Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 34
34 | Fólk 23. febrúar 2011 Miðvikudagur Helgi Rafn Brynjarsson vill helst gleyma Lúkasi: „HEF ALDREI SÉÐ ÞENNAN HUND“ Hundurinn Lúkas, sem er án efa einn frægasti hundur Íslands, drapst aðfaranótt mánudags. „Hann var búinn að vera veikur síðan í októ- ber,“ sagði Kristjana Margrét Svans- dóttir, eigandi hundsins. Nýlega féll dómur í meiðyrðamáli sem tengdist Lúkasi. Mikil umræða upphófst árið 2007 í kjölfar þess að Lúkas týndist og sögur fóru á kreik að nokkrir pilt- ar hefðu sést sparka honum á milli sín í íþróttatösku. Kertafleyting og minningar- athöfn fór fram bæði í Reykjavík og á Akureyri fyrir hundinn og fóru margir ófögrum orðum um Helga Rafn Brynjarsson sem sagður var aðalmaðurinn í misþyrmingunni á Lúkasi. Engar stoðir reyndust fyr- ir þessu og skilaði hundurinn sér aftur heim eftir að hafa verið týnd- ur á fjöllum. Ekki liggur fyrir hvað nákvæmlega varð Lúkasi að aldur- tila en hann var hreinræktaður kín- verskur faxhundur. Helga Rafni voru nýlega dæmd- ar miskabætur í kjölfar meiðyrða sem viðhöfð voru á bloggsíðu þegar Lúkasar-málið stóð sem hæst. Þeg- ar Helgi er inntur eftir viðbrögðum við fráfalli hundsins Lúkasar seg- ist hann helst vilja leggja þetta mál til hliðar og gleyma því. „Það eru ekki nein viðbrögð. Ég hef aldrei séð þennan hund á ævi minni. Ég ætla ekki að svara því frekar. Ég vil bara leggja þetta til hliðar og gleyma þessu.“ Eitt umtalaðasta partí íslands fer fram næstkomandi laug-ardag þegar partí þeirra Hild- ar Lífar, Lindu Ýrar Kjerúlf og Lilju Ingibjargardóttur fer fram. Boðs- listi var sendur út á íslenskt þotulið þar sem þeim var boðið að kaupa sæti við svokölluð VIP-borð í partí- inu. Í samtali við DV segir Hildur Ýr að það hafi fengist góð viðbrögð við partíinu og að margir hafi þeg- ar tryggt sér sæti við svokölluð VIP- borð, en að það sé misskilningur að þetta sé VIP-partí, í raun standi öll- um til boða að koma. „Þetta er ekki VIP-partí. Það er ekkert lítið fár sem hefur orðið út af þessu,“ segir Hild- ur. „Fólk er velkomið en það er svo mikil aðsókn að ætli maður verði ekki að standa við þennan gest- alista en í rauninni er þetta bara skemmtistaður.“ Brjáluð viðbrögð á Facebook Eftir að Lilja Ingibjargardóttir fór í viðtal út af partíinu við bleikt.is hef- ur allt logað í netheimum og fór af stað mikil umræða um partíið. Í kjölfarið fóru af stað Facebook-hóp- ar og -viðburðir þar sem fólk var meðal annars hvatt til þess að halda sín eigin partí, sem ekki einskorðust við þekkta einstaklinga. Hildur segir að orð Lilju hafi verið slitin úr sam- hengi og að misskilnings hafi gætt. „Okkur finnst nú samt ekkert leið- inlegt að hrista upp í þjóðinni og koma með eitthvað öðruvísi partí en hefur verið venjulega. Okkur lang- aði að hafa flott og stílhreint partí og vorum beðnar um að gera það,“ segir Hildur. „Það eru að koma all- ar vinkonur okkar og fleiri stelpur sem bera fram drykki allt kvöldið, skemmtiatriði og flottir skemmti- kraftar vera á staðnum, og vegleg- ir vinningar. Við vildum bara plana partí eins og við viljum hafa það. Hver vill ekki hafa fallegar stelpur í kringum sig að færa sér drykki allt kvöldið?“ Margir boða komu sína Á meðal þeirra sem fengu sérstakt boð í partíið eru ofurfyrirsætan Ás- dís Rán, Haffi Haff, Sigríður Kling- enberg og Magdalena Dubik sem öll hafa staðfest komu sína, sam- kvæmt Hildi Ýri. Á meðal þeirra sem fengu boð á viðburðinn en ekki hafa staðfest komu sína er Gunn- ar Lárus Hjálmarsson, betur þekkt- ur sem Dr. Gunni. Hann hefur gert grín að boðinu og frétt bleikt.is eftir að hann ljóstraði upp að hafa fengið boð á Facebook-síðu sinni og gantaðist með- al annars með að það yrði að vera klósettþjónn í partíinu líkt og í partíi sem Lilja hefur farið í, sam- kvæmt bleikt.is „Gestalistinn var djók til þess að byrja með en svo var haft samband við okkur og fullt af fólki boðaði komu sína þannig að þetta er í rauninni ekki gestalisti heldur bara fólk sem er búið að boða komu sína og panta VIP-borð með flösku og öllu tilheyrandi,“ segir Hildur Ýr sem segir að margir ljósmyndarar hafa beðið um leyfi til að komast í partíið til að taka ljósmyndir. Sérsaumaður samfestingur Bjarnheiður Hannesdóttir sem tók við Edduverðlaununum ásamt kærasta sínum Markusi Klinger fyrir hönd Arnar Marinós Arnarsonar og Þorkels S. Harðarsonar fyrir heimildarmyndina Feathered Cocain, lét sérsauma á sig samfestinginn sem hún klæddist á verðlaunahátíðinni. „Þetta er mín hönnun en ég fékk saumastofuna Yoyo til að sauma þetta fyrir mig,“ segir Bjarnheiður aðspurð um samfestinginn. Sjálf hefur hún lært hönnun og foreldr- ar hennar ráku tískuverslun þegar hún var ung. Samfestingurinn vakti mikla athygli, bæði gesta í Íslensku óperunni, þar sem verðlaunahátíðin fór fram, og meðal sjónvarpsáhorfenda sem horfðu á beina útsendingu frá athöfninni. Hönnuður að kveðja Eyjuna? Það eru ekki bara bloggarar sem velta sér upp úr pólitík og málefnum samfélagsins sem hafa farið eða íhuga að færa sig um set af Eyjunni eftir að framsóknarmaðurinn Björn Ingi Hrafnsson tók við stjórnartaum- unum á vefsíðunni. Það virðist nefnilega líka vera raunin með eitt helsta hönnunarblogg landsins, Svart á hvítu. „En innan skamms verða breytingar hjá Svart á Hvítu… Kemur í ljós, en þar sem ég er mjög svo ópólitísk dama þá tel ég mig ekki eiga heima á svona pólitískum vef,“ skrifar Svana Lovísa Kristjánsdóttir sem heldur úti blogginu. „En góðir hlutir gerast hægt!“ Spurningin er svo bara hvar Svana Lovísa endar með bloggið sitt sem hefur dyggan og fjölmennan lesendahóp. „ÞETTA ER EKKI VIP- PARTÍ“ n Halda glæsipartí á Grensásveginum n Hafa uppskorið mikil viðbrögð á Facebook og víðar n Gestalistinn samanstendur af fólki úr sviðsljósi fjölmiðla n Dr. Gunni gant- ast með hugmyndina um klósettþjón Hildur Líf Partíið er fyrir alla og gestalist- inn byrjaði sem grín. MYND BJÖRN BLÖNDAL Linda Ýr Vinkonur þeirra Lindu, Hildar og Ingibjargar bera drykki á VIP-borðin. MYND BJÖRN BLÖNDAL Var sagður sökudólgur Helgi Rafn var saklaus af öllum ásökunum um að hafa misþyrmt hundinum Lúkasi. MYND SIGTRYGGUR AR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.