás. Lars Barfoed sagði að lit- ið væri á hina misheppnuðu hryðjuverkaárás alvarlegum augum. „Áætlanir hópsins um að drepa eins marga og mögulegt væri vekja mikinn ótta og þetta er líklega alvarlegasta tilraun til hryðjuverka sem gerð hefur ver- ið í Danmörku.“ Hættir aldrei Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Jótlandspósturinn lendir í vand- ræðum vegna birtingar á skop- myndunum af Múhammeð spámanni. Þá hafa verið gerð- ar margar tilraunir til að ráða teiknarann Kurt Westergaard af dögum. Hann býst ekki við því að árásunum á hann muni linna. „Ég er hræddur um að ég þurfi að búa við þetta það sem eft- ir er. Þetta eru sterk íslömsk öfl sem hafa gert skopmyndirnar að táknmynd fyrir allt það sem kúg- ar eða lítillækkar Íslam. n Danska dagblaðið Jótlandspósturinn var skotmark hryðjuverkamanna sem voru handteknir á miðvikudaginn n „Herskáir íslamistar,“ segir yfirmaður dönsku öryggis- lögreglunnar n Ástæðan var skopmyndirnar af Múhammeð frá árinu 2005. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is „Áætlanir hóps- ins um að drepa eins marga og mögu- legt væri vekja mikinn ótta og þetta er líklega alvarlegasta tilraun til hryðjuverka sem gerð hefur verið í Danmörku. Jakob Scharf, yfirmaður dönsku öryggislögreglunnar Sagði að um herskáa íslamista væri að ræða. Skrifstofur Jótlandspóstsins Blaðið hefur fengið fjölmargar hótanir í kjölfar birtingar á skopmyndum af Múhammeð spámanni. Íbúar í ríkinu Queensland í norðaust- urhluta Ástralíu keppast nú við að yfirgefa heimili sín vegna gífurlegra flóða. Frá aðfangadegi rigndi án afláts í heila viku sem varð til þess að svæði sem er stærra að flatarmáli en Frakk- land og Þýskaland til samans er kom- ið undir vatn. Alls flæddu sex ár yfir bakka sína og búist er við því að vatns- yfirborðið hækki á næstu dögum. Um 200 þúsund íbúar á svæðinu geta bú- ist við miklu eignatjóni og sums stað- ar hafa íbúar heilu bæjarfélaganna þurft að yfirgefa heimili sín. Ein kona hefur látið lífið í flóðunum, en hún gerði tilraun til að aka yfir upphækk- aðan veg sem var þegar kominn undir vatn. Á miðri leið jókst vatnsstraum- urinn og varð afl hans svo mikið að vegurinn hrundi og tók bifreiðina og konuna með sér. Alistair Dawson er aðstoðarlög- reglustjóri í Queensland. Hann sagði í viðtali við breska blaðið Daily Telegr- aph að hann efaðist um að það versta væri yfirstaðið, þrátt fyrir að hætt væri að rigna, en það stytti upp um ára- mótin. „Þetta eru einstakar aðstæður. Í hluta ríkisins þurfa íbúar að búa sig undir brottflutning á meðan í öðrum hlutum þess er byrjað að hreinsa upp. Ég held að við séum stödd í miðri at- burðarásinni“ Dawson bætti við að hann væri því þakklátur að manntjón væri enn í lágmarki. Fjárhagslegt tjón vegna flóðanna er enn á reiki en samkvæmt Önnu Bligh, forsætisráðherra Queensland, er ljóst að það mun hlaupa á millj- örðum ástralskra dollara. Flóðin hafa eyðilagt vegi og lagt landbúnað á svæðinu, sem er venjulega í blóma á þessum árstíma, í rúst. Talið er að það gæti tekið allt að mánuð til viðbótar fyrir vatnið að skila sér út á haf eða þorna upp. Allt á floti Svæðið sem er á floti í norðausturhluta Ástral- íu er stærra en Frakkland og Þýskaland til samans. Ný lög um reyk- ingar á Spáni Enn er þrengt að reykingafólki og hafa Spánverjar nú tekið í gildi ströng lög um reykingar. Samkvæmt nýju lögunum sem tóku gildi nú um áramótin er bannað að reykja á kaffihúsum, börum, flugvöllum og öðrum almenningsstöðum. Þá er einnig bannað að reykja utan- dyra í nágrenni við grunnskóla og spítala. Þessi nýju lög Spánverja eru í samræmi við nýja löggjöf Evrópu- sambandsins til varnar reykingum á opinberum stöðum. Stefnt er að því að árið 2012 muni öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins hafa tekið upp þessa sömu löggjöf. Enn er mikið reykt á opinberum stöðum í Aust- ur-Evrópu. Allt í hers hönd- um í Bólivíu Bólivíumenn flykktust út á götur á gamlársdag og fylltu götur höfuð- borgarinnar La Paz, eins og svo oft vill verða undir lok ársins. Íbúarn- ir voru þó ekki komnir saman til að fagna og skemmta sér, heldur til að mótmæla hækkunum á eldsneytis- verði. Forseti Bólivíu, Evo Morales, tilkynnti að hækkanirnar tækju gildi á nýju ári. Bensínverð hækkaði um 73 prósent og verð á dísilolíu um 83 prósent. Kalla þurfti til óeirðar- lögreglu til að hafa hemil á mót- mælendum sem létu óánægju sína berlega í ljóst með kröftugum nýárs- mótmælum. Eistland tekur upp evru Eistland varð um áramótin 17. að- ildarríki Evrópusambandsins til að taka upp evru og er því fullgildur meðlimur að myntbandalagi Evr- ópu, EMU. Það var forsætisráðherra Eistlands, Andrus Ansip, sem tók fyrstur út evruseðil úr hraðbankan- um við óperuhúsið í Tallinn við há- tíðlega athöfn laust eftir að áramót- in gengu í garð. Um fimm þúsund manns voru viðstaddir þegar Ansip tók út seðilinn og fögnuðu ákaft þeg- ar hann veifaði honum í átt að fjöld- anum. Ansip sagðist hæstánægður með evruna og að nú færi í hönd tímabil öryggis í Eistlandi. „Nú erum við fullgildir meðlimir í næststærsta efnahagskerfi í heiminum með öll- um þeim skyldum sem því fylgir.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.