Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 21
Menningarverðlaun | 21Miðvikudagur 23. febrúar 2011
HÖNNUN
NEFNDIN Tinni Sveinsson blaðamaður (formaður) n Hörður
Kristbjörnsson grafískur hönnuður n Sara McMahon blaðamaður
Sigga Heimis
n Vöruhönnuðurinn Sigga Heimis hefur
á undanförnum árum látið til sín taka í
hinum alþjóðlega hönnunarheimi. Hún
var ráðin hönnuður hjá IKEA í upphafi
síðasta áratugar og starfaði þar við afar
góðan orðstír. Árið 2008 var Sigga síðan
ráðin hönnunarstjóri hjá hinum þekkta
danska húsgagnaframleiðanda Fritz
Hansen. Auk þess hefur hún starfað við
fjölda erlendra háskóla og unnið verkefni
fyrir virtar stofnanir á borð við Vitra-
hönnunarsafnið í Þýskalandi. Það voru því gleðitíðindi þegar hún
tilkynnti nú í janúar um stofnun stúdíós hér heima, í Toppstöðinni
í Elliðaárdal. Hönnunarsafn Íslands setti upp afar vel heppnaða
sýningu á verkum Siggu í lok síðasta árs, sem vakti athygli og var
fjölsótt, bæði af fagfólki og áhugafólki. Enda vissu kannski ekki
allir af þessum hæfileikaríka hönnuði, sem margir eiga þó vörur
eftir og kannast við af plakötum á víð og dreif um IKEA.
Andersen
& Lauth
n Hjónin Gunnar
Hilmarsson og Kolbrún
Petrea Gunnarsdóttir
blésu lífi í heiti fyrsta
klæðskeraverkstæðisins
í Reykjavík, Andersen &
Lauth, þegar þau byrjuðu
að hanna fatalínur undir
því árið 2007. Þökk sé
dugnaði þeirra og flottri
hönnun hefur merkið
dafnað vel síðan og er
nýjasta lína þess til að
mynda seld í um 500
verslunum um allan heim.
Enda kunna þau Gunni og
Kolla til verka og eru fötin
falleg og vönduð. Þau eiga
einnig að baki vel heppnað
samstarf við aðra aðila, til
dæmis Urban Outfitters,
og setja sitt mark á
Laugaveginn með tveimur
glæsilegum Andersen &
Lauth-verslunum.
e s t a b l i s h e d 1 9 3 4
Kraum
n Verslunin Kraum í Aðalstræti var sett
á laggirnar árið 2007. Frá upphafi var
markmið hennar að koma á framfæri
og selja íslenska hönnun. Hún er því hin
fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Síðan
þá hefur Kraum stutt vel við bakið á
íslenskum hönnuðum og sýnt það og
sannað að þangað er hægt að leita til
að finna það nýjasta og besta í íslenskri
hönnun. Kraum hefur einnig tekið virkan
þátt í íslensku hönnunarlífi með því að
standa að samkeppnum hönnuða, meðal
annars þar sem gerðir voru nytjahlutir eftir
verkum Errós og Ásmundar Sveinssonar.
Að undanförnu hefur Kraum einnig fært
út kvíarnar, fjórða útibú hennar opnaði
nýlega í Hönnunarsafni Íslands, og stuðlar
Kraum þannig að því að gera íslenska
hönnun aðgengilegri áhugasömum
kaupendum.
Kría Jewelry
n Jóhanna Metúsalemsdóttir hannar
skartgripi undir merkinu Kría Jewelry.
Fyrsta línan kom á sjónarsviðið fyrir um
þremur árum og lofaði hún strax góðu.
Í skartgripalínunni eru um 40 gripir
sem eru innblásnir af kríubeinum og
trjágreinum, meðal annars hryggjarliður
á leðurbandi og lærbein með demanti.
Umgjörðin var einnig til fyrirmyndar en
gripirnir voru seldir í leðurpokum sem
líta út eins og kríuegg. Jóhanna býr og
starfar í New York. Hún sendi frá sér nýja
línu í fyrra sem var ekki síður áhugaverð.
Enda hefur hún vakið athygli ytra og
verið notuð sem fylgihlutur í vinsælum
sjónvarpsþáttum og í tískuþáttum virtra
ljósmyndara. Þá er það til eftirbreytni
að hluti af ágóða Kríu Jewelry rennur til
hjálparstarfs á Haítí. Von er á nýrri línu
frá Jóhönnu á árinu og verður spennandi
að fylgjast með henni.
Kron by
KronKron
n Hugrún Árnadóttir og Magni
Þorsteinsson, eigendur og hönnuðir
Kron by Kronkron, byrjuðu að hanna
sína eigin skólínu árið 2008. Skórnir hafa
síðan notið vinsælda um heim allan og
ekki síst hér á Íslandi. Hugrún og Magni
hafa sýnt mikinn dugnað og eljusemi
í gegnum árin. Þau hafa einnig vaxið í
hönnun sinni, eins og sást meðal annars
með haustlínu síðasta árs. Þá færðu
Hugrún og Magni einnig út kvíarnar og
settu á markað fyrstu fatalínu sína, sem
en í henni eru kjólar og sokkabuxur. Hún
er í skemmstu máli afar vel heppnuð.
Einnig ber að geta verslana þeirra,
Kronkron og Kron við Laugaveg, en í
gegnum þær hafa þau kynnt vandaða
hönnun fyrir Íslendingum og sett svip
sinn á íslenskt tískusamfélag.