Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 32
32 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 23. febrúar 2011 Miðvikudagur Meiðslum hrjáð United-lið mætir Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar: Heinze sér eftir rifrildi við Ferguson Manchester United mætir í kvöld franska stórliðinu Marseille í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinn- ar. United-menn verða án nokkurra sterkra leikmanna, þar á meðal Rio Ferdinands, Ryans Giggs, Anderson og Michaels Owens. Verst eru tíð- indin með Anderson en hann verð- ur frá í tvo mánuði vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum gegn utandeildarliðinu Crawley um helg- ina. Patrice Evra þekkir vel til franska boltans en hann á von á erfiðum leik. „Marseille-menn velkjast ekki í vafa um að þeir geti unnið okkur. Þetta verður erfiður leikur fyrir okkur því við eigum að vinna þennan leik og Marseille hefur þannig séð engu að tapa. Ég hef horft á nokkra leiki með Marseille í vetur og það sést vel hversu gott lið það er,“ segir Evra sem var undir stjórn Didier Deschamps, þjálfara Marseille, hjá Mónakó. Á morgun hitta Manchester- menn fyrir gamlan liðsfélaga, arg- entínska vinstri bakvörðinn Gabriel Heinze, sem lék með liðinu um ára- bil og var ávallt í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum. Það var einmitt við komu Evra sem Heinze fór að verða órólegur hjá United, lenti í rifr- ildi við Ferguson og var á endanum seldur til Real Madrid. Hann sér þó eftir því rifrildi í dag. „Ég sé ekki eftir mörgu á mínum knattspyrnuferli en það sem gerðist á milli mín og Ferguson er eitthvað sem ég sé eftir,“ segir Heinze á vef- miðlinum Soccernet. „Ég er skap- heitur og þrjóskur og það kom mér oft í vandræði á sínum tíma. Það var einmitt ástæða þess að ég fór frá Un- ited. Þegar ég horfi til baka er auðvelt að átta sig á því hversu mikið Fergu- son hjálpaði mér. Ég hélt ég væri sig- urvegari áður en ég kom til United en ég lærði fljótlega að ég var rétt að byrja,“ segir Gabriel Heinze. tomas@dv.is „Melo“ til Knicks n Lengstu félagaskiptasögu NBA- deildarinnar frá upphafi lauk loks- ins í gær þegar New York Knicks og Denver Nugg- ets komust að samkomulagi um félagaskipti Carm- elos Anthonys til New York. Pakk- inn inniheld- ur félagaskipti níu manna en auk „Melo“ fóru þeir Chaunsey Billups, Anthony Carter, Shelden Williams og Renaldo Balk- man til New York en Raymond Felton, Danilo Gallinari og Wilson Chandler og Timofey Mozgov fara til Denver. New York lætur einnig af hendi fyrsta val- rétt í nýliðavalinu 2014, og valréttinn í annarri umferð nýliðavalsins 2012 og 2013. Mikilvægur Suðurnesjaslagur n Aðeins fjórar umferðir eru eft- ir af Iceland Express-deild karla í körfubolta en 19. umferðin verður leikin á fimmtu- dag og föstudag. Suður með sjó á fimmtudags- kvöldið, nánar til tekið í Njarðvík, taka heimamenn á móti erkifjend- unum úr Keflavík klukkan 19.15. Eftir hrikalegt gengi í mótinu hingað til eiga Njarðvíkingar góða möguleika á að næla sér í ágætis sæti í úrslita- keppninni en að sama skapi er Kefla- vík í harðri baráttu um annað sætið. Má því búast við hörkuleik tveggja fjenda. Kemst Grindavík á sigurbraut? n Fimm aðrir leikir eru á dagskrá í körfuboltanum. Á fimmtudaginn mætir útlendingahersveit KFÍ spræku liði Fjölnis í mikl- um fallbarátt- uslag auk þess sem Snæfell fær Hauka í heim- sókn. Á föstu- dagskvöldið eru svo þrír leikir á dagskrá. Grinda- vík sem tapað hefur fjórum síðustu leikjum sínum fær Hamar í heimsókn, ÍR tekur á móti Stjörnunni og þá fara nýkrýnd- ir bikarmeistarar KR í heimsókn til Tindastóls á Sauðárkróki. Allir leik- irnir hefjast klukkan 19.15. Kristinn dæmir í Rússlandi n Fremsti dómari Íslendinga, Krist- inn Jakobsson, mun dæma seinni viðureign Zenit frá Pétursborg og svissneska liðsins Young Boys í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar á fimmtudagskvöldið. Young Boys hafði sigur á sínum heimavelli, 2–1, í fyrri leik liðanna. Kristinn hefur farið á kostum í Evrópudeildinni í vetur en hann hefur hlotið nær fullkomna einkunn fyrir nánast alla þá leiki sem hann hefur dæmt. Nasri bíður með samningaviðræður n Frakkinn Samir Nasri sem hef- ur verið magnaður með Arsenal á keppnistímabilinu leggur glaður allar samningaviðræður til hliðar þar til tímabilinu lýkur. Hann segir að nú sé tíminn til að einbeita sér að því að vinna titla. „Ég kom til Ars- enal til þess að vinna bikara og ég mun ekki fara fyrr en það tekst. Ég og liðið höfum lofað hvort öðru að ræða um nýjan samning þegar tímabilinu lýkur og það munum við gera. Nú snýst þetta hins vegar um fótbolta,“ segir Nasri. Molar „Það er alltaf pressa á þjálfaranum þegar hann nær ekki þeim stigafjölda sem ætlast er til að liðið sé með,“ segir Aron Kristjánsson sem rekinn var sem þjálfari þýska handknattleiksliðsins Hannover-Burgdorf um síðastliðna helgi. Þegar tuttugu og tveimur um- ferðum er lokið af þrjátíu og fjórum í deildinni er Hannover með níu stig í sautjánda og næstneðsta sæti, einu stigi frá öruggu sæti. „Þegar maður lít- ur til baka eru þarna kannski tveir til þrír leikir í viðbót sem maður hefði viljað vinna. Þá hefði staðan verið góð. Miðað við hópinn sem við erum með er eðlilegt að vera í kringum fjór- tánda eða fimmtánda sæti. Þetta er síðan spurning um að allt smelli sam- an svo árangurinn verði sem bestur. En núna gekk þetta ekki eftir, því mið- ur,“ segir Aron. Baktjaldamakk íþróttastjórans „Þessi brottrekstur á sér samt lengri aðdraganda,“ segir Aron. „Það voru ýmsir hlutir sem unnu saman að þessu. Það var þarna íþróttastjóri sem var látinn fara á sama tíma og ég. Hann var búinn að vinna á bak við mig í svolítinn tíma. Þetta er því búið að vera mjög pólitískt atriði líka. Það var ýmislegt í ólagi þegar ég kom til félagsins og það hélt áfram og versn- aði,“ segir Aron og bætir við að hann skilji ekki við félagið í neinum leiðind- um. Hann tekur fulla ábyrgð á gengi Hannover. „Það er á mína ábyrgð að lið- ið er ekki með fleiri stig og þannig af íþróttalegum ástæðum er ég á end- anum látinn fara. Það var samt ýmis- legt sem íþróttastjórinn var að gera á bak við tjöldin sem gerði mína vinnu erfiðari. Vonandi getur liðið bara núna horft til bjartari framtíðar,“ seg- ir Aron en hann lærði kannski meira um handboltaheiminn utan vallar en innan í Þýskalandi. „Þetta er búinn að vera lærdóms- ríkur tími, þetta tæpa ár sem ég hef verið hér. Það er ýmis lærdómur sem ég get dregið af þessu. Það er margt sem ég veit núna að ég þarf að passa mig á sem tengist handbolta ekki neitt. Þetta var ágætis reynsla en því miður var þessi brottrekstur ekkert sem ég gat ráðið við,“ segir Aron. Stefnan tekin heim Aron kom heim til Íslands frá Dan- mörku árið 2007 og tók þá við sínu uppeldisliði Haukum. Með því vann hann þrjá Íslandsmeistaratitla í röð auk þess sem liðið vann alla þá titla sem í boði voru á síðasta tímabilinu hans í fyrra. Aron er sem stendur enn úti í Hannover að ganga frá sínum málum en stefnan er tekin heim til Ís- lands og er það líklegur áfangastaður til framtíðar. „Stefnan var alltaf að fara heim í apríl vegna skólamála og fleira. Það lítur því út fyrir að ég sé á leiðinni heim. Ég þarf fyrst að ganga frá mín- um málum við félagið en samning- urinn minn gildir út júlí 2012. Það kemur því í ljós hvernig það fer,“ seg- ir Aron en er hann byrjaður að þreyfa eitthvað fyrir sér? „Það var strax byrjað að tala um einhverja möguleika í stöðunni, bæði hér í Þýskalandi og svo í Danmörku. Ég mun samt líklega bara fylgja fjöl- skyldunni heim enda með þrjú lítil börn. Þannig ef það bjóðast einhver góð tækifæri heima er ég alveg opinn fyrir starfi þar. Fyrst þarf ég samt að ganga frá mínum málum,“ segir Aron. Landsliðið heillar Þegar Alfreð Gíslason sagði starfi sínu lausu sem landsliðsþjálfari í hand- bolta eftir Evrópukeppnina í Þránd- heimi 2008 var Aron einn þeirra sem afþakkaði starfið áður en Guðmund- ur Guðmundsson tók við landsliðinu. Fram kom í Fréttablaðinu í gær að Guðmundur ætli að ræða málin við HSÍ um áframhald sitt með landsliðið í sumar þegar ljóst er hvort Ísland sé á leið á EM að ári eða ekki. Guðmundur stýrir einnig stórliðinu Rhein-Neckar Löwen en gríðarlegt álag er að stýra bæði liði í úrvalsdeildinni þýsku og landsliði. „Af fyrri reynslu hef ég bara ekk- ert um þetta að segja,“ segir Aron en hann vildi lítið tjá sig við fjölmiðla á sínum tíma þegar hann var orðaður við landsliðið. Uppi er orðrómur um að HSÍ sjái sér nú þann leik á borði að ráða Aron vilji Guðmundur losna en fram að því voru ekki margir fýsilegir kostir í stöðunni. Baktjaldamakkið gerði starfið erfitt n Aron Kristjánsson rekinn frá Hannover-Burgdorf n Baktjaldamakk íþróttastjórans gerði starfið erfiðara n Stefnir heim og er opinn fyrir starfi á Íslandi n Landsliðsþjálfarstarfið heillar sé það í boði Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Íslendingaher Með Hannover-Burgdorf spila þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannes Jón Jónsson, Vignir Svavarsson og Sigurbergur Sveinsson. Kátir og hressir Gabriel Heinze var alltaf vinsæll innan hópsins hjá United en hér sprellar hann með Wayne Rooney fyrir leik í Meistaradeildinni 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.