Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 25
Erlent | 25Miðvikudagur 23. febrúar 2011 Öflugur jarðskjálfti skók borgina Christchurch á Nýja-Sjálandi: Mikið mannfall eftir jarðskjálfta Að minnsta kosti 65 manns eru látnir og hundraða annarra er saknað eft- ir öflugan jarðskjálfta sem reið yfir borgina Christchurch á Nýja-Sjá- landi, aðfaranótt þriðjudags. Skjálft- inn mældist 6,3 stig á Richter-kvarð- anum. Í kjölfar skjálftans, sem reið yfir rétt eftir hádegi að staðartíma, var lýst yfir neyðarástandi í borginni. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, John Key, sagði að um „algera eyði- leggingu“ væri að ræða. „Þetta gæti verið dimmasti dagur í sögu Nýja- Sjálands. Í gær var tala látinna um 65, en hún kann að hækka. Þetta er harmleikur fyrir borgina, og jafn- framt fyrir þjóðina,“ sagði Key sem kom á þriðjudag til borgarinnar með þyrlu. Íbúar Christchurch voru hvattir til að yfirgefa borgina vegna hættu á eftirskjálftum en fjölmargar bygging- ar hrundu til grunna. Enn er mikill fjöldi fólks grafinn í húsarústum og vinna björgunarsveitir baki brotnu við að leita að fólki sem kann enn að vera á lífi. Allt rafmagn fór af borg- inni og vatn er af skornum skammti. Forsætisráðherra Ástralíu, Julia Gillard, var fljót að kalla til björgun- arsveitir til að senda til nágranna- ríkisins sem nú á um sárt að binda. William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagði einnig að Bretar kæmu til með að aðstoða Nýsjálend- inga eins mikið og unnt væri. Allt á rúi og stúi Mynd frá miðborg Christchurch í gær. Heltekinn af knattspyrnu Ramzan Kadyrov, hinn skrautlegi forseti sjálfsstjórnarsvæðis Tsjetsjen- íu, er mikill áhugamaður um knatt- spyrnu. Í höfuðborginni Grosní er að finna atvinnumannaliðið Terek Grosní en þar er Kadyrov stjórnar- formaður og fastagestur á heima- leikjum liðsins. Kadyrov er annt um gengi liðs síns og þrátt fyrir að því hafi tekist að sigra í rússnesku bik- arkeppninni í fyrra var þorsta hans í velgengni ekki svalað. Hann rak fyr- ir skömmu þjálfara liðsins og réð í staðinn hinn goðsagnakennda Hol- lending Ruud Gullit sem þjálfara. Markmið Kadyrovs er að byggja upp meistaradeildarlið í Grosní, með góðu eða illu. Til að auka áhuga al- mennings á knattspyrnu hefur Kad- yrov nú tilkynnt um væntanlegan vináttuleik milli Tsjetsjeníu og úr- valsliðs frá Brasilíu. Það er svo sem ekki frásögum færandi nema fyrir þá staðreynd að Kadyrov sjálfur ætlar að reima á sig skotskóna og leiða lið Tsjetsjena út á völlinn sem fyrirliði. Úrvalslið Brassa Samkvæmt yfirlýsingu frá íþrótta- málaráðherra Tsjetsjeníu mun vin- áttuleikurinn fara fram þann 10. mars næstkomandi. Meðal leikmanna brasilíska liðsins má nefna Ronaldo, Rivaldo, Ronaldinho og Kaka – en þeir hafa allir verið kjörnir knattspyrnu- menn ársins af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu, FIFA, auk þess sem þeir sigruðu Heimsmeistarakeppn- ina í knattspyrnu árið 2002. Vert er að taka fram, að engin staðfesting hefur borist frá brasilíska knattspyrnusam- bandinu um að umræddur leikur eigi eftir að fara fram. Tsjetsjenía verður seint talin öruggasti staðurinn í ver- öldinni þar sem sjálfsmorðsárásir og skæruhernaður gegn ofríki Kadyrovs er daglegt brauð. Verði af leiknum er aftur á móti ljóst að Kadyrov bíður ærið verkefni, við að eltast við brasilísku snilling- ana á vellinum. Engum sögum fer af knattspyrnuhæfileikum Kadyrovs, sem er betur þekktur fyrir að hafa blóðugar hendur eftir mikla reynslu af vopnuðum átökum. Gengur Kad- yrov til að mynda ætíð með gull- slegna skammbyssu í buxnastreng sínum og er ekki með öllu ljóst hvort hann ætli sér að geyma djásnið sitt við hliðarlínuna meðan á leiknum stendur eður ei. Lyftistöng fyrir þjóðina Íþróttamálaráðherra Tsjetsjeníu er Khaidar Alkhanov. „Þessi leikur mun verða tsjetsjenskum leikmönnum mikil hvatning auk þess sem stuðn- ingsmennirnir fá dýrmæta gjöf.“ Alk- hanov sagði einnig að vonir stæðu til að Tsjetsjenar gætu vígt nýjan þjóð- arleikvang í maí á þessu ári. Hef- ur Kadyrov nú þegar boðið forseta FIFA, Sepp Blatter, sem og forseta Evrópska knattspyrnusambandsins UEFA, Michel Platini, að vera við- staddir athöfnina. Engum sögum fer af svari þeirra við boðinu. Hinn nýji leikvangur mun, eins og svo mörg önnur tsjetsjensk mann- virki, verða nefndur í höfuðið á föð- ur Kadyrovs, Akhmad. Hann var ein- mitt myrtur á gamla þjóðarleikvangi Tsjetsjena í athöfn sem haldin var til að minnast sigurs Sovétmanna í síð- ari heimsstyrjöldinni. Þegar Ramzan Kadyrov var eitt sinn spurður með hvaða hætti hann hygðist hefna föð- ur síns sagði hann: „Ég hef nú þegar drepið þann, sem ég þurfti að drepa. Og þeir sem stóðu við bakið á hon- um, ég mun drepa þá líka. Ég mun halda áfram að elta þá uppi og drepa þangað til ég verð sjálfur drepinn eða dæmdur í fangelsi.“ Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is n Ramzan Kadyrov, forseti sjálfsstjórnarsvæðis Tsjetsjeníu, hefur tekið knattspyrnuheiminn föstum tökum n Ætlar sér sjálfur að leika gegn heimsmeistaraliði Brasilíu n Búinn að ráða Ruud Gullit sem þjálfara „Þessi leikur mun verða tsjetsjenskum leikmönnum mikil hvatning auk þess sem stuðningsmennirnir fá dýrmæta gjöf. Kadyrov og Gullit Hollenski knattspyrnuþjálfarinn Ruud Gullit og Ramzan Kadyrov á góðri stundu. Afsalaði sér doktorsgráðu Eins og greint var frá um síðustu helgi ríkti mikil ólga í Þýskalandi vegna ásakana á hendur varnar- málaráðherrans, Theodors zu Gut- tenberg, um að hann hefði stundað ritstuld. Guttenberg var gefið að sök að hafa notað heilu kaflana í dokt- orsverkefni sínu í lögfræði við há- skólann í Bayreuth án þess að geta heimilda. Í upphafi var Guttenberg þögull sem gröfin og lét talsmenn kristilegra demókrata um að búa til afsakanir fyrir sig. Nú hefur hann hins vegar brugðist við þrýstingi frá fræðasamfélaginu og ákveðið að afsala sér doktorsgráðu sinni. Hann játaði að hafa stundað ritstuld en sagði jafnframt að hann hefði gert það óviljandi. Guttenberg ætlar hins vegar ekki að segja af sér emb- ætti varnarmálaráðherra, og hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, lýst yfir stuðningi sínum við Gutten- berg. Aukin spenna á Kóreuskaga Nú lítur út fyrir að spenna á Kór- euskaganum kunni að aukast á ný. Talið er að Norður-Kóreumenn séu í þann mund að sprengja sína þriðju kjarnorkusprengju frá upphafi og hefur það skapað mikinn titring meðal ráðamanna í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu, sem og í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Heim- ildarmaður Yonhap-fréttastofunn- ar í Suður-Kóreu greindi frá þessu á sunnudaginn. Sagði hann að Norð- ur-Kóreumenn væru nú að byggja tvenn jarðgöng í þeim tilgangi að þar megi sprengja kjarnorkusprengju. Talið er að Norður-Kóreumenn eigi til nægt plútóníum til að byggja sex til átta kjarnorkusprengjur. Stúdentar í Texas með byssur Umdeilt lagafrumvarp verður líklega gert að lögum í Texas-ríki í Banda- ríkjunum sem kveður á um að bæði stúdentar, sem og starfsfólk háskóla, megi ganga með skotvopn á sér á skólasvæðum. Texas gæti orðið ann- að bandaríska ríkið til að samþykkja slík lög, en stúdentar í Utah-ríki mega einnig bera skotvopn. Lög- in eru sérstaklega umdeild vegna fjölda „skólafjöldamorða“ sem hafa átt sér stað í Bandaríkjunum á und- anförnum árum. Mörgum er enn í fersku minni þegar Cho Seung-Hui, nemandi við Virginia Tech-háskól- ann, gekk berserksgang og myrti 32 skólafélaga sína. Graphic Story Size Artist Date Reporter Research Code NEWZEALAND-QUAKE/ NEWZEALAND-QUAKE/ 5 x 7.5 cm Jim Peet 22 / 02 / 11 - - DIS ® Copyright Reuters 2011. All rights reserved. Internet: http://about.reuters.com/graphics CONTEXT New Zealand's quake-ravaged Christchurch city was struck by a second major tremor in five months on Tuesday, causin further damage but no immedi te reports of casua ties, a witness and local media said. Heimild: USGS Auckland Wellington Nýja Sjáland Christchurch Kyrrahaf Tasmaníuhaf Invercargill Skjálftamiðja Þri. 0004 GMT Stærð: 5.6 1 1 2 4 5 Síðustu atburðir HEIMILD: REUTERS Ólga síðan í janúar Síðustu atburðir Mahmoud Ahmadinejad hefur skipað hermönnum og öryggislögreglu á mótmælendur. Hann hefur einnig lokað fyrir öll vefsamskipti. Á síðustu dögum hafa allt að 200 man s fallið í átökum mótmælenda og hersins í höfuðborginni Trípólí se og í hafnarborginni Benghasi Á laugardag hörfuðu lögreglumenn undan tugum þúsunda mótmælenda í höfuðborginni Manama. Mótmælendur kre‡ast afsagnar Khalifa prins. Bahrein Íran Í kjölfar mótmæla háskólanema fyrir tíu dögum í höfuðborginni Sana, sem beinast Ali Abdullah Saleh, hafa verið óeirðir á götum borgarinnar dag hvern. Líbía Miðjarðarhaf Alsír Túnis Jórdanía Líbía Níger Tsjad Súdan Egypta- land Ólga í Afríku og Mið-Austurlöndum Jarðskjálftinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.