Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2011, Blaðsíða 27
Umræða | 27Miðvikudagur 23. febrúar 2011
Látum
verkin tala
1 Hrottafengið mál í Noregi: Nágrannar tóku þátt í barnaníði
Eitt versta kynferðisbrotamál í sögu
Noregs fór fyrir dómstóla í síðustu
viku.
2 Margt smátt gerir eitt stórt: Iðnaðarmenn í vondum málum
Tveir iðnaðarmenn sem voru ráðnir í
vinnu af lögreglunni í Bandaríkjunum
hafa verið handteknir fyrir fíkniefna-
stuld.
3 Brjálaðist í Elko: Mátti ekki skipta vöru Myndband á YouTube
sýnir mann missa stjórn á sér í Elko.
4 Huldumaður Kaupþings fær 476 milljóna kröfu samþykkta
Charles Martin gerði kröfu í þrotabú
Kaupþings vegna launa sem hann
taldi sig eiga inni.
5 GaGa smekkleg í smokkadragt GaGa klæddist latexdragt í
spjallþætti.
6 Hannes og Bingi Hermt er að kærleikar séu á milli þeirra félaga
síðan þeir brölluðu með REI.
7 Eyjubloggari í ham: Björn Ingi verður rannsakaður Einar Stein-
grímsson fer mikinn í nýrri færslu þar
sem hann efast um siðferði Björns
Inga Hrafnssonar.
Líf styrktarfélag vinnur að því að
styrkja fæðingarþjónustu og kven-
lækningar á kvennadeild Landspítal-
ans. Markmiðið er að byggja upp öfluga
miðstöð fæðinga og kvenlækninga á
Íslandi og mun miðstöðin þjónusta
konur og fjölskyldur þeirra. Formaður
styrktarfélagsins er dóttir ljósmóður,
Bjarney Harðardóttir.
Hver er konan?
„Ég heiti Bjarney Harðardóttir, formaður
styrktarfélagsins Lífs. Dóttir ljósmóðurinnar
Guðrúnar Sveinu Jónsdóttur.“
Hvað er þér efst í huga núna?
„Það er að afla kvennadeild Landspítalans
fé. Við stöndum fyrir landssöfnun þann 4.
mars á Stöð 2. Markmið söfnunarinnar er að
nútímavæða deildina og byggja upp öfluga
miðstöð fæðinga- og kvenlækninga fyrir
Ísland. Einnig er mér efst í huga þakklæti
til allra sem hafa lagt sitt af mörkum, ótal
aðilar hafa komið að þessu með okkur, vil ég
sértaklega nefna Hvíta húsið, hjónin Sigrúnu
Gylfadóttur og Alex Jónsson sem hönnuðu
bolina og alla umgjörð átaksins.“
Hvers vegna er deildin fjárþurfi?
„Íslenskar konur eiga heiðurinn að bæði bygg-
ingu barnaspítala Hringsins og kvennadeildar
Landspítalans en kvennadeildin var byggð
fyrir gjafafé árið 1974. Það er tímabært að
endurinnrétta, bæta aðstöðu og aðbúnað,
nútímavæða kvennadeildina til að mæta
þörfum og aðstæðum kvenna og fjölskyldna
þeirra. Það munu flestar konur þurfa á
þjónustu kvennadeildarinnar að halda, þessi
uppbygging snertir því alla landsmenn.“
Hverju er ábótavant?
„Það eru mörg brýn verkefni. Á kvennadeild
Landspítalans fæða 70 prósent kvenna börn
sín og það þarf að endurinnrétta svokallaðan
sængurkvennagang og bæta aðstöðuna
þannig að konur geti verið í einbýlum,eftir
aðstæðum. Við viljum gera feðrum og
aðstandendum kleift að vera hjá móðurinni.
Það þarf að bæta aðgerðastofu og aðstöðu
fyrir aðstandendur á kvenlækningadeild
en þar eru gerðar allar aðgerðir t.d. vegna
brjósta- og leghálskrabbameins. Þar eru
einnig líknarmeðferðir vegna krabbameina í
kvenlíffærum.“
Er stuðningur við málefnið mikilvægur?
„Já, stór hluti uppbyggingar og tækjakaupa
byggir á gjafafé, við þurfum að horfast í augu
við það. Kvennadeildin verður ekki hluti af
nýja spítalanum. Starfsfólk kvennadeildar-
innar er að vinna ótrúlegt starf af mikilli alúð
og nærgætni, gera það besta úr aðstæðum.
Með því að styðja kvennadeildina þá sýnum
við í verki að hún er sett í forgang hjá okkur,
þjóðinni.“
„Nei, því miður.“
Torfi Þorsteinsson
69 ára eftirlaunaþegi
„Mjög lítið núorðið, en gerði það áður fyrr.“
Sigríður Kristinsdóttir
67 ára eftirlaunaþegi
„Já, mjög oft. Ég á alltaf kort í leikhúsin.“
Sigrún Valdimarsdóttir
60 ára lyfjafræðingur
„Ég fer aldrei, en fór alltaf þegar ég var
yngri.“
Soffía Árnadóttir
55 ára grafískur hönnuður
„Já, einu sinni í viku. Er það oft?“
Daníel Freyr Sólveigarson
29 ára mannvinur
Mest lesið á dv.is Maður dagsins
Ferð þú oft í leikhús?
Höggmyndir úr ís í hjarta Reykjavíkur Vegfarendur hafa tekið þátt í að þróa listaverk á
Hjartatorgi í Reykjavík. Listaverkin eru klakastykki sem smátt og smátt hafa bráðnað og ætla má að þessir
listunnendur hafi lagt sitt af mörkum við listsköpunina. Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson
Myndin
Dómstóll götunnar
L
agleg og löguleg kona í svört-
um bol með textanum „Ég
tala ekki íslensku!“ gengur
hjá. Þetta var vel til fundið.
Hversu fáranlegt þótti ekki mennt-
skælingum að læra steindautt mál
eins og latínu á sínum tíma. Enda var
sú grein lögð niður.
Íslenskan er deyjandi tungumál
en er haldið á lífi af löngu úreltum
19. aldar sjónarmiðum. Öndunarvél-
in hefur kostað gríðarlega fjármuni,
lokað aðgengi almennings að menn-
ingu og virkað líkt og vistarbönd.
Tungumál sem tæki
Í hversdagslífinu, bókmenntunum
og fræðaheiminum er tungumálið
lítið annað en tæki til að tjá sig. Rit-
snilld hefur ekkert með tungumál
að gera enda hafa margir rithöfund-
ar gert garðinn frægan þótt þeir hafi
ekki ritað á íslensku. Í fræðaheimin-
um eru menn beinlínis hvattir til að
rita á ensku til að ná til fleiri. Meira
að segja einstaklingar frá málsvæð-
um spænsku, frönsku, þýsku, rúss-
nesku, kínversku og japönsku rita
æ oftar á ensku. Þeir sem hafa búið
erlendis eða eru í miklum erlendum
samskiptum nota hverju sinni það
tungumál sem við á.
Líftími tungumála
Að tungumál eða málýskur lifa eða
verða undir á sér auðvitað skýringar.
Nánast undantekningarlaust er það
spurning um samskipti. Aukin sam-
skipti leiða til samruna málsvæða
sem er þá á forsendum stærra mál-
svæðisins. Svo flytja menn. Íslend-
ingar í Vesturheimi hafa allir týnt
niður íslenskunni og eru ekkert verri
fyrir það. Tækið er jafn ónothæft og
alls kyns afdalamállýskur um allan
heim.
Örtungur og mállýskur lifa vegna
einangrunar. Annars daga þau uppi.
Þessa þróun má skoða hvarvetna á
jarðarkringlunni. Innan lands láta
málýskur undan. Þýskuáhrifin í
Skandinavíu komu til í kjölfar auk-
inna sam skipta við þýskumælandi
kaupmenn. Á 13. og 14. öld var ís-
lenskan eða öllu heldur norrænan
ekki orðin gjaldgeng sem sameig-
inlegt mál norænna manna. Sam-
skiptahnattvæðing síðustu áratuga
gegnum tölvur og netið er að stærst-
um hluta á ensku. Sennilega er meira
en 90 prósent af öllu netefni á ensku.
Íslenskt efni er hverfandi og að stór-
um hluta úrelt.
Sjálfgefin þróun
Þessi þróun er svo rökrétt og sjálfgef-
in að mann rekur í rogastans þegar
íslenskunni er helgaður einn dag-
ur. Eða þegar stendur til að flytja
sérstakt lagafrumvarp til að vernda
þetta úrelta tæki, færa íslenskuna á
hærri stall. Eða þvinga útlendinga
sem sækja um ríkisborgararétt til að
læra íslensku. Skelfilegur heimóttar-
skapur. Það er eins og menn viti ekki
að í flestum löndum eru töluð fleiri
en eitt tungumál eða að blæbrigða-
munur og málýskur eins og sama
tungumáls valda því að menn skilja
ekki hver annan þótt heita eigi að
þeir tali sama málið.
Liggur annað að baki?
Í þau 20 ár sem ég hef búið í Sví-
þjóð, Þýsklandi, Noregi og Englandi
hef ég aldrei heyrt talað um mál-
vernd. Tungumál taka nefnilega sí-
fellt breytingum. Að reyna að spyrna
við þeim er fyrirfram dauðadæmt.
Og til hvers? Til að geta státað sig yfir
að geta lesið fornritin á frummálinu!
Þennan þvætting má iðulega lesa
í viðtölum erlendis við hollvini ís-
lenskunnar.
Hvað með rök eins og hag-
kvæmni? Halda menn að það sé
hagkvæmt að reka eigin tungu fyr-
ir skólakerfið, fjölmiðla, útgáfustarf-
semi, og svo framvegis? Ekki eykst
framboð til dæmis námsbóka og að-
gengi almennings að menningu ann-
arra með íslenskunni. Gríðarlegt efni
er ókeypis á erlendum sjónvarpsrás-
um og á netinu sem almenningur
hefur ekki aðgang að vegna tungu-
málaerfiðleika. Meira að segja hluti
þingmanna ræður ekki við að að
fylgjast með gangi mála til dæmis á
Evrópska efnahagssvæðinu af sömu
ástæðum.
Eina bitastæða skýringin á því
að íslenskunni er hampað er sjálf-
stæðisbrölt landans. Tungan er líf-
æð hans líkt og vistarböndin á sínum
tíma. Hún heldur fólkinu í landinu
í átthagafjötrum. Með gjaldgeng-
ara máli gagnvart vinnumarkaðin-
um lætur fólk ekki bjóða sér kjör SA
og ASÍ. Tungan mismunar fólki gróf-
lega; hún heftir hinn frjálsa vinnu-
markað ESB, hindrar samkeppni,
tryggir vinnuafl og lág laun og verk-
ar sem aðgangshindrun. Þeir Íslend-
ingar sem flytja út og verða eftir eru
menntaðir, ráða við önnur tungumál
en íslenskuna.
Vistarbönd íslenskunnar
Kjallari
Sævar
Tjörvason