Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 4
4 | Fréttir 23. febrúar 2011 Miðvikudagur Vildu fá 3.600 í stað 1.800 króna fyrir fermetrann: Vildu tvöfalda leiguna Kaupangur, eigandi verslunarhús- næðisins á Laugavegi 18 sem kennt er við Mál og menningu, vildi hækka leiguna sem bókaversluninun Ey- mundsson greiddi um 100 prósent árið 2009 samkvæmt heimildum DV. Leigan á verslunarhúsnæðinu, sem er um 800 fermetrar, átti að fara úr 1.800 krónum fyrir hvern fermetra og upp í 3.600 krónur. Þetta þýðir að mánaðarleigan hefði farið úr tæp- lega 1,5 milljónum króna og upp í nærri 3 milljónir. Eigandi Eymundsson, Arion banki, vildi ekki leigja húsnæðið á þessu verði og ákvað þess í stað að færa bókabúðina um set þang- að sem höfuðstöðvar SPRON voru áður á Skólavörðustíg en það hús er að hluta til í eigu bankans. Í kjölfarið ákváðu eigendur Kaupangs að opna sjálfir bókaverslun á Laugavegi 18. Bókaverslun Kaupangs hefur nú verið tekin til gjaldþrotaskipta. Ekki liggur ljóst fyrir hversu háa leigu bókaverslunin greiddi til Kaupangs en nokkuð ljóst er að hún hefur þurft að vera há til að félagið gæti staðið í skilum með afborganir af lánum sín- um sem eru í erlendri mynt að hluta til. Ef bókaverslun Kaupangs hef- ur greitt fasteignafélaginu þá leigu sem Arion banki var beðinn um hafa heildarleigugreiðslur numið um 35 milljónum króna á síðasta ári. Í ársreikningi Kaupangs fyrir árið 2009 kemur fram að félagið skuld- aði samtals tæpa 8 milljarða króna í lok árs 2009. Þar af voru tæpir fimm milljarðar í íslenskum krónum en tæpir þrír í erlendri mynt. Afborg- anir félagsins af skuldum í erlendri mynt jukust því umtalsvert í kjölfar íslenska efnahagshrunsins og hafa eigendur félagsins væntanlega vilj- að ná meira fé inn til að geta staðið í skilum með þessar auknu afborg- anir. ingi@dv.is Jón Haukur Hauksson, skiptastjóri Fjárfestingarfélagsins Ness, hefur sent mál félagsins til ríkislögreglustjóra. Hefur embætti ríkislögreglustjóra sent málið áfram til skattrannsóknarstjóra sem mun leiða rannsóknina á félag- inu. „Málefni þrotabúsins sæta nú op- inberri rannsókn hjá skattrannsókn- arstjóra,“ segir Jón Haukur í samtali við DV. Eigandi félagsins er Jóhannes S. Ólafsson, fyrrverandi útgerðarmað- ur frá Akranesi. Hann er eiginmað- ur Herdísar Þórðardóttur, fyrrverandi þingmanns Sjálfstæðisflokksins,og faðir Þórðar Más, fyrrverandi forstjóra Straums-Burðaráss og Gnúps. DV sagði frá því á föstudaginn í síð- ustu viku að engar eignir hefðu fundist í félaginu sem skuldaði Landsbankan- um 1.200 milljónir króna. Talið er að bókhaldi Fjárfestingarfélagsins Ness hafi verið ábótavant. Skjöl vanti fyrir hluta af þeim samningum sem félag- ið gerði. Samkvæmt heimildum DV gerði félagið nærri 70 framvirka samninga um hlutabréfakaup á árunum 2007 og 2008. Er talið að félagið hafi hagnast á hluta þeirra samninga. Sérstaklega þeim sem gerðir voru árið 2007. Í bók- haldi félagsins kemur hins vegar fram að tap hafi verið á öllum samningum félagsins. 1.200 milljóna skuldir og engar eignir Skiptum lauk í þrotabúi Fjárfestingar- félagsins Ness á miðvikudaginn í síð- ustu viku. Engar eignir fundust upp í 1.200 milljóna króna skuldir félags- ins. Kröfuhafinn var Landsbankinn sem lánaði félaginu til hlutabréfa- kaupa fyrir bankahrunið. Talið er að Jóhannes hafið notið óeðlilega mik- illar lánafyrirgreiðslu innan Lands- bankans. „Ég tjái mig ekkert um fé- lagið,“ sagði Jóhannes S. Ólafsson í samtali við DV á föstudag. Í Rann- sóknarskýrslu Alþingis er Fjárfesting- arfélagið Nes flokkað sem óskýrt félag. Var það fimmta skuldsettasta félagið í Rannsóknarskýrslunni í þeim flokki með 1.375 milljóna króna skuldir í lok árs 2007. Tapað hlutafé finnst ekki Jóhannes S. Ólafsson og Herdís Þórð- ardóttir eiga saman félagið Jóhannes S. Ólafsson ehf. og var Fjárfestingarfé- lagið Nes dótturfélag þess. Samkvæmt ársreikningi Jóhannesar S. Ólafssonar ehf. fyrir árið 2009 nam tap félagsins rúmlega 70 milljónum króna. Kem- ur fram að félagið hafi tapað 70 millj- óna króna hlutafé sínu í Fjárfestingar- félaginu Nesi. Samkvæmt heimildum DV var ekki gefin fullnægjandi skýring í bókhaldi Fjárfestingarfélagins Ness á því í hvað þetta 70 milljóna króna hlutafé var notað. Óvíst um viðurlög Líkt og DV greindi frá á föstudaginn er talið að Jóhannes S. Ólafsson standi vel fjárhagslega. Hagnaðist hann vel á framvirkum samningum á eigin nafni á árunum 2005 og 2006. Auk þess seldu hann og Herdís, eiginkona hans, útgerðarfyrirtæki sitt vorið 2007 með töluverðum aflaheimildum. Ekki liggur ljóst fyrir hvaða fjár- hagslegu afleiðingar rannsókn skatt- rannsóknarstjóra á málefnum Fjár- festingafélagsins Ness gætu haft á Jóhannes verði hann fundinn sekur um skattalagabrot. Ef tekjur félagsins voru vantaldar eða ef fé hefur verið tekið út úr félaginu án fullnægjandi skýringa gæti skattrannsóknarstjóri hugsanlega sett fram álagningarkröfu. n Fjárfestingarfélagið Nes skuldaði Landsbankanum 1.200 milljónir n Bókhaldi félagsins talið ábótavant n Skiptastjóri sendi málið til ríkislögreglustjóra SKATTURINN RANN- SAKAR JÓHANNES „Ég tjái mig ekkert um félagið.Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Til rannsóknar Jón Haukur Hauksson, skiptastjóri Fjárfestingarfélagsins Ness, sendi mál félagsins til ríkislögreglustjóra. Skattrann- sóknarstjóri leiðir rannsókn á félaginu. Sætir skattrannsókn Jóhannes S. Ólafsson, fyrir miðju, á knattspyrnuleik með Herdísi Þórðardóttur, eiginkonu sinni, og Þórði Má, syni sínum, á Akranesi árið 2007. Fjárfestingar- félagið Nes, sem var í eigu Jóhannesar, sætir nú skattrannsókn. Fóru illa út úr gengisfallinu Eigandi hússins að Laugavegi 18 fór illa út úr gengisfalli krónunnar. Hann reyndi að hækka leiguna á húsnæðinu um 100 prósent í kjölfar hrunsins. Össur ósammála spekingum: Icesave mun ekkI fella stjórnIna Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra segist ekki sammála því mati stjórnmálaspekinga að ríkisstjórn- in þurfi að segja af sér verði Icesa- ve-samningurinn felldur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. „Nei, ég er í grundvallaratriðum ósammála því að ríkisstjórnin þurfi að segja af sér, hvort sem er vegna þess að forsetinn vísar máli til þjóðaratkvæðagreiðslu eða ef samningnum verður hafnað í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu,“ segir Össur sem vísar til ummæla Birgis Guðmundssonar stjórnmála- fræðings og fleiri álitsgjafa í DV á mánudag, um að ákvörðun forsetans geti leitt til afsagnar ríkisstjórnar og nýrra kosninga. „Forsetinn er einungis að nýta sér rétt sem er að finna í grunngerð stjórnskipunarinnar, sjálfri stjórn- arskránni, og mér finnst af sjálfu sér leiða að sú ákvörðun hvorki geti né eigi að leiða til afsagnar ríkisstjórn- ar. Það hefur forsetinn raunar sjálfur sagt. Ef samningurinn verður felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu gildir hið sama, ekki síst þegar skoðaðar eru þær sérstöku aðstæður sem leiddu til núverandi samnings,“ segir Össur. Utanríkisráðherra bendir á að ferlið hafi í grundvallaratriðum ver- ið annað en það sem leiddi til fyrri samninga. „Það tókst ekki að koma samn- ingaferlinu af stað fyrr en formenn stærstu stjórnarandstöðuflokkanna áttu fund í Haag í Hollandi með þá- verandi fjármálaráðherrum samn- ingsþjóðanna, horfðu í augun á þeim og fullvissuðu þá um að þeir væru reiðubúnir að taka þátt í samningum í krafti breiðrar samstöðu. Án þeirra hefðu samningarnir því ekki farið af stað á nýjan leik. Vitaskuld gáfu þeir ekki óútfylltan tékka og lofuðu engu um endapunktinn. En stjórnar- andstaðan átti aðild að öllu ferlinu,“ segir Össur og bætir við: „Það er því órökrétt að ríkisstjórnin segi af sér ef samningur, sem er á sameiginlegu forræði stærsta stjórnarandstöðu- flokksins og ríkisstjórnarinnar, fellur.“ Verð 32.750 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Withings WiFi vogin • Fyrir allt að 8 notendur • Skynjar hver notandinn er • Skráir þyngd, fituhlutfall og vöðvamassa • Þráðlaus samskipti við tölvu og smartsíma • Fæst í hvítum lit eða svörtum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.